Morgunblaðið - 29.04.1978, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.04.1978, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 29. APRÍL 1978 Guðmundur Magnússon, prófessor: Lækkun vaxta — hvað svo? Vaxtamálin hafa að vonum verið ofarle^a á bauui að undanförnu. Kemur þar hvorttveggja til að verðbóljían hefur reynst erfið viðfanjjs ofí þeirri nýbreytni hefur verið komið á, að vextir fylgi verðlafísbreytinfíum með ákveðn- um hætti. í sambandi við umræður um kaupfyaldsmál hafa ýmsir bent á þá leið að lækka vexti í því skyni að minnka tilkostnað fyrir- tækja Oft þar með auka svifírúm til launahækkana- eða óskertra vísi- tölubóta, eins og það snýr að mörftum þessa stundina. Dr. Mafjni Guðmundsson hefur m.a. í fjreinum í Mbl. mæit með lækkun vaxta (ekki síst á skammtímalán- um atvinnuvefíanna) ofí re.vndar fullyrt að þeir háu vextir sem hér eru fái ekki staðist hjá fyrir- tækjum sem framleiða tif út- flutninf;s ofí sölu á frjálsum markaði. Þótt kveikjan að þessum Kreinarstúf sé öðru fremur sam- band launa ojí v.axta, mun éfj fjalla um nokkur atriði úr fjreinum dr. Mafjna samtímis, þar sem éfí tel þar fí*ta nokkurs misskilninfts, þótt marfjar ábendinfjar hans séu skarplefíar. Hvað eru vextir? Vextir eru einfaldlega vcrð fjármatíns. Þetta fíenfjur mörfjum illa að skilja, en er lykillinn að því að skilja áhrif vaxta eða vaxta- breytinfja á framboö ofj eftirspurn of; tekjuskiptinfíaráhrif í því sambandi. Hvort vextír eru skil- fjreindirsem nafnvextir, raunvext- ir eða summa af nafnvöxtum Of; verðbótum, fyrir eða eftir skatt o.s.frv., breytir það engu um, að vextirnir eru sambærilef;ir við hvert annað vöruverð, þegar verið er að ræða samspil framboðs ot; eftirspurnar. Þess veyna ætti það ekki að koma neinum á óvart að hærra verð á lánsfé fvrirtækja eykur tilkostnað þeirra, að öðru jöfnu, hliðstætt hækkun á verði annarra aðfant;a; hráefna, umbúða eða launa. Peninf;ar hafa þó sérstöðu að því leyti gat;nvart vörum oi; öðrum verðmætum eignum að Jæir eru fyaldmiðill of; því ávísun á öll önnur verðmæti. Þess vegna endurspef;last aðstæður í þjóðfélaginu skýrt á peningamarkaðnum. Mikil þensla, e.vðsla og framkvæmdagleði kemur fram í mikilli eftirspurn eftir peningum og sé endurgjald fyrir afnot þeirra svo lágt að eigendur þeirra vilji ekki bjóða þá fram í sama mæli, myndast umframeftir- spurn sem kallað er á máli hagfræðinnar, en allir hér á landi þekkja í þeirri mynd, að greiður aðgangur að lánum eru forréttindi og bankar og sparisjóðir neyðast til að skammta útlán. Við skulum líta betur á vexti frá sjónarhóli þeirra sem spara annars vegar og taka lán hins vegar. Vextir og spörun Þegar fjallað er um satnband vaxta og spörunar verður að vera ljóst um hvað verið er að tala. Orðið spörun er ekki notað af hagfræðingum og öðrum í stað sparnaðar af fordild heldur til þess að komast hjá þcim mis- skilningi að hugtakið sparnaður í hagfræði þýði ráðdeildarsemi. Með spörun (sparnaði) er átt við þann hluta tekna sem ekki er varið til neyslu á líðandi stund. Þess vegna er sá hluti tekna sem einstaklingar verja beint til fjárfestingar í íbúðarhúsnæði sínu spörun- og reyndar jafnframt fjárfesting. Sá hluti spörunar sem ekki er varið beint til fjárfestingar (þ.m.t. kaup á verðbréfum, hlutabréfum o.fl.) er nefndur peningalegur sparn- aður eða fjárhagssparnaður (til þess að þurfa ekki að tönglast alltaf á orðinu spörun). Mestur hluti fjárhagssparnaðar fer um peningastofnanir, banka og spari- sjóði, og til hins opinbera með skattlagningu, skyldusparnaði og útgáfu spariskírteina, en eitthvað er lánað beint