Morgunblaðið - 29.04.1978, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 29.04.1978, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. APRÍL 1978 21 Mbl., Alþingi og Hannibal í leiðara Morgunblaðsins í dag er sett heldur betur ofan í við allsherjarnefnd neðri deild- ar, vegna þess að hún á aö hafa gert tillögu um að leggja stjórn- arskrárnefndina niður. Ekki veit ég, hvers allsherjarnefnd neðri deildar á að gjalda, þar sem hún hefur hvergi nálægt þessu máli komið. Hins vegar hefur allsherjarnefnd samein- aðs þings borið fram ofan- greinda tillögu. Þessi ónákvæmni Morgunblaðsins er i stíl við annað í þessum leiðara, sem er uppfullur af rökleysum. M.a. er því haldið fram, að umræður um kjördæmaskipan hafi ekki verið „ýkja mikið á döfinni og bersýnilega enn nokkuð langt í að hún komist til umræðu í alvöru". Þetta fullyrðir Morgunblaðið enda þótt öll þjóðin viti, að umræður um kjördæmaskipan hafi staðið látlaust yfir meðal áhugamanna um stjórnmál mörg undanfarin ár, og frjáls- lyndir menn gera sér grein fyrir því, að breytingar á kjördæma- skipun er nánast forsenda þess, að hér ríki raunverulegt lýð- ræði. Ríkisstjórn Geirs Hallgríms- sonar hét þvi í stjórnmálasátt- mála sínum að endurskoða stjórnarskrána, en það fyrirheit var fyrst og fremst gefið vegna kjördæmaskipunarinnar. Máliö kom á dagskrá á fyrsta þingdegi í haust vegna þess, hversu alþingismenn töldu brýnt, að hreyfing komist á þessa endur- skóðun. Málið hefur stöðugt verið til umræðu í fjölmiðlum á þessum vetri, og reyndar allt þetta kjörtímabil. Það má hins vegar vera rétt, að Mbl. hafi ekki þóknast að fjalla um kjördæmaskipunina í leiðurum sínum, né heldur hafi komið auga á nauðsyn þess að henni yrði breytt tii að leiðrétta hróplegt ranglæti, sem nú rikir varðandi atkvæðisrétt kjósenda. Það má vera, að blaðið vilji að núverandi kjördæmaskipan sé notuð sem skálkaskjól þeirra, sem berjast gegn því, að meiri hluti kjósenda njóti eðlilegs atkvæðisréttar. Því hefði ég þó ekki trúað að óreyndu. Fjölmörgum tillögum er snerta stjórnarskrá og kjör- dæmaskipan hefur á undanförn- um árum verið vísað til stjórn- arskrárnefndar. Þar hafa þær sofnað svefninum langa. Hvers konar hugmyndir um leiðir og. úrbætur hafa verið kæfðar á þeirri forsendu, að stjórnarskrárnefnd er sögð sitja að störfum. Upplýst er að ekki hefur verið haldinn fundur í nefndinni í rúmt ár. Þegar ljóst varð, að stjórnar- skrárnefnd mundi engum tillög- um skila fyrir þingslit og formenn stærstu stjórnmála- flokkanna lýstu því yfir, að engin samstaða væri um breyt- ingu á stjórnarskrá, m.a. vegna þess að ekkert hafi heyrst frá stjórnarskrárnefnd, brast þolin- mæði þeirra fjölmörgu alþingis- manna, sem margsinnis hafa óskað eftir því að slíkar tillögur yrðu gerðar. Fjórir þingmenn gripu til þess ráðs að leggja fram frumvarp Athugasemd frá Ellert B. Schram alþm. vegna leiðara 28. apríl um einfaldar breytingar á kosn- ingalögum, til þess að leiðrétta mesta misréttið, sem stafar af núverandi kjördæmaskipan. Það er þó engin allsherjarlausn, og það er mikill misskilningur eða fáfræði hjá Mbl. að halda, að hreytingar á kosningalögunum leysi allan vanda, og því út í hött að halda því fram, að þingmenn geti við sjálfan sig sakast, ef alvarlegt misrétti ríki. Viðbrögð úrtölumanna hafa orðið þau, að þetta frumvarp sé of seint fram komið. Eftir að hafa þvælst fyrir öllum tillögum til breyt- inga á kjördæmaskipan, grípa þeir nú til þeirra raka, að ekki megi breyta