Morgunblaðið - 25.04.1978, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 25.04.1978, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. APRÍL 1978 19 rýra afkomu útflutningsatvinnuveg- anna, og þá sérstaklega sjávarút- vegsins, sem átti við hagstætt markaðsverö að búa. Hinu er ekki að neita, aö allmikiö vantaöi upp á, aö hinn innlendi framleiösluiönaður fengi meö þessum hætti jafnað þá hækkun framleiöslukostnaöar, sem hann þurfti aö bera umfram keppi- nauta sína erlendis, og átti þaö vafalaust þátt í hægari framleiöslu- aukningu hans á arinu. Um mitt árið breyttust viðhorfin í gengismálum vegna stökkbreytingar í innlendum framleiöslukostnaöi, jafnframt því sem viöskiptakjörin hættu um svipaö leyti aö batna, svo aö útflutningsatvinnuvegirnir gátu ekki lengur tekiö á sig teljandi kostnaöarhækkanir án gengisbreyt- ingar. Eftir þetta varö gengissigiö örara á ný, og komu þar m.a. fram áhrifin af gengislækkunum á hinum Noröurlöndunum, og lækkaöi meðal- gengi íslenzku krónunnar um nálægt 10% á síöara helmingi ársins, en á fyrra helmingnum haföi breytingin veriö innan viö 2%. Þetta gengissig nægöi þó engan veginn til þess aö viöhalda viðunandi rekstrarafkomu sjávarútvegsins, og voru í árslok stórar greinar hans reknar meö alvarlegum rekstrarhalla. Átti lækkandi gengi dollarsins nokkurn þátt í því aö draga úr þeim hagstæöu áhrifum, sem gengissigiö ella heföi haft á afkomu sjávarútvegsins á þessu tímabili, en mikill hluti af útflutningstekjum íslendinga er í dollurum eöa bundinn gengi hans. Var því fljótlega eftir áramótin Ijóst, aö ekki yröi unnt aö jafna metin og tryggja áframhaldandi rekstur megingreina sjávarútvegsins, nema meö enn meiri breytingu en unnt haföi verið aö framkvæma meö gengissigi. Var því gengiö fellt um 13% keinu skrefi í byrjun febrúr sl. Jafnframt var ákveðiö aö stööva frekara gengissig, um leiö og ráöstaf- anir voru geröar til þess aö draga úr víxlhækkunum kaupgjalds og verðlags. Þær miklu breytingar, sem uröu á árinu 1977 annars vegar í þróun launa og verölags, en hins vegar í stööu atvinnuveganna, hlutu aö setja svjp sinn á framvindu fjármála og peningamála og þau verkefni, sem þar var viö aö fást. í lánsfjáráætlun fyrir áriö 1977 var að því stefnt aö treysta enn þann árangur, sem náöst hafði í efnahagsmálum á árinu 1976, en þá haföi bæöi dregiö stórlega úr viöskiptahallanum viö útlönd og verðbólguhraðanum. Stefnt var að því aö ná enn frekari árangri á þessum sviöum meö aöhaldi í lánveitingum peningastofnana, tak- mörkunum á lántökum erlendis og aögeröum til þess aö bæta stööu ríkissjóös. Mikil frávik uröu hins vegar, þegar á átti að heröa í framkvæmd lánsfjáráætlunar og kom þar margt til. Framan af árinu gætti fyrst og fremst áhrifa hagstæðs greiöslujafnaöar og góörar afkomu atvinnuveganna, og ýtti hvort tveggja undir aukna peningaþenslu og fjár- festingu. Ört hækkandi verðlag og framleiöslukostnaöur á síöari helmingi ársins kallaöi hins vegar á aukin útgjöld og rekstrarfé og breytti í veigamiklum atriöum þeim for- sendum, sem lánsfjáráætlunin var á byggö. Mun ég nú snúa mér aö því aö rekja í stórum dráttum þróun lánsfjármála á árinu og fjalla um þaö vandamál, sem þar var viö aö etja. Útlán jukust um 10,5 milljaröa í lánsfjáráætlun var sú meginstefna mörkuö að útlán skyldu aukast hægar en næmi aukningu þjóöar- framleiöslu á verölagi hvers tíma, svo aö þau yröu ekki til þess aö auka á eftirspurnarþenslu. í samræmi viö þetta og þá spá, sem þá lá fyrir um verölagsþróun á árinu, var ákveöiö aö stefna aö 20% hámarksaukningu í útlánum viöskiptabanka og sam- svarandi mörk voru sett fyrir starf- semi fjárfestingarlánasjóöa og erlendar lántökur. í reynd fór lána- starfsemin langt fram úr þessum mörkum í öllum greinum, og