Morgunblaðið - 25.04.1978, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 25.04.1978, Blaðsíða 18
Jg - MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. APRÍL 1978 Jóhannes Nordal, Seðlabankastjóri: Sá tími er kominn, að það verður að setja það markmið að draga stórlega úr verðbólgunni öllu ofar í stjóm islenzkra efnáhagsmála HÉR FER á eftir ræða Jóhannesar Nordals, seðlabankastjóra, for- manns bankastjórnar Seðlabankans, sem hann flutti í gær í tilefni ársfundar bankans; (fyrirsaanir eru Mbl.): „Árið 1977 var þjóðarbúskap íslendinga aö mörgu leyti hagstætt, ef dæmt er eftir þróun þjóöartekna og almennrar afkomu. Engu aö síöur uröu innan ársins afdrifaríkar breyt- ingar bæöi á ytri og innri skilyröum efnahagsstarfseminnar, sem gjör- breyttu stööu atvinnuveganna og höföu í för með sér nýjan vanda í stjórn efnahagsmála. Á fyrri hluta árs 1977 voru ytri skilyröi þjóðarbúskaparins aö flestu leyti meö hagstæöasta móti. Sá bati viöskiptakjara, sem einkennt haföi þróunina áriö 1976 og fyrst og fremst átti rætur aö rekja til hækkandi verðlags á fiskmörkuöum, hélt áfram fyrstu mánuöi síðastliöins árs. Jafn- framt voru aflabrögö hagstæð og framleiðslustarfsemi og afkoma fyrir- tækja meö bezta móti. Þótt þessari þróun væri samfara hægt minnkandi veröbólga og batnandi viöskiptajöfn- uöur viö útlönd, voru þó ýmsar blikur á lofti. Þegar á stöara helming ársins 1976 voru greinileg merki vaxandi eftirspurnar og þenslu á vinnumark- aði. Auknar útflutningstekjur höföu fljótlega áhrif bæöi á tekjumyndun innanlands og lausafjárstööu fyrir- tækja og peningastofnana. Átti þessi þensla vafalaust sinn þátt í því aö undirbúa jarðveginn fyrir hina miklu launahækkun, sem átti sér staö um mitt áriö. Með henni átti sér stað stökkbreyting í peningalegri eftir- spurn innanlands og fylgdi því bæöi stóraukin veröbólga og nokkur aukning ínnflutnings og viöskipta- halla. Þaö jók enn á þann vanda, sem launahækkanirnar höföu í för meö sér fyrir rekstur atvinnuveganna, að mjög dró úr hækkun útflutningsverö- lags, eftir því sem á áriö leiö. Viröast viöskiptakjörin viö útlönd í heild hafa hætt að batna um mitt árið, og þurftu því atvinnuvegirnir að mæta hinum stóraukna framleiðslukostnaöi án þess að hafa þann meðbyr, sem þeir áöur nutu í batnandi viðskiptakjör- um. Stefndi því brátt í hallarekstur hjá veigamiklum greinum útflutnings- atvinnuveganna. En áöur en ég vík frekar aö þeim vandamálum, er rétt aö gera nokkra grein fyrir breytingum helztu hagstæröa á árinu 1977. 5% aukning bjóðar- framieiðslu 8% aukning bjóðartekna Eftir mikinn samdrátt bæöi f þjóöarframleiöslu og þjóöartekjum áriö 1975 haföi þróunin aftur snúizt til betri vegar á árinu 1976, en þá jókst Ojóðarframleiösla um 2,4%, en vegna batnandi viöskiptakjara varö aukning þjóöartekna nálægt 6%. Samkvæmt nýjustu þjóöhagsreikn- ingatölum hefur þróunin oröiö enn hagstæöari á árinu 1977, en þá er taliö aö þjóðarframleiðslan hafi aukizt um nálægt 5%, en vegna áframhafdandi bata viöskiptakjara framan af árinu, jukust þjóöartekjur allmiktu meira eöa um tæpiega 8%. Átti framleiösluaukningin aö verulegu leyti rætur að rekja til 19% fram- leiðsluaukningar í sjávarútvegi, en heildarafli úr sjó varð meiri aö tonnatölu á árinu en nokkru sinni fyrr, eða 1365 þús. tonn. Fram- leiösluaukning varð hins vegar heldur minni bæöi í iðnaöi og landbúnaöi en áriö áöur, og um 2% lækkun er talin hafa orðið í byggingarstarfsemi. Sé