Morgunblaðið - 29.04.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.04.1978, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 29. APRIL 1978 Þriðja Rithöfundaþing var sett í gærmorgun í Norræna húsinu. Sigurður A. Magnússon formaður Rithöfundasambandsins setti þingið, en þeir Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráðherra og Birgir Isleifur Gunnarsson borgarstjóri ávörpuðu þinggesti. Þá flutti dr. Oddur Benediktsson erindi, sem nefndist „I upphafi tölvualdar“. Rithöfundaþinginu verður haldið áfram í dag og verða meðal annars flutt erindi, síðan verða umræður og fjallað verður um hagsmunamál rithöfunda. — Myndina tók Rax við setningu Rithöfundaþingsins í Norræna húsinu í gær. Samningamálin á Vestfjörðum: V innu veitendur hafa til athugun- ar 7 tillögur AS V Myndir eftir gömlu meistaranna á upp- boði Klausturhóla LISTMUNAUPPBOÐ Guðmund- ar Axelssonar. Klausturhólar. eína til málverkaupphoðs á hótel Söku þriðjudajíinn 2. maí kl. 17.00. I>að sem einkennir upphoð þetta eru einkum myndir eftir Jóhannes Kjarval o« fleiri (íamla meistarai Jón Stefánsson. Mukb (Guðmund Thorsteinsson) Júlíönu Sveinsdóttur. Finn Jón'sson. Framhald á bls. 26 Tvær stúlkur á sjúkra- hús eftir harðan árekstur Akureyri. 28. aprfl MJÖG harður árekstur tveggja bíla, fólksbíls og jeppa, varð sunnarlega í Hafnarstræti k!. 21.10 í kvöld. Fólksbíllinn virðist hafa sveigt af einhverjum ástæð- um inn í hlið jeppans þegar bílarnir mættust og með þeim afleiðingum m.a. að hrossaflutn- ingakerra, sem var aftan í jeppan- um kastaðist á húsið nr. 15 við Hafnarstræti. Tvær stúlkur sem voru í fólksbílnum voru fluttar í sjúkrahús, en ekki var hægt að fá iNNLEi\rr upplýsingar um meiðsli þeirra í kvöld. Aðrir meiddust ekki, en bílarnir eru mikið skemmdir. - Sv. P. Allsherjarnefnd sameinaðs þings í ritstjórnargrein Morgunblaðs- ins í gær var sagt að allsherjar- nefnd neðri deildar Alþingis hefði lagt fram þingsályktunartillögu um að stjórnarskrárnefnd, sem starfað hefði í nokkur ár, verði leyst upp og ný nefnd kjörin. Hér er um missögn að ræða. Ekki’var um að ræða allsherjarnefnd neðri deildar heldur allsherjarnefnd Sameinaðs þings. Leiðréttist það hér með og eru hlutaðeigendur beðnir velvirðingar á þessum mistökum. 1. maí — ávarp meirihlutans: ALÞÝÐUSAMBAND Vestfjarða og Vinnuveitendafélag Vestfjarða áttu með sér viðræðufund um kjaramálin í gær. Samkvæmt upplýsingum Péturs Sigurðsson- ar. formanns ASV. voru viðra>ð- urnar vinsamlegar og skipzt var á skoðunum. Á fundinum lögðu fulltrúar ASV fram ákveðnar tillögur í 7 liðum. sem vinnuveit- endur a-tla að skoða yfir helgina. Var áætlað að na-sti fundur yrði haldinn síðla í næstu viku. Pétur Sigurðsson kvað vinnu- veitendur hafa lagt til, að aðilar deilunnar færu sameiginlega á fund ríkisstjórnarinnar til þess að freista þess að fá skerðingu verðbótavísitölunnar bætta í mynd skattalækkunar. Fulltrúar ASV sögðu að slík lausn myndi ekki aðeins fela i sér lausn deilunnar á Vestfjörðum, heldur um land allt og sögðust vantrúaðir á að slíkar tillögur hefðu ekki komið upp á vettvangi vinnuveit- enda og ASI. Sögðust fulltrúar nefndin: Klofnar um ávarp nefndarinnar l.MAI-NEFND Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna í Reykjavík klofnaði og eru því gefin út tvö 1. maí-ávörp í tilcfni dagsins. Kristján Ilaraldsson, formaður Múrarafélags Rcykjavíkur, sagði sig úr nefndinni, er meirihluti hennar vildi ekki sinna aðfinnsl- um hans. Kristján sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að ágrein- ingur hefði orðið um nokkur grundvallaratriði ávarpsins. Hann kvaðst vera þeirrar skoðun- ar að slík ávörp ættu að vera málefnaleg og ópólitísk með þeirri framsetningu og orðfæri, sem verkalýðshreyfingunni sa'mdi. „Á þetta þótti mér stórlega skorta," sagði Kristján, „í því ávarpi, sem meirihluti nefndar- innar lagði fram á síðasta fundin- um, sem ég sat með henni. Mér fannst tónninn og orðbragðið bera keim af því að verið væri að tala til þroskahefts verkalýðs í stað Framhald á bls. 26 Misskilningur MISSKILNINGUR varð milli Dav- íðs Schevings Thorsteinssonar og blaðamanns Morgunblaðsins í gær, er Davíð sagði -frá því hve mikill hluti maímánaðar yrði unninn miðað við eins dags verkfall iðnverkafólks. Unnar verða rúmlega 19% heildarklukku- stunda í maímánuði, en ekki 19% þess vinnutíma, sem er í maí. Hlutaðeigendur eru beðnir velvirð- ingar á þessumm mistökum. Þrír kratar og einn framsóknarmaður skrifa undir kröfu um úrsögu úr NATO STEFNA Alþýðuflokksins í í ályktun nefndarinnar segir: ASV vera mjög vantrúaðir á að slík lausn fengizt. Siðan lögðu fulltrúar ASV fyrir vinnuveitendur nokkra punkta — eins og Pétur orðaði það, sem ASV vill að vinnuveitendur skoði. Pétur sagði að unnt væri að kalla þessa punkta ígildi skerðingarinnar og væri þar að finna bæði gamlar og nýjar hugmyndir. Hann vildi ekki skýra frá því, hvers eðlis tillögurn- ar væru, þar sem aðilar hefðu orðið ásáttir um, að til að byrja með yrðu þær aðeins á vitorði aðila. Þá sagði Pétur að fulltrúar ASV teldu að vinnuveitendur á Vest- fjörðum hefðu getu til þess að semja, og viljann, en aðeins vantaði framkvæmdina. Var því ekki neitað af hálfu vinnuveitenda. Pétur kvað Alþýðusamband Vest- fjarða hafa viljað gefa vinnuveit- endum nægan tíma til þess að skoða tillögurnar og á meðan myndi sambandið ekki aðhafast neitt. varnarmálum er að Islending- ar verði áfram í Atlantshafs- handalaginu og skipi sér í þóp vestrænna lýðræðisríkja. í á- varpi meirihluta 1. maí-nefnd- ar Fulltrúaráðs verkalýðsfélag- anna í Reykjavík er sérstak- lega vikið að varnarliðinu og veru íslands í NATO. Undir það rita nöfn sín þrír alþýðu- flokksmenn. Ragna Bergmann. Skjöldur Þorgrímsson og Ör- lygur Geirsson. „íslenzkur verkalýður minnir á kröfu 33. þings ASÍ um brottför hersins og úrsögn úr NATO og mótmælir kröftuglega öllum hugmyndum um leigugjaldtöku fyrir herstöðina." Undir ávarpið rita eins og áður er sagt þessir þrír alþýðu- flokksmenn, en að auki Jonas Jónsson, en hann er framsókn- armaður. Séra Þorstein Björnsson sem lætur af prestsembætti eftir 42 ár: „Ég á eftir að sakna samaðarbarnanna” SÉRA Þorsteinn Björnsson prestur Fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík hefur sagt starfi sínu lausu frá og með 1. október n.k., en í sumar hefur séra Þorsteinn verið þjónandi prestur f .42 ár. Stjórn Frí- kirkjusafnaðarins hefur nú auglýst prcstsembættið laust, en í söfnuðinum eru nú um 7000 manns. - „Ég verð 69 ára síðar á þessu ári og þá hef ég einnjg verið þjónandi prestur í 42 ár, þar af hef ég verið hjá Fríkirkju- söfnuðinum frá 4. febrúar 1950, eða í 28 ár,“ sagði séra Þorsteinn þegar Morgunblaðið ræddi við hann í gær. „Ég á örugglega eftir að sakna safnaðarbarna minna, ég finn það bezt núna eftir að ég tók þá ákvörðun að hætta sem þjón- f andi prestur, og því verður það örugglega erfitt fyrir mig að hætta þegar á reynir. Annars er erfitt að vera prestur í Reykjavík, einkanlega ef það eru jarðarfarir dag eftir dag,“ sagði séra Þorsteinn enn- fremur. Séra Þorsteinn sagði að þegar hann hefði tekið við prestsem- bættinu hjá Fríkirkjusöfnuðin- um hefðu 7500 manns talist til’ hans, en væru nú um 7000, í Reykjavík, Seltjarnarnesi og í Kópavogi. Sér fyndist söfnuður- inn hefði átt erfiðara uppdrátt- ar en áður, eftir að prestaköllum var fjölgað mikið í Reykjavík, fólk væri orðið dreifðara um borgina en áður, og eins væri margt fólk, sem héldi að það mætti ekki vera í Fríkirkju- söfnuðinum ef það byggi t.d. í Breiðholts- eða Árbæjarhverfi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.