Morgunblaðið - 29.04.1978, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 29. APRÍL 1978
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiósla
Auglýsingar
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Baldvin Jónsson
Aóalstræti 6, sími 10100.
Aóalstræti 6, sími 22480.
Áskriftargjald 2000.00 kr. á mánuói innanlands.
í lausasölu 100 kr. eintakíð.
Til verndar ís-
lenzkri tungu
— gegn fyndinni heimsku
og heimskri fyndni
IMorgunblaöinu 9. marz sl. birtist forystugrein í tilefni
af þingsályktunartillögu Sverris Hermannssonar o.fl.
um að fela ríkisstjórninni „að sjá svo um, að sjónvarp og
útvarp annist kennslu og fræðslu í öllum greinum
móðurmálsins. Þrettán manna ráð, kosið hlutfallskosningu
á Alþingi, skal hafa með höndum stjórn þeirra mála“.
Þingsályktunartillögu þessari fylgdi greinargerð, sem
einnig var rifjuð upp í forystugrein Morgunblaðsins og því
ástæðulaust að tíunda hana nú. Þó má minna á, að í
greinargerð þessari er bent á, að íslenzk tunga eigi undir
högg að sækja og nauðsynlegt sé að snúast til varnar.
Undir þetta vildi Morgunblaðið taka. Flutningsmenn
þingsályktunartillögunnar snúa máli sínu einkum til
sjónvarpsins í greinargerðinni, „eða áhrifaríkasta
fjölmiðilsins“ eins og þeir komast að orði, og benda á, að
það hafi ekki sinnt fræðslu í meðferð íslenzkrar tungu;
jafnvel ekki lagt sérstaka rækt við orðfæri eða framburð
þeirra, sem þar starfa, eins og sagt er; nauðsynlegt sé, að
á þessu verði gjörbreyting. „Langsterkasta áróðurstæki,
sem flutzt hefur inn á gafl á hverju heimili landsins, þarf
að taka tröllataki til eflingar íslenzkri menningu,
sérstaklega til viðreisnar íslenzkri tungu, en það er
brýnasta verkefnið nú ...“
í fyrrnefndri forystugrein Morgunblaðsins var klykkt út
með þessum orðum: „Morgunblaðinu þykir sérstök ástæða
til að vekja athygli á þessari þingsályktunartillögu um
móðurmálið í opinberum fjölmiðlum og leggur áherzlu á,
að tillagan fái þá meðferð á Alþingi, sem íslenzk tunga
og menning eiga skilið af þjóðkjörnum fulltrúum
löggjafarsamkomunnar. Það er skemmtilegt til þess að
vita, að í öllum umræðunum um efnahagsmál skuli a.m.k.
heyrast ein rödd, sem talar máli íslenzkrar tungu og þess
arfs, sem við erum stoltust af, en án hans og tungunnar
væri hér hvorki sérstakt né sjálfstætt þjóðfélag, svo
fámenn sem við erum. Að höfðatölu erum við lítil þjóð,
en stórveldi ef miðað er við arf okkar og menningu og hún
borin saman við menningu margra annarra miklu
fjölmennari ríkja. Flutningsmenn eiga þakkir skilið fyrir
tillöguna um eflingu menningar okkar og móðurmáls".
Ástæða er til að ítreka þessi orð og skal það nú gert
í tilefni af þingi íslenzkra rithöfunda, enda hljóta þeir
öðrum fremur að hafa áhuga á þessum málum. Væri
jafnvel ekki úr vegi, að þeir legðu þessu máli lið. Lítið
hefur heyrzt um afdrif þess á Alþingi, en væntanlega taka
þingmenn á sig rögg og veita þessari tillögu myndarlegan
stuðning, svo að áhugi á íslenzkri tungu megi blómstra og
dafna þar ekki síður en annars staðar og íslenzk
málsmenningarhefð verði eins hátt á hrygginn reist og
efni standa til. Einhverjar úrtöluraddir hafa þó heyrzt
utan þings og er ekki ástæða til að leggja hlustir við þær.
Það er þá helzt, að málið hafi verið haft í flimtingum,
reynt hafi verið að gera lítið úr tungutaki aðalflutnings-
manns og núa honum um nasir, að hann kunni lítil skil
á íslenzkri tungu. Slík viðbrögð eru gamlar lummur í
umræðum um mikilsverð mál hér á landi. Þau sýna aðeins,
að aulafyndni á einna helzt upp á pallborðið, ýmsir orna
sér við fyndna heimsku og heimska fyndni.
En nú skulum við vona, að alþingismenn taki
mgsályktunartillögunni vel, sýni stórhug í verki og
ngun til að slá skjaldborg um íslenzka tungu og fornan
'f. Það er ástæðulaust að útvatna tillöguna á Alþingi eða
gieyma henni í önnum um „brýnni“ verkefni.
Frá setningu hátíðarfundarins í húsi SVFÍ á Grandagarði í gær. Gunnar Friðriksson forseti
Slysavarnafélagsins í ræðustóí. Ljósm. Mbl.. Ól.K.M.
Hátíðarlandsfundur SVFÍ
Matthfas Bjarnason sjávarút-
vegsráðherra ávarpar hátiðar-
fundinn.
Milli 120 og 130 fulitrúar sitia
háti'ðarfund Slysavarnafélags Is-
lands, sem settur var í Slysa-
varnahúsinu á Grandagarði f
Reykjavík í gær, en fundurinn er
í tiiefni 50 ára afmælis SVFÍ á
þessu ári.
