Morgunblaðið - 25.04.1978, Blaðsíða 1
48 SIÐUR
84. tbl. 65. árg.
ÞRIÐJUDAGUR 25. APRÍL 1978
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Skýringa krafizt á
árás á farþegaþotu
□ ■
□ -
Sjá ennfremur bls. 46 og 47
Seoul, 24. apríl. AP. Reuter.
FLESTIR farþega kóresku farþegaþotunnar sem sovézk
herþota skaut á og neydd var til að lenda í heimskautahér-
uðum Sovétríkjanna um helgina komu aftur til Seoul og
Tokyo í dag og jafnframt lögðu Bandaríkjamenn hart að
Rússum að veita nánari upplýsingar um atburðinn og
flugstjóra og siglingafræðing flugvélarinnar sem þeir
kyrrsettu.
flugvél kóreska flugfélagsins flutti
hina farþegana — sem voru aðal-
lega Japanir og Kóreumenn — til
Framhald á bls. 30
Farþegi f kóresku farþegaþotunni sem var neydd til að lenda í
Sovétríkjunum tók þessa mynd af orrustuþotu sovézka flughersins af
gerðinni Sukhoi 15 skömmu áður en rússneska þotan skaut á
farþegaþotuna.
Aðstoðarflugstjóri farþegaþot-
unnar sagði að áhöfnin hefði enga
viðvörun fengið frá sovézku herþot-
unni sem skaut á hana með þeim
afleiðingum að tveir farþegar biðu
bana og 10 særðust. Þó þakkaði
Park Chung Hee forseti sovézkum
stjórnvöldum í dag fyrir að sleppa
farþegunum og 11 af áhöfninni og
bað þau að sleppa einnig aðstoðar-
flugstjóranum og siglingafræðingn-
um.
Flugvél frá flugfélaginu Pan
American flutti þá 95 farþega sem
af lifðu og 11 af 13 manna áhöfn
flugvélarinnar frá Murmansk til
Helsinki í gær. Þrír farþeganna
kusu að verða eftir í Evrópu og
Ræningjar Aldo Moro
se tj a ný j a úr slitakos ti
Róm, 24. apríl. AP. Reuter.
RÆNINGJAR Aldo Moros íyrrverandi forsætisráðherra
settu nýja úrslitakosti í dag og kröfðust þess að
ríkisstjórnin sleppti 13 hryðjuverkamönnum úr fangelsi til
þess að bjarga lífi hans. Ög stjórnin er grátbeðin í bréfi,
sem virðist skrifað með hendi Moros, að láta undan og á
það er lögð áherzla að „um sekúndur fremur en mínútur“
sé að tefla. En í tilkynningu frá ríkisstjórninni er kröfunni
vísað á bug og hún sögð „óaðgengiieg“.
Stjórnin ítrekaði að loknum
þriggja tíma fundi samstarfs-
nefndar ráðuneyta um öryggismál
þá stefnu sína að semja alls ekki
við ræningja. I yfirlýsingu, sem
nefndin birti, sagði að þess sæjust
engin merki á því sem ræningjarn-
ir hefðu látið frá sér heyra að þeir
Cy Vance
vongóður
um Cruise
Washington, 24. apríl. AP.
CYRUS Vance, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, hefur
skýrt írá því að eftir Moskvu-
ferð sína að dregið hafi úr
andstöðu Rússa gegn því að
Bandaríkjamenn veiti öðrum
Nato-ríkjum upplýsingar um
Cruise-eldflaugar.
Önnur helztu mál eru í megin-
atriðum óleyst eftir ferðina að
því er Vance tjáði fulltrúum
Nato-landa í London á heimleið-
inni og enginn nýr samningur
um takmörkun kjarnorkuvopna
verður gerður fyrr en ágreining-
urinn er leystur.
Vance er þó ánægður með að
nokkuð þokaði 'í átt að nýjum
samningi, en hann óttast að
viðræður Bandaríkjamanna og
Rússa komist í hættu ef skýrt er
frá of mörgum einstökum atrið-
ætluðu raunverulega að skila
Moro. Það væri alkunna að stjórn-
in gæti ekki fallist á skipti með
fanga þar sem slíkt beindist gegn
frelsi allra og lögum lýðveldisins.
Loks segir í tilkynningunni að
þetta mat stjórnarinnar sé í
samræmi við afstöðu þingsins.
Orðsendingin með úrslita-
kostunum var send til nokkurra
blaða, sem í höfðu hringt menn
sem sögðu ekki til sín, og þar er
því hótað að Moro verði myrtur ef
neitað verði að fallast á fanga-
skiptin. Með þessari orðsendingu
hafa ræningjarnir í fyrsta skipti
nákvæmlega greint frá skilyrðum
þeim sem þeir setja, en þeir settu
engan tímafrest eins og í tilkynn-
ingu sinni á fimmtudaginn.
