Morgunblaðið - 29.04.1978, Blaðsíða 48
AUGLÝSÍNGASÍMINN ER:
22480
mvrðunbltiiii))
flfjJJIttwMítíbiÍft
#ull Sc £)ílfur
Laugavegi 35
LAUGARDAGUR 29. APRÍL 1978
Birgir ísleifur Gunnarsson, borgarstjóri:
Eg vona að umræðurnar
verði jafn líflegar og áður
Fyrstu tveir hverfafundir borgar-
stjóra verða í dag og á morgun
BIRGIK ísleifur Gunnarsson
horgarstjúri hefur boðað til sex
hverfafunda í Reykjavík og
verður fyrsti fundurinn í dag í
Árhæjar- og Seláshverfi og
hefst í félagsheimili Rafveit-
unnar klukkan 14. Fundar
stjóri á fundinum verður Jó-
hanncs Öli Garðarsson fram-
kvæmdastjóri, en fundarritar-
ar> Sigrún G. Jónsdóttir skrif-
stofumaður og Gylfi Konráðs-
son blikksmíðameistari.
Birgir Isleifur Gunnarsson
borgarstjóri sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær að hann
hefði haldið hverfafundi í lok
síðasta kjörtímabils, á miðju
kjörtímabili og svo aftur nú í lok
þessa kjörtímabils. „Reynsla
mín af þessum fundum," sagði
borgarstjóri, „er góð að því leyti,
að þarna hefur komið mikill
fjöldi fólks, sem fyrst og fremst
kemur vegna áhuga á umhverfi
sínu og af áhuga á borgarmálum
almennt. Yfirleitt hafa fyrir-
spurnir á þessum fundum verið
mjög líflegar, svo og umræður
og vonast ég til þess að svo verði
áfram."
Annar hverfafundurinn verð-
ur í Nes- og Melahverfi, Vestur-
og Miðbæjarhverfi og verður
hann á morgun, sunnudag,
klukkan 15 í Átthagasal Hótels
Sögu. Fundarstjóri verður
Hörður Sigurgestsson, en fund-
arritarar Garðar Pálsson skip-
herra og Helga Bachmann leik-
ari.
Þriðji hverfafundur borgar-
stjóra verður í Laugarneshverfi
og Langholti þriðjudaginn 2.
maí og hefst hann klukkan 20.30
í Glæsibæ, Álfheimum 74. Fund-
arstjóri verður Þorsteinn Gísla-
son skipstjóri en fundarritarar
Ólöf Benediktsdóttir kennari og
Sigmar Jónsson framkvæmda-
stjóri.
Fjórði hverfafundur borgar-
stjóra verður í Háaleitishverfi,
Smáíbúða-, Bústaða- og Foss-
Framhald á bls. 26
Tvívegis vard
f jögurra bíla
árekstur í gær
TVÍVEGIS í gær gerðist það á
stuttu tímabili að fjórir bílar lentu
í árekstri á Miklubraut.
I fyrra skiptið lentu fjórir bílar
í árekstri fyrir framan Miklubraut
2 um hálffimmleytið og aftur
klukkutíma seinna lentu fjórir
bílar í árekstri fyrir framan
Miklubraut 86. Töluverðar
skemmdir urðu á bílum en engin
slys. Gífurleg umferð var í borg-
inni í gær og mörg óhöpp.
Spa-rlingsbátarnir sem koma
nú til Eyja dag hvern minna
dálítið á síldina í gamla daga.
ha;ði lest og dekk yfirfullt af
fiski. Þessar myndir af bristi
VE tók Sigurgeir Jónasson í
fyrradag þegar Þristur kom
með fullfermi af spærlingi til
Eyja.
Vinnuyeitendiir vís-
uðu deilunni einhliða
til sáttasemjarans
VINNUVEITENDUR vís-
uðu í gær kjaradeilunni við
Alþýðusamband íslands til
sáttasemjara ríkisins,
Torfa Hjartarsonar. Þetta
gerðu vinnuveitendur ein-
hliða, þar sem Alþýðusam-
bandið vildi enn bíða
átekta áður en málinu yrði
vísað til opinberrar
sáttameðferðar.
Sjónarmið vinnuveitenda fyrir
því að vísa deilunni til sáttameð-
ferðar voru að þar sem Verka-
mannasambandið hefði í síðustu
viku einhliða vísað deilu sinni við
vinnuveitendur til sáttasemjara,
væri eðlilegast að deilan í heild
Smygl finnst
í Skaftafelli
TOLLVERÐIR fundu í vik-
unni 50 flöskur af áfengi,
mest vodka, í Skaftafelli,
þar sem skipið lá í Reykja-
víkurhöfn. Var áfengið falið
í skáp í klefa eins skipverja.
5 slasast
FIMM manns voru flutt á slysa-
deild Borgarspítalans eftir harð-
an árekstur hfla á mótun Fálka-
giitu og Rauðarárstígs um kl.
