Morgunblaðið - 25.04.1978, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 25.04.1978, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. APRÍL 1978 VIÐ lukum þriöja þætti á 3 undirbúningsæf- ingum varöandi höfuðspyrnu í kyrrstöðu. Fullkominni skallatækni verður aldrei lokið, við erum alltaf að læra eitthvað nýtt og auka getu okkar á knattsþyrnusviðinu. Því bætum við nokkrum erfiðari æfingum við höfuð- spyrnuna frá síðasta þætti og bætast nú hlaup m.a. inn í æfingarnar. 4. 3 og 3 saman með tvo knetti. Leikmenn A og B skiptast á að kasta knetti til M. Eftir að M hefur skallað knött til A, snýr hann sér strax við (M1) og tekur á móti knetti frá B. Sjá nánar mynd 28. 5. 2 og 2 æfa saman. Annar þeirra hleyþur aftur á bak og kastar knetti til félaga síns sem hleypur áfram. Síðan skipt um hlutverk, mynd 29. 6. Sams konar æfing og 5., en nú er hlaupiö til hliðar, sbr. mynd 30. 7. 2 og 2 saman og reyna að halda knetti á lofti með höfuðspyrnum. 8. Að síðustu fáum við eina erfiða en ekki síður styrkjandi æfingu. Leikmaður liggur á bakinu, og kastar félagi hans knetti, sem hinn skallar um leið og hann rís upp. Sjá mynd 31. Höfuðspyrna til hliðar (í kyrrstöðu) Viðbragðsstaðan er sú sama og við höfuðspyrnu beint áfram. í fyrsta hluta hreyfingar höllum við bolnum aftur, og snúum okkur í þá átt sem við ætlum að senda knöttinn. Hér erum við tilbúin til að framkvæmda sjálfa spyrnuna. Annar hlutinn, hin eiginlega skallahreyf- ing er nákvæmlega eins og við höfuðspyrnu beint áfram. Mynd 32 sýnir okkur þetta tækniatriði framkvæmt. Knatt- spyrnu- þættir Janus Cjudlauiísson tók saman Spyrnan æfð 1. Við byrjum á að æfa hreyfingarnar vel án knattar. a) Bolur lagður aftur. b) Snúum okkur á tábergí beggja fóta. c) Sjálf spyrnan framkvæmd. 2. Æft við dingul (knött sem festur er í snúru). Leikmaður tekur sér stööu til hliðar við knöttinn sem hangir í höfuðhæð. 3. 3 og 3 saman og mynda þríhyrning, (3--4 m milli leikmanna). A kastar knetti til B sem skallar til C. C grípur og kastar til A sem skallar til B o.s. frv. Sjá mynd 33. S'pyrnan æfð: 1. Framkvæmdaratriðn (a—e) framkvæmd án knattar, mynd 35. 2. Spyrnan framkvæmd með aðstoð ding- uls, sjá mynd 36. 3. Nú kastar félagi knettinum upp fyrir okkur og við framkvæmum spyrnuna eins og áður hefur verið lýst. Athugið vel að tímasetja uppstökkið rétt. Mynd 37. Einnig þurfum við að framkvæma höfuð- spyrnu til hliðar eftir uppstökk. Fram- kvæmdin verður alveg sú sama að viðbættu því, að leikmaðurinn (þú) snýr(ð) bol og höfði í uppstökkinu. Athugið því vel hreyfingu bols og höfuðs á myndum 38 og 39 við æfingar 4 og 5. 4. A kastar knetti til leikmanns sem skallar hann (til hliðar) til baka. Sjá nánar mynd 38. 5. Sams konar æfing og 4, en nú kastar X knetti til A sem skallar hann til hliðar til Z. Mynd 39. Höfuðspyrna eftir tilhlaup og uppstökk af öðrum fæti Tilhlaupið fyrir uppstökkið er yfirleitt stutt en meö hraðaaukningu. í síöasta skrefinu komum við niður á hæl stökkfótar og veltum fram á táberg. Fráspyrnan verður aö vera kröftug til að ná góðri hæð í uppstökkið. Þegar fullri stökkhæð er náð, hefst framkvæmd sjálfrar spyrnunnar. Henni þurfum við ekki að lýsa hér, því hún framkvæmist á sama hátt og viö höfuö- spyrnu þar sem stokkið er upp af báðum fótum. Þessari spyrnu getum viö skipt í 5 þætti: a) Tilhlaup b) Uppstökk c) Svif (undirbúningur spyrnunnar) d) Spyrnan e) Niðurkoma Athugið vel mynd 35 þegar þiö lesið yfir og íhugið framkvæmdaratriði spyrnunnar. Á myndum 40 og 41 höldum við áfram æfingum á skallatækninni að viðbættri hindrun (mótherja) sem truflar okkur. Þegar um skallaeinvígi er að ræða, er mikilvægt aö stökkva upp á undan mótherjanum og einnig aö fá rétta tímasetningu í uppstökk- ið. Höfuðspyrna með uppstökki af báðum fótum Viö stöndum í gleiöstööu með fætur örlítið í sundur. Við beygjum okkur í hnjánum og sveiflum örmum niður og aftur, og síðan til baka, fram og upp, réttum úr hnjánum um leið og við stökkvum upp. Þegar fullri stökkhæö hefur veriö náö, sveigjum við líkamann aftur, drögum höfuð aftur, (hakan að líkamanum) og framkvæmum síöan spyrnuna meö kröftugu átaki kvið-, mjaöma- og hálsvööva aö viöbættri armsveiflu aftur. Lending eftir spyrnuna skal vera mjúk og fjaörandi, annaöhvort á báöum eöa öörum fæti. Spyrnan æfð Við þessa spyrnu notum við sömu æfingar og við höfuðspyrnu beint áfram.(Æfingar 1—7). Skipulagið við æfingarnar er það sama, en nú bætist aðeins uppstökkið inn í. Á mynd 34 höfum við bætt við uppstökkum frá mynd 26. (Æf. 7).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.