kosningalögunum, nema það haldist í hendur við breytingar á kjördæihaskipan og stjórnarskrá!! Er það óeðlilegt, að alþingis- menn lýsi vandlætingu sinni á þessari málsmeðferð, leggi til, að nefnd, sem ekki hefur starfað í rúmt ár sé lögð niður og ný nefnd sé sett á laggirnar, sem hafi ákveðnari verksvið og tímamörk? Morgunblaðið sér ástæðu til að kasta skætingi í allsherjar- nefnd vegna tillöguflutnings í þessa átt. Hefði ég þó talið, að Morgun- blaðinu stæði nær að styðja þessa afstöðu og ávíta þá menn, sem ekki sinna þeirri sjálfsögðu skyldu að halda fundi í þing- skipuðum nefndum og koma til móts við þá lýðræðislegu kröfu, að kjördæmaskipan sé lagfærð. Það er talin hvatvísi og tillitsleysi gagnvart Hannibal Valdimarssyni og öðrum nefndarmönnum, að tillaga alls- herjarnefndar sé lögð fram. Flestir nefndarmanna hafa þó ekki tekið tillögunni verr en svo, að þeir hafa lýst sig fylgjandi henni. Hvað Hannibal Valdimarsson snertir, þá á hann sér sannar- lega sérstæðan og merkan lífs- feril og þarf undirritaður ekki á Morgunblaðinu að halda tii að átta sig á því. Ég vísa því hins vegar alger- lega á bug, að atlsherjarnefnd sé aö veitast persónulega að Hannibal með óvirðulegum hætti. Hann stendur eftir jafn hnarreistur sem áður, enda þótt störf stjórnarskrárnefndar séu talin gagnrýnisverð. í tillöguflutningi nefndarinn- ar er tekin afstaða til málefnis en ekki manna. En jafnvel þó svo væri, þá eru sem betur fer þeir tímar á íslandi, að menn eru dæmdir af verkum sínum en ekki virðingarstöðu. Þetta mætti Mbl. hafa í huga næst, þegar það fullyrðir, að Alþingi hafi orðið sér til skammar. Ellert B. Schram form. allshj.n. SÞ. ■m Happ- drættis- hestur- inn er sjö vetra rauð- blesóttur gæðingur frá Kirkjú- læk. Hér situr formaður Gusts, Hreinn 0. Arnason, hestinn. að borgin eigi að hafa veruleg afskipti af atvinnulífinu hér í Reykj avík“. Sj álfstæðisflokkurinn vildi hins vegar, aö hið frjálsa framtak leysti vandann, svo virtist nú, sem Framsóknarflokkurinn væri sammála. Björgvin sagði nauðsyn á að koma upp skipavið- gerðar og skipasmíðastöð, slíkt myndi spara stórfelldan gjaldeyri. Reisa þurfi frystihús fyrir BUR og láta fyrirtækið skila arði. Björgvin sagði, að sín tillaga fjallaði um aðgerðir á þessu ári. Atvinnumála- tillögur Sjálfstæðisflokksins væru algert kosningaplagg og það held- ur ómerkilegt. Hins vegar væri atvinnumálaskýrslan sönnun þess, að stefna meirihluta borgarstjórn- ar hefði brugðizt. Magnús L. Sveinsson (S) tók næst til máls. Hann sagði, „Björg- vin Guðmundsson sagði, að tillög- ur borgarstjóra væru áróðurs- plagg, slíkt er firra“. Magnús spurði hvað mætti þá segja um tillögur Björgvins Guðmundsson- ar. Hann vildi gera allt á einu ári. Björgvin Guðmundsson vildi kaupa eitt stykki skipalyftu, byggja eitt stykki frystihús, kaupa tvo nýja skuttogara og fleira. Magnús L. Sveinsson sagði, að það þyrfti fjármagn til að gera hlut- ina. Því hefði verið fram haldið, að einkaframtakið hefði brugðizt. Slíkar fullyrðingar væru ómakleg- ar, þegar horft væri til þess hverju áorkað hefði verið. Þessu til sönnunar vildi hann vitna í ræðu sem Eggert Jónsson borgarhag- fræðingur hefði flutt í haust, en þar hefði hann m.a. sagt; að í atvinnumálaskýrslunni væri hvergi látið í ljósi vanmat á gildi rekstrarforma fyrirtækja svo sem fram hefði verið haldið. Magnús L. Sveinsson sagði, að Kristján Bene- diktsson hefði nú loks viðurkennt, að byggðastefnan ætti m.a. þátt í hvernig komið væri