voru ástæðurnar einkum tvær, meiri peningamyndun á fyrra helmingi ársins vegna hagstæöra ytri skilyrða og mun meiri hækkanir verðlags og launa en ráö hafði verið fyrir gert í þjóöhagsspá. Komu þessar breyting- ar einna skýrast fram f starfsemi bankakerfisins. Framan af árinu var lausafjárstaða viöskiptabankanna mjög hagstæö, og fór þá saman mikið innstreymi fjár vegna batnandi gjaldeyrisstööu, auk- in endurkaup vegna mikillar fram- leiöslu og árstíöabundiö útstreymi frá ríkissjóði. Ekki voru tök á því aö hemja útlánastarfsemi bankanna á þessu tímabili meö aögeröum af hálfu Seðlabankans, þar sem heimild til innlánsbindingar var þegar fullnýtt, og stefndu því útlán mjög umfram sett mörk. Skýr veörabrigöi urðu síöan í júnímánuði, þegar fyrirsjáan- legt var, að framundan væri stökk- breyting verðlags og kaupgjalds. Dró þá skyndilega úr aukningu innlána jafnframt því sem lánsfjáreftirspurn jókst. Voru öll merki þess, aö svipað ástand væri aö skapast í peninga- málum og á árinu 1974, þegar innlánsfé streymdi úr bönkunum, en bankakerfiö lét undan þunga láns- fjáreftirspurnarinnar, sem átti rætur aö rekja bæöi til spákaupmennsku og versnandi afkomu fyrirtækja. Eina tiltæka leiðin til þess aö bregöast viö þessum vanda var aö endurskoða lánskjör í því skyni aö tryggja hag innstæðueigenda og hamla gegn óeölilegri lánsfjáreftirspurn. Voru í júlímánuöi ákveönar meiri háttar breytingar á vaxtakerfinu sem komu til framkvæmda frá ágústbyrjun, og voru þær í þremur meginþáttum. í fyrsta lagi var ákveöið aö taka upp sérstakan veröbótaþátt vaxta, sem endurskoöaöur væri reglulega með tilliti til breytinga á vísitölu framfærslukostnaöar. Var meö þessu stefnt aö þvt aö taka upp verötrygg- ingu innlánsfjár í formi breytilegs veröbótaþáttar vaxta, þannig aö innstæöureigendur fengju tryggingu fyrir því, aö hagsmunir þeirra yröu ekki fyrir borö bornir, þótt miklar verðlagsbreytingar væru framundan. í ööru lagi var ákveöin veruleg hækkun á vöxtum af vaxtaaukainn- lánum, en þessi tegund innlána, sem tekin hafði verið upp á árinu 1976 var orðinn mikilvægur þáttur í heildar- sparnaöi landsmanna, og hafði hann vafalaust átt meginþátt í því, aö raungildi þess sparnaöar, sem bankakerfið hefur tii umráöa, haföi hætt aö rýrna, eftir aö þaö haföi minnkaö um a.m.k. þriöjung í hlutfalli viö verömæti þjóðarframleiðslu á undanförnum fimm árum. í þriöja lagi voru geröar breytingar á vöxtum af afuröalánum og endurkaupanlegum rekstrarlánum, er stefndu aö því aö jafna lánskjör á milli atvinnuvega. Þessar breytingar á vaxtakjörum höföu þegar áhrif og varö á ný veruleg innstæðuaukning í bönkun- um síðustu fjóra mánuöi ársins, jafnframt því sem heldur dró úr útlánaaukningu, ef endurkaup eru frá talin. Sé litið á áriö í heild, jukust útlán innlánsstofnana, aö endurkaupum frátöldum, um 34,9% á móti 42,9% aukningu heildarinnlána. Hins vegar varö mjög mikil aukning á endur- kaupanlegum lánum, eöa 65,5%, þannig aö heildarútlán innlánsstofn- ana aö þeim meötöldum jukust um 42,2% á árinu. Jafnframt varð heildaraukning peningamagns í þrengri skilningi, þ.e.a.s. samtala seöla og myntar í umferö ásamt veltiinnlánum, um 45%, en aukning spariinnlána 42,4%, en hvort tveggja er í nánu samræmi viö aukningu spariinnlána 42,4%, en hvort tveggja er í nánu samræmi við aukningu þjóöarframleiðslu í krónum taliö, en hún mun hafa legiö nálægt 42%. Þótt aukning á útlánum innláns- stofnana, öörum en endurkaupum, hafi fariö fram úr áætlun á síöastliönu ári, veröur varla með rökum sagt, aö í því hafi í sjálfu sér falizt veruleg þenslumyndun, ef tekið er tillit til framleiösluaukningar og verðlags- breytinga. Hitt er Ijóst, að aukning endurkaupanlegra afuröalána og versnandi staöa ríkissjóðs gagnvart