Morgunblaðið - 29.04.1978, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 29.04.1978, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ-. LAUGARDAGUR 29. APRÍL 1978 23 Stallurinn sem Manneken Pis-styttan stóð á. í hægra horni myndarinnar er skotið inn litilli mynd af styttunni sjálfri. Þekktri styttu stolið i Briissel Briissel, 26. apríl. AP. STYTTUNNI Manneken Pis, sem verið hefur tákn Briissels um langan tíma, var stolið aðfaranótt miðvikudagsins. Mannekcn Pis stóð á afgirtum stalli í gamla borgarhlutanum. en einhverjir hafa brotið hana af stallinum og haft hana á brott með sér. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem styttunni er stolið, henni hefur oft áður verið stolið og síðast fyrir rúmum 10 árum síðan. Ekki svo að skilja að upprunalegu styttunni hafi alltaf verið rænt. Hún er varðveitt á safni í Brússel, en myndhöggvar- inn Duquesnoy gerði hana 1619. Manneken Pis-styttan var sett upp til að minna á sögu sem á að hafa gerst á 13. öld. Ungur drengur kom þá í veg fyrir stórbruna í Brússel, er hann slökkti í kyndli sem óvinir borgarbúa köstuðu að húsi í borginni. Drengurinn slökkti í kyndlinum, með því að pissa á hann. Styttan, sem er hálfur metri á hæð, varð með tímanum vinsæl meðal ferðamanna og þykir því mikill missir að styttunni. Við hátíðleg tækifæri er nakti dreng- urinn færður í föt, en hann „á“ nú um 300 alklæðnaði. Leiðsögumaður á Mallorca myrtur SÍÐASTLIÐINN mánudag fannst lík sænsku stúlkunnar, Kristinu Elisabetu Kajibi, sem saknað hafði verið síðan kvöldið áður. Kristína var leiðsögumaður á Mallorca og hafði hún aðeins unnið þar í rúman mánuð. er hún var myrt. Ilún var 25 ára gömul. Lík Kristínu fannst um hádegis- bilið ^ mánudag, í runna rétt viö veginn til Benedinat-hallar. Það var sonur garðyrkjumanns hallar- ins sem fyrstur rakst á líkið og gerði hann lögreglu þegar viðvart. Fyrst í stað var haldið áð Kristína hefði látið iífið í umferð- arslysi, en er lögregla kom á staðinn kom hið sanna í ljós. Líkið var nakið frá beltisstað og niður úr, á hálsi hennar fundust greinileg fingraför, nef hennar var brotið og hárið atað út í storknuðu blóði. Við krufningu kom í ljós að Kristínu hafði verið-nauðgað. Skammt frá líki hennar fannst blóðugur grjóthnullungur og hefur lögregla ályktað að morðinginn hafi drepið Kristínu með því að kasta hnullungnum í hana. Enn sem komið ey veit lögregla ekkert hver myrti Kristínu, en allar ungar stúlkur hafa verið Verk Lautrecs seld á uppboði London. 28. apríl. Reuter. STEINPRENTANIR eftir franska listamanninn Toulouse Lautrec voru í dag seldar á uppboði hjá Sothebys fyrir sam- tals 324.630 pund (rúmlega 150 milljónir króna). Alls voru 160 steinprentanir úr einkaeign á uppboðinu, en ein þeirra, „Idylle Princiere" var þó langdýrust og seldist á 37.000 pund. varaðar við að vera einar á ferli eftir að skyggja tekur, og einnig að þiggja bílfar hjá ókunnugum mönnum. Við rannsókn máisins kom í ljós að Kristína skyldi við vini sína klukkan 00.30, en með þeim hafði hún snætt kvöldverð í veitingahúsi á Maliorca. Þá ságðist hún ætla að taka strætisvagn til íbúðar sinnar í Magaluf, en bætti við að ef vagninn kæmi ekki fljótlega myndi hún fara heim til sín í leigubifreið. Kristina Kajihi hafði aðeins unnið í rúman mánuð á Maliorca er henni var nauðgað og myrt á oftir Þetta gerðist 1975— Bandaríkjamenn flytja útlendinga og Víetnama í þyrl- um frá Saigon. Samningur um afnot Bandaríkjamanna af hernaðarmannvirkjum í Grikk- landi fellur úr gildi. 1965 — Ástralíumenn ákveða að senda hersveitir til Suður-Víet- nams. 1945 — Bandaríkjamenn bjarga 32.000 fórnarlömbum nazista úr fangabúðunum í Dachau. Bandamenn taka Feneyjar. 1918 — Meginsókn Þjóðverja á vesturvígstöðvunum lýkur. 1916 — Tyrkir taka Kut- El-Amara. 1859 — Austurrískur liðsafli sækir yfir landamæri Piedmont. 1848 - Páll páfi IX tekur afstöðu gegn þjóðernishreyfingu ítala. 1781 — Floti de Grasse flotafor- ingja tekur Tóbago, Vestur-Ind- íum. — Floti Suffren flotafor- ingja kemur í veg fyrir að Bretar taki Góðravonarhöfða. Afmæli dagsinst John Arbuthnot, enskur eðlisfræðing- ur /háðfugl (1667 - 1745) - Jean Bapiste Jourdan, franskur hershöfðingi (1762 - 1833) - Hirohito Japanskeisari (1901 —? — Sir Malcolm Sargent, breskur hljómsveitarstjóri (1895 - 1967). Orð dagsinst Ágætir hlutir eru fágætir — (Platon, grískur heimspekingur um 427 — 347 f. Kr.) 1. Guðni Stefánsson 6. Þorvaldur Lúðvfksson 2. Eggert Steinsen 7: Þór Erling Jónsson Listi sjálfstæðis- fólks í Kópavogi BIRTUR hefur verið listi sjálf- stæðisfólks í Kópavogi við bæjarstjórnarkosningarnari Listann skipa: 1. Guðni Stef- ánsson járnsmíðameistari, 2. Eggert Steinsen verkfræðingur, 3. Kristinn Skæringsson skóg- arvörður, 4. Grétar Norðfjörð lögregluflokksstjóri, 5. Guðrún Ágústa Ólafsdóttir flugfreyja, 6. Þorvaldur Lúðvíksson hrl., 7, Þór Erling Jónsson verktaki, 8.1 Frosti Sigurjónsson læknir, 9. Bergljót Böðvarsdóttir húsmóð- ir, 10. Þorvarður Áki Einarsson 3.Kristinn Skæringsson 4. Grétar Norðfjörð 5. Guörún Ágústa Ólafsdóttir 8. Frosti Sigurjónsson forstjóri, 11. Sturlaugur Þor- steinsson tækninemi, 12. Helgi Hallvarðsson skipherra, 13.' Stefán H. Stefánsson auglýs- ingastjóri, 14. Gísli Sigurðsson rafvirki, 15. Þorgerður Aðal- steinsdóttir húsmóðir, 16. Sig- urður Grétarsson bifvélavirki, 17. Arnór Pálsson deildarstjóri, 18. Björg Jakobsdóttir flug- freyja, 19. Ingólfur Hannesson bóndi, 20. Helgi Tryggvason fyrrv. yfirkennari, 21. Sigríður Gísladóttir húsmóðir, 22. Kjart- an Jóhannsson læknir. 9Bergljót Böðvarsd. 11. Sturlaugur Þorsteinss. 12. Helgi Hallvarðsson 10. Þorvarður Áki Einarss.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.