Morgunblaðið - 25.04.1978, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 25.04.1978, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. APRÍL 1978 íslendingar ger- sigruðu Danina Á laugardagseftirmiðdag mætti íslenska landsiiðið því danska og er skemmst frá því að segja að yfirburðir íslendinga voru algerir og stórsigur var staðreynd. ísland sigraði með 44 stiga mun, 105 gegn 61. Það skyggir bví miður á þennan stóra sigur, að danska liðið er mjög slakt og lék ekki vel í leiknum. Ekki byrjuðu landsliðs- menn íslands vel, og framan af fyrri hálfleik var hittni beggja liða í lágmarki og leikurinn í heild frekar slakur og ráðleysislegur. Það var helst Jón Sigurðsson sem lék af getu og spilaði hann félaga sína upp í góð færi en ekki tókst að nýta þau sem skyldi. Sama má segja um Danina, hvert tækifærið af öðru fór forgörðum. í lok hálfleiksins rættist þó aðeins úr leik íslenska liðsins og staðan í leikhléi var 45:29 og eftir það átti danska liðið aldrei neina mögu- leika. I upphafi síðari hálfleiks juku Islendiiigar forskotið og þá mest vegna lélegs leiks af hálfu Dana. Um miðjan síðari hálfleik rofaði til, íslenzka liðið sýndi oft góða takta og Pétur Guðmundsson, sem hafði verið slakur, náði sér á strik og þá er ekki að sökum að spyrja. I lokin var það keppikefli íslend- inga að ná að skora 100 stig og tókst það og var Kolbeini Kristins- syni ákaft klappað lof í lófa er það tókst. Islenska liðið verður varla dæmt eftir þessum leik, því að síðar um daginn átti liðið að leika gegn Svíþjóð og auðsjáanlega spöruðu leikmenn kraftana gegn Dönum og skiptingar voru mjög tíðar. Liðið átti oft góða spretti og laglegar leikfléttur en þess á milli var leikur þess lakur. Bjarni Gunnar átti góðan leik og var sterkur í vörninni, auk þess sem hann hirti fjölda frákasta. Þá sýndu Símon Olafsson og Þor- steinn Bjarnason góðan leik. Jón Sigurðsson var eins og áður heilinn í leik liðsins og margar sendingar hans eru hreint frábær- ar. Danska liðið er skipað frekar slökum leikmönnum, hittni er léleg og varnarleikur og leikskipu- lag slakt. Þeirra skásti maður í leiknum var Henrik Otbo. Sig íslands: Símon Ólafsson 20, Pétur Guðmundsson 20, Jón Sigurðsson 14, Þorsteinn Bjarna- son 12, Bjarni Gunnar Sveinsson 10, Torfi Magnússon 6, Gunnar Þorvarðarson 6, Kristján Ágústs- son 8, Kolbeinn Kristinsson 6, Kári Maríusson 4. Stig Danmerkur: Henrik Otbo 12, Jörgen Petersen 12, Per Mikkelsen 10, Flemming Absalon- sen 7, Thomas Eriksen 4, Ebbe Salling 5, Thomas Vestergard 5, Frank Jörgensen 2, Torben Knud- sen 2. Sautján stiga tap á móti sænska liöinu í bezta leik mótsins ÍSLAND og Svíþjóð mættust í íþróttahúsinu í Njarðvíkum á laugardagskvöldið. Leikurinn var mjög skemmtilegur á að horfa og í mótslok var hann kjörinn bezti leikurinn í Polar Cup. Svíarnir sigruðu með 17 stiga mun, 99i82, og hefði munurinn vafalaust orðið minni ef íslenzka liðið hefði ekki lent í miklum villuvandræðum f seinni hálfleiknum en ekki færri en fjórir leikmenn fengu 5 villur Sem fyrr- segir vár leikurinn allt hvað af tók að vinna þennan ákaflega skemmtilegur á að horfa og kunnu áhorfendur svo sannar- lega að meta það sem fram fór inni á vellinum. Mikill hraði var hjá báðum liðum og menn eltir um allan völl. íslenzka liðið beitti pressuvörn svokallaðri, léku mað- ur á mann og hafði það í för með sér að mjög margar villur voru dæmdar á leikmenn þess. Þegar síðari hálfleikur var rúmlega hálfnaður fóru Kolbeinn Kristins- son og Kári Maríusson útaf með 5 villur og Jón Sigurðsson varð að fara af velli með 5 villur þegar þrjár mínútur voru eftir af leikn- um og einnig varð Gunnar Þor- varðarson að fara af velli af sömu ástæðu. Þá mátti ekki miklu muna með þá Pétur Guðmundsson og Símon Ólafsson, þeir voru báðir komnir með 4 villur. Um leikinn sjálfan er það að segja að Sviarnir komust fljótlega 10 stig yfir. Islenzka liðið reyndi mun upp. Hver einasti leikmaður liðsins barðist vel en Svíarnir léku yfirvegað og héldu