Morgunblaðið - 25.04.1978, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 25.04.1978, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. APRÍL 1978 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Atvinna Óskum eftir pilti eöa stúlku til útkeyrslu- starfa strax. Uppl. gefnar á skrifstofunni, Nóatúni 21, en ekki í síma. Hans Petersen h.f. Skrifstofustarf Óskum aö ráöa stúlku til almennra skrifstofustarfa. Góö vélritunar- og enskukunnátta nauösyn- leg. Hraöritunarkunnátta æskileg. Umsóknir sendist Morgunblaöinu merkt: „F — 821“, fyrir 1. maí 1978. Félagsráögjafi Öryrkjafélag óskar aö ráöa félagsráögjafa sem fyrst. Um er aö ræöa fjölbreytt en sérhæft starf og þarf því umsækjandi aö sækja námskeiö erlendis til sérþjálfunar. Umsóknum ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf óskast sent afgreiöslu blaösins merkt: „Öryrkjafélag — 816“, fyrir 30. apríl n.k. Tónlistarskólar Tónlistarkennari meö mikla starfsreynslu óskar eftir starfi viö tónlistarskóla næsta vetur. Tilboö merkt: „Tónlist 818“ sendist afgreiöslu Mbl. fyrir 10. maí n.k. Skrifstofustarf Lítiö, vaxandi innflutningsfyrirtæki óskar eftir aö ráöa starfskraft sem fyrst. Vinnutími 1—5. Byrjunarkaup 90.000 þús. Eiginhandarumsóknir meö upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist Morgunblaöinu fyrir 29. apfl. merkt: „Áhugasöm — 826“. Heimilishjálp Þrifin og vandvirk kona óskast til aö halda hreinu litlu einbýlishúsi viö Fjölnisveg. Engin eldhúsverk. Æskilegur vinnutími ca. 3—4 stundir þrjá daga í viku. Fjölskyldan, þrennt fulloröiö, er aö heiman á daginn. Upplýsingar í síma 2-03-30 eftir kl. 20:00. Starfsfólk óskast Óskum eftir aö ráöa starfsfólk 1. til símavörzlu, vélritunar og annarra almennra skrifstofustarfa. 2. til afgreiðslu- og lagerstarfa, svo og mælingastarfa. Skriflegar umsóknir óskast sendar í pósthólf 243, í Hafnarfiröi, fyrir 27. apríl n.k. Umsækjendur þurfa aö geta hafiö störf nú þegar. aLEiMra íif. Dalshrauni 5 sími 53333 Atvinna Fóstra óskast aö dagheimilinu Selásborg frá og meö 1. júní. Einnig óskum viö eftir aö ráöa aöstoöar- manneskju frá og meö 1. maí. Upplýsingar í síma 84816. Skrifstofustörf Starfsfólk óskast til starfa á skrifstofu sem fyrst. Góö vélritunarkunnátta nauösynleg. Tilboö meö upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist afgreiöslu Morgunblaösins fyrir 27. þ.m. merkt: „Framtíö — 4251“. Heildverzlun óskar eftir röskum og ábyggilegum starfs- krafti til alhliöa starfa (skrifstofa, lager, útkeyrsla). Skrifleg umsókn sendist afgr. blaösins nú þegar merkt: „Röskur — 3608“. Bifreiðastjóri óskast Óskum aö ráöa bifreiöastjóra aö fyrirtæk- inu. Upplýsingar gefnar milli klukkan 4 og 6 í dag á skrifstofunni aö Suöurlandsbraut 20% Myndiöjan Ástþór h.f. Hafnarfjörður Reglusamur lagtækur karlmaöur óskast strax viö matvælaframleiöslu. Tilboö sendist í pósthólf 150 Hafnarfirði. VANTAR ÞIG VINNU (n VANTAR ÞIG FÓLK í ÞU Al'GLYSIR U.M ALLT LAND ÞEGAR Þl AUG- LÝSIR I MORGUNBLAÐINU — Iscargo Framhald af bls. 2 augastað á þessum tveimur vélum og hvort ekki væri hentugra fyrir félagið að kaupa stærri vél, sagði hann. „Höfuðkosturinn við þessar tvær flugvélagerðir er að báðar geta þær haft aðsetur á Reykja- víkurflugvelli. Við teljum að með því að hafa hér aðsetur, getum við veitt mun betri þjónustu en ef aðstaða okkar flyttist til Keflavíkur. Hvað viðkemur kaupum á þessum tveimur flugvélategund- um, þá er ákaflega erfitt að fá Elektra-vélar, þar sem eftir- spurn eftir skrúfuþotum hefur aukist mikið síðan eldsneyti hækkaði mikið í verði, hins vegar mun vera öllu meira framboð af Britanniu. Nú eigum við eftir að athuga hvor vélin hentar okkur betur, og verður það ljóst innan nokkurra daga.