Morgunblaðið - 25.04.1978, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 25.04.1978, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. APRÍL 1978 Lýsingar sjónarvotta á sovésku þotuárásinni á kóresku farþegaþotuna Fengum enga viðvörun áður en skothríð hófst Anchoragc, Alaska. 21. aprfl. AP-Reuter. AÐSTOÐARFLUGSTJÓRI kóresku flugvélarinnar sem neydd var til að lenda í Sovétríkjunum eftir skot- hríð sovéskra orustuþotna, Cha Soon-do, sagði f dag að áhöfn flugvélarinnar hefði ekki fengið neina aðvörun frá sovésku þotunni áður en hún hóf skothríð sem leiddi til dauða tveggja farþega. Orustuþotan var búin eldflaugum. Cha Soon-do sagðist hafa orðið var rússnesku orustuþotunnar um fimm mínútum áður'en hún skaut á farþegaflugvélina. „Ég reyndi að kalla hana upp, en án árangurs. Sennilega nota Rússar aðra fjar- skiptatíðni en við,“ sagði Cha. Sovésk yfirvöld segja að reynt hafi verið að ná talstöðvarsam- bandi við kóresku vélina, en Cha sagði að áhöfnin hefði ekkert heyrt frá flugvélum eða stöðvum á jörðu niðri. Farþegum kóresku flugvélarinn- ar bar saman um í viðtölum við fréttamenn í Helsinki við komu þeirra þangað, að engar sýnilegar aðvaranir hefðu sést frá Sovésku orustuþotunum, hvorki vaengja- blak eða ljósmerki, sem eru alþjóðleg tákn um skipun að vél skuli lenda. Cho Choon-hoo forseti kóreska flugfélagsins sem á flugvélina sagði að það væri mögulegt að Rússar hefðu aðvarað flugvélina. Hann sagði að þeirri spurningu yrði þó ekki svarað þar sem að flugstjórinn væri enn í haldi í Sovétríkjunum ásamt siglinga- fræðingnum. Sovétmenn lögðu hald á „svarta kassa" flugvélarinnar. Farþegi f kóresku farþegaflugvélinni tók þessa mynd út um glugga af sovézkri herþyrlu á ísilögðu vatninu sem vélin var neydd til að lenda á f Rússlandi. Japanski farþeginn, Fukui Takamasa, útskýrir fyrir fréttamönnum í Helsinki hvernig hann særðist af 20 kúlum f árásinni á Kóreuvélina sem var neidd til að lenda f Sovétrfkjunum. Þotan ekki með tölvustýringu DelRÍnki, 24. aprfl. Reuter. KÓRESKA flugvélin sem nauð- lenti í Norður-Rússlandi eftir skotárás sovéskra herþota, var ekki búin svonefndum INS tölvu- búnaði sem hefði komið f veg fyrir að hún færi af leið, að því er talsmaður flugfélagsins sagði í dag. Útbúnaður þessi verður ekki fyrir áhrifum af segulskautunum eða af snúningi jarðar, og heldur flugvélum því nákvæmiega á fyrirfram ákveðinni flugleið. Venjulegur áttaviti og stefnuvitar geta hins vegar truflast. Talsmaður flugfélags vélarinnar sagði að vélar af sömu gerð, Boeing 707, hafi ekki INS búnað- inn, og hafi vélin sem nauðlenti í Rússlandi að öðru leyti verið búin venjulegum siglingatækjum. Ársfundur Bilderbergs-hópsins: Efnahagur Vesturveldanna og hervæðing Sovétríkjanna Princeton, New Jersey, 24. apríl. Reuter. AP. UM hundrað valdamestu menn ríkja Vestur-Evrópu og Bandaríkjanna komu saman um helgina á 26. ársfundi Bilderberg-hóps- ins. Formaðurinn, Home lávarður, fyrrverandi for- sætisráðherra Bretlands, sagði að viðræðurnar hefðu einkum snúist um leiðir til að koma efnahag Vestur- veldanna á réttan kjöl og um síaukna hervæðingu Sovétríkjanna. Home lávarður sagði einnig að ráðstefnugestir hefðu talið friðar- horfur í heiminum betri nú en í fyrra, en hann bætti við að brýn- nauðsyn væri fyrir Vesturveldin og NATO að bæta herbúnað sinn, svo að þau stæðu jafnfætis Sovétríkjunum. Meðal þeirra sem sóttu ráð- Þetta gerðist 1974 — Herforingjar taka völdin í Portúgal — Gúnter Guiliaume, aðstoðarmaður Willy Brandts kanzlara, hand- tekinn, grunaður um njósnir i þágu Austur-Þjóðverja. 