Morgunblaðið - 25.04.1978, Side 15

Morgunblaðið - 25.04.1978, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. APRÍL 1978 15 sama dag. 20 hermenn meö hríö- skotabyssur umkringdu þá. Lim Lea, sem þar var af tilviljun meö öörum þorpsbúum horfði á þaö og heyrði Rauöan Kmera kvarta undan því að hafa ekki skot, svo hann gæti tekið þátt í drápunum. En þarna þekkti hann 7 kennara. Sjálfur var hann kennari. Þetta eru aöeins stuttar glefsur úr hræðilegum frásögnum af einstökum atburöum, sem eru aö gerast í Kambódíu, skv. persónulegri reynslu vitnanna. Flóttamennirnir segja aliir, aö ekkert sé hægt aö gera nema hlýða Anka eins og þeir oröa það, en þaö viröist í þeirra munni vera allir, sem störf hafa fyrir Rauöu Kmerana og fá sínar skipanir frá stjórnvöldum. Eöa eins og eitt vitnið orðaöi það: Við höfum aðeins rétt til að vinna, sjá ekkert og heyra ekkert — og hlýöa möglunarlaust. Byltingartiiraun barin niöur Af frásögn flóttamannanna og sérfræölnganna fimm um Kambodíu- mál, sem sátu réttarhöldin og fluttu fyrirlestra um ástandið, viröast stjórnvöld, eöa öllu heldur alvaldur- inn Pot Pol, hafa algera stjórn á landinu. Tveir fyrirlesaranna, Frakk- inn Francois Ponchaud, sem lengi bjó í Kambódíu, m.a. stuttan tíma eftir aö Kmerarnir komu til valda og hefur fylgst vel meö málum þar síðan og skrifaö bækur um þau, og Bandaríkjamaðurinn Antony Paul, annar höfundur bókarinnar „Cambo- dia. Murder of a Gentle land“, sem byggö er á viötölum viö 350 flótta- menn, geröu grein fyrir byltingartil- raun gegn Anka, sem var í undirbún- ingi 1976 og fram á 1977, en komst upp. Hófst þá enn ný hreinsunaralda, sem enn stendur yfir og gengur út yfir hina svokölluöu „gömlu menn“, en þaö eru áhangendur Rauöu Kmeranna fyrir og fyrst eftir bylting- una, þó flest séu þaö 17—18 ára piltar. (Nýja fólkið er aöflutta fólkiö úr borgunum). Eru yfirmenn þorpanna fyrirvaralaust fjarlægöir og aörir koma í staðinn. Og allir vita hvaö þaö þýöir, því í Kambódíu eru engin fangelsi og engir dómstólar. Þaö er óþarfi — aöeins ein hegning er viö öllum frávikum, skjót aftaka. Telja þessir fyrirlesarar margar rökstuddar sannanir fyrir uppreisnartilrauninni og jafnvel aö hún hafi nú veriö barin niður. Byltingin etur börnin sín þar líka. Þetta kom i raunar óbeint fram í ræöum stjórnvalda í útvarpinu í Pnom Penh nú. En það sýni að byltingin hafi nú veriö barin niður og allt undir haröri stjórn, að ofurlítið er hægt aö slaka á og opna rifu inn í landið. Francois Ponchaud, sem er mjög vinstri sinnaöur og tók raunar fram að hann styddi og heföi stutt kommúnistastjórnir, sagöi við frétta- mann Mbl.: Þó aö ég sé sósíalisti, get ég ekki sætt mig við þau grimmdar- verk, sem ekki er vafi á að framin eru í Kambódíu. Þar lifir enginn boöskapur um friö, frelsi, jafnrétti og framfarir. Þetta er karikatúr af samfélagi. Og í lokin segir hann: Ég vil vera rödd allra þeirra einstaklinga í Kambódiu, sem ekki hafa neinn talsmann. Ef til vill getur þetta þing orðið til þess að rödd þeirra heyrist. Ég býst ekki viö að ástandiö breytist við þessar yfirheyrslur. En þetta er e.t.v. byrjunin. Viö verðum aö minna aftur og aftur á það, sem er aö gerast. Ég er heilshugar meö ykkur í öllu sem þiö eruö aö gera hér. Ég þakka ykkur fyrir.