Að lokinni guðsþjónustu í Dóm-
kirkjunni fór fram setning há-
tíðarfundarins í húsi SVFI. Auk
fundarfulltrúa voru gestir við
setninguna, þar á meðal Matthías
Bjarnason sjávarútvegsráðherra,
Landsfundir SVFÍ eru jafnan
haldnir utan Reykjavíkur, en
landsþing þriðja hvert ár í
Reykjavík. í tilefni 50 ára
afmælis SVFÍ á þcssu ári var
samþykkt að halda landsfundinn
í Reykjavík og þá sem hátíðar-
fund i' tilefni afmælisins.
Birgir ísleifur Gunnarsson borg-
arstjóri og frú Sonja Bachman,
Sigurjón Sigurðsson lögreglustjóri
í Reykjavík, Pétur Sigurðsson
forstjóri Landhelgisgæzlunnar,
Jón Skúlason póst- og símamála-
stjóri, Valgarð Briem formaður
umferðarnefndar Reykjavíkur og
Ólafur Walter Stefánsson formað-
ur framkvæmdanefndar umferð-
árráðs, einnig nokkrir fyrrverandi
stjórnarmeðlimir SVFÍ, þ.á m.
Rannveig Vigfúsdóttir Hafnar-
firði, Hafsteinn Bergþórsson
Reykjavík, Þórður Jónsson Látr-
um og Bergur Arnbjörnsson Akra-
nesi, en við setningarathöfnina
voru 175 manns.
Við upphaf fundarins kvaddi sér
hljóðs Hulda Sigurjónsdóttir
varaforseti SVFÍ og formaður
Hraunprýði í Hafnarfirði og færði
SVFÍ ræðustól að gjöf frá slysa-
varnakonum um allt land. Gunnar
Friðriksson, forseti SVFÍ, þakkaði
gjöfina og fluttj síðan ræðu en að
henni lokinni voru bornar fram
kaffiveitingar. Ávörp fluttu
Matthías Bjarnason sjávarútvegs-
ráðherra sem bar fundarmönnum
kveðju ríkisstjórnarinnar með
árnaðaróskum og Birgir ísleifur
Gunnarsson borgarstjóri sem
bauð fundarmenn velkomna til
fundarstarfa í Reykjavík.
Síðan hófust landsfundarstörf.
Tómas Þorvaldsson Grindavik var
kjörinn fundarstjóri og Hergeir
Kristgeirsson Sélfossi varafund-
arstjóri. Fundarritarar voru kjör-
in Haraldur Henrysson Reykjavík
og Jóhanna Brynjólfsdóttir Hafn-
arfirði. Lagðir voru fram endur-
skoðaðir reikningar fyrir árið 1977
og fjárhagsáætlun fyrir árin 1978
og 1979. Að loknu matarhléi fóru
fram umræður um skýrslu stjórn-
ar, reikninga og fjárhagsáætlun
og síðan var lýst eftir erindum og
tillögum.
í dag hefjast fundarstörf klúkk-
an 9 með umræðum um fyrirliggj-
andi tillögur og erindi. Haraldur
Sigurðsson yfirverkfræðingur
Póst- og símamálastofnunarinnar
flytur erindi um fjarskiptamál og
starfsmenn SVFI, Hannes Þ.
Hafstein framkvæmdastjóri og
Óskar Þ. Karlsson erindreki, fjalla
um „Starfið í dag“ og „Útbreiðslu-
starf og umdæmaskipting björg-
unarsveita". Að loknu hádegis-
verðarhléi verða umræður um
umferðarmál, þar sem Haraldur
Henrýsson, fulltrúi SVFÍ í um-
ferðarráði, hefur framsögu. Hörð-
ur Friðbertsson ræðir um happ-
drætti SVFÍ 1978 og Baldur
Jónsson kynnir Nordisk Livredn-
Birgir ísleifur Gunnarsson borg-
arstjóri býður landsfundarmenn
velkomna til starfa f Reykjavík.
ingsforbund, sem SVFÍ varð aðili
að á síðasta ári.
Forsetahjónin hafa svo boð inni
að Bessastöðum fyrir landsfund-
arfulltrúa, en fundarstörfum í dag
lýkur með fundi með umdæmis-
stjórum SVFÍ og öðrum björgun-
arsveitarmönnum.
A sunnudagsmorgun hefjast
fundarstörf með morgunandakt
sem séra Stefán Eggertsson Þing-
eyriannast og síðan verða almenn-
ar umræður um framtíðarhlut-
verk SVFÍ.
Eftir hádegið á morgun verður
farið til Hafnarfjarðar og Sand-
gerðis og skoðaðar björgunar-
stöðvar þar, en fyrsta deild SVFÍ
var stofnuð í Sandgerði í júní
1928. Sumarið eftir var svo vígð
þar fyrsta björgunarstöðin og
björgunarbáturinn Þorsteinn tek-
inn í notkun. Slysavarnadeildin
Sigurvon í Sandgerði býður til
kaffihófs þar.
Annað kvöld verður hátíðar-
kvöldverður í húsi SVFÍ og að
honum loknum verður hátíðar-
fundinum slitið.
Slysavarnakonur færðu SVFÍ fallegan ra'ðustól að gjöf við upphaf
hátíðarfundarins í gær. Gunnar Friðriksson þakkar Iluldu
Sigurjónsdóttur varaforseta SVFÍ, sem hafði orð fyrir gefendum.