Morgunblaðið - 25.04.1978, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 25.04.1978, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. APRÍL 1978 13 ÁrbókFÍ1978 um S-Þingey j arsýslu ÁRBÓK Ferðafélags Islands fyrir 1978 er komin út. Þetta er 51. Árbók Ferðafélagsins og er efni hennar þríþætti 1. Lýsing S-Þingeyjarsýslu austan Skjálfandafljóts, rituð af Jóhanni Skaptasyni, frv. sýslumanni á Húsavík. 2. Um jarðmyndanir á Tjörnesi, ritað af Þorleifi Einarssyni, jarðfr. 3. 50 ára saga Ferðafélagsins, sem er skrifuð af dr. Haraldi Matthíassyni á Laugarvatni, en sagan kom út sem sérprent á 50 ára afmæli félagsins 27. nóv. sl. tölusett og árituð. Auk þess eru í bókinni ársskýrslur og reikningar félagsins. Arbókin er 216 síður að stærð prentuð á vandaðan pappír og prýdd fjölda ljósmynda bæði svart/hvítra og litmynda. Árbókin er prentuð í ísafoldarprentsmiðju, en myndirnar eru unnar af Prent- myndastofunni Litrófi, Offset- myndum sf. (litmyndir) og Mynda- mót hf. (litgreining). Svipmyndir fyrir ofan helstu kafla bókarinnar eru teiknaðir af Gunnari Hjalta- syni. Einnig eru 2 uppdrættir: Yfirlitskort af því svæði sem er meginefni bókarinnar og jarð- fræðikort af Tjörnesi. Það hefur verið stefna stjórnar F.í. að ávallt séu allar árbækur Ferðafélagsins fáanlegar og því hafa bækurnar verið ljósprentaðar jafnóðum og frumútgáfurnar selj- ast upp. Árbækur féiagsins eru einhver besta íslandslýsing, sem völ er á og ættu þær að vera til á hverju heimili á landinu. r Astand öku- tækja kann- að á Hall- ærísplaninu og rúntinum Ritstjóri Árbókarinnar er Páll Jónsson, bókavörður, og hefur hann séð um útgáfu hennar í áraraðir. í formála Árbókar segir rit- stjórinn Páll Jónsson m.a.: „I þessari Árbók birtist lýsing Suð- ur-Þingeyjarsýslu austan Skjálf- andafljóts, rituð af Jóhanni Skaptasyni sýslumanni á Húsavík. Hann hefur áður ritað fyrir F.í. lýsingu sýslunnar vestan Fljóts, Árbók 1969, og má því líta á þessa bók sem beint framhald hennar, eins og Jóhann víkur að í inngangi. Þessi ritgerð Jóhanns ber með sér, að hann er gjörkunnugur hérað- inu, sögu þess, atvinnuvegum og íbúum, og er þessum þáttum gerð nokkru ýtarlegri skil en aigengast er í Árbókum F.í.“ Og síðar segir hann: „Eðlilegt hefði verið að lýsing Mývatnssveit- ar hefði fylgt þessari bók, en bæði er það, að Jóhann taldi sig ekki nægilega kunnugan þar og svo hitt, að sú lýsing gæti orðið meira en efni í álíka stóra bók. Loks er um þessar mundir þar allt í nokkurri óvissu vegna eldsumbrot- anna í nágrenni byggðarinnar, og þess vegna er sjálfsagt að bíða um sinn með þá Árbók. Þá má líka minna á, að F.í. hefur gert Mývatnssveit nokkur skil í Árbók 1934.