milli manna eða geymt undir koddanum. Það er mikilvægt í öllum umræðum um samband vaxta og spörunar að alveg sé Ijóst hvort verið er að tala um fjárhagssparnað eingöngu eða heildarspörun. Ef litið er á heildarspörun hér á landi kemur í ljós að hún hefur verið allstöðugt hlutfall af þjóðar- tekjum, eða 25—27% að meðaltali um langt árabil. Athyglisvert er að svo skuli vera þrátt fyrir hina miklu og misjöfnu verðbólgu sem geysað hefur. Hitt er ekki síður eftirtektarvert að farvegir spörunar hafa breyst verulega. Bankakerfið hefur á undanförnum sex árum skroppið saman um þriðjung (miðað við þjóðarfram- leiðslu) á sama tíma og hlutur hins opinbera með spariskírteinaút- gáfu, skattlagningu og skyldu- sparnaði hefur aukist svo og hlutur lífeyrissjóða. Hvernig má það vera að heildar- spörun þjóðfélagsins hefur verið tiltölulega stöðug þrátt fyrir allar sviptingar? Skýringin er sú, að þvingaður sparnaður í gegnum hið opinbera og spariskírteinaútgáfa hefur aukist og fyrirtæki og einstaklingar hafa varist verðbólgunni með því að fjárfesta beint án milligöngu bankakerfis- ins. Heildarspörun hefur því greinilega mest farið eftir tekjum en frjáls fjárhagssparnaður eftir raunvöxtum. Þetta kemur heim og saman við niðurstöður erlendis. Þótt heildarspörun sé fyrst og fremst háð tekjum og niðurstöður stangist á um hvort vextirnir hafi marktæk áhrif í því sambandi eða ekki, þarf ekki hið sama ekki að gilda um einstaka þætti spörunar. I stórum dráttum má segja að hið opinbera hafi tekið að sér fjármagnsmiðlun í ríkara mæli þegar munur milli verðbólgu og nafnvaxta jókst. Fyrirtækjunum var miðlað meiru með opinberum afskiptum í gegnum alls kyns sjóði í stað þess að þau fengju lán í gegnum bankakerfið í innbyrðis samkeppni, þar sem bakhjarl útlánanna væri frjáls sparifjár- m.vndun. í þessu sambandi er rétt að benda á, að dr. Magni virðist telja að skattareglur hafi einungis áhrif á eftirspurn eftir peningum en ekki á framboð (sparifjármynd- un). Með því að halda því fram að sparifjármyndun sé óháð ávöxtun (vöxtum eftir skatt) er í reynd verið að segja, að skattmeðferð vaxta af sparifé skipti ekki máli. En hver trúir því að skattfrelsi sparifjár hafi ekki forðað banka- kerfinu frá enn frekara hruni? Reyndar er afar hæpið að draga þá ályktun að vextir hafi ekkert að segja af því, að vaxtahækkanir hafi ekki aukið sparifjármyndun á undanförnum árum. Verðbólgan hefur verið meiri en áður og vaxtahækkanir hafa því ekki megnað að jafna bilið milli verðbólgu og vaxta. Sparifé hefur því rýrnað. Þess vegna má allt eins draga þá ályktun að vaxtahækkunin hefði þurft að vera enn þá meiri til þess aö hafa veruleg áhrif á sparifjár- myndun. Eftirspurn eítir fjármagni og ráðstöfun fjár Ekki er um það deilt að eftir- spurn eftir peningum fari eftir því verði sem greiða þarf fyrir afnot þeirra miðað við afrakstur af þeirri starfsemi sem þeim er varið til, hvort heldur það er til fjárfestingar í mannvirkjum, vélum, tækjum, birgðum eða rekstri. Hins vegar fer það eftir efnahagsástandi hverjar vonir eru um afrakstur. Því lægri sem útlánsvextir eru, að öðru jöfnu, þeim mun fleiri fjárfestingar eru hagkvæmar. Því lægri sem vextir eru af afurðalánum, þeim mun heldur taka fyrirtækin út allt sem þau geta fengið, jafnvel þótt þau þurfi ekki nauðsynlega á þeim að halda þá stundina. Þeirri staðreynd verður ekki haggað, að almennir innlánsvextir og útlánsvextir hafa verið svo lágir miðað við verðbólgu og væntanlegan hagnað af því að taka lán, að eftirspurnin eftir pening- um hefur verið miklu meiri en framboðið. Hvorki stónfelldar