Morgunblaðið - 27.04.1978, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. APRIL 1978
45
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
10100 KL. 10—11
FRÁ MÁNUDEGI
MiuvwnLTK-ass'D*
meö sanni segja að kommúnism-
inn hefur aldrei getað brauðfætt
fólk almennilega. Sagan af
Krúsjeff hefði sennilega ekki orðið
löng ef hann sem ritari flokksins
fyrir stríð hefði neitað Stalín um
að fara og skipa verkamönnunum
í Moskvu að auka vinnuafköstin
um 10% án þess að þeir fengju svo
mikið sem eina rúblu fyrir það.
Hefði þeim þó ekki veitt af
kauphækkun, því þeir voru eins og
Krúsjeff sagði: „Kjör þeirra voru
ólýsanleg, þeir voru hungraði,
klæðlitlir og kvaldir af veggjalús."
Þetta hefðu atvinnulausu verka-
mennirnir á Vesturlöndum þurft
að vita þegar menningarvitarnir
og útsendarar Stalíns voru að
syngja lofsönginn um dyggð
verkamannanna í Rússlandi sem
ekki gengu atvinnulausir. Hefðu
verkamennirnir vitað það að
atvinnuleysisstyrkurinn þeirra var
miklu hærri en kaupið í Rússlandi
þá hefðu þeir áreiðanlega sagt
stofukommúnistum að éta það sem
úti frysi.
Þá hefði hann Þórður minn í
„Stalín er ekki hér“ ekki verið að
taka af kaupinu sínu til að styrkja
Þjóðviljann ogjítið hefði hann þá
gefið fyrir lofkvæðin um Stalín.
Eg segi nú eins og Pravda ah það
er ekki hægt að treysta Evrópu-
kommúnistunum, því þeir hafa
dáðst of mikið og of lengi varið
glæpina sem framdir hafa verið í
nafni kommúnismans til þess að
nokkur frjáls maður ætti að fela
þeim alla sína forsjá.
Það eru alltof mörg ár sem
marx-lenin-stalínisminn hefur
getað kvalið 366 milljónir manna
sem allt sitt líf verða að lifa í
skugganum af fangabúðum,
geðveikrahælum og KGB og geta
enga björg sér veitt. Hvernig fer
fyrir þeim mönnum í Austurblokk-
inni sem leyfa sér að fara fram á
smá kauphækkun og bætt vinnu-
skilyrði? Hvar eru frjálsir lista-
menn og hvar finnst málfrelsi og
ferðafrelsi?
Þeim sem leggja blessun sína
yfir svona stjórnaraðgerðir, verða
þeir nokkuð betri? Þeir vita að
vísu að það er gott að vera í Nató
því Natóríkin ráðast ekki hvert á
annað eins og gerist í Varsjár-
bandalaginu, en það er meira sem
maður verður að hafa sér til
bjargar. Allir eiga að hafa mál-
frelsi, tjáningarfrelsi og athafna-
frelsi, því maðurinn má ekki verða
réttindalaus lýður, sem á að sitja
og standa eftir fyrirskipun ein-
hvers Stalíns.
IIúsmóðir.“
Þessir hringdu . . .
• Kynna
ráðherraefni?
Maður nokkur sem sagðist
ekki vilja segja til nafns kvaðst
hafa hlýtt á útvarpserindi fyrir
skömmu þar sem því var m.a.
varpað fram að flokkarnir kynntu
ráðherraefni sín fyrir kosningar.
— Mér fannst þetta athyglisverð
tillaga sem fram kom í þessu
útvarpserindi og á margan hátt
nýstárleg, en kannski eru á henni
einhvers konar vankantar, sem
valda því að menn geta ekki
framkvæmt hana. Væri það samt
ekki þægilegra að vita það með
vissu hverjir yrðu hugsanlega
ráðherrar hvers flokks strax og
atkvæðatölur lægju fyrir þ.e. að þá
væri hægt að velta því fyrir sér
með nokkurri vissu hverjir færu
með hvern málaflokk um sig í
næstu ríkisstjórn. Þetta er
kannski eins og ég sagði áðan ofur
einfalt svona að segja það og getá
verið einhverjar hindranir sem
koma í veg fyrir ða þetta sé
framkvæmanlegt, en vissulega
væri gaman að heyra fleiri ræða
SKÁK
Umsjón:
Margeir Pétursson
Á Skákþingi Bandaríkjanna
1977, sem fór fram í haust, kom
þessi staða upp í skák þeirra
Walthers Browne, sem hafði hvítt
og átti leik, og Roberts Byrne.
22. Rb5! - cxb5, 23. Dc3+ - Rcf),
(Ef 23... Dxc6 þá 24. Hxb8++) 24.
e5 — Dc7, 25. e6! og svartur gafst
upp. Browne varð Bandaríkja-
meistari þriðja árið í röð, hlaut 9
v. af 13 mörulegum. Byrne varð
annar með 8‘/2 v. Þriðja sætinu
deildu þeir Reshevsky og Grefe,
hlutu báðir 7!/2 v.
þessi mál og fá að sjá álit
stjórnmálamanna og flokkanna á
þessum hugmyndum.
• Snör viðbrögð
Að lokum vill Velvakandi
þakka lesendum fyrir skjót
viðbrögð varðandi fyrirspurn frá
konu hjá Velvakanda s.l.
laugardag þar sem hún spurðist
fyrir um höfund kvæðis er hún
vitnaði til. Hafa þegar verið birt
svör við þessu, en fleiri hafa sent
bréf sem nú eru að berast og
þakkar Velvakandi viðbrögðin.
matarkaup
_LAMB f ý
Sf.A, *
s
\ % t**-',
II
......—- - /v- gfg
Nýtt hvalkjöt ........................ 530 kr. kg.
Reykt hvalkjöt....................... 690 kr. kg.
Kálfa læri ........................... 930 kr. kg.
Kálfa hryggir ........................ 650 kr. kg.
Kálfa kótilettur ..................... 930 kr. kg.
Folalda saltkjöt .................... 690 kr. kg.
Reykt folaldakjöt .................... 790 kr. kg.
Folalda snitchel ................... 2.250 kr. kg.
Folalda gullasch ................... 1.960 kr. kg.
Nýr hamflettur svartfugl ........... 300 kr. stk.
Ný svínarif .......................... 735 kr. kg.
Söltuð rúllupylsa .................... 950 kr. kg.
Reykt rúllupylsa.................... 1.050 kr. kg.
Kindahakk .......................... 1.325 kr. kg.
Folaldahakk .......................... 815 kr. kg.
Ærhakk ............................... 925 kr. kg.
Kálfahakk ........................... 1120 kr. kg.
Svínhakk ........................... 2.080 kr. kg.
Nautahakk ......................... 1.945 kr. kg.
1/2 svínaskrokkar tilbúnir
í frystirinn ............. kr. kg. aöeins 1.290-
V2 folaldaskrokkar tilbúnir
í fyrstirinn ....................... kr. kg. 790-
Opid föstudag til kl. 7.
Opið laugardaga til kl. 12.
Allt álegg ávallt í miklu úrvali
og góði súrmaturinn:
Sviðasulta — Svínasulta — Hrútspungar —
Lundabaggi — Hvalur — Bringukollar —
Slátur — Urvals hákarl — reyktur Mývatns-
silungur — Úrvals síld.
CSnJ^TTOífflDCÐSTJ^íSDKÍI
LAUQALÆK 2. •íml 3BOSO