Morgunblaðið - 25.04.1978, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 25.04.1978, Blaðsíða 48
AUGLÝSINGASÍMINN ER: 22480 AUGLÝSINGASÍMINN ER: 22480 JlUrgunliIabid ÞRIÐJUDAGUR 25. APRÍL 1978 Bandarískur sérfrædingur í gufuaflsvirkjunum: Gagnrýnir boran- ir Orkustofnunar Þannig leit bifreiðin út eftir velturnar. Ljósm.: Heimir Stígsson. Idnadarrádherra leggur fram skýrslu um Kröfluvirkjun GUNNAR Thoroddsen iðnaðarráðherra lagði fram á Alþingi í gær skýrsln um Kröfluvirkjun. Skýrslan er mjög yfirgripsmikil 221 blaðsíða og í henni er skýrt frá öllu er varðar meiriháttar ákvarðanatöku og framkvæmdir við Kröfluvirkjun. í sambandi við borun 11 vinnsluhola við Kröflu, kemur í ljós, að bandarískur sérfræðingur hefur gagnrýnt hvernig að borununum hefur verið staðið. Segir sérfræðingurinn að holunum séu grunsamlega tíðar. Sérfræðingurinn, James T. Ku- wada, verkfræðingur frá Rogers Engineering í Bandaríkjunum, telur að kalkútfellingar í borhol- unum geti verið aðalorsök þeirrar aflminnkunar, sem fram kemur í þeim. Ekki mun hægt að koma í veg fyrir slíkar útfellingar, en hægt er að hafa stjórn á myndun og staðsetningu þeirra, ef fram- leiðsla borholanna er takmörkuð við aðeins eitt vatnshitakerfi, en þau eru tvö á Kröflusvæðinu og mun virkjun hins neðra gefa betri raun. skemmdir á efri hluta fóðringa í þenslu í fóðurrörinu, þegar hol- unni er hleypt í blástur. Þá kemur fram í skýrslunni að holur hafi verið fóðraðar niður á 1100 metra dýpi, en slíkt hafi aldrei áður verið gert hérlendis. Dýpsta fóðring fram að fóðringum við Kröflu var 800 metrar. Til þess að fóðra holornar svo djúpt þurfti að fá sérfræðinga frá bandaríska olíuboranafyrirtækinu Halliburt- on. Nánar er skýrt frá skýrslunni um Kröfluvirkjun á bls. 29. BANASLYS varð á Grindavíkurvegi í fyrradag um kl. 18. Sautján ára piltur, Gunnar Einarsson, til heimilis að Smáratúni 29, Keflavík, beið bana, er bifreið hans hvolfdi. Með Gunnari í bflnum var unnusta hans, en hún slapp lítið sem ekkert meidd. Það var um kl. 18 í fyrrakvöld, sem lögreglan í Grindavík og Keflavík voru kallaðar á slysstað, en er að var komið var Gunnar látinn. Gunnar var að koma frá Grindavík, og virðist sem sprungið hafi á hægra afturhjóli bflsins, þegar hann var rétt norðan við Gíghæð. Við það hentist bfllinn til vinstri, endastakks síðan út af veginum og fór 2—3 veltur að talið er áður en hann stöðvaðist. Virðist sem Gunnar hafi kastast út úr bifreiðinni í einni veltunni, og iá hann nokkra metra frá henni þegar að var komið. Gunnar var fæddur 18. júnf 1960. Um boranirnar segir Kuwada: „Allar borholurnar hafa verið boraðar án þess að hafa stjórn á lóðlínu holanna. Sumar skemmdir, sem hafa komið fram í fóðurrör- um, má rekja til þess, að holurnar hafi verið bognar. Allar holur ætti að bora með vitneskju og stjórn á fráviki frá lóðlínu.“ — Skemmdir á efri hluta fóðringa í holunum eru grunsamlega tíðar, segir Kuwada, sbr. í holum 3, 4, 5 og 7 og leggur hann til að kannað verði hvort spænzt hafi úr veggjum fóðurrör- anna við það að borstengurnar hafi nuddazt við veggi holunnar af ofangreindum ástæðum. Þá segir hann að eftir að fóðringar hafi verið steyptar fastar í holunum hafi þéttleiki steypunnar ekki verið athugaður í neinum af þeim. Hann segir að léleg steypa bak við fóðurrör geti orsakað mikla hita- Bankastjórn og bankaráð Seðlabankans: GjaldmiðUsbreytíng gætí orðið í ársbyrjun 1980 BANKASTJÓRN og bankaráð Scðlabankans eru eindregið með- mælt því að tekinn verði upp nýr gjaldmiðill, sem yrði 100 sinnum verðmeiri en núgildandi króna og er það skoðun þessara aðila, að slfka breytingu væri unnt að framkvæma f upphafi árs 1980, ef um hana er tekin ákvörðun ekki sfðar en á hausti komanda. Þetta kom fram í ræðum Jóhannesar Nordals seðlabankastjóra og Jóns Skaftasonar, formanns banka- ráðs Seðlabankans, í tiiefni af ársfundi bankans f gær. Jón Skaftason gat þess, að nú lægju Iðja boðar þriggja daga verkföll fyrstu viku í maí ALMENNUR félagsfundur, sem haldinn var í Iðju, félagi verk- smiðjufólks í gær, samþykkti að veita trúnaðarmannaráði félags- ins heimild til að hoða verkfall á þeim tfma og á þann hátt, sem það telur nauðsynlegt, til þess að knýja fram lausn í yfirstandandi kjaradeilu. Ifefur þegar verið ákveðið að hoða tif vinnustöðvun- ar í þrjá dag.. .