Morgunblaðið - 25.04.1978, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 25.04.1978, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. APRIL 1978 45 5? VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100 KL. 10 — 11 FRÁ MÁNUDEGI milljón þá spyr maður hverjum er það hagstæðast að bílar séu keyptir til landsins. Er það bíleigandanum eða ríkinu?' Bileigandi." • Kom skemmti- lega á óvart „Frú Sigrún Jónsdóttir, kona Jóns Eyjólfssonar skipstjóra á Herjólfi, hefur verið með mál- verkasýningu í Vestmannaeyjum. Opnaði hún síðasta vetrardag og átti að ég held að standa til 24.4 ‘78. Ég sá þessa sýningu fyrsta sumardag og mig rak í rogastanz. Ég þóttist vita að við ættum von á góðum málverkum hjá byrjanda en að maður sæi þar listaverk datt mér tæpast í hug. Ég er sann- færður um að þó nokkur málverk hennar eru listaverk. Þar kemur fram hlýleiki sálar og djúpur skilningur á atvinnuháttum Is- lendinga og þar birtast dular- heimar. Sýningin var að mínu viti góð og göfgandi. Ég var njög fanginn af sýningunni. Ég gaf mér góðan tíma til að skyggnast um sýninguna í heild. Hafðu hjartans þökk fyrir sýninguna, Sigrún, haitu áfram, því þú átt örugglega eftir að ylja okkur löndum þínum. Listin leikur í höndum þér, þú ert á götu til gæfu og gengis í listinni, hafðu mínar hjartans þakkir. Eiríksson.“ • Ferð með Herjólfi „Mjög góð sportferð er með Herjólfi milli lands og Eyja, skipið er skemmtilega innréttað, tilvalið til orlofs- og ánægjuferða, áhöfnin samvalin til góðrar þjónustu fyrir farþega, skipstjóri ljúfur og prúður við alla. Fargjöld eru að mínu viti alltof lág, og mættu vera helmingi hærri og væru þó að mínu viti væg. Reksturinn bæri sig betur og tæplega yrði um tap- rekstur að ræða. En þessar ferðir eru mjög hagkvæmar Eyjabúum og tilvaldar til ánægjuferða fyrir aðra. Ég vona að skipið beri sig fjárhagslega. Sveinn." Þessir hringdu . . . • Eftir Robert Burns Hér verða á eftir raktar upplýsingar sem Velvakanda hafa borizt um kvæði er spurt var um nú fyrir helgina, en a.m.k. fimm hafa hringt og greint frá hver sé höfundurinn og af því má e.t.v. ráða að íslendingar séu vel heima í erlendum kveðskap. Hrefna Sigmundsdóttir hefir komið að máli við Velvakanda vegna fyrirspurnar konu að vestan um höfund ákveðins ljóðs, sem hluti var birtur úr í Velvakanda á laugardag. Hrefna upplýsir að umrætt kvæði, sem raunar er ekki alveg rétt farið með í laugardags- pistlinum sé eftir Robert Burns. Það þýddi á íslenzku Steingrímur Thorsteinsson og birtist það í kvæðabókinni Svanhvíti, sem inni- heldur ljóðaþýðingar eftir Matthías og Steingrím. Annar sem hafði samband við Velvakanda upplýsti að bókin hefði komið út árið 1913 í annarri útgáfu og héti kvæðið í þýðing- unni: Því skal ei bera höfuð hátt? SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Staðan hér að neðan kom upp á alþjóðlega skákmótinu í Nis í Júgóslavíu sl. haust. Tékkneski stórmeistarinn Jansa. sem hafði hvítt og átti leik lék síðast 24. b2 — b3 og andstæðingur hans Dzukic, Júgóslavíu svaraði með Rc4 — a3? Jansa þvingaði nú snarlega fram vinning: 25. Rd6+ - Kf8, 26. Rxe8 - Ke8, 27. Da4+ og svartur gafst upp. JúgóslavarnirSahovic og Nikolic sigruðu fremur óvænt á mótinu, hlutu báðir IQ'/i v. af 15 möguleg- um. Þriðji varð landi þeirra Knezevic með 10 v. Fleiri hringdu og höfðu kannast við umrætt kvæði og sagði t.d. einn m.a.: Þetta ljóð, sem er eitt þekktasta verk Burns, er um hismið og kjarnann, eða eins og skáldið segir: For a‘ that, an‘ a‘ that, Their dignities, an‘ a‘ that; The pith o‘ sense, an‘ pride o‘ worth, Are higher rank than a‘ that. Sagði hann einnig að ljóðið væri hin þarfasta hugvekja og mætti gjarna