Morgunblaðið - 25.04.1978, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. APRÍL 1978
r
— Urslitakostir
Framhald af bls. 1.
demókrata. Ég mun ekki fyrirgefa
nokkrum og engan afsaka." Moro
kallar fangana, sem ræningjar
hans krefjast í skiptum fyrir hann,
„stríðsfanga eða skærustríðs-
fanga". Hann segir að flestar
siðmenntaðar þjóðir fallist á
fangaskipti til að bjarga lífi
saklausra manna. „Hvers vegna
eru aðrir siðir á Italíu?" spyr
hann.
Rauðu herdeildirnar krefjast
þess í tilkynningu sinni, sem var
birt samtímis í Genúa, Mílanó og
Torino, að sleppt verði 12 föngum,
þar á meðal stofnanda herdeild-
anna, Renato Curcio, og einni
konu. Sérfræðingar telja að hún
hafi verið skrifuð á sömu ritvél og
fyrri tilkynningar Rauðu herdeild-
anna. Tilkynningin er fyrsta bend-
ingin um að Moro sé á lífi síðan
fresturinn sem ræningjarnir settu
fyrir aftöku hans rann út kl. 3 á
laugardag (staðartími).
Skömmu eftir að tilkynningin
barst var haft eftir heimildum í
stjórninni að stjórnin mundi ekki
beygja sig fyrir fjárkúgunarkröf-
um. Og vararitari kristilegra
demókrata, Giovanni Galloni,
sagði: „Þessi möguleiki hefur
þegar verið athugaður og honum
hefur verið hafnað."
Seinna heimsótti Elonora kona
Moros aðalstöðvar kaþólsku góð-
gerðasamtakanna Caritas í Páfa-
garði til að þakka framkvæmda-
stjóra samtakanna, Emilio
Fracchia, fyrir tilraunir þeirra til
að hafa milligöngu í málinu. Þetta
er í annað skipti sem hún hefur
yfirgefið íbúð sína síðan manni
hennar var rænt. Caritas segir
samtökin ekkert hafa heyrt frá
ræningjunum síðan þau buðust til
að miðla málum s.l. laugardag.
Cossiga innanríkisráðherra skip-
aði sérfræðingum í kvöld að
rannsaka hvort bréfið sem sagt
var að hefði borizt frá Moro væri
skrifað með hendi hans. í sjón-
varpssendingu seint í kvöld sagði
að mikill vafi léki á því hvort
bréfið væri ófalsað en ekki var
vitnað í heimildir.
— Skýringa
krafizt
Framhald af bls. 1.
Anchorage og þaðan til Tokyo og
Seoul þar sem þeirra beið fjöldi
manna sem tók fagnandi og grát-
andi á móti þeim.
Chhoi Kyu-Hah forsætisráðherra
og aðrir ráðherrar suður-kóresku
stjórnarinnar báðust fyrir við kistu
annars farþegans sem féll þegar
komið var með hana til Seoul.
Syrgjendur söfnuðust saman við
kistuna og grétu.
Hinn farþeginn sem féll var
Japaninn Ritsuko Sugano. Móðir
hans sagði þegar hún tók á móti
kistu sonar síns í Tókýo. „Hvernig
gátu þeir skotið saklausan og
óvarinn son okkar. Ég get ekki sofið
fyrir tilhugsuninni um hann síðustu
mínúturnar í flugvélinni."
Kóreskur fréttamaður sem ferð-
aðist með flugvélinni sagði að
farþegarnir og áhöfnin hefðu opnað
hverja kampavínsflöskuna á fætur
annarri á heimleiðinni til að skála
fyrir því að þau komust lífs af.
Hann sagði að andrúmsloftið hefði
breytzt mikið á leiðinni. Fyrst voru
farþegarnir í sjöunda himni. Þegar
fjöll Suður-Kóreu komu í ljós urðu
þeir og spenntir. En þá fór einhver
af áhöfninni að kjökra og allt í einu
fór öll áhöfnin að gráta. Þetta
þunglyndi breiddist fljótlega út um
alla flugvélina. Allir urðu sorg-
mæddir og einhver hóf fjársöfnun
fyrir hina kyrrsettu og Kóreumann-
inn sem féll. Um 1200 Bandaríkja-
dollarar söfnuðust.