Seölabankanum átti hvort tveggja mikinn þátt í því aö auka peningaút- streymi úr Seölabankanum og lina þannig taumhaldiö á aukningu pen- ingamagns og lausafjárstööu bank- anna. Asamt stefnunni í lánskjara- málum er hér um aö ræöa tvö meginvandamálin í stjórn peninga- mála viö núverandi aöstæöur, og er því ástæöa til aö gera þau sérstak- lega aö umræöuefni. Endurkaup jukust um 10,5 milljaröa, bundnar inni- stæður *um 6,6 \ milljarða Endurkaup afurða- og rekstrarlána höfuðatvinnuveganna hefur verið veigamikill þáttur útlánastarfseminn- ar í mörg ár. Hafa rökin fyrir þessu fyrirkomulagi legiö í mikilli árstíða- bundinni lánsfjárþörf sjávarútvegs og landbúnaöar, sem hefur veriö langt umfram útlánagetu þeirra banka, sem þessir atvinnuvegir hafa fyrst og fremst skipt viö. Hefur Seölabankinn gegnt því miölunarhlutverki aö endurkaupa lán, er bankarnir hafa veitt atvinnuvegunum, en á móti hafa staöið bundnar innstæöur frá öllum innlánsstofnunum. í þessu kerfi hefur elnnig falizt mismunun í lánskjörum, þar sem afuröalán eru vaxtalægri en önnur lán og gömlu atvinnuvegirnir, sjávarútvegur og landbúnaöur, hafa einkum notiö þeirra, þótt endurkaup rekstrar og framleiöslulána iönaðar- ins hafi veriö vaxandi á síöustu árum. Ég mun ekki sérstaklega fjalla um þá mismunun, sem í þessu kerfi felst, en úr henni hefur bankastjórn Seðla- bankans reynt aö draga, og var stórt skref tekiö í þá átt á síöastliönu ári með því aö jafna vaxtakjör milli allra flokka endurkaupanlegra lána. Frá peningalegu sjónarmiöi felst hins vegar sá meginvandi í afuröa- lánakerfinu, aö lán þessi eru veitt sjálfkrafa eftir föstum reglum og breytast þau oft á tíðum með allt öðrum hætti en æskilegt væri frá sjónarmiöi heildarstjórnar peninga- mála. Átti aukning sér einmitt staö á síðastliðnu ári, þegar endurkaup jukust um rúmlega 65%, sem var meira en tvöföld áætluö aukning. Voru orsakir hennar einkum tvær. Mjög mikil birgöaaukning ( sjávarút- vegi og miklar veröhækkanir á veösettum afuröum, sérstaklega landbúnaðarafurðum, en verðlag þeirra er í beinum tengslum viö launaþróun í landinu. Engin tök voru á því fyrir Seðlabankann aö mæta þessari aukningu endurkaupa meö því aö draga inn meira fé frá innlánsstofnunum, þar sem nú er komið í hámark leyfilegrar bindi- skyldu, sem er 25% af heildarinnlán- um innlánsstofnana, og hlaut því umframaukning endurkaupa aö koma beint fram í peningaútstreymi úr Seölabankanum. Þannig jukust endurkaupin á árinu um 10,5 millj- arða, en bundnar innstæöur um 6,6 milljaröa, og voru endurkaupin i árslok orðin fjórum milljöröum meiri en bundna fénu nam. Hér er um alvarlega þróun aö ræöa, bæöi vegna beinna þensluáhrifa slíkrar umframaukningar endurkaupa, og vegna þess, aö ekkert svigrúm er nú lengur til frekari aukningar innláns- bindingar í því skyni aö draga almennt úr peningaþenslu og mynda mótviröi gegn bættri gjaldeyrisstööu. Seölabankinn tók því þetta vanda- mál til umræöu viö ríkisstjórnina og var niöurstaöan sú, aö reynt yröi aö jafna metin á þessu og næstu árum meö því aö lækka þaö hlutfall afuröaverömætis, sem Seölabankinn lánar út á, enda hækki viðbótarlán viöskiptabankanna að sama skapi, svo aö heildarlán út á afuröir haldist óbreytt. Til þess aö gera viðskipta- bönkunum kleift aö standa undir þessari aukningu viöbótarlána var í lánsfjáráætlun fyrir áriö í ár ákveðiö að lækka lánveitingar þeirra til Framkvæmdasjóös úr 10% í 5% af aukningu innlána á árinu. í samræmi viö þetta voru endurkaupahlutföll lækkuö um 2 hundraöshluta frá upphafi þessa árs. Þótt þessi breyt- ing nægi vonandi til þess aö halda nokkurn veginn í horfinu á þessu ári, veröur vafalaust nauösynlegt aö ganga lengra í sömu átt á næstu árum, ef koma á í veg fyrir, aö þróun endurkaupa veiki enn