aftur á móti litiö á þjóöarútgjöld kemur í Ijós, aö þau hafa aukizt um 10%, eða um 2% meira en þjóöar- tekjur, og er þaö mikil breyting frá fyrra ári, en þá drógust þjóöarútgjöld saman um rúmlega 3%, þrátt fyrir 6% aukningu þjóðartekna, og leiddi þaö til mjög mikils bata í viöskiptajöfnuö- inum viö útlönd. Aukning varö á öllum helztu þáttum þjóöarútgjalda á árinu 1977. Einkaneyzla jókst um 8% eftir aö hafa aö mestu staöiö í staö áriö 1976 og lækkaö um 10% áriö 1975, og vantaöi litiö upp á, aö hún næöi aftur sama stigi og 1974. Hins vegar varö tiltölulega Iftil aukning samneyzlu á árinu, eöa nálægt 2%. Fjármunamyndunin er talin hafa aukizt aö nýju um rúmlega 7% á árinu eftir 11% lækkun samtals árin tvö á undan. Átti þessi aukning fjármuna- myndunar sér staö, þrátt fyrir 16% lækkun opinberra framkvæmda, aö- allega á sviöi orkumála. Stafaöi aukningin af meiri fjárfestingu f öllum framleiösluatvinnuvegunum, en þó einkum sjávarútvegi, og var fjárfest- ing í fiskiskipum, bæöi nýsmíöi og endurbyggingum, þar langþyngst á metunum. Loks átti þaö nokkurn þátt í aukningu þjóöarútgjalda, aö mikil birgöasöfnun átti sér staö á árinu, einkum f sjávarútvegi, svo sem síöar mun aö vikið. Aukning þjóöarútgjalda umfram vöxt þjóöartekna varð þess valdandi, að viöskiptahallinn jókst nokkuö á árinu, eöa úr 1,7% af þjóöarfram- leiöslu 1976 í 2,6% árið 1977. Sé þaö hins vegar haft í huga, aö á móti aukningu viðskiptahallans stóöu aö öllu leyti auknar birgðir útflutningsaf- uröa, verður varla annaö sagt, en tekizt hafi aö varöveita þann mikla bata, sem varö í viöskiptajöfnuöi á árinu 1976. Vegna hinna miklu erlendu skulda þjóöarbúsins og tæprar gjaldeyrisstööu veröur þó enn á næstu árum að leggja megin- áherzlu á aö styrkja viðskiptajöfnuð- inn viö útlönd. Mun ég nú víkja stuttlega aö helztu þáttum í þróun greiöslujafnaöar á árinu 1977. Erlendar skuldir jukust um 19,3 milljaröa og námu 129 milljörðum í árslok 1977 Útflutningur jókst verulega á árinu, annaö áriö í röð, og nam heildarverö- mæti vöruútflutnings 102 milljöröum króna, sem samsvarar rúmlega 25% aukningu frá fyrra ári, reiknaö til sama gengis bæöi árin. Langmestu munaöi hér um 27% aukningu á útflutningi sjávarafuröa, en útflutn- ingur iönaöarvara annarra en áls jókst hlutfallslega enn meira, eöa um 45%. Útflutningur áls jókst aö verömæti um 9%, en landbúnaðaraf- uröa um 16%. Verðmæti vöruinnflutnings jókst heldur hraöar en útflutningur, eða um rúmlega 30% frá árinu 1976, reiknaö á sama meðalgengi fyrir bæöi árin. Mest varö aukningin á innflutningi sérstakra fjárfestingarvara, sem nam 46% frá fyrra ári, og munaði mestu um þaö, aö innflutningur skipa jókst um nálægt 9 milljarða, og varö um þrefalt meiri en gert haföi verið ráö fyrir. Einnig varö um 34% aukning á olíuinnflutningi, sem aö mestu stafar af birgöabreytingum og aukinni loönubræöslu, en oliuinnflutningur haföi fariö lækkandi þrjú árin á undan, einkum vegna aukinnar notk- unar innlendra orkugjafa til húshitun- ar. Eftir stendur þá rúmlega 30% aukning almenns vöruinnflutnings, en sé tekið tillit til verðbreytinga í erlendum gjaldeyri, varö magnaukn- ing innflutnings 22% frá fyrra ári, og hefur hann því aukizt allmiklu hraðar en heildareftirspurn, eins og oft vill veröa, þegar innlend tekjuaukning er ör. Samkvæmt bráðabirgöatölum var þjónustujöfnuðurinn hagstæöur á síöastliönu ári um 800 milljónir króna, en áriö áöur haföi hann verið hagstæður um 265 