Farþegarnir eru sammála um að
Kim Chang-Kyu flugstjóri sem
kyrrsettur var í Sovétríkjunum
ásamt siglingafræðingnum Lee
AlIGI.VsíNGASÍMINN ER:
^>22480
I Jfioreunblabib
Kun-Shik hafi bjargað flugvélinni
með snarræði sínu en engin skýring
hefur fengizt á hinni miklu villu
flugvélarinnar sem átti að fara til
Parísar yfir Norðurheimskautið.
Cho Hoon-Ho forseti kóreska flug-
félagsins sagði í dag að flugvélin
hefði villzt inn í sovézka lofthelgi
fyrir „slysni" en ekki væri hægt að
segja fyrir víst hvað gerðist fyrr en
flugstjórinn og siglingafræðingur-
inn kæmu aftur ásamt flugritanum
sem Rússar lögðu hald á.
Hann skoraði jafnframt á ríkis-
stjórnir Bandaríkjanna og Japans
að veita aðstoð til að fá því
framgengt að Rússar slepptu Kim
og Lee. Suður-Kórea og Sovétríkin
hafa ekki stjórnmálasamband en
handarískir diplómatar hafa átt
viðræður við sovézka fulltrúa um
málið. Forseti kóreska flugfélagsins
sagði að ekki yrði farið fram á að
Rússar skiluðu flugvélinni sem er
með hnefastórt gat á búknum eftir
árásina.
Aðstoðarflugstjórinn Cha Soon-
Do sagði: „Ég fylgdist með á
alþjóðlegri neyðarkallbylgju en ég
heyrði ekkert... Það var alls ekkert
samband haft við okkur. Hann
kvaðst ekki vita hve langt vélin
hefði flogið inn í sovézka lofthelgi
en taldi að það hefði verið „talsvert
langt". Sérfræðingar segja myndir
farþega sýna að árásarþotan hafi
verið af gerðinni Sukhoi-15 en ekki
MIG eins og fyrst var talið. „Ég sá
þoturnar við hliðina á okkur,“ sagði
Cha aðstoðarflugstjóri. „Það benti
ekkert til þess að það ætti að skjóta
á okkur,“ ________
— Héldum
Framhald af bls. 47.
vörusali frá London viö fréttamann AP
í Anchorage.
„Ég hélt aö þetta væri mitt síöasta,"
sagöi Masako Momoya, 18 ára gamall
japanskur námsmaður, þegar hann
lýsti skotárásinni á vélina. „Þetta var
alveg ótrúlegt. Ég sá skotför fyrir ofan
giuggann minn, og síöan hrapar vélin
óöfluga. Þetta var algjör martröö.
Richard Macko, 24 ára gamali
Vestur-Þjóðverji var ekki á sömu
skoöun. „Þetta voru allsengin vand-
ræöi, heldur einungis stórkostleg
upplifun," sagöi hann. í svipaöan
streng tók japanski námsmaðurinn
Momoya Irii, sem er tvítugur: „Maður
þurfti svo sem ekkert að óttast neitt.
Þetta gekk allt ágætlega fyrir sig.
Maður geröi sér grein fyrir því aö
eitthvaö óeölilegt væri á seyöi, en ég
slapp vel frá því.“
Meöal hinna særöu var Frakkinn
Entiope Gabriel. Hann sagöi: „Hár
hvellur kvað við og samstundis fann
ég til logandi sársauka. Ég fór úr
skyrtunni og þá fossblæddi úr sári á
hægri öxlinni.
Engin hræösla greip um sig í
flugvélinni. Við vissum ekki hvaö gerst
haföi. Ég mátti varla vera aö því aö
hugsa um dauöa, þótt ég undir niðri
teldi aö nú væru dagar mínir taldir."
