Morgunblaðið - 25.04.1978, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 25.04.1978, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. APRÍL 1978 11 og segja að samkomulagið sé eins og bezt verður á kosið. — Er ekki mikið umstang í kringum skepnuhaldið hjá ykkur? — Við komumst hæglega yfir þetta og erum ekki í neinum þrældómi dag og nótt, segir Guðrún. Hins vegar er útilokað að bregða sér frá, þetta er svo bindandi. Mesta verkið er að þrífa í kringum þetta og það þarf helzt að gera tvisvar á dag. Aðalatriðið er að sinna þessu jafnt og þétt, — það er lítið varið í að láta óþrifin safnast fyrir. Daunninn er víst nógu mikill af svínunum, segir hún og bætir því við að kannski hafi það verið erfiðast að sætta sig við ólyktina af þessum skepnum, sem aldrei hafa fengið orð fyrir hrein- læti, svo og lítt fágaðar aðfarir þeirra þegar þau slafra í sig fóðrið. — En það vandist strax, segir hún. — Þykir ykkur vistæin aldrei dauf- leg þar sem þið getið ekki brugðið ykkur af bæ? — Stundum verður þetta einum of tilbreytingasnautt, en okkur leiðist ekki. Við horfum á sjónvarpsdag- skrána eins og hún leggur sig. Sleppum engu. Svo prjónum við og saumum ókjörin öll, auk þess sem við erum alltaf að baka. Okkur finnst nefnilega svo gaman að baka, segir Guðrún. Hlaðið kaffiborðið ber þessum myndarskap vitni, því að þar eru tegundirnar ekki færri en fimm. — En nú líður að sauðburði. Ekki standið þið einar í þeim stórræðum? — Nei, nú erum við á förum héðan. Margrét er væntanleg um mánaðamótin og það er búið að ráða hingað mann til að vera við sauð- burðinn, segir Carina. — Upphaflega var nú ekki ætlunin að við yrðum hér einar nema mánaðartíma en þetta hefur dregizt. — Gætuð þið hugsað ykkur að leggja fyrir ykkur búskap? Carina afturtekur það ekki, en Guðrún svarar spurningunni ein- dregið neitandi: — Ég sé samt alls ekki eftir þessum tíma. Þetta hefur verið ærinn starfi og við höfum fengið að finna fyrir því að þessu fylgir mikil ábyrgð. En það er líka rnikil ánægja í því fólgin að leggja fram krafta sína og finna að maður hefur afkastað einhverju, sem raun- verulega skiptir máli. Sú ánægja er ekki sízt í því fólgin að geta hlaupið undir bagga þegar þörf er á, segir Guðrún að endingu. Ur lessal bókasafnsin í Siglu- firði. Lána út 25 þúsund bindi á ári — Hvað lánið þið út mörg bindi á ári? „Að meðaltali lánum við út 24—25 þúsund bindi á ári og nú síðustu árin hafa útlánin aukist mikið. Um tíma eftir að sjón- varpið kom til sögunnar, dvínaði áhugi fólks fyrir bóklestri mik- ið, en nú er svo komið að fólk hér í Siglufirði lætur sjónvarpið ekki hafa nein áhrif á bók- menntaáhuga sinn. Og til að hafa þjónustu fyrir sem flesta, þá höfum við komið á laggirnar vísi að talbókasafni fyrir blinda og ennfremur lánum við mikið í skip. Þá tökum við mikið af ljósrit- um úr bókum, sem við lánum ekki út, handa fólki sem hefur áhuga á að fræðast um innihald bókanna." Framhald á bls. 31 22 skátar fengu forsetamerkið LAUGARDAGINN 15. aprfl fór fram á Bessastöðum afhending æðsta prófmerkis skáta, svokall- aðs forsetamerkis. Að þessu sinni fengu 22 skátar víðs vegar að af landinu þetta merki afhent úr hendi forseta Islands, herra Kristjáns Eldjárns, en hann er verndari skátahreyfingarinnar á íslandi. Að sögn Páls Gíslasonar, skáta- höfðingja, hafa nú 460 skátar fengið þetta æðsta prófmerki skáta og lokið prófum í því sambandi. Flestir skátanna, sem að þessu sinni fengu forsetamerk- ið, voru frá Akureyri sem oft áður. Skátastarf á Akureyri hefur ávallt verið mjög öflugt og fer vaxandi, sagði Páll Gíslason, sem sést hér á myndinni ásamt forsetanum og skátunum. Athöfnin fór fram í kirkjunni á Bessastöðum. Ekki beinlínis útsala - en mikill afsláttur af fargjöldum og margir afsláttarmöguleikar. Helstu afsláttarfargjöld: Almenn sérfargjöld: 8-21 dags fargjöld með sérstökum unglingaafslætti til viðbótar fyrir aldurinn 12 - 22ja ára - sérstökum hóp- afslætti ef 10 fara saman - og nú einnig með sérstökum fjölskylduafslætti til viðbótar. Fjölskylduafslátturinn gildir til allra Norðurlandanna, Bretlands og Luxem- borgar, en „almenn sérfargjöld’’ gilda annars allt árið til nær 60 staða í Evrópu. Afsláttur samkvæmt „almennum sérfargjöld- um“ getur orðið allt að 40%. Fjölskyldufargjöld: 30 daga fargjöld sem gilda allt áriðtil Norðurlandannaog Bretlands. Þegar fjölskyldan notar þessi fargjöld borgar einn úr fjölskyldunni fullt fargjald (venjulegt fargjald) en allir hinir aðeins hálft. Þótt við sláum mikið af fargjöldunum - þá sláum við ekkert af þeim kröfum sem við gerum til sjálfra okkar um fullkomna þjónustu. Áætl- unarstöðum fjölgar stöðugt og tíðni ferða eykst. Við fljúgum til fjölmargra staða í Evrópu og Bandaríkjunum á hverjum einasta degi. Þú ákveður hvert þú ætlar og hvenær - viðfinnum hagkvæmasta fargjaldið fyrir þig og þína. flucfélac LOFTLEIDIR /SLANDS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.