milljónir króna. Mikil aukning varö á árinu í tekjum af samgöngustarfsemi og viöskiptum viö varnarliöíð, en hins vegar héldu vaxtagjöld af erlendum skuldum áfram aö vaxa. Heildartekjur af þjónustuviöskiptum námu á árinu 43,4 milljöröum króna, en þjónustu- gjöld 42,6 milljöröum. Séu allar þær tölur, sem ég hef nú rakið, um viöskipti meö vörur og þjónustu, teknar saman, kemur í Ijós, aö viöskiptahallinn hefur á síöast- liðnu ári numiö 9,6 milljöröum króna, sem jafngildir 2,6% af þjóöarfram- leiðslu, en áriö áöur nam hallinn á verölagi þess árs 4,4 milljöröum króna, sem jafngijdir 1,7% af þjóöar- framleiöslu. Tvennt er eölilegt aö hafa í huga, þegar borin er saman útkoma þessara tveggja ára. í fyrsta lagi átti sér staö mikil birgöaaukning á síðastliönu ári umfram þaö, sem aukin framleiösla gaf tilefni til. Nam aukningin á birgöum sjávarafuröa um 83% miöaö viö gjaldeyrisverö- mæti, og nægir sú breyting ein í raun til að skýra aukningu viöskiptahall- ans. í öðru lagi koma svo áhrif óvenjulega mikils skipainnflutnings, bæöi fiskiskipa og farmskipa, sem fjármagnaöur var að langmestu leyti meö lánsfé. Skekkir þetta saman- buró viöskipajafnaöar milli ára, og má búast viö því, aö skipainnflutning- ur minnki aftur verulega á þessu ári, enda hefur stórfelld endurnýjun skipaflotans átt sér staö á undan- förnum árum. Viöskiptahallinn á síöastliönu ári var jafnaöur og meira til af fjár- magnshreyfingum frá útlöndum, einkum erlendum lántökum. Reyndist fjármagnsjöfnuðurinn, þ.e.a.s. nettó- breyting erlendra lána og annarra fjármagnshreyfinga gagnvart útlönd- um, hagstæöur á árinu um 15,6 milljaröa króna, sem var nálægt 6 milljöröæum hærri fjárhæö en viö- skiptahallanum nam. Batnaöi því nettógjaldeyrisstaóa bankanna sem nemur þeim mismun, eöa um 5950 millj. kr. Langmikilvægustu fjár- magnshreyfingarnar eru erlendar lántökur til langs tíma, en þær námu á siöastliönu ári 30,4 milljöröum króna, og fóru þær verulega fram úr lánsfjáráætlunum, einkum vegna hins mikla skipainnflutnings. Endur- greiðslur erlendra lána á síöastliönu ári námu 11,1 milljaröl, svo aö nettóskuldin viö útlönd jókst á árinu um 19,3 milljaröa, ef reiknaö er á meöalgengi ársins 1977. í árslok voru heildarskuldir þjóöarbúsins erlendis 129 milljaröar króna, reiknaóar á þágildandi gengi, sem jafngildir nálægt 580 þús. kr. á hvert manns- barn í landinu. Greiöslubyröin, þ.e.a.s. vextir og afborganir af löngum erlendum lánum, nam 13,8% af heildargjaldeyristekjum á árinu 1977, og er þaö svo til sama hlutfall og áriö áöur, en erlendar skuldir námu í árslok 32% af þjóöarfram- leiöslu síóastliöins árs, sem er heldur hagstæöara hlutfall en síöastliöin tvö ár. Þrátt fyrir þetta er áistæöa til aö ætla, aö greióslubyröin eigi eftir aö aukast þó nokkuö á næstu árum, nema þróun útftutnings og viöskipta- kjara veröi óvenjulega hagstæö. Þótt erlendum iántökum íslendinga hafi yfirleitt verið beint til fjárfestingar í aröbærum framkvæmdum fremur en til aó jafna atmennan viöskiptahalla, hlýtur þaö aö vera mUdlvægt stefnu- miö á næstu árum aö halda skulda- söfnun erlendis í skefjum og leggja enn meiri áherzlu á þaö en hingaö til aö verja erlendu lánsfé eingöngu til framkvæmda, sem eru þjóðhagslega arövænlegar. Nettógjaldeyrisstaða bankanna batnaöi verulega á stöasta ári, eins og áöur segir, og var rtettógjaldeyris- eign bankakerfisins 6 milljarðar króna í árslok. Eru þetta vissulega gieöileg umskipti, eftir aö