birta það í heild í íslenzkri þýðingu. • Samtök símnotenda Símnotandi kom áð máli við Velvakanda og sagðist telja tíma- bært að stofna hagsmunasamtök símnotenda. Hefðu slík samtök verið starfandi hér í eina tíð og hefðu þau getað haft nokkur áhrif. Símnotandinn sagðist vilja vekja á því athygli að nú væri svo komið að í fastagjaldi væru ekki innifalin nema 3 símtöl á dag — það er 300 samtöl á ársfjórðungi. HÖGNI HREKKVÍSI Freyðibað, síðan blástur og fótasnyrting — það kostar 2000 krónur! Unnið við hafnar- gerð fyrir 120 miUj. kr. í Bolungarvík Bolungarvík 15, apríl 1978. í SUMAR er fyrirhugað að vinna við hafnargerð hér fyrir um 120 millj. Settur verður 50 m langur viðlegu- og löndunarkantur á svonefndan Grundargarð. Þar er fyrirhugað að afgreiða stærri fiskiskip svo sem loðnuskip og togara, en til þess að þau geti lagst að þessum kanti þarf að dýpka töluvert fyrir framan hann. Dýpkunarskipið Hákur kom hingað í byrjun apríl og mun hann dæla um 1500 rúmm. upp úr höfninni fyrir framan þennan fyrirhugaða kant. Seinna í sumar er svo dýpkunarskipið Grettir væntanlegt hingað og mun taka álíka magn upp úr höfninni á sama stað. Af öðrum framkvæmdum á vegum bæjarins í sumar má nefna meðla annars byggingu íbúða fyrir aldraða, hafin verður bygging Fyrirlest- ur í Norr- æna húsinu SÆNSKA tónskáldið Áke Her- manson flytur í kvöld kl. 20.30 erindi í Norræna húsinu sem hann nefnir „Verket och upphovsmann- ens idenditet“. Áke Hermanson dvelst hérlendis í þrjár vikur í boði Norræna hússins, en hann hefur m.a. stund- að tónlistarnám í Stokkhólmi og lék árum saman á kaffihúsum, en ,frá árinu 1960 hefur hann eingöngu starfað sem tónskáld og segir í frétt frá Norræna húsinu að hann sé talinn eitt fremsta og sérstæð- asta tónskáld Svía. tveggja hjónaíbúða og fjögurra einstaklingsíbúða fyrir aldraða. Haldið verður áfram byggingu íþróttamannvirkis en fyrri áfangi þess, sundlaugin, var tekinn í notkun í byrjun sl. árs. I sumar er fyrirhugað að vinna fyrir um 10—15 milljónir króna við síðari áfanga sem er íþróttahús. Hafin verður bygging leikskóla, en að þeirri framkvæmd stendur bæjarfélagið í samvinnu við félagssamtök á staðnum. Undanfarin ár hefur verið unnið að endurbótum á vatnsveitu staðarins. I sumar er áætlað að koma fyrir nýjum og fullkomnari síubúnaði á veitukerfið auk ann- arra framkvæmda sem miða að endurbótum á dreifikerfinu, en alls er áætlað að kostnaður við vatnsveituframkvæmdir verði um 10 millj. kr. Gunnar. Áke Hermanson Framboðslisti samtakanna lagður fram FRAMBOÐSLISTI Samtaka vinstri manna á Akureyri við kosningar til bæjarstjórnar þann 28. maí n.k. hefur nú verið lagður fram og skipa listann eftirtaldin 1. Ingólfur Árnason, rafveitu- stjóri, 2. Úlfhildur Rögnvaldsdótt- ir, húsmóðir, 3. Þorsteinn Jónatansson, ritstjóri, 4. Dröfn Friðfinnsdóttir, húsmóðir, 5. Ari Rögnvaldsson, vélstjóri, 6. Björn Hermannsson, verkstjóri, 7. Elín Stefánsdóttir, ljósmóðir, 8. Gunn- ar J. Gunnarsson, verkamaður, 9. Áslaug Hauksdóttir, ljósmóðir, 10. á Akureyri Jón Hjaltason, sjómaður, 11. Kristín Hólmgrímsdóttir, húsmóð- ir, 12. Hákon Sigurðsson, rafvirki, 13. Þengill Jónsson, bifvélavirki, 14. Eiríkur Jónsson, verkfræðing- ur, 15. Guðmundur Olsen, vélvirki, 16. Pétur Stefánsson, vélvirki, 17. Guðmundur Sigurbjörnsson, tæknifræðingur, 18. Þórarinn Þor- bjarnarson, verkamaður, 19. Kristján Einarsson, skáld frá Djúpalæk, 20. Guðmundur Frí- mann, skáld, 21. Ingólfur Árnason, verkamaður, 22. Tryggvi Helgason, fv. formaður Sjómannafélags Eyjafjarðar. Rimla- hurdir 2 breiddir, 4 hædir Kúreka- hlið 3 breiddir Hurðir h.f. Skeifunni 13, sími 81655

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.