Gabriel sagði aö kúlubrot heföi
veriö numið á brott úr öxlinni með
skurðaðgerð í Helsinki. Tvö smærri
brot eru ennþá í hægri öxlinni. Þar
sem Gabriel var eini rússneskumæl-
andi farþeginn bauöst hann til aö vera
túlkur fyrir farþegana. „Ég gat þó lítt
fært mér í nyt kunnáttu mína í
rússnesku, því aö viö vorum haföir í
haldi og fengum ekki að tala við
neinn."
Ungur vestur-Evrópumaður, 24 ára
aö aldri, klæddur dúksbuxum og í
grænum regnstakk, heldur sögunni
áfram:
„Eftir nauðlendinguna biðu farþeg-
arnir í um þaö bil tvær klukkustundir
áöur en sovéskir leitarmenn fundu
okkur. Hálfri klukkustundu síöar komu
þyrilvængjur á vettvang og fluttu á
brott særöa, konur og börn. Skömmu
síðar komu þeir aftur og náðu í þá
farþega sem eftir voru.
Viö vorum fyrst færð á íþróttavöll,
en síðan í þorp nokkurt þar sem
vegabréf og myndavélar voru tekin af
okkur. í næstu tvo daga á eftir var
okkur haldið í stórri byggingu, líklega
leikhúsi eða ráöstefnuhöll, og um-
kringdu einkennisklæddir hermenn
bygginguna.
Viö vorum vel haldin og maturinn
ágætur. Þá var okkur skilaö vegabréf-
unum og myndavélunum þegar viö
vorum sótt. Það er ekki hægt aö segja
aö viö höfum talaö viö gestgjafa
okkar. Þeir vildu aldrei segja aukatek-
ið orð.“
Nokkrir farþeganna voru beðnir um
aö segja í stuttu máli frá óvæntri
heimsókn sinni til Sovétríkjanna.
„Þetta var heilmikil reynsla," sagöi
Frakkinn Fory. Japanski námsmaður-
inn Takahiro Sofube sagöi: „Rússarnir
voru hinir vingjarnlegustu. Þeir voru
kurteisir og snerust í kringum okkur
eins-og við værum hefðarfólk. Þeir
komu okkur fyrir í þægilegum vistar-
verum og gáfu okkur góöan mat. En
ég er þó þakklátur fyrir að vera
kominn heim á ný, og að hugsa sér
að vera ennþá til.“
— Þannig gekk
ferðin
Framhald af bls. 47.
kemur inn á flugstjórnarsvæöiö til aö fá
eldsneyti samkvæmt venju í Anchorage
í Alaska.
Klukkan 21:00. Flug 902 kemur ekki
fram í Anchorage, aö venjulegum
flugtíma liönum. Allt samband viö
vélina er rofiö.
Klukkan 23:00. Bandarískir og kana-
dískir embættismenn segja aö kóreska
flugvélin hljóti að hafa oröið eldsneytis-
laus og hrapaö einhvers staöar á milli
Grænlands og Alaska. Leitarflugvélar
meö björgunarsveitir fallhlífarher-
manna, vélsleöa og tjöld innanborös,
hefja leit yfir óbyggöum heimskautshér-
aöanna.
Klukkan 03:00 aö morgni föstudags:
Hvíta húsiö tilkynnir að líkur séu á aö
flugvélin hafi lent í Sovétríkjunum.
Klukkan 04:00. Kóreska flugfélagiö
skýrir frá aö vélin í flugi 902 hafi verið
neydd til aö lenda í Sovétríkjunum eftir
aö sovézkar orustuþotur hafi flogið í
veg fyrir vélina. Sagt var að allir
farþegar væru viö góöa heilsu. Meöal
farþeganna voru 48 Japanir, fimm
Frakkar, tveir Bretar og einn Vest-
ur-Þjóöverji.
Innanríkisráöuneyti Bandaríkjanna
gefur upp staösetningu flugvélarinnar
og segir hana hafa lent á miöju ísilögöu
Imandra-vatninu fyrir sunnan Mur-
mansk, sem er mikiö öryggissvæöi
vegna bækistööva sovéska flotans þar
og eldfláugastööva hersins.
Klukkan 10:30. Sovésk yfirvöld staö-
festa aö flugvélin hafi lent á sovésku
landi. Síöar skýrir Alexei Kosygin
forsætisráðherra Japansstjórn frá því
aö tveir japönsku farþega vélarinnar
séu látnir. Hin opinbera fréttastofa
Sovétríkjanna, TASS, skýrir frá því aö
vél kóreska flugfélagsins hafi verið
neydd til aö lenda þar sem hún heföi
fariö í leyfisleysi inn í sovéska lofthelgi.
TASS segir ennfremur aö flugstjóri
vélarinnar hafi haft að engu skipanir um
aö lenda á flugvelli og nauölent þess í
staö á ísilögöu vatni fyrir austan
Leningrad. Fréttastofan segir 13 far-
þega særöa.
Klukkan 17:00. Sendiráö Suö-
ur-Kóreu í Helsinki segir að vegna
siglingafræðilegrar skekkju hafi vélin
oröiö aö lenda í Sovétríkjunum. Sovét-
menn tilkynna Bandaríkjastjórn að hún
geti sent farþegaflugvél til Murmansk til
aö sækja farþega og áhöfn kóresku
vélarinnar.
Klukkan 21:00. Aöstoöarmaöur og
ráögjafi Jimmy Carters forseta í
öryggismálum skýrir frá því aö sovéskar
orustuþotur hafi skotiö á kóresku
vélina.
22. apríl: Flugvél kóreska flugfélags-
ins, af sömu gerö og sú sem skotiö var
á, kemur til Helsinki og bíöur komu
farþega og áhafnar frá Murmansk til að
fljúga þeim áfram til Tókýó. Um borö
í vélinni er sveit lækna og hjúkrunar-
kvenna.
Júmbó-þota frá flugfélaginu Pan
American heldur frá Vestur-Berlín til
Leningrad á leið sinni til Murmansk þar
sem hún sækir látna, særöa og aðra
farþega og áhöfn kóresku vélarinnar.
Vél Pan Am kemur klukkan 20:13 til
Murmansk. Hún hefur sig til flugs
klukkan 00:49 eftir nokkurra klukku-
stunda seinkun vegna deilna út af
flugstjóra og siglingafræðingi kóresku
flugvélarinnar sem Sovétmenn vilja
halda eftir til yfirheyrslna.
23. apríl: Júmbó-þota Pan Am kemur
til Helsinki án flugstjóra og siglinga-
fræöings kóresku flugvélarinnar, eftir
90 mínútna flug frá Murmansk. Farþeg-
ar vélarinnar segja sovéskar orustuþot-
ur hafa haldiö uppi skothríð á kóresku
vélina og tveir farþega látist í árásinni.
— Ræningjar
Moros
Framhald af bls. 47.
Giuseppe Moccia, fyrir að hafa
sært Pietro Margariti dómara
og lögreglumann, og fyrir að
hafa skipulagt sprengiárásir á
fangelsi og stöðvar hægrisinna.
— Roberto Ognibene, 28 ára.
Dæmdur í 28 ára fangelsi fyrir
morð á lögreglumanni. Er bor-
inn þeim sökum í Tórínó að vera
félagi í vopnuðum samtökum er
ætluðu að steypa stjórn landsins
og að hafa tekið þátt í vopnuð-
um ránum.
— Paolo Maurizio Ferrari, 32
ára. Sagður vera hugmynda-
fræðingur Rauðu herdeildar-
'innar. Dæmdur í þriggja ára
fangelsi fyrir að hafa ólögleg
vopn undir höndum og fyrir
ýmiss konar hryðjuverk. I
Tórínó er hann ákærður fyrir að
hafa verið félagi í samtökum er
ætluðu að steypa stjórninni , og
fyrir að hafa tekið þátt í
mannránum. Ferrari er einn
þeirra sem ræningjar Mario
Sossi dómara vildu fá í skiptum
fyrir dómarann.
— Paola Besuschio. Dæmd í
15 ára fangelsi fyrir að eiga
ólögleg vopn og fyrir þátttöku í
hermdarverkum. Hún kemur
fyrir rétt í Tórínó vegna þess að
hún er grunuð um að vera í
Rauðu herdeildunum, auk þess
sem hún hefur tekið þátt í
mörgum hryðjuverkum.
