Morgunblaðið - 29.04.1978, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 29.04.1978, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. APRÍL 1978 27 Starfsinenn ISAL sam- þykktu samkomulagið Talsverður mannfjöldi kom á áheyrendapalla í fundarsal borKarstjórnar Reykjavíkur er skipulagstillaga að smábátahöfn var til umræðu. Umrseður urðu langar og harðar. en tillagan var samþykkt með 9 atkvæðum gegn 5. Ljósm. Mbl.. RAX „Borgarstjórn til sóma að ákveða byggingu smá bátahafnar í Elliðavogi” — segir Hafsteinn Sveinsson formaður Snarfara — EINS OG skýrt var frá í Morgun- blaðinu í gær tókust samningar milli íslenzka álfélagsins h.f. og stéttarfélaganna 10. sem hafa á hendi samningsumboð fyrir starfsfólk álversins. Samkomu- lagið byggist á hvetjandi launa- kerfi, sem er grundvallað á fræðslustarfi og telja samnings- aðilar að launakerfið muni verða til hagsbóta fyrir bæði starfs- menn og fyrirtæki. Morgunblaðinu barst í gær fréttatilkynning um þetta sam- komulag, en það var í gær borið undir starfsmenn álversins, sem samþykktu , það. í fréttatilkynn- ingunni segir: „í sambandi við undirritun kjarasamnings milli hlutaðeigandi verkalýðsfélaga og ÍSAL, sem gerður var 23. júní 1977, var gert samkomulag varðandi námskeiða- hald í því skyni að auka starfs- hæfni starfsmanna annars vegar og framleiðni og/eða hagkvæmni í rekstri fyrirtækisins hins vegar. Síðan hafa verið haldin ýmis fræðslunámskeið og gerð hefur verið áætlun um ýmis viðbótar- námskeið, sem haldin verða á næstu mánuðum. Samningsaðilar hafa nú náð samkomulagi um hvetjandi launa- kerfi, sem m.a. er byggt á þessu fræðslustarfi, og telja, að launa- kerfið muni verða til hagsbóta fyrir bæði starfsmenn og fyrir- tæki“. Góður afli Akraness- togaranna Akranesi 28. apríl SKUTTOGARINN Ilaraldur Böðvarsson AK 12 var hér í gær með um 120 lestir af fiski, karfa, grálúðu og þorski. Aflinn fór til vinnslu í frystihúsi HB og Co. Krossvík AK 300 kom í höfn í morgun með um 100 lestir af þorski sem skiptast á milli frystihúsanna til vinnslu. Árni Sigurður AK 370 kom einnig með 300 lestir af spærlingi, sem fór til vinnslu hjá Síldar- og fiskimjölsverksmiðjunni. Afli í þorskanet hefur verið að meðaltali um 5 lestir í veiðiferð að undanförnu, einn og einn bátun hefur þó náð 10 lesta afla. Hrognkelsaveiði er treg nú sem stendur, en menn vona að grá- sleppan sé ekki uppurin og hún komi síðar meir á grunnið. Júlíus. „Það rfkir mikil gleði meðal sportbátaeigenda og áhuga- manna um siglingar og það er borgarstjórn til sóma að hafa ákveðið að byggja glæsilega smábátahöfn í Elliðavogi,“ sagði Hafsteinn Sveinsson formaður Snarfara félags sportbátaeigenda þegar Morgunblaðið leitaði álits hans á ákvörðun borgarstjórnar Reykjavíkur. „Ég vil þakka þeim sem hafa stutt baráttu okkar fyrir byggingu smábátahafnar á þessum stað og að lausn þessa baráttumáls skuli nú vera í sjónmáli. Það hafa margir barist á móti okkur, þar á meðal laxveiðimenn, en ég get fullvissað alla um, aö smábátaeig- endur munu ekki valda tjóni á laxinum. Það verða aðrir sem drepa hann og á ég þar við laxveiðimenn. Staðurinn, sem borgarstjórn hefur valið undir smábátahöfn, er vel til þess fallinn bæði frá náttúrunnar sjónarmiði og eins með því sem gert hefur verið af mannavöldum. Betri staður fyrir smábátahöfn er ekki til í borginni, og það hefði verið synd ef ein- hverjum hefði tekizt að drepa þetta mál, því að í þau tvö ár, sem smábátaeigendur hafa barizt fyrir byggingu hafnarinnar, hafa þeir orðið fyrir milljóna tjóni sökum aðstöðuleysisins," sagði Hafsteinn. Samkvæmt skipulagi