Morgunblaðið - 29.04.1978, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 29.04.1978, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. APRÍL 1978 Atyinnumálatillögur borgarstjóra samþykktar: EINS og fram kom í Morgunblaðinu í gær voru atvinnumálatillögur til umræðu á fundi borgar- stjórnar Reykjavíkur í fyrrakvöld. Þetta var síð- ari umræða um tillögur borgarstjóra Birgis Isleifs Gunnarssonar, sem hann hafði áður lagt fyrir borgarstjórn. Borgarstjóri kvaðst sannfærður um, að tillögur þessar yrðu til góðs fyrir atvinnulífið í borginni og að þær myndu styrkja Reykjavík, sem atvinnustöð í framtíðinni og verða þáttur í því að bæta lífskjör borgarbúa og gera Reykjavík að betri borg. Hann sagði tillögur þær, sem nú lægju fyrir borgarstjórn til samþykkt- ar vera sprottnar upp úr umræðum um atvinnumál borgarinnar í framhaldi af atvinnumálaskýrslunni. Tillögur sínar byggðust á hugmynd- um, sem komnar væru jafnt frá samtökum at- vinnurekenda sem laun- þega og hefði verið ánægju- legt að sjá hvað þessir aðilar hefðu getað samein- ast um ýmis mál, sem til heilla gætu horft í atvinnu- lífi Reykvíkinga. Furðulegur fjandskapur Alþýðu- bandalagsins: Birgir ísieifur Gunnarsson ræddi nokkuð um afstöðu Alþýðu- bandalagsins. Hann sagði hana einkennast af furðulegum fjand- skap við þá aðiia, sem stæðu fyrir atvinnurekstri í Reykjavík. Hug- mynd Alþýðubandalagsins væri; að atvinnureksturinn væri bezt kominn í höndum opinberra aðila en því kvaðst borgarstjóri alger- lega andvígur. í tillögum Alþýðu- bandalagsins og Sjálfstæðisflokks- ins kæmi fram grundvallarágrein- ingur hvernig staðið skuli aö atvinnumálum í borginni. Borgar- fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggi sérstaka áherzlu á, að grundvöllur atvinnulífsins í borg- inni sé framtak borgaranna sjálfra, en þannig eigi að búa að atvinnuv'egunum, bæði af hálfu borgar og ríkis, að rekstrargrund- völlur sé fyrir hendi. Atvinnumál og Framsókn Borgarstjóri, sagði, að Fram- sóknarflokkurinn hefði lýst yfir, að borgin ætti ekki að taka beinan mátt kveða fastar að orði en hann sagðist vona að borgarfulltrúar sameinuðust í þessum málum því hann vildi ekki vakna einn góðan veðurdag og þá væri einungis þjónusta við landsbyggðina fyrir hendi í Reykjavík. Kristján sagði síðan frá tillögum borgarfulltrúa Framsóknarflokksins en þar segir m.a. 1. „Borgarstjórn telur að borgin sjálf eigi ekki að gerast beinn þátttakandi í atvinnurekstri nema slíkt sé beinlínis talið bráðnauðsynlegt". 2. „Atvinnu- málanefnd hafi það hlutverk að fylgjast með ástandi og þróun atvinnumála í borginni og njóti við það aðstoðar borgarhagfræðings og skrifstofu hans, sem verði efld í þessu skyni.“ 3. „Hvetja beri til nýbreytni í atvinnurekstri, m.a. með því að laða almenning til beinnar þátttöku í atvinnustarf- semi með stofnun framleiðslusam- vinnufélaga þar sem slíkt á við“. 4. „Borgarstjórn telur, að leita beri álits og umsagnar samtaka þeirra aðila, sem verzlunina annast, þegar ný verzlunarhverfi eru Frá fundi borgarstjórnar í fyrrakvöld. Markús Örn Antonsson í ræðustól. skipulögð". 