í Reykjavík. Slíkt væri vissulega stefnubreyt- ing hjá honum því aður hefði hann kennt Sjálfstæðisflokknum um. Magnús L. Sveinsson sagði, að hver vinnandi hönd hefði haft nóg að gera sem betur færi en hins vegar hefðu framleiðslugreinarnar dregist saman, en þjónustan auk- ist. Það færi ekki milli mála, að ein meginástæðan væri byggða- stefnan. Rétt væri og að vekja athygli á því, að Reykjavíkurhöfn ein allra hafna á landinu yrði að leggja allt fé fram sjálf sem hún vildi nota í uppbyggingu. Allar aðrar hafnir m.a. í Hafnarfirði fengju fjármagn frá ríkinu. Reykjavíkurhöfn hefði ennfremur ekki fengið að taka þau gjöld, sem hún hefði þurft og engir aðrir en Framsóknarmenn hefðu verið harðastir gegn því. Rangtúlkun væri, sagði Magnús, að ekki sé minnst á sjávarútveg og iðnað í tillögum borgarstjóra því einmitt þessum liðum væru gerð ítarleg skil. Varðandi grundvallarágrein- ing vegna atvinnurekstrar hins opinbera þá væri hægt að nefna mörg dæmi um, að opinber rekstur stendur langt að baki einkafyrir- tækja. Reykjavíkurborg stæði næst BÚR því til sönnunar. Magnús sagðist vilja leggja áherzlu á, að afskipti borgaryfir- valda-ættu að lúta að stjórnunar- legum þáttum atvinnurekstrar í borginni. Hann sagðist því alls ekki telja, að borgin ætti að leggja fé í atvinnureksturinn. Hún ætti einungis að skipta sér af stjórn- unaratriðum málsins. Þess vegna lýsti hann eindregnum stuðningi við tillögur borgarstjóra. Nú kom að atkvæðagreiðslu. Frávísunartillögurnar sem áður er getið voru samþykktar. Tillögur borgarfulltrúa Framsóknarflokks- ins voru síðan afgreiddar. Við lið 1 var flutt breytingartillaga af borgarfulltrúum Sjálfstæðis- flokksins, þar sem vitnað var til aðstoðar með óbeinum aðgerðum svo sem lóðaúthlutun, gatna- gerðargjöldum og fleiru. Þetta var samþykkt. Tillögu 2 var vísað frá. Við tillögu 3 kom breytingartillaga frá borgarfulltrúum Sjálfstæðis- flokksins og þar segir; „Hvetja beri til nýbreytni í atvinnurekstri m.a. með því að laða almenning til beinnar þátttöku í atvinnustarf- seminni með stofnun eða þátttöku í fyrirtækjum, sem rekin eru í félagsformum, sem hvetji almenn- ing til þátttöku í starfsemi þeirra". Tillögu 4 var vísað til borgarráðs og tillögum 5 og 6 til hafnarstjórn- ar. Tillögum 7 og 8 var vísað frá með eftirfarandi rökstuðningi: „I tillögum borgarfulltrúa Fram- sóknarflokksins um sjávarútveg og iðnað er ýmist rætt um sjálfsagða hluti, sem óþarfi er að álykta sérstaklega um, eða endur- tekin efnisatriði, sem fram koma i tillögum borgarstjóra að stefnu- skrá í atvinnumálum. Borgar- stjórn sér því ekki ástæðu til sérstakrar ályktunar á grundvelli tillögu borgarfulltrúa Fram- sóknarflokksins og vísar því tillög- um 7 og 8 frá. Næst voru afgreiddar breytingar-'og viðauka- tillögur frá borgarfulltrúum Sjálf- stæðisflokksins við tillögur borgarstjóra. Tillögurnar eru: „1. Aftan við 1. mgr. í kafla I um stjórnun bætist eftirfarandi: „Jafnframt verði starfandi at- vinnumálanefnd, sem skipuð verði fulltrúum kjörnum af Borgar- stjórn Reykjavíkur og tilnefndum af samtökum atvinnuveganna. Atvinnumálanefndin verði borgar- ráði og borgarstjórn til ráðuneytis um atvinnumál í borginni. Nefnd- in fylgist jafnframt með ástandi og þróun atvinnumála í Reykjavík í samvinnu við borgarhagfræðing. Atvinnumálanefnd gerir borgar- stjórn þegar þurfa þykir grein fyrir viðhorfi og horfum í atvinnu- málum, svo og um stöðu einstakra atvinnugreina. Borgarráð ákveði nánar fjölda nefndarmanna