frekar stjórn peningamála í landinu. Ákveðnari stefnumörkun í viðskiptum ríkissjóðs viö Seðlabankann Sný ég mér þá að hinu megin-. vandamálinu, áframhaldandi rýrnun í stöðu ríkissjóðs gagnvart Seöla- bankanum, en hún haföi leitt til þess, aö nettóskuld ríkissjóðs var í lok ársins komin upp í 14,6 milljaröa króna, og haföi hún hækkaö um 2,2 milljaröa á árinu, ef áhrif gengis- breytinga eru frá talin. í fjárlögum og lánsfjáráætlun haföi hins vegar veriö gert ráö fyrir því, aö staöa ríkissjóðs batnaöi gagnvart Seölabankanum um 2,7 milljaröa, og er því hér um stórt frávik frá áætlun að ræöa. Stafaöi þessi óhagstæöa útkoma í fjármálum ríkisins aö verulegu leyti af auknum launaútgjöldum vegna kjara- samninganna viö opinbera starfs- menn, sem gerðir voru á síöara helmingi ársins, en einnig tók ríkissjóöur á sig þó nokkur viöbótar- útgjöld í sambandl viö kjarasamning- ana. í umræöum um þetta vandamál kemur bæöi til álita, hvort eölilegt hafi verið, að ríkissjóöur væri rekinn meö rekstrarhalla viö þær þensluaö- stæöur, sem ríktu á síöastliönu ári, og svo hitt, hvaöa áhrif fjármögnun slíks halla meö skuldasöfnun í Seðlabánkanum heföi. Segja má, aö stjórn ríkisfjármála hafi hér á landi um áratuga skeiö miöast viö hallalausan ríkisbúskap sem meginmarkmiö. Kemur þetta m.a. fram í lagaákvæöum um viö- skipti ríkissjóðs viö Seölabankann, en þar er að því stefnt, að Seðla- bankinn veiti ríkissjóði einkum árs- tíöabundna fyrirgreiösiu, er sé aö jafnaði greidd upp í lok hvers fjárhagsárs. Þótt virkari stjórn ríkis- fjármála, þar sem þeim væri beitt meira til sveiflujöfnunar, sé áreiöan- lega æskileg hér á landi, er ekki síöur mikilvægt að forðast, að ríkissjóður safni skuldum viö bankakerfiö til langframa. Meö því móti tekur hann til sín óeölilega mikiö af heildarsparn- aöi landsmanna, en þaö hlýtur aö draga úr lánsfjárframboöi til atvinnu- rekstrar og arðbærrar fjárfestingar. í reynd hafa oröiö allmiklar sveiflur á stööu ríkissjóðs á undanförnum árum, þótt ekki hafi ætíö verið um vísvitandi aögeröir til sveiflujöfnunar í þjóðarbúskapnum aö ræöa. Þannig jukust skuldir ríkissjóös viö Seöla- bankann mikið á erfiöleikaárunum 1968 og 1969, en lækkuöu aftur verulega á árinu 1970, og var þetta í góöu samræmi viö æskilega sveiflu- jöfnun á eftirspurn á þessu tímabili. Ekki tókst að bæta stööu rfkissjóðs frekar á næstu árum, þrátt fyrir efnahagsuppgang og vaxandi þenslu, en þagar á móti blés á árunum 1974 og 1975, varð enn mikill halli á ríkisrekstrinum, sem fjármagnaður var meö skuldasöfnun í Seðlabank- anum. Varla er um þaö aö deila, aö verulegur greiösluhalli hafi verið réttlætanlegur á þessum árum til sveiflujöfnunar á móti versnandi viðskiptakjörum, þótt hann hafi orðið meiri en æskilegt hefði verið, sér- staklega á árinu 1974. Hins vegar skipti mestu máli, aö allt kapp væri lagt á, að ríkissjóður bætti stööu sína aö nýju, strax og efnahagsbati gerði slíkt kleift, og greiddi þá sem fyrst upp skuldir sínar við Seðlabankann. Úr því hefur þó ekki getaö orðiö, þrátt fyrir verulegan efnahagsbata undanfarin tvö ár. Aö vísu batnaöi afkoma ríkisins mikið milli áranna 1975 og 1976, þótt ekki naaðist fullur jöfnuöur, og var því enn meiri nauösyn á því, aö þaö tækist aö snúa Framhald á hls. 34 co (4 3 s (M eo eo J2 J !5 eo .. >C C3 3 .fa J 3 « -g £ * <o H O esi e 4H ej bd e M • PM ra S •S s X % Tízkublaðið Líf sem kom út fyrir helgi er nær uppselt hjá útgefanda. örfá eintök eftir sem aðeins verða send til nýrra áskrifenda. Fyrsta tölublað seldist upp á örfáum dögum. Tízkublaðið Líf þakkar frábærar móttökur og minnir á að blaðið kemur út annan hvern mánuð. Tryggið ykkur eintak — gerist áskrifendur. simar 82300 82302

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.