5. Þessi grein fjallar Byggðar á hugmyndum, sem komnar eru jafnt frá laun- þegum sem atvinnureken dum þátt í atvinnurekstri og kvaðst borgarstjóri sammála því. Ætla mætti, að borgarfulltrúar Fram- sóknarflokksins vildu standa með Reykvíkingum í baráttu fyrir að snúa fjáraustri til allra annarra en Reykjavíkur, við. Ef borgarfulltrúar Framsóknar- flokksins lokuðu augum fyrir þessum staðreyndum væru þeir að vinna óþurftarverk fyrir Reykja- vík og greinilega að lúta flokksaga innan Framsóknarflokksins, en atvinnumál í Reykjavík hefðu sjaldnast átt upp á pallborðið hjá þeim flokki. Alþýðuflokkur- inn og BÚR Borgarstjóri sagði það þröng- sýnt sjónarmið hjá Alþýðuflokkn- um í atvinnumálum borgarinnar að sjá ekkert annað til bjargar atvinnulífi borgarinnar en treysta á BÚR. Birgir Isleifur Gunnarsson kvaðst ekki draga í efa mikilvægi BÚR fyrir atvinnulíf höfuðborgar- innar, en fleira þyrfti til að koma. Málsmeðferð Borgarstjóri Birgir Isleifur Gunnarsson flutti síðan eftirfar- andi tillögur vegna tillagna Al- þýðubandalags og Alþýðuflokks. Vegna Abl. „Á fundi borgarráðs þann 10. janúar s.l. lagði borgar- stjóri fram tillögur að stefnuskrá borgarstjórnar í atvinnumálum. Á fundi borgarstjórnar þann 19. jan. s.i. lögðu borgarfulltrúar Alþýðu- bandalagsins fram tillögur um sama efni. Tillögur borgarfulltrúa Alþýðubandalagsins eru byggðar upp á annan hátt en tillögur borgarstjórá/ og því ekki um eiginlegar breytingartillögur að ræða. Áð hluta eru tillögurnar um sama efni og fjalla þar um mál, sem ekki er ágreiningur um. Að öðru leyti speglast í þessum tveimur tillögum grundvallar- ágreiningur milli borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og borgarfull- trúa Alþýðubandalagsins, um, hvernig staðið skuli að atvinnu- málum í borginni. Borgarfulltrúar Sjálfstæðís- flokksins leggja áherzlu á, að grundvöllur atvinnulífsins í borg- inni sé framtak borgaranna sjálfra, en þannig eigi að búa að atvinnuvegunum, bæði af hálfu borgar og ríkis, að rekstrargrund- völlur sé fyrir hendi. Alþýðu- bandalagið leggur hins vegar meiri áherzlu á þátttöku og frumkvæði borgarinnar sjálfrar í atvinnumálum. Þá er og á það að benda, að tillögur borgarstjóra fjalla um flest þau atriði, sem fram koma í tillögum Alþýðu- bandalagsins og ekki er ágreining- ur um. Með tilvísun til þess, er að framan greinir er tillögum borgar- fulltrúa Alþýðubandalagsins vísað frá, nema 6. tl. (atvinnumál fólks með skerta vinnugetu), sem vísað er til borgarráðs. Vegna Alþfl. „I tillögum borgarfulltrúa Alþýðuf- lokksins er fjallað um þrjá þætti í atvinnumálum. Lið 2 og 3 í tillögunum hefur þegar verið fjallað um í tillögum borgarfull- trúa Sjálfstæðisflokksins (iðn- garðar og skipasmíðastöð). Um lið 1 (efling BÚR) er vakin athygli á, að þegar er í framkvæmd hluti af því, sem um getur í tillögunni, en að öðru leyi verður að taka afstöðu til frekari framkvæmda og upp- byggingar eftir því sem fjárhagur Bæjarútgerðar Reykjavíkur og borgarsjóðs leyfir hverju sinni. Tillögum borgarfulltrúa Alþýðu- flokksins er því vísað