Morgunblaðið - 29.04.1978, Blaðsíða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 29. APRÍL 1978
r
■
Lok handknattleiksvertíðarinnar um helgina:
ALMANAKIÐ segir okkur að nú sé komið íram á sumar og
leikjabókin í handknattleiknum gefur okkur þær upplýsingar að um
þessa helgi fari fram síðustu leikirnir á handknattleiksvertíðinni.
Með úrslitaleikjum á ýmsum vígstöðvum lýkur á margan hátt
merkilegu og eftirminnilegu tímabili handknattleiksmanna.
Keppnistímabili, sem e.t.v. markar þáttaskil í íslenzkum
handknattleik og án nokkurs vafa hefur kennt okkur mikla lexíu
um hvernig ekki á að standa að málum. Hér verður ekki farið nánar
út í þá sálma.
Stöðva Víkingar sigur-
göngu FH í bikarnum?
í dag fer fram úrslitaleikurinn í bikarkeppni HSÍ og eigast þar
við Víkingur og FH. Leikurinn hefst klukkan 18 í Laugardalshöll.
Þó svo að margt misjafnt hafi sézt í handknattleiknum í vetur verður
því þó ekki neitað að óvenju margir leikir hafa verið hnífjafnir og
bráðskemmtilegir. Úrslit hafa orðið óvænt hvað eftir annað og
enginn hefur getað bókað sér sigur fyrirfram. Eiginlega má segja
að sannkölluð bikarstemmning hafi ríkt í handknattleiknum í allan
vetur og hún verður víst örugglega fyrir hendi í síðasta stórleik
ársins er Víkingur og FH mætast í dag. Lokin á bikarkeppninni ættu
að vera hápunktur keppnistímabilsins og til mikils er að vinna fyrir
bæði liðin, glæsilegri verðlaun en í öðru íslenzku handknattleiksmóti
og Evrópukeppni að hausti.
Geir Hallsteinsson
PH-ingar hafa verið hinir
sterku í bikarkeppninni frá því aö
hún var sett á laggirnar og félagið
hefur unnið bikarkeppnina þrjú
síðustu árin. Fyrsta ár keppninn-
ar, 1974, bar Valur sigur úr býtum,
en síðan hafa verið FH-ár í
bikarnum. FH-liðið hefur ekki
verið upp á sitt bezta í vetur og í
fyrsta skipti í 20 ár varð liðiðTyrir
neðan þriðja sæti í 1. deildinni —
var reyndar í fallhættu á tímabili.
FH-ingar hafa þó staðið sig með
afbrigðum vel í bikarkeppninni og
í leikjum þeirra við Víking í vetur
hafa Hafnfirðingarnir haft betur.
Unnu fyrri leikinn, en þeim síðari
lauk með jafntefli. Báðir þessir
leikir voru með afbrigðum
spennandi, FH-ingar heppnir að
vinna fyrri leikinn, sem virtist
þeim tapaður, en Víkingar hins
vegar heppnir að ná jafntefli í
seinni leiknum. Þá voru FH-ingar
þrjú mörk yfir og rétt rúm mínúta
eftir af leiknum.
Víkingsliðið þótti sterkast ís-
lenzkra handknattleiksliða í upp-
hafi keppnistímabilsins. og margir
spáðu þeim frama og verðlaunum
á keppnistímabilinu. Svo fór þó
ekki og Víkingar eru enn án
verðlauna í meistaraflokki karla á
keppnistímabilinu. í kvöld eiga
þeir möguleika á að bæta þar úr,
en Hafnfirðingarnir eru örugglega
ekki á því að gefa sinn hlut
átakalaust.
En það verður fleira um að vera
í handknattleiknum um helgina.
Fram og FH leika til úrslita í
bikarkeppni kvenfólksins á
sunnudagskvöldið, þá lýkur keppn-
inni í 2. flokki karla og HK leikur
við næstneðsta lið 1. deildar um
sæti í 1. deildinni næsta vetur.
Þór og Breiðablik leika seinni leik
sinn um sæti í 2. deild í dag og á
þriðjudaginn verður væntanlega
seinni leikurinn um 8. sætið í 1.
deildinni.
HANDKNATTLEIKUR UM HELGINA.
LauKardalshöII. Laugardagur klukkan 18.
Úrslit í bikarkeppni HSÍ: Víkingur—FH.'
Akureyri, laugardag kl. 13.30, aukaleikur á
milli iiðs númer 2 í 3. deild og númer 7 í 2.
deild um sæti í 2. deild næsta vetur.
Þór—UBK, Þór vann fyrri leikinn með einu
marki.