erlendar lántökur né vaxtahækkun eða ígildi hennar í mynd verð- tryggingar eða gengistryggingar hafa megnað að seðja eftirspurn- ina. Alllengi eftir seinni heims- styrjöldina trúðu menn því víðast hvar að unnt væri að halda verðbólgunni niðri með lágum vöxtum. Hjá sumum var þetta trúaratriði. En reynslan hefur sýnt fram á það, sem ekki ætti að koma á óvart, að þetta gildir aðeins til skamms tíma. Hvort til lengri tíma veldur ódýrt fjármagn þenslu og verðbólgu, sérstaklega ef reynt er að framfylgja lágvaxta- stefnunni með aukningu peninga- magns. Þótt alls ekki sé hægt að fallast á að lágir vextir dragi úr verðbólgu, þegar til lengdar lætur, er unnt að mismuna lántakendum á ýmsan hátt, t.d. eftir áhættu- flokkum lána, tímalengd o.fl., eins og dr. Magni bendir á, og mætti áreiðanlega beita þeirri tilhögun í rikara mæli hérlendis hvað varðar áhættuþóknun. Mismunun í vaxta- kjörum er reyndar tíðkuð hér í stórum stíl varðandi afurðalán samanborið við venjuleg rekstrar- lán og fjárfestingarlán. (Hér sáttmáli Dr. Jón Gíslason: Því, sem hér fer á eftir, er ekki beint gegn einstökum mönnum. Tilgangurinn með þessum fáu orðum er aðeins sá að gagnrýna einn þátt í fræðslukerfi voru. Þegar K.B. Andersen, utanríkis- ráðherra Dana, var í opinberri heimsókn hér um daginn, kom hann færandi hendi. Lýsti hann yfir því, að Danir mundu leggja af mörkum ríflegan styrk til dönsku- kennslu á íslandi. Á þeim sextíu árum, sem liðin eru, síðan Islend- ingum tókst með naumindum að ýta Dönum út forstofumegin, hafa þeir smám saman verið að upp- götva, hvílíkan öndvegissess danska skipar í málanámi á Islandi, og koma nú inn bakdyra- megin, brosmildir og ísmeygilegir, með tungu sína og bókmenntir. Það skal tekið skýrt fram, að K.B. Andersen, núverandi utanríkisráð- herra Dana, á annað og betra skilið af Islendingum en ónot, jafngóðan orðstír og hann gat sér við lausn handritamálsins. En hér er um menningarpólitík að ræða, •ekki menn. Staða danskrar tungu í fræðslu- kerfi Islendinga minnir satt að segja óþægilega á stöðu heimsmál- anna, ensku og frönsku, í hinum fornu nýlendum Englendinga og Frakka í Afríku. Sá er þó munur- inn, að þar er um illa nauðsyn að ræða, en oss, Islendinga, rekur ei nauður til að halda dauðahaldi í tungu þeirrar þjóðar, er vér lutum fyrr sem nýlenda. Lengi mun ég minnast þess vonleysis, já, ör- væntingar, sem fólst í svari ungs blökkumanns frá Afríku, er ég innti hann eftir því, hvert væri móðurmál hans: „Ég á ekkert móðurmál,“svaraði hann, „aðeins frumstæða mállýzku. Ef við ætlum að tileinka okkur menningu og vísindi Vesturlanda, verðum við að læra til hlítar að beita tungu þeirra þjóða sem fyrrum undirok- uðu okkur". Erum vér, Islendingar, I þessu efni undir sömu sök seldir og Afríkuþjóðir? Fáir hygg ég, að svara mundu þeirri spurningu játandi. Svo er forsjóninni fyrir að þakka, að oss hafa í skaut fallið tvö þeirra hnossa, sem einna eftirsóknarverðust eru hverri þjóð: merkileg og háþróuð tunga og landamæri, sem eru óvefengjan- leg. Hvers vegna er eiginlega verið að kenna hverju barni á grunn- skólastigi og hverjum unglingi á framhaldsskólastigi dönsku? Þeir, sem stefnunni ráða í fræðslumál- um hérlendis, svara þeirri spurn- ingu þannig, að með því verði sambandið við bræðraþjóðir vorar á Norðurlöndum bezt tryggt. — En mér, og sjálfsagt mörgum öðrum, er spurn: Er árangur af dönsku- kennslu slíkur, að hann réttlæti að nota í þessu skyni þá miklu fjármuni, tíma og fyrirhöfn, sem raun ber vitni? Og í öðru lagi: Er eðlilegt og sjálfsagt að láta dönsku vera skyldugrein í íslenzkum skólum? Ef leitað