22.15 í ga'rkvöldi. Þegar Morgun-
hlaðið fór í prentum var enn verið
að rannsaka meiðsli á fólkinu. en
talið var að sumt væri alvarlega
slasað.
Rannsókn á árekstrinum var
ekki lokið í gærkvöldi, en að sögn
lögreglunnar var hann mjög harð-
ur og báðir bílarnir því sem næst
ónýtir. T.d. hafnaði annar bíllinn
í húsagarði við Flókagötu.
fengi sáttameðferð en ekki aðeins
sá hluti hennar, sem snýr að
Verkamannasambandinu.
Torfi Hjartarson’sagði í samtali
við Morgunblaðið í gærkvöldi, að
stefnt væri að því að fyrsti
sáttafundur með Verkamanna-
sambandinu yrði á miðvíkudag, 3.
maí, en fyrsti sáttafundur með
Aiþýðusambandinu yrði á föstu-
dag, 5. maí. Þessir fundir væru þó
ekki fastákveðnir enn.
Skrif ar und-
ir 3ja ára
samning við
Standard
KNATTSPYRNUMAÐURINN
Ásgeir Sigurvinsson hefur
undirritað nýjan samning við
belgíska fálagið Standard
Liege til næstu þriggja ára, en
Ásgeir hcfur Icikið með félag-
inu undanfarin fimm ár. Verð-
ur Ásgeir hæstlaunaði knatt-
spyrnumaður Standard og
einn hæstlaunaði knattspyrnu-
maður í Belgíu.
Eins og Mbl. hefur áður skýrt
frá hafa mörg erlend stórfélög
haft hug á því að fá Ásgeir í
sínar raðir og hafa þau verið
tilbúin að greiða háar fjárhæð-
ir. Þýzka liðið Frankfurt bauð
t.d. nýlega 162 mijljónir ís-
lenzkra króna í Ásgeir og
belgíska liðið Anderlecht bauð
144 milljónir. Þessum boðum
hafnaði Standard og vildi fá
yfir 200 milljónir fyrir Ásgeir.
í vikunni bauð Standard
Ásgeiri mjög hagstæðan samn-
ing sem hann féllst á og
undirritaði á fimmtudaginn.
Sjá nánar viðtal við Ásgeir á
íþróttasíðu, bls. 47.
Einn á báti
í framboði
VIÐ sveitarstjórnarkkosning-
arnar á Ilellissandi í vor
verður Kristján Alfonsson
trésmiður einn og sér í fram-
boði. Framboð hans barst á
siðustu stundu og hafði hann
10 meðmælendur, sem nægir
til þcss að menn geti farið í
framboð.
Forsaga þessa máls mun vera
sú, að Kristján sem er Alþýðu-
flokksmaður og formaður Al-
þýðuflokksfélagsins á Hellis-
sandi var óánægður méð að
Alþýðuflokkurinn byði ekki
fram sér. Gunnar Már Kristj-
Framhald á bls. 26
Uppgripa spærlings-
afli kringum Eyjar
UPPGRIPA spæriingsafli hefur
verið síðustu vikurnar kringum
Vestmannaeyjar, en mest þó í
Háadýpi austur af Eyjum. Sem
dæmi um aflann er ekki óalgengt
að stærri bátar hafi fengið 300
tonn á dag og t.d. kom Guðmund-
ur RE mcð 450 tonn af spærlingi
til Keflavíkur á mánudag, þá
voru Huginn VE og Árni Sigurð-
ur AK með 350 lestir eftir
skamma útivist í vikunni. í gær
voru komnar yfir 13 þúsund
lestir af spærlingi til Eyja, eða
jafn mikið og kom þar á land allt
s.l. ár. Þá hefur spærlingi verið
landaö síðustu daga í Grindavík,
Keflavík og á Akranesi.
Spærlingsveiði byrjaði nú um
mánaðamótin frá Vestmannaeyj-
um og voru í fyrstu fáir bátar við
veiðarnar, en þeim hefur farið
sífjölgandi eftir því sem liðið
hefur á vertíðina. Eýjabátar landa
spærlingnum oftast á eins til eins
og hálfs sólarhrings fresti og ekki
er óalgengt að afli stærri báta sé
300—350 tonn, og hæstu Eyjabátar
eru núkomnir með yfir 2000 lestir
af spærlingi og eru því búnir að
fiska fyrir meira en 20 milljónir
króna. Reiknað er með að spærl-
ingurinn dreifi sér á ný er hann
hefur lokið hrygningu í næsta
mánuði, en þétti sig á ný er líður
á sumarið. Undanfarin ár hefur
bezta spærlingsveiðin verið síðari
hluta sumars, en fiskifræðingar
telja að óhætt sé að veiða allt að
100 þús. lestir af spærlingi við
íslandsstrendur árlega.