Curcio, Ognibene, Ferrari og
Franceschini eru allir í
Nuove-fangelsinu í Tórínó.
Rossi, Panizzari, Abatangelo,
Battaglia og Viel eru hafðir í
haldi í fangelsi á eyjunni
Asinara skammt undan strönd
Itaiíu, en hin fjögur eru í
fangelsum víðs vegar á Italíu.
— Kröflusvæðið
Framhald af bls. 29.
0,5% í holu 9. Hola 10 hafði
upphaflega verið mjög sterk
hola og reyndist svo á nýjan
leik. Hefur hún dofnað mjög á
nýjan leik, eflaust af ástæðum
kalkútfellinga.
í sepember 1977 barst bréf frá
nýsjálenzkum jarðhitasér-
fræðingi um kalkútfellingar,
sem skýrir frá því að um sé að
ræða alvanalegan viðburð í
Broadlands-háhitasvæðinu þar
og einnig í Kawareru. Segir
sérfræðingurinn að þar verði að
hreinsa út kalkútfellingar á 3ja
til 6 mánaða fresti og endur-
reisa þannig afl holanna.
Þá er í skýrslunni tafla yfir
heildarbyggingarkostnað án
fjármagnskostnaðar við fram-
kvæmdir í Kröflu. Þar kemur
fram að samtals til ársloka 1977
er kostnaðurinn 7,7 milljarðar
króna og áætlaður viðbótar-
kostnaður á verðlagi ársins 1977
3,6 milljarðar eða um 11,2
milljarðar króna. Full afköst
stöðvarinnar eiga að verða 60
megawött.
— Rauðinúpur
Framhald af bls. 2
Rauðanúps lögðu niður vinnu á
laugardag til að mótmæla því að
viðgerð á skipinu yrði flutt úr
landi, og stóð svo enn í gær. Menn
vonast hins vegar til að í dag
verði aftur hafist handa við
viðgerð á skipinu, en þá kemur í
ljós. hvort islenzku skipasmíða-
stöðvarnar telja sig geta keppt
við hinar erlendu.
Baldvin Einarsson, forstjóri
Almennra trygginga, staðfesti
það, að íslenzkum skipasmiðjum
hefði í gær verið veittur frestur til
klukkan 10 í dag til að ganga inn
í lægsta tilboðið, sem barst í
viðgerð á Rauðanúpi, en þrjú
tilboð bárust; tvö erlendis frá og
eitt íslenzkt, og var það hæst
tilboðanna. Að öðru leyti kvaðst
Baldvin ekkert vilja segja um
málið að svo stöddu.
Guðjón Jónsson, formaður
Félags járniðnaðarmanna kvað
íslenzku fyrirtækin hafa fengið
frest til að bjóða í viðgerð
Rauðanúps fram til klukkan 10 í
dag. Frestur þessi var veittur eftir
hádegið í gær og taldi Guðjón að
hann væri fremur knappur. Enn-
fremur þyrfti að fara fram könnun
á því, hvort erlendu tilboðin í
viðgerð skipsins væru í hluta
viðgerðarinnar eða í hana alla.
Guðjón kvað viðgerðarbannið,
sem sett var á á laugardag, standa
enn, en járniðnaðarmenn líta svo
á að bráabirgðaviðgerð á Rauða-
núpi sé ekki til annars en að gera
skipið fært um að komast til
útlanda þar sem fullnaðarviðgerð
eigi að fara fram. Guðjón kvað
smiðjurnar vera full seinar á sér
við að bjóða í viðgerð skipsins, en
taldi að ef þær bæru sig ekki eftir
björginni, mætti segja að lítið
væri að marka tal forráðamanna
þeirra um verkefnaskort hjá ís-
lenzkum skipasmíðastöðvum.
Jón Sveinsson, forstjóri Stál-
víkur, kvað íslenzku fyrirtækin
þrjú sem buðu í viðgerð á Rauða-
núpi, þ.e. Stálvík, Skipasmíðastöð
Njarðvíkur og Bátalón, hafa gert
mjög gróft tilboð í viðgerðina í
upphafí. S.íðan það tilboð var sent,
hefði m.a. komið í ljós, að
skemmdir á Rauðanúp væru ekki
eins miklar og þeim hefði verið
tjáð í upphafi, þannig að forsendur
viðgerðarkostnaðar væru nú aðr-
ar.