frá“. Kristján Benediktsson (F) tók næstur til máls; hann gerði ítarlegá grein fyrir afstöðu Fram- sóknarflokksins. I greinargerð frá þeim segir; „Athugun sú, sem gerð var á atvinnumálum Reykvíkinga á s.l. ári leiddi í ljós, að á undanförnum árum hefur orðið verulegur samdráttur í útgerð og fiskvinnslu og því fólki fækkað, sem vinnur í þessum framleiðslu- greinum, en hins vegar orðið fjölgun í ýmsum þjónustugreinum, einkum verzlun. Enginn vöxtur hefur orðið í hinum almennu iðngreinum. Á þessu þarf að verða breyting og þurfa Reykvíkingar að taka höndum saman og treysta undirstöðugreinar atvinnulífsins í borginni. Því er nauðsynlegt, að reynt sé að ná sem víðtækastri samstöðu um raunhæfa atvinnu- stefnu og láta framkvæmd hennar hafa algeran forgang næstu árin“. Kristján sagði, að stefnuskrá sú, sem fyrir lægi frá borgarstjóra um atvinnumál innihéldi ýmis atriði, sem allir hlytu að vera sammála um. Hann sagði, að sér findist vanta kafla um sjávarútveg og iðnað. Sums staðar í tillögunum hefði um áfangaskipta uppbyggingu hafnarinnar. 6. Hér segir, að auka þurfi viðlegu pláss og vöruskemm- ur í Sundahöfn fyrir smærri útgerðir farskipa. 7. I þessum lið segir, að bæta þurfi á skipulegan hátt aðstöðu frystihúsa og fisk- vinnslustöðva, reykvískir útvegs- menn sitji við sama borð og aðrir við kaup og rekstur fiskiskipa, undirbúin verði bygging nýs frystihúss BÚR og kannað verði, hvort ekki verði hagkvæmt fyrir BÚR að gera út 2—3 báta með togurunum. 8. í þessum lið segir, að borgin þurfi jafnan að geta úthlutað iðnaðarlóðum, hliðrað verði til vegna greiðslu á gatna- gerðargjöldum, settar verði reglur um notkun iðnaðarhúsnæðis, leit- að verði nýrra verkefna á sviði iðnaðar, iðnaður eigi aðgang að íbúðarhverfum sé hann hreinleg- ur, bætt verði viðgerðaraðstaða á Reykjavíkurflugvelli og iðnaðinum verði tryggður sá sess, er honum beri sem höfuðatvinnuvegi Reyk- víkinga. Sigurjón Pétursson (Abl) sagði, að tillögur Alþýðubandalagsins hefðu þegar haft nokkur áhrif. Þær hefðu hlotið hljómgrunn hjá Sjálfstæðisflokknum. Nú loksins hefði Framsóknarflokkurinn lagt fram punkta í atvinnumálum. Nú væri málefnaleg samstaða með Framsóknarflokknum og Sjálf- stæðisflokknum. Aðeins eitt atriði færi fyrir brjóstið á borgarstjóra og væri það greinin um fram- leiðslusamvinnufélög. Sigurjón sagði, að tillögur Sjálfstæðis- flokksins miðuðu að því að styrkja atvinnurekendur. Þeir Alþýðu- bandalagsmenn vildu heldur, að borgin hefði sjálf frumkvæði í eflingu atvinnulífs og æskilegt væri, að hún yrði sjálf virkur þátttakandi. Það hefðu hér áður fyrr verið stór útgerðarfyrirtæki í borginni, en þegar þau hefðu hætt að skila hagnaði þá hefðu þau lagt upp laupana. Sigurjón kvaðst ekki vita hvort borgarstjóri þekkti til framleiðslusamvinnufélaga, en það væri hins vegar atvinnulífinu hagstætt ef mörg slík yrðu til í Reykjavík. Björgvin Guðmundsson (A) sagði, „stefna Alþýðuflokksins er, Birgir ísl, Gunnarsson borgarstjóri, Sveinn Björnsson og Valgarð Briem á fundi borgarstjórnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.