nýju hafn- arinnar á hún að taka 200 báta í upphafi og síðan á að byggja Hlutavelta hjá orgelsjóði Hvera- gerðiskirkju HÓPUR áhugafólks hefur staðið fyrir söfnun til ágóða fyrir orgel- sjóð Hveragerðiskirkju undanfarið ár. Ráðist var í að kaupa fimmtán radda pípuorgel frá Italíu og er það væntanlegt í sumar. Á morgun, sunnudag 30. apríl, verður efnt til hlutaveltu kl. 2 síðdegis og happdrættis í húsinu við hliðina á Eden. Allur ágóði rennur í orgelsjóðinn. Meðfylgjandi mynd er af kirkj- unni í Hveragerði. (Fréttatilkynning). svokallaða ytri höfn, sem einnig á að taka 200 báta. „I Reykjavík eru nú nokkuð á annað hundrað sportbáta, og ég veit að strax og höfnin kemur þá fjölgar þeim ört, þannig að þess verður skammt að bíða að byggja þurfi ytri höfnina einriig," sagði Hafsteinn. Kaffisala í Betaníu fyrsta maí EINS og venja er hefur Kristniboðsfélag kvenna í Reykjavík kaffisölu í Betaníu, Laufásvegi 13, 1. maí n.k. Konurnar vænta mikillar aðsóknar eins og alltaf hefur verið undanfarin ár. Allur ágóði rennur til kristniboðsins. Húsið verður opið frá 14.30-22.30. Upplýsingar um störf stjómarskrámefndar Framhald af bls. 25 að að kröfu Alþingis, enda hafi hún hlotið fylgi % hluta þing- manna. Þjóðaratkvæðagreiðslan skal þá fara fram innan tveggja mánaða frá því að krafan um hana var samþykkt á Alþingi, og gegnir forseti eigi störfum, frá því að Alþingi gerir samþykkt sína, þar til er úrslit þjóðaratkvæðagreiðsl- unnar eru kunn. Nú hlýtur krafa Alþingis eigi samþykki við þjóðaratkvæða- greiðsluna, og skal þá Alþingi þegar í stað rofið og efnt til nýrra kosninga. 11. gr. Forseti íslands hefur aðsetur í Reykjavík eða nágrenni. 12. gr. Ráðherrar framkvæma vald sitt í' umboði Alþingis. — Ríkisstjórnin hefur aðsetur í Reykjavík. 13. gr. Ráðherrar bera ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum. Ráðherraábyrgð skal ákveðin með lögum. Alþingi getur kært ráð- herra fyrir embættisrekstur þeirra. — Hæstiréttur dæmir þau mál. 14. gr. Enginn getur orðið ráðherra nema hann njóti til þess meirihlutastuðnings á Alþingi. Alþingi ákveður einnig tölu ráð- herra. 15. gr. Forseti Islands og ráð- herrar skipa ríkisráð, og hefur forseti þar forsæti. Lög og mikil- vægar stjórnarráðstafanir skal bera upp fyrir forseta til staðfest- ingar. 16. gr. Ráðherrafundi skal halda um nýmæli í lögum og um mikilvæg stjórnarmálefni. Svo skal og ráðherrafund halda ef einhver ráðherra óskar að bera þar upp mál. Fundunum stjórnar sá ráðherra, sem forseti Islands hefur kvatt til forsætis. 17. gr. Sá ráðherra, sem mál ber fram, skal að jafnaði bera það upp fyrir forseta til staðfestingar. 18. gr. Undirskrift Forseta íslands undir löggjafarmál eða stjórnarerindi veitir þeim gildi, er ráðherra ritar undir þau með honum. 19. gr. Ráðherra veitir þau embætti, sem undir hans ráðu- neyti heyra. Engan má skipa embættismann, nema hann hafi íslenzkan ríkisborgararétt. Sér- hver embættismaður skal vinna eið eða drengskaparheit að stjórn- arskránni. Ráðherra getur vikið þeim frá embætti, er hann hefur veitt það. Ráðherra getur flutt embættis- menn úr einu embætti í annað, enda missi þeir einskis í af embættistekjum sínum, og sé þeim gefinn kostur á að kjósa um embættisskiptin eða lausn frá embætti með lögmæltum eftir- launum. Með lögum má undanskilja ákveðna embættismannaflokka auk embættismanna þeirra, sem taldir eru í 61. gr. 20. gr. Ráðherrar gera samninga við önnur ríki. Þó getur ráðherra enga slíka samninga gert, er í sér hafa fólgið afsal eða kvaðir á landi eða landhelgi, eða ef þeir horfa til verulegra breytinