Morgunblaðið - 29.04.1978, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 29.04.1978, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. APRIL 1978 - 45 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100 KL. 10—11 FRÁ MÁNUDEGI ‘jfiwi/jÆPL-iz/M ii held ég vissulega að þetta geti auðveldað flest mál ef staðgreiðsl- an verður að veruleika. Mér finnst að sem allra flestir ættu að tjá sig eitthvað um skattamálin,^ þau snerta alla landsmenn verulega og því er öllum nauðsynlegt að fylgjast með hvað er að gerast í þeim málum, taka undir það sem rétt þykir í frumvörpunum og andmæla hinu, er gallað er. Vil ég hvetja menn til að tjá sig í þessum efnum. Skattborgari.“ • Tíundi hlutinn erlendis? „Eg sá það í blöðunum nýlega að framboð ferðaskrifstofanna okkar ætluðu á svonefndum sólarlanda- og sumarleyfisferðum er nálega þrjátíu þúsund sæti og líklegt þykir að allt að tuttugu þúsund þeirra verði notuð. Hafa landsmenn gert sér grein fyrir þessu? Hafa menn hugsað út í það að nærri lætur að 10: þjóðarinnar verði í útlöndum í svo og svo langan tíma í sumar? Ekki hafði ég gert mér grein fyrir því að við værum orðin svona gífur- lega ferðavön og veraldarvön að við streymdum til sólarlanda í þessum mæli. Auðvitað hef ég séð að fólk streymir til útlanda í sumarfríinu, en er þetta ekki aðeins of mikið? Gaman væri að spyrja fólk sem fer til útlanda e.t.v. á ári hverju, hvað það hefur ferðast mikið um sitt eigið land og hvað það hefur séð af því. Ætli margir hafi t.d. verið í blíðuveðri upp á öræfum eða einhvers staðar á fallegum og huggulegum stað, — í Mallorkaveðri eins og stundum kemur nú á okkar kalda landi? Ég held nefnilega að flest eða í það minnst mjög margt fólk hafi lítið séð af landinu og sé þess vegna ekki eins „forframað" og það vill vera láta, eða ég tel það a.m.k. eins mikla „forfrömum" í því fólgþa að sjá sitt eigið land 'eins og að flækjast út um heim. Ekki hef ég á móti utanlands- ferðum, en samt finnst mér hér byrjað á öfugum enda, fólk á að kynnast eigin landi sem bezt, enda væri í því fólginn umtalsverður sparnaður gjaldeyris og það gæti veitt ferðamannaiðnaðinum ís- lenzka eitthvað að gera. Innlendur ferðamaður.“ • Tvær glyrnur? H.K.A. hefur skotið fram eftir- farandi hugmynd mönnum til umfjöllunar og umhugsunar: „Undirritaða hefur oft langað til að fá skýringu á því hvers vegna „skjaldarmerki" sjónvarpsins er alltaf látið snúa öfugt þegar það er notað. Ef merkið er látið snúa eins og ég tel að það eigi að snúa, þá má greinilega sjá tvær glápandi glyrnur sem gefa merkinu tákn- rænt gildi. H.K.A. — glápari.“ Ekki þarf að hafa fleiri orð um þessa hugmynd, en þeir sem vilja geta fengið að tjá sig um málið. En vera má einnig að til sé eitthvert táknrænt gildi í merkinu eins og það snýr í dag „öfugt“ eins og bréfritari segir og ef svo er væri ágætt að fá að vita hver sú merking er. Þessir hringdu . . . • Fleiri stórver? Verkamaðuri — Mér finnst að við íslend- ingar ættum bara að gera meira af því að finna okkur nothæfa atvinnuvegi, ef svo má segja, þ.e. að reyna að setja á stofn verk- smiðjur eða framleiðslufyrirtæki af einhverju tagi og með einhverju móti, bæði til að nota orku okkar, sem víða liggur óbeizluð í jörðu. Það má áreiðanlega finna einhvers konar iðnað og þá meina ég ekki endilega iðjuver sem þurfa að valda stjórkostlegum deilum bæði fyrr og síðar vegna mengunar eða annars heldur aðeins einhver fyrirtæki sem veitt geta fólki okkar atvinnu um langa framtíð. Ég held að við verðum að verða útsjónarsamir og finna einhver „atvinnutækifæri" til að geta boðið fólki upp á að vinna eitthvað, því það geta ekki allir veitt fisk eða rekið verzlun. Við verðum að hafa augun opin yfir öllum möguleikum í þessu efni. SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Á skákmóti í Leningrad í fyrra kom þessi staða upp í skák þeirra Mosionshiks. sem hafði hvítt og átti leik ogTimofeevsi 26. Rh6+! - gxh6 27. De6+ - IH7 (Eða 27. ... Kh8 28. Dxh6+ - Kg8 29. Hg2+ - Kf7 30. Dg6 mát.) 28. Hxf7 og svartur gafst upp. HÖGNI HREKKVÍSI . ©ms 4-’ MeNa«(ht Syad., I>c. Á að stækka lukkutröllið? Norræna félagiö í Norrbotten í Svíþjóö býöur 12 íslendingum á sænskunámskeiö í Framnáslýðhá- skóla í Norrbotten dagana 31. júlí til 14. ágúst. Á eftir veröur efnt til ferðar um Nordkalotten, sem lýkur 20. ágúst. Þátttakendur þurfa aö sækja fornámskeið hér heima, en þaö veröur í Norræna húsinu 2.—4. júní. Umsóknarfrestur er til 20. maí 1978. Umsóknareyöublóö og nánari upplýsingar fást á skrifstofu Norræna félagsins, sími 10165. Norræna félagiö.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.