gjaldeyris- staöan hefur verið neikvæö tvö ár í röö. Enn vantar þó mikið á, aö gjaldeyrisstaöan geti talizt viðunandi, enda byggist gjaldeyrisforöi Seöla- bankans, sem í árslok nam 21,3 milljöröum króna, að tveimur þriöju hlutum á lántökum hjá Alþjóðagjald- eyrissjóönum. Nam skuld íslands vió sjóöinn 14,6 milljöröum króna í loks ársins 1977 á þágildandi gengi, en á móti henni standa aó mestu leyti lán Seölabankans til ríkissjóös. Er nú aö því komið aö endurgreiöa þurfi þessar skuldir á næstu 4—5 árum, en eitt meginskilyröi fyrir því, aö þaö geti tekizt, er endurgreiösla samsvar- andi skulda ríkissjóðs vió Seölabank- ann. Veröbólguhraöinn kominn í 37% í febrúarbyrjun sl. Ég hef nú gert í stórum dráttum grein fyrir heildarþróun þjóðar- búskaparins á árinu 1977 og breyt- ingum helztu stæröa þjóöhagsreikn- , inga og greiöslujafnaöar. Þótt þessar tölur séu aö ýmsu leyti hagstæöar og sýni ótvíræöan bata ( framleiöslu- starfsemi og viðskiptajöfnuöi eftir efnahagsáfail áranna 1974 og 1975, var því miöur ekki samsvarandi árangri aö fagna í viöureigninni viö verðbólguna. Þvert á móti varð snöggbreyting í verölagsþróuninni með launasamningum' þeim, sem gildi tóku um mitt áriö, en í þeim fólst bæöi mjög mikil bein kauphækkun og haröari ákvæöi um vísitöluteng- ingu launa og verölags en gilt hafa hér á landi um langt árabil. Leiddu samningarnir til meira en 40% hækkunar á peningalaunum lang- flestra starfshópa á síöara helmingi ársins og meira en 15% hækkunar á rauntekjum í svo til einum áfanga. Fram aö þeim tíma, er áhrif launa- samninganna fóru aö koma fram í verölagi, haföi verðbólgan, mæld meö vísitölu framfærslukostnaöar, veriö að hjaóna svo að segja jafnt og þótt allt frá því rúmlega 50% hámarki, er hún náöi um mitt áriö 1975. í byrjun ágústmánaðar á síöastliönu ári komst árshækkun verðbólgunnar lægst, eöa í tæp 27%, sem er rétt um helmingur þess, sem hún var mest á árinu 1975, og haföi veröhækkun á 12 mánaöa tímabili ekki oröiö lægri hér á landi, síöan um mitt ár 1973. Eftir þetta snerist þróunin snögglega viö, og var hraöi verðbólgunnar kominn upp l 30% í nóvember og 37% í byrjun febrúar sl., og stefndi þá enn hærra. Þessar miklu breytingar ( þróun launa og verólags höföu aö sjálfsögöu afdrifa- rík áhrif á alla þætti í stjórn efnahagsmála og kollvörpuöu flest- um þeim áætlunum, sem hagstjórn- arákvaröanir höföu áöur veriö á byggöar. Gengisskráning hefur hér á landi verið miklu sveigjanlegri undanfarin fimm ár en áöur tíökaöist, og kemur þar tvennt til, annars vegar fljótandi gengi og tíöar breytingar á gengi helztu viöskiptaþjóöa íslendinga, en hins vegar mun meiri veröbólga hér á landi en víöast annars staöar. Reynt hefur veriö að jafna muninn á milli þróunar framleiöslukostnaöar hér á landi og erlendis meö gengis- breytingum, og hefur þaö á undan- förnum þremur árum fyrSt og fremst gerzt meö hægfara gengissigi. Viö ákvöröun gengissigsins hefur jafn- framt verið tekiö tillit «1 þess, ef breytingar hafa átt sér staö á viðskiptakjörum. Vegna bættra viöskiptakjara á árinu 1976 og framan af ári 1977 varö meöallækk- un íslenzku krónunnar moh minni en mismunur á veröbólgu hér á landi og erlendis heföi gefiö tilefni til. Var þannig hægt aö draga úr verðbólgu- áhrifum gengissigsins án þess aö Jóhannes Nordal, Seðlabankastjóri, flytur ræöu sína í tilefni ársfundar bankans í gær. Ljósm. MbL: Frióþjófur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.