„Við erum að endurskoða okkar
tilboð, og höfum verið að því í dag
og munum væntanlega senda það
frá okkur í kvöld,“ sagði Jón.
Sveinn Eiðsson, sveitarstjóri á
Ráufarhöfn, sagði að atvinnu-
ástand þar á staðnum væri í lagi
í augnablikinu en hætt væri við að
eftir daginn í dag syrti í álinn ef
ekki bærist því meiri afli á land,
en ekki væri útlit fyrir það.
Feikimikil atvinna hefði verið á
Raufarhöfn allt s.l. ár og það sem
af væri þessu.
„Okkur sem hérna búum finnst
ákaflega slæmt ef viðgerð á
Rauðanúpi á að dragast á langinn,
því í frystihúsinu eru 50—60
manns sem byggja afkomu sína á
rekstri togarans, og þar við bætist
alls konar þjónusta.
Sjálfum finnst mér eðlilegt að
nota innlent vinnuafl til viðgerðar
togarans, en þá þarf að vera hægt
að gera við skipið á jafnskömmum
tíma innanlands og hægt er
erlendis," sagði Sveinn.
Hann kvaðst vilja bæta því við,
að nú þegar atvinnuleysi væri
fyrirsjáanlegt á Raufarhöfn, færi
margt úr skorðum, t.d. myndi það
koma mjög við hag sveitarfélags-
ins, sem nú gæti ekki innheimt
gjöld eðlilega, þegar á þyrfti að
halda. Meðal annars væri sveitar-
félagið með stórt íþróttahús í
byggingu, auk þess sem fyrirhugað
væri að leggja olíumöl á götur á
Raufarhöfn í sumar, í fyrsta sinn.
— Gjalmiðils-
breyting
Framhald af bls. 48
farna fjóra áratugi, væri núver-
andi verðbólgutímabil þó einstætt,
þar sem áður hefði mikil verðbólga
aldrei staðið nema skamma hríð
og í öll skiptin hefði fljótlega
tekizt að koma verðbólgunni aftur
niður á viðráðanlegt stig. „Nú er
því allt öðru til að dreifa, þegar
30—40% verðbólga er orðin svo
árviss, að allar efnahagslegar
ráðstafanir einstaklinga og fyrir-
tækja miðast við hana.“
Jón Skaftason sagði m.a.: „End-
urskipulagning seðla og myntkerf-
isins er mikilvægur þáttur í
heildaraðgerðum til nýskipanar
efnahagsmála okkar. En vel að
merkja, aðeins einn þáttur af
mörgum, sem þarf að framkvæma
samtímis, ef árangur á að nást.
Forsenda þess að þetta megi
takast er almennur skilningur
landsmanna á þörfinni á breyting-
um og gott samstarf stjórnvalda,
atvinnurekenda og almannasam-
taka um samræmda stefnu að
þessu marki.“ Jóhannes Nordal
kom líka inn á þörfina á sam-
ræmdri efnahagsstefnu, „sem ekki
styðjist aðeins við þingfylgi ríkis-
stjórna heldur njóti einnig viður-
kenningar og skilnings hagsmuna-
samtaka almennings.
Er hér stuðzt við reynslu
margra nágrannaþjóða íslendinga
þar sem verulegur árangur hefur
náðst í viðureigninni við verðbólg-
una með stefnu í launamálum, sem
ríkisstjórnir hafa átt stærstan
þátt í að marka, en á móti hefur
komið samráð við hagsmunasam-
tök um aðra þætti hagstjórnar.
Takist ekki að marka samræmda
efnahagsstefnu með þessum hætti,
er hætt við því, að stjórnvöld
neyðist til þess fyrr eða síðar að
reyna að ná tökum á verðbólgunni
með harðvítugum samdráttarað-
gerðum á sviði fjárfestingar og
opinberra útgjalda, sem dregið
gætu mjög úr atvinnu."