°> maí, 5. og 8. maí, þannig að allir félagar Iðju verði einn dag í verkfalli. Bjarni Jakobsson, formaður Iðju, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að þetta væri upphaf aðgerða félagsins, en framhald þeirra hefði enn ekki vorið ákveðið. Verkföll Iðju verða þannig. Miðvikudaginn .3. maí verður vinnustöðvun í vefjariðnaði, spuna, vefnaði og veiðarfæragerð, prjónaiðnaði, fataframleiðslu, tjalda-, svefnpoka- og seglagerð, skinna- og leðuriðnaði og vinnu- stöðvun verður hjá þvottahúsum og efnalaugum. Föstudaginn 5. maí verður vinnustöðvun í mat- vælaiðnaði, kexgerðum, kökugerð- um, sælgætis- og efnagerðum, í kaffi- og smjörlíkisgerðu.öl- og gosdrykkjagerðum. Mánudaginn 8. maí verður vinnustöðvun í tréiðn- aði, pappírsiðnaði og prentun, kemiskum iðnaði, gler- og stein- efnaiðnaði, málmsmíði, smíði og viðgerðum rafmagnstækja, plast- iðnaði, myndiðn, burstagerð, silf- ursmíði, bólstrun og innrömmun. Bjarni Jakobsson kvað ekki verða boðað verkfall hjá þeim vinnuveitendum, sem sannanlega gætu sýnt fram á, að þeir greiddu laun samkvæmt samningunum frá 22. júní 1977. Hann kvað Iðju hafa með bréfi til viðsemjenda sinna, Félags íslenzkra iðnrekenda, hafa óskað eftir viðræðum fyrir tæp- lega tveimur mánuðum. Var óskin sett fram í sama bréfinu og uppsögn kjarasamninga. Bjarni kvað viðsemjendur félagsins ekki hafa virt félagið svars og engar viðræður hefðu átt sér stað. I þeim tilfellum, sem vinnu- stöðvun Iðjufélaga grípur inn á vettvang Dagsbrúnarmanna, kvaðst Bjarni eiga von á fullri samstöðu. Um þessi atriði hefði hann.rætt við formann Dagsbrún- ar og hann heitið fullum stuðningi félagsins. Ennfremur hefði hann rætt um sama atriði við Félag járniðnaðarmanna og hafi formað- ur þess, Guðjón Jónsson, heitið fullum stuðningi málmiðnaðar- mann við aðgerðir Iðju. Félagsfundur Iðju var haldinn í Alþýðuhúsinu í gær og var hann mjög vel sóttur. fyrir heildartillögnr um nýja útgáfu seðla og myntar. Tillögur að nýrri myntröð eru frágengnar og fyrir liggja allmikið unnar tiílögur að nýjum seðlum. Jó- hannes Nordal sagði í ræðu sinni að gjaldmiðilsbreyting hefði í sjálfu sér engin áhrif á þróun verðbólgunnar, en ætla mætti að hún gæti „orðið brýning til þess að takast á við vandann af meiri einurð en áður og orðið tákn nýs tímabils í stjórn efnahagsmála“. Gat Jóhannes þess, að aukakostn- aður vegna gjaldmiðilsbreyting- ar yrði „ekki ákaflega mikill, þar sem hvort sem er þarf að gefa út nýjar myntir og seðla á næst- unni“. Báðir lögöu ræðumenn þunga áherzlu á nauðsyn þess að tekin verði upp virkari barátta gegn verðbólgunni. „Sá tími er kominn," sagði Jóhannes Nordal, „að það verður að setja það markmið að draga stórlega úr verðbólgunni öllu ofar í stjórn íslenzkra efna- hagsmála, ef ekki á illa að fara.“ Gat Jóhannes þess, að „þótt ýmsir haldi því fram, að Islendingum hafi tekizt betur en flestum öðrum þjóðum að lifa við verðbólgu án alvarlegs efnahagstjóns og félags- legs óréttlætis, fer ekki á milli mála, að hinar skaðvænlegu afleið- ingar hennar hafa orðið æ meira áberandi í íslenzku þjóðfélagi að undanförnu." Jóhannes Nordal sagði, að þótt við íslendingar hefðum löngum átt við verðbólgu að stríða undan- framhald á bls. 30 Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur: Heimild til vinnu- veitt STJÓRN Verkalýðs- og sjómanna- félags Keflavíkur var á almenn- um félagsfundi í gærkvöldi veitt heimild til boðunar allshcrjar- vinnustöðvunar, en engin ákvörð- un hefur enn verið tekin um boðun vinnustöðvunar, og í fyrstu er gert ráð fyrir að taka upp viðræður við vinnuveitendur, að því er Karl Steinar Guðnason, formaður félagsins, sagði í gær- kvöldi. Karl Steinar Guðnason sagði í samtali við Morgunblaðið eftir fundinn í gærkvöldi, að mikill einhugur hefði verið á fundinum sem var fjölmennur og fundar- menn lýst yfir eindregnum stuðn- ingi við stjórn félagsins bæði í komandi aðgerðum og eins lýst yfir stuðningi við ákvarðanir stjórnar að undanförnu. „Boðun vinnustöðvunar verður skoðuð í ljósi þess hvernig málin þróast á næstunni. Ég á von á að við tökum upp viðræður við vinnuveitendur fyrst," sagði Karl Steinar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.