Páll Björgvinsson
GLÍMT UM
GRETTIS-
BELTIÐ Á
SUNNUDAG
ÍSLANDSGLÍMAN 1978 fer fer
fram á sunnudaginn og að venju
verður keppt um Grettisbeltið,
sem fyrst var keppt um árið
1907. 10 keppendur eru skráðir
til leiks og þeirra á meðal Ingi
Yngvason, HSÞ. sem er
núverandi beltishafi, og Pétur
tvíburabróðir hans, sem sigraði í
Íslandsglímunni 1976. Kcppnin
hefst í íþróttahúsi Kennara-
háskólans klukkan 14 á
sunnudag.
Víöavangshlaup
á Eyrarbakka
VÍÐAVANGSHLAUP Eyrar
bakka fer fram á mánudaginn 1.
maí. Keppendur þurfa að mæta
við kirkjuna á Eyrarbakka fyrir
klukkan 14. Keppt verður í karla-
og kvennaflokkum, karlarnir
hlaupa 5 kflómetra, konurnar 3
km.
Skemmtileg
helgi í knatt-
spyrnunni
ÞAU LIÐ, sem bezt hafa staðið sig í Litlu bikarkeppninni og
Reykjavíkurmótinu í knattspyrnu eigast við um helgina. KR og
Víkingur hafa hlotið flest stig í Reykjavíkurmótinu og þau leika
á morgun klukkan 17. í Litlu bikarkeppninni stendur slagurinn
á milli Skagamanna og Breiðabliks og þessi lið leika einmitt
saman á Akranesi klukkan 14 í dag. Flestir leggja þó e.t.v. leið
sína á Melavöllinn í dag er Valur mætir Vestmanneyingum í
Meistarakeppninni klukkan 13.30.
KNATTSPYRNA UM HELGINA.
Meistarakoppnin. Melavöllur kl. 13.30 á
lautíardatf. Valur — ÍBV.
Litla bikarkeppnin. Breiðablik — Akranes
08 FH — IBK. Báðir leikirnir hefjast
klukkan 14. sá fyrri i Kópavogi. sá siðari
í Hafnarfirði.
Reykjavikurmótið. Melavöllur, sunnudaK
kl. 17. KR - Víkinttur
Melavöllur, mánudag kl. 14. Fram —
Þróttur
Melavöllur. þriðjudatf kl. 20. Ármann —
Fylkir
STAÐAN í MEISTARAKEPPNINNI.
ÍA 3 1 2 0 5.4 4
ÍBV 2 10 1 4.3 2
Valur 3 0 2 1 2.4 2
EFTIRTALDIR HAFA SKORAÐ í KEPPNI
MEISTARANNA.
Pétur Pétursson, ÍA, 3
Árni Sveinsson. ÍA, 1
Atli Eðvaldsson, Val, 1
Guðmundur Þorbjörnsson. Val, 1
Matthías Hallgrímsson, ÍA, 1
Sitturlás Þorieifsson, ÍBV, 1
Tómas Pálsson, ÍBV, 1
Valþór Sitfþórsson. ÍBV, 1
Örn Öskarsson. lBV. 1
STAÐAN f LITLU BIKARKEPPNINNI.
Breiðahlik 3 110 7.1 5
ÍA 3 2 1 0 5.1 5
Haukar 2 10 1 4.7 2
ÍBK 2 0 11 0.1 1
FH 3 0 1 2 2.6 1
HM
í
K
N
A
T
T
S
P
Y
R
N
U
efc STR4&ICA61
5^6í>«-AKJT>->.
g>^aöíl/iu oc
AOSTOli.f2lK.iJ
UlTtO lS-12 \j\t
OM
BtfcAiáL'lSlCO
lus -. -Rós
U&5ICA LiovE
eRiv\eO dtuc-
^toEtOCT,
5Em k»&-rrA
' (dCÍxica FVC
FTeSTköpfw oa
e6se>AR.. i?assAe.,t-t5-i<s>A ^_-o,
ea TÓko t-tr.'v:. r>i or K y>etR.
wetíaHT, HAVueS our FlsMjáv oct
GtJíjLjeiJDÍAICtOiw Tó<5T A£> 3APIOA
STAÐAN f REYKJAVfKURMÓTINU.
Víkingur 4 3 0 1 9.3 7
KR 4 2 2 0 6.1 7
Valur 4 2 0 2 13.1 6
Þróttur 4 2 11 5,3 5
Fram 3 111 3.3 3
Fylkir 4 0 2 2 0,7 2
Ármann 4 1 0 3 2,17 2
MARKAH/ESTIR,
Guðmundur Þorbjörnsson. Val. 4
Inifi Björn Albertsson, Val, 4
Gunnar Örn Kristjánsson. VíkinKÍ. 3
Páll Ólafsson. Þrótti, 3
- áij.
Sigurlás hefur brotizt framhjá Sævari varnarmanni Vals í leik ÍBV
og Vals í meistarakeppninni í Eyjum á dögunum. Þá sigruðu
Eyjamenn 2i0. en nú virðast Valsmenn vera að ná sér á strik og
spurningin er hvað gerist í leik liðanna á Melavellinum í dag. (Ljósm.
Sigurgeir).