“ Auk þess sem innflutningur með Iscargo hefur aukist mikið það sem af er árinu, hefur útflutningur einnig aukist fnik- ið, og er útlit fyrir að svo haldi áfram í sumar. Sagði Gísli, að t.d. væri ljóst að hrossaútflutn- ingur á vegum Sambandsins myndi því sem næst tvöfaldast á þessu ári. — Framboðslisti Framhald af bls. 2 framkvæmdastjóri. 8. Ellert Borgar Þorvaldsson kennari, 9. Sigþór Sigurðsson kerfisfræðing- ur, 10. Sveinn Þ. Guðbjartsson framkvæmdastjóri, 11. Trausti ó. Fuiningahurdir Hagstætt verö og greiösluskilmálar HURÐIFt hf. Skeifunni 13 Akurvík h.f. Akureyri Verzl. Brimnes, Vestmannaeyjum Lárusson framkvæmdastj., 12. Elín Jósepsdóttir gjaldkeri, 13. Sigurður Kristinsson málara- meistari, 14. Magnús Þórðarson verkamaður, 15. Finnbogi F. Arndal umboðsm., 17. Ármann Eiríksson sölum., 17, Stefán Jónsson húsgagnasmiður, 18. Þorleifur Björnsson skipstjóri, 19. Erla Jóna Karlsdóttir hús- móðir, 20. Skarphéðinn Kristj- ánsson vörubifreiðastjóri, 21. Ásdis Konráðsdóttir húsmóðir, og 22. Oliver Steinn Jóhannesson bóksali. — Rekstrar- kostnaður Framhald af bls. 3. ágústmánuði síðasta árs, svo og með aukinni samræmingu innan vaxtakerfisins." Einnig sagði Jón Skaftason: „Sú vaxtastefna, sem fylgt hefur verið að undanförnu hefur þann tvíþætta tilgang að vernda hags- muni sparifjáreigenda og tryggja eftir föngum lánsfé í bankakerfinu til atvinnuveganna. Hún hefur vissulega aukið nokkuð reksturs- kostnað í atvinnulífinu. Vextir eru hluti framleiðslukostnaðarins og lúta svipuðu lögmáli og aðrir rekstursliðir, svo sem vinnulaun og hráefni þ.e. þeir hækka í vaxandi verðbólgu. Heildarnramleiðslukostnaður er hér almennt talað of hár fyrir innlendan og erlenda markaði. Brýna nauðsyn ber til m. Vaxta- lækkun, sem byggir á verðbólgu- hjöðnun, er ein af leiðunum að því marki. Áð því ber að keppa eftir öllum færum leiðum." Þessu næst ræddi Jón innri mál bankans og sagði: „Ástæða er til að benda á, að lítil breyting varð á tölu starfsmanna bankans á árinu 1977. Fækkaði þeim um einn og voru 117 í lok ársins, þar af 50 konur og 67 karlar. Bankinn býr sem fyrr við ákaflega frumstæðar aðstæður varðandi geymslu seðla og myntar og erfitt er að halda uppi lágmarksöryggi við flutninga á gjaldmiðli. Áfgreiðsluaðstaða bankans á seðlum og mynt batnaði nokkuð á árinu og hægt var að flytja seðlagreiningardeild, 'sa- kynni í Edinborgarhúsi. Ekkert sérstakt gerðist í byggingarmálum bankans eins og kunnugt er.“ — Bridge Framhald af bls. 35 Siguröur spilaöi 1 grand doblaö gegn St'moni og Jóni og stóö eftir að þeir síöarnefndu höföu fingur- brotiö sig í vörninni. Jakob og Jón uröu í þriöja saeti en þeir eru oft meðal efstu para í tvímennings- keppnum. Árangur feðganna í fimmtasaeti er mjög ánaegjulegur. Aöeins tvær konur tóku þátt í mótinu og stóöu sig meö mikilli prýði. Þaö voru Halla Bergþórsdótt- ir og Kristjana Steingrímsdóttlr sem fengu 76 yfir meöalskor en allar tölur sem nefndar eru í þætti þessum eru yfir meðalskor. Ekki er hægt að skilja svo við mót þetta aö ekki sé minnst á árangur íslandsmeistaranna frá í fyrra. Höröur og Þórarinn áttu sér aldrei viöreisnar von í móti þessu. Þeir uröu fyrir óhappi strax í fyrstu setu og fengu 35 mínusstig fyrir hana og voru með mínus alla keppnina. Þá voru Guölaugur og Örn með mínus nánast alla keppnina og man ég ekki eftir því aö þeir hafi ekki verið í einhverju af efstu sætunum í tvímenningskeppnum í mörg ár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.