forskotinu. Þegar villuvandræðin fóru að bitna á íslenzka liðinu undir lokin juku Svíarnir forskotið og unnu með 17 stiga mun. Beztu menn íslenzka liðsins voru þeir Jón Sigurðsson og Pétur Guðmundsson. Svíarnir réðu alls ekkert við Pétur og skoraði hann 29 stig og var stigahæstur, auk þess sem hann hirti földa frákasta. Pétur stóð sig með mikilli prýði á Norðurlandamótinu og það er nú orðið fullljóst að draumur íslenzka körfuknattleiksáhugamanna um að Island eignaðist sterkan mið- herja er að rætast. Jón Sigurðsson var nú sem endranær heilinn á bak við sóknarlotur íslenzka liðsins og auk þess skoraði hann 18 stig. I heild var liðið gott, baráttan til fyrir- myndar og aðeins eitt skyggði á góðan leik, oft á tíðum slakar sendingar íslenzka liðsins. Bezti maður sænska liðsins var Sten Feldreich, sem skoraði 19 stig og tók 11 fráköst, sem er frábært. Hann réð þó lítið við Pétur Guðmundsson að þessu sinni. Yfirleitt var skotnýting Svía mjög góð í leiknum, t.d. 86% hjá Feldreich og 100% í vítum, 7 vítaköst sem öll hittu í hringinn. Stig Islands: Pétur Guðmunds- son 29, Jón Sigurðsson 18, Kristján Ágústsson 13, Bjarni Gunnar Sveinsson 8, Gunnar Þorvarðarson og Kolbeinn Kristinsson 4, Símon Ólafsson 2, Þorsteinn Bjarnason 2 og Torfi Magnússon 2 stig. Stig Svía: Feldreich 19, Gunter- berg 17, Yttergren 12, Nordgren 10, Taxén 10, Karlsson 9, Skytte- vall 6, Sundquist 6, Anderson 6 og Nyström 4 stig. Dómarar voru frá Svíþjóð og Danmörku Norðurland aðstandenc Norðurlandameistaramótið í körfuknattleik sem íram fór hérlendis um helgina \ar í alla staði vel luppnað og allt skipulag og íramkva md móts- ins í heild var til mikillar fyrirmyndar. Samnorran keppni á íslenskri grund er ávallt vinsadl athurður. og áhorfendafjuldi á þessu móti sýnir að kiírfuknattleikur nýtur vaxandi xinsalda hérlendis. Leikir tslenska landsliðsins í mótinu voru liðsmiinnum til ntikils sóma { hvívetna. T\ii lið skáru sig úr hvað getu snertir. Finnar og S\íar. en Island kom svo na st og ekki svo langt á eftir eins og úrsiit í leiknum við S\ía svna. með iirlítilli heppni hefðttm við jafnvel getað sigrað þá. Finnar ertt mjiig vel að sigrinum komnir. þeir rufti sigurgiingu Svía sem orðið hiiftt Norður landameistarar síðastliðin þrjú ár. Finnar vorti með mjiíg Pétur Guðmundsson varð stigahæstur leikmanna á Norðurlandamót- inu og tók einnig flest fráköst. (ljósm. Friðþjófur). Snilldaleikur J gaf íslandi brc ISLAND sigraði Noreg með 96 stigum gegn 84 í síðasta leik sínum í Polar Cup-keppninni sem fram fór um helgina. Með sigri sínum í ieiknum náði ísland þriðja sæti í mótinu og má vel við una. Svíar og Finnar eru með mun betri lið og lengra komnir í íþróttinni. Samt má augljóslega greina miklar framfarir hjá íslenskum körfuknattleiksmönnum og Svíar eru ekki mjög langt undan. Með áframhaldandi uppbyggingu má ná enn lengra Kristján Ágústsson lék st'na fyrstu landsleiki á NM og sannaði eftirminnilega að hann átti sæti í iandsliðinu. Leikurinn við Norðmenn var skemmtilegur á að horfa og mjög jafn fram í miðjan seinni hálfleik en þá var staðan 65—63 íslandi í hag og allt gat gerst. Jón Sigurðs- son sýndi þá mikla snilli og frískleika og sannaði hve góður körfuknattleiksmaður hann er, hann lék vörn Norðmanna mjög grátt með snilli sinni og skoraði á skömmum tíma 8 stig í röð og breytti stöðunni úr 65—63 í 73—63. Er óhætt að fullyrða að þetta frekar en nokkuð annað gerði út um þennan annars jafna leik. Eftir þetta náðu Norðmenn sér ekki á strik og ísland sigraði í leiknum með 12 stiga mun. Fyrri hálfleikur var mjög jafn allan tímann, Island hafði þó ávallt frumkvæði í leiknum er. tókst ekki að slíta Norðmenn af sér og ekki var mikill sjáanlegur munur á leik liðanna. Hittni Islendinganna var ekki nægilega góð og vörnin slök og Norðmenn hirtu fleiri fráköst. A síðustu sekúndu hálfleiksins tókst Norðmönnum svo áð komast yfir og höfðu 1 stigs forystu í leikhléi,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.