Seinna birti kvöldblaðið Vita í
Róm bréf sem ekki virðist fara á
milli mála að Moro hafl skrifað og
fannst samkvæmt bendingu
ónafngreinds manns sem hringdi
til blaðsins. í bréfinu eru helztu
leiðtogar kristilegra demókrata
taldir upp, þar á meðal Giulio
Andreotti forsætisráðherra, og
þeir hvattir til að láta kenningar
lönd og leið og fallast á skiptin.
Moro ræðst harðlega á flokks-
bræður sina, gagnrýnir þá fyrir að
hafa ekki énn fallizt á fangaskipti
og segist ekki vilja neinn fulltrúa
ítalska ríkisins við útför sína,
aðeins þá sem hafi óskað honum
velfarnaðar og séu verðugir þess
að mæta.
Þetta er sjötta bréfið sem hefur
borizt frá Moro síðan honum var
rænt 16. marz og er skrifað
óstyrkri hendi. Moro segir að verið
sé að endurvekja dauðarefsingu á
Italíu og bætir við: „Ég get ekki
unað þessum óréttláta og van-
þakkláta dómi kristilegra
Framhald á bls. 30
Giscard
neitar
frétt um
sprengju
París, 24. apríl. AP.
TALSMAÐUR Valery Giscard
d’Estaings Frakklandsforseta
neitaði því í dag að Frakkar
hefðu sprengt nifteinda-
sprengju í tilraunaskyni og
sagði að engar slfkar tilraunir
væru ráðgerðar.
Blaðið France-Soir hefur hald-
ið því fram að tilraun hafi verið
gerð með franska nifteinda-
sprengju á kóraleyjunni Muru-
roa á Suður-Kyrrahafi. Blaðið
hafði eftir „háttsettum yfir-
manni" að enn mundu þrjú eða
fjögur ár líða þar til Frakkar
gætu teflt fram nifteinda-
sprengju.
Franskir embættismenn hafa
þar til í dag neitað að staðfesta
fréttina, bera hana til baka eða
segja álit á henni samkvæmt
gamalli franskri reglu þess efnis
að veita engar upplýsingar um
kjarnorkutilraunir. Sagt var að
Yvon Bourges landvarnaráð-
herra hefði sagt varnamála-
nefnd þingsins að fréttina „ætti
ekki að taka alvarlega".
Samkomulagum
lausn í Líbanon
Bíirút. 24. apríl. Reutcr. AP.
ELIAS Sarkis forseti hóf í dag
viðræður um myndun nýrrar
stjórnar í Líbanon í kjölfar
samkomulags leiðtoga kristinna
manna og múhameðstrúarmanna
um að endir verði bundinn á
Mannfjöldi fyrir utan heimiii Aido Moros þegar fréttist í fyrradag að kristilegir demókratar hefðu linazt
í þeirri afstöðu sinni að neita að semja við ræningja Moros rúmum sólarhring eftir að fresturinn sem
ræningjarnir settu rann út
starfsemi palestínskra skæruliða
og að vopnaðar sveitir verði
leystar upp.
Stjórnmálasérfræðingar telja
ólfklegt að samkomulaginu verði
hrundið í framkvæmd á næstunni
en telja það mikilvæga forsendu
þjóðarsætta sem ný ríkisstjórn
geti unnið að.
Líbanskir vinstrimenn höfnuðu
samkomulaginu í kvöld og óttast er
að afstaða þeirra geti grafið undan
samkomulaginu.
Samkvæmt áreiðanlegum heim-
ildum skipar Sarkis nýjan forsæt-
isráðherra. Miklar líkur eru taldar
á því að Selmin A1 Hoss forsætis-
ráðherra stjórnar átta sérfræðinga
sem sagði af sér á miðvikudaginn
verði beðinn að mynda nýja stjórn
atvinnustjórnmálamanna. Stjórn
Hoss sagði af sér þar sem hún
sætti harðri gagnrýni hægrimanna
fyrir að beita sýrlenzkum friðar-
gæzlumönnum til að bæla niður
óeirðir í Beirút fyrr í mánuðinum.
Samkvæmt samkomulaginu eru
yfirvöld hvött til að binda enda á
hernaðaraðgerðir Palestínumanna
á öllu líbönsku yfirráðasvæði og
banna þeim að bera vopn. Einnig
er mælt með því að herinn verði
endurskipulagður og hvatt til þess
að ísraelska hernámsliðið verði
tafarlaust flutt frá Suður-Líbanon.