“ LÖGREGLAN í Reykjavík og Bifreiðaeftirlit ríkisins hafa s.I. miðvikudags- og föstu- dagskvöld staðið fyrir skyndi- skoðunum ökutækja og hefur athyglin fyrst og fremst beinzt gegn ökutækjum á rúntinum og Hallæris- planinu. Ástand ökutækjanna reynd- ist almennt gott og af þeim mikla fjölda bifreiða og bif- hjóla, sem lögreglan hafði auga með, var 71 ökutæki tekið úr umferð. Ýmist voru skrásetningarmerkin tekin af eða notkun bönnuð og aðeins leyft að aka bifreiðinni beint á verkstæði og rauður miði settur í framrúður. Aðrir ökumenn fengu ákveðinn frest til þess að lagfæra minni háttar bilanir. Þessum skyndiskoðunum verður haldið áfram og er því vissara fyrir ökumenn að hafa bifreiðir sínar í góðu ástandi því auk óþæginda, sem öku- menn verða fyrir, fylgja þessum aðgerðum lögreglunn- ar háar sektir. Sænsku- námskeið í Svíþjóð NORRÆNA félagið í Norbotten i Svíþjóð býður í ár nokkrum íslendingum á sænskunámskeið og stendur námskeiðið frá 31. júlí til 14. ágúst. Að námskeiðinu loknu er ráðgerð ferð um Nordkalotten, sem lýkur með þátttöku í Nordalottráðstefnu í Alta í Norður-Noregi hinn 20. ágúst. Undirbúningsnámskeiðið verður haldið hérlendis dagana 2.-4. júní fyrir væntanlega þátttak- endur, en umsóknareyðublaða má vitja á skrifstofu Norræna félagsins í Norræna húsinu. SKJALDHAMRAR, sjónleikur Jónasar Árnasonar, hefur verið sýndur af Leikfélagi Húsavíkur 13 sinnum fyrir fullu húsi og virðist ekkert lát á aðsókn, því uppselt er á næstu sýningar. Á myndinni eru aðalleikarnir Snædfs Gunnlaugsdóttir og Benedikt Sigurðsson. (Ljósm. Pétur). A-listinn í Hafnarfirði FRAMBOÐSLISTI Alþýðuflokks- ins í Hafnarfirði við bæjar- stjórnarkcmingarnar hinn 28. maí næstkomandi hefur verið birtur. Listann skipa eftirtaldir menni 1. Hörður Zópaníasson, skóla- stjóri, 2. Jón Bergsson, verkfræð- ingur, 3. Lárus Guðjónsson, vél- virki, 4. Grétar Þorleifsson, tré- smiður, 5. Guðrúður Eilíasdóttir, formaður Verkakvennafélagsins Framtíðarinnar, 6. Guðni Krist- jánsson, verkamaður, 7. Gunnar Friðþjófsson, formaður FUJ, 8. Eyjólfur Sæmundsson, efnaverk- fræðingur, 9. Arnbjörg Sveinsdótt- ir, skrifstofumaður, 10. Bragi Guðmundsson, læknir, 11. Ingvar Viktorsson, kennari, 12. Guðrún Emilsdóttir, hjúkrunarfræðingur, 13. Guðfinna Vigfúsdóttir, hús- móðir, 14. Gylfi Ingvarsson, vél- virki, 15. Svend-Aage Malmberg, haffræðingur, 16. Margrét A. Kristjánsdóttir, 17. Dagbjört Sigurjónsdóttir, ritari Verka- kvennafélagsins Framtíðarinnar, 18. Guðni Björn Kjærbo, kennari, 19. Yngvi Rafn Baldvinsson, íþróttafulltrúi, 20. Hrafnkell Ás- geirsson hæstaréttarlögmaður, 21. Stefán Gunnlaugsson, deildar- stjóri og 22. Þórður Þórðarsson, fyrrum framfærslufulltrúi. Ný Hrafnista í Hafnarfirði hefur verið tekin í notkun og búa þar nú þegar 87 vistmenn. Þetta er aðeins fyrsti áfangi þessa glæsilega vistheimilis, sem fullbúið mun rúma 240 manns. Auk þess verður rúm fyrir 60 manns á dagvistunar- deild, sem er merk nýjung hér á landi. Margt gamalt fólk býr við ótrúlega erfiðar aðstæður og þarf nauðsynlega á þeirri þjónustu og því öryggi að halda, sem dvalarheimili D.A.S. getur veitt því. Hver miði í happdrætti D.A.S. er framlag sem kemur gamla fólkinu til góða, — framlag sem er mikils metið. Verum með í happdrætti D.A.S. I lappdrætti 1 HB

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.