er svars við fyrri spurningunni, kemur manni ósjálfrátt í hug sú reynsla ærið margra íslendinga, sem til Dan- merkur fara, að þeir tryggja sér betri þjónustu og er meiri sómi sýndur þar í landi, ef þeir mæla á enska eða þýzka tungu heldur en þegar þeir eru af veikum mætti að reyna að koma fyrir sig orði á dönsku. Þegar það er orðið lýðum ljóst af þessum óburðugu tilraun- um, að þeir eru íslendingar, fá þeir lélegri þjónustu en ella, það er jafnvel gert gys að þeim, énda eru íslendingar frá fornu fari ekki í miklu áliti meðal almennings í Danmörku. Margt ungt fólk héðan hefur fengið að þreifa á því. Ef það hringir t.a.m. í eftirsótta skemmti- staði og mælir á danska tungu, eftir því sem geta leyfir, fær það nærri með fullri vissu afsvar. Ef einhver í hópnum hringir hins vegar í sama skemmtistað jafn- harðan og mælir á enska tungu, ég tala nú ekki um, ef framburður er að bandarískum hætti, er allt til reiðu. Á sameiginlegum ráðstefnum, sem þjóðir Norðurlanda efna til, verður niðurstaðan venjulega sú, að það eru fulltrúar konungsríkj- anna þriggja, Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar, sem orðið hafa, en lýðveldin tvö Finnland og ísland, eru allt of oft þögulir áheyrendur. Stafar þetta auðvitað af því, að Finnar og íslendingar finna van- mátt sinn til að gera skilmerkilega grein fyrir skoðunum sínum á dönsku, norsku eða sænsku. Á þessu vandamáli er til einföld lausn og hún er að nota enska , tungu eins og gert er á flestum alþjóðlegum ráðstefnum. Þannig stæðu allir þátttakendur nokkurn veginn jafnt að vígi: Þeir yrðu allir að mæla á erlenda tungu, en ekki aðeins sumir, eins og nú er á norrænum ráðstefnum. Þá er að athuga síðari spurning- una, þ.e.a.s. hvort dönsk tunga og danskar bókmenntir séu í sjálfu sér svo mikilvægar, að réttlætan- legt sé að halda uppi jafnmikilli dönskukennslu hérlendis og nú er skylt að gera. Þegar svars er leitað við þeirri spurningu, verður að hafa í huga, að Danir eru smáþjóð, þó að hún sé gagnmerk fyrir margra hluta sakir. Hins vegar er það óyggjandi staðreynd, að hug- myndir þær, sem straumhvörfum hafa valdið og valda á öllum sviðum, hafa nær ávallt komið fram með fjölmennustu menning- arþjóðum austan hafs og vestan. Það er því rökrétt ályktun, að þótt ekki væri öðru til að dreifa, beri fyrst og fremst að leggja rækt við þær tungur, þ.e. ensku, þýzku og síðast, en ekki sízt, frönsku. Þessi þrjú tungumál ættu því öll að vera skyldugreinar í íslenzkum skólum. Auðvitað liggur í augum uppi, að það er skynsamlegra og vænlegra til árangurs að leita sjálfrar uppsprettunnar en sætta sig við lækjarsytrur, oft og einatt grugg- ugar. En það er engu líkara en að sumir íslendingar þrái þá tíð, er danska var eini gluggi íslendinga, sem þeir áttu kost á að gægjast út um til að fá hugmynd um stærri heim en þeir lifðu og hrærðust í á Fróni. Þetta viðhorf minnir á það, sem Frakkar hafa nefnt „heimþrá í svaðið", (la nostalgie de la boue). Eiga þeir þá við fólk eða þjóðir, sem hafizt hafa frá frumstæðum lifnaðarháttum á æðra menning- arstig. En með því að öll menning er í rauninni uppreisn gegn náttúrunni, kostar hún bæði bar- áttu og þolgæði. Verður þetta álag ýmsum, bæði þjóðum og einstakl- ingum, um megn. Fara menn þá að horfa með söknuði um öxl til hinna frumstæðu og fábrotnu lifnaðar- hátta fyrri tíma. Vér íslendingar könnumst líka við þetta fyrirbæri, t.a.m. þegar menn sjá í rómantísk- um hillingum baðstofulíf fyrri daga, þegar hver maður sat á sínu rúmi á kvöldvökunni með ein- framhald á bls. 30

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.