1957 — Hussein konungur lýs- ir yfir herlögum í Jórdaníu og Sjðtti bandaríski flotinn siglir til Austur-Miðjarðarhafs. 1945 — Fulltrúar 45 þjóða koma saman í San Francisco til að undirbúa stofnun Sameinuðu þjóöanna — Bandarískar og sovézkar framvarðarsveitir mætast í Torgau. 1920 — Yfirherstjórn Banda- manna veitir Bretum umboð til að stjórna Mesópótamíu og Palestínu og Frökkum umboð til að stjórna Sýrlandi og Líbanon. 1915 — Enskt og franskt herlið gengur á land í Gallipoli. 1898 — Bandaríkjamenn segja Spánverjum stríð á hendur. 1864 — Lundúnaráðstefna Breta, Rússa, Frakka, Austur- ríkismanna og Prússa um lausn Slesvíkurmálsins hefst. 1859 — Stjórnarskrá sam- þykkt í Austurríki — Páfaríkin ganga í lið með Sardiníu og snúast gegn Austurríki. 1809 — Bretar gera vináttu- samning við Síkha í Amritsar. 1707 — Brezkt herlið bíður ósigur í Alamanza. Afmæii dagsins> Vilhjálmur I af Óraníu (1533-1584) - Oliver Cromwell, enskur stjórnmála- stefnuna um helgina voru öryggis- málasérfræðingur Carters Banda- ríkjaforseta, Werezbigniew Brezezinski, fyrrverandi utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, Henry Kissinger, stjórnarfor- maður IBM, Frank T. Cary, Gaston Thorn, forsætisráðherra Luxemborgar, Thorbjörn Fálldin, forsætisráðherra Svíþjóðar, K.B. Andersen, utanríkisráðherra Dan- merkur og Geir Hallgrímsson forsætisráðherra íslands. leiðtogi (1599—1658) — August- us Keppell, enskur flotaforingi (1725-1786) - Edward Grey, brezkur stjórnmálamaður (1862-1933) - Guglielmo Mar- coni, ítalskur útvarpsbrautryðj- andi (1874-1937). Orð dagsins. Mesta virðing sem við getum sýnt sannleikanum er að nota hann — Ralph Waldo Emerson, bandarískur rithöf- undur (1803-1882). Veður víða um heim Amsterdam 14 Þoka Apena 20 skýjað Berlín 18 skýiað Brússel 17 sólskin Chicago 16 rígning Frankfurt 17 bjart Genf 14 sólskin Helsinki 2 snjókoma Jóhannesarb. 20 sólskin Kaupmannahöfn 16 rígning Lissabon 18 bjart London 15 sólskin Los Angeles 26 skýjað Madríd 18 sólskin Malaga 19 bjart Miami 25 skýjað Moskva 8 skýjað New York 20 bjart Ósló 12 skýjað Palma, Majorca 18 skýjað París 18 sólskin Róm 12 skýjað Stokkhólmur 15 skýjað Tel Aviv 19 skýjað Tokýó 20 skýjað Vancouver 12 skýjað Vín 17 sólskin Brúðkaup Karólínu og Junots haldið í júni Monte Carlo. Monaco. 24. aprfl. AF. TILKYNNT var í Monte Carlo í dag að brúðkaup Karólínu Monaco-prinsessu og Philippe Junots yrði haldið í furstahöll- inni 28. júní næstkomandi. Þann dag verður borgaralegt brúðkaup þeirra, en daginn eftir verða þau gefin saman í kirkju. Engum blaðamönnum eða ljós- myndurum verður leyft að vera viðstaddir athöfnina, en myndir af brúðkaupinu . verða birtar svo fljótt sem auðið verður. Karólína prinsessa er 21 árs, en hún kynntist Junot í desember 1975. Junot, sem er 17 árum eldri en hún, er fjármálaráðuneutur giargra alþjóðlegra banka. Þau trúlofuðu sig í ágúst í fyrra, en vitað er að foreldrar Karólínu hafa alla tíð verið andsnúnir giftingar- áformum dóttur sinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.