“ Annar vinstri sinnaður sérfræöing- ur um Kambódíumál blaðamaðurinn Jean Lacouture, sem m.a. skrifar í Le Monde og Nouvelle Observatör í París, lýsti því yfir aö sér heföi aigerlega skjátlast og hann veriö seinn aö átta sig á byltingunni ( Kambódíu. Nú geti hann ekki skiliö hvernig Sameinuðu þjóöirnar geti látiö vera aö taka málið upp og varpa Ijósi á þaö sem er aö gerast í Kambódíu. En hann varaði sem aðrir viö aö láta áróöur gegn Kambódíu valda því aö Víet Nam taki landiö. Ponchaud vísaði algerlega á bug ásökunum um aö flóttamennirnir væru ekki áreiöanleg vitni, og aö flestir þeirra væru úr vel stæöum stéttum 09 óvinveittum stjórnvöld- um. — Eg fullyrðj að þetta sé vitleysa, sagöi hann. Um og fyrst eftir aö Rauöu Khmerarnir komu til valda kann eitthvaö að hafa veriö til í því. Síðan í júlí 1976 eru flóttamennirnir Framhald á bls. 31 Þinganes endurbyggt NÝLEGA lauk Daníel Þorsteinsson og co. hf. í Reykjavík við endur- byggingu eikarbáts- ins Þinganes SF 25 fyrir Þinganes hf. á Hornafirði. Var bátur- inn allur tekinn í gegn og skipt um stýrishús á honum. Er þetta áttunda stýris- húsið af þessari gerð, sem fyrirtækið hefur smíðað og liggja fyrir pantanir hjá fyrirtæk- inu um endurbætur á fleiri bátum. Myndin var tekin af bátnum eftir breytinguna. Þinganes er 76 tonn að stærð. Sumarbústaðaeigendur Skemmtilegir Vindhanar á sumarbústaðinn. HURÐIR hf., Skeifunni 13 SKIL hjólsögina er óþarfi að kynna náið, svo þekkt er hún orðin. Er frábærlega vel hönnuð og jafnvægi vélarinnar gott. Þannig þarf ekki nein stórátök, þó verið sé að saga þykkt efni. Auðvelt er að stilla dýpt sagarblaðsins og ,,landið“. Fáanleg eru allar teg- undir sagarblaða og fljótlegt er aö skipta um þau. Auk hjólsaga framleiðir SKIL afsömu alúð og vand- virkni, stingsagir, stórviðarsagir, hefla, slipivélar og fræsara. SKIL rafmagnshandverkfæri svara fyllstu kröfum nútimans og henta jafnt leikmönnum sem atvinnumönnum. Póstsendum myndlista ef óskað er. ÞEIR SEM VILJA VÖNDUÐ VERKFÆRI,VELJA Sé(fL Einkaumþoð á íslandi fyrir SKIL rafmagnshandverkfæri: FALKIN N SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670 RAFMAGNSm HANDVERKFÆRI Það er okkur mikil ánægja að geta nú boðið hin margreyndu og viðfrægu SKIi. rafmagnshandverkfæri. SKIL verksmiöjurnar voru stofnaðar i Chicago i Bandarikjunum árið 1924 til framleiðslu á nýrri einkaleyfisuppfinningu, rafknúinni hjólsög, hinni heimsfrægu SKIL-sög, sem viðbrugðið var fyrir gæöi, Siðan hafa verið framleidd mörg verkfæri og gerðar margar nýjar uppgötvanir á rannsóknarstofu SKIL verksmiðjanna, sem hafa gert SKIL handverkfærin heimsfræg og eftirsótt.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.