og hvaða aðilar skuli tilnefna í nefndina." Þá bætist við kafli sem verði X kafli og þar segir: „Framkvæmd atvinnumálastefnu Reykjavíkurborgar mun m.a. bein- ast að virkri leit að nýjum atvinnu- og framleiðslutækifær- um. Skrá þarf allar hugmyndir um slík tækifæri og vinna á kerfis- bundinn hátt að athugun einstakra möguleika. Meðal verk- efna, sem rétt væri að taka til athugunar á næstunni eru; 1. Sérstök könnun fari fram á því, hvort unnt sé og hagkvæmt að framleiða innanlands ýmsar rekstrar- og fjárfestingarvörur, sem nú eru fluttar inn í þágu borgarstofnana. Leita skal sam- starfs við rfeykvísk iðnfyrirtæki í þessu skyni. 2. Hefja skal viðræður um samstarf við rannsóknir og þróunarstofnanir um nýjungar og eflingu framleiðslustarfsemi í borginni. Vitað er, að sumar þessara stofnana vinna markvisst að þróun nýjunga. 3. Lokið verði á árinu athugunum á endurvinnslu úrgangs á vegum borgarverkfræð- ings. 4. Rannsókn fari fram á því, hvort grundvöllur sé fyrir stofn- setningu fiskkassaverksmiðju í Reykjavík. Þegar verkefnum sam- kvæmt framansögðu er lokið er timabært að taka ákvörðun um einstök framhaldsverkefni, enda er eðlilegt, að verkefnaval eigi sér stað á grundvelli forkönnunar. 5. Borgarstjórn leggur áherzlu á, aö reynt verði að sjá því skólafólki sem kemur til sumarvinnu, fyrir verkefni við hæfi. Þessar tillögur voru samþykktar. Kristján Bene- diktsson gerði grein fyrir atkvæð- um Framsóknarflokksins vegna heildarafgreiðslu málsins. Hann sagði það margt ágætt í tillögun- um i aðalatriðum og því myndu þeir styðja málið. Björgvin Guð- mundsson sagðist ekki taka mark á tillögúnum og þess vegna sitja hjá. Upp úr miðnætti komu tillögurnar loks til heildaraf- greiðslu. Tillögur borgarstjóra að stefnuskrá borgarstjórnar Reykja- víkur meö áorðnum breytingum og viðaukatillögum voru síðan sam- þykktar með ellefu atkvæðum gegn þremur. Firma- keppni á vegum Gusts SUMARSTARF Hestamannafé- lagsins Gusts í Kópavogi hefst í dag með firmakeppni á nýjum velíi félagsins við Arnarnesla'k. Ýmislegt er á döfinni hjá félag- inu. svo sem rekstur reiðskóla. fullgerð vallarins, mótahald og fleira. Nýi völlurinn er við Arnarnes- læk sunnan í Nónhæð, segir í frétt frá Gusti. Hann er hringvöllur með 3000 m braut í samræmi við tillögur, sem komu fram um stærð keppnisvalla á síðasta ársþingi Landssambands Hestamannafé- laga. Við tilkomu vallarins breyt- ist aðstaða félagsins til þjálfunar og mótahalds. Fyrirhugað er íþróttamót 7. maí og verða gæð- ingar félagsmanna dæmdir 21. maí og niðurstöður kynntar á kapp- reiðum á Kjóavöllum daginn eftir. í fréttinni frá Gusti segir ennfremur að gerð vallarins hafi verið mikið fyrirtæki, flytja þurfti allt fyllingarefni úr malargryfju Garðaþæjar og enn á eftir að leggja efsta lagið úr rauðamöl og leirsandi. Kostnaður við völlinn er áætlaður 1,6 milljónir og fæst styrkur úr Kópavogssjóði eins og við gerð annarra íþróttavalla. Félagið hefur síðan í fjáröflunar- skyni efnt til happdrættis, þar sem fyrsti vinningur er gæðingur, annar Kaupmannahafnarferð fyr- ir tvo en alls eru vinningar átta að heildarverðmæti 668 þúsund. Reiðskóli verður rekinn eins og undanfarin ár í samvinnu fið tómstundaráð bæjarins. Kennsla fer fram í Glaðheimum. Tómstundaráð og Gustur reka í sameiningu hesthús fyrir fjórtán hesta í Glaðheimum, þar sem unglingar fá aðstöðu fyrir hesta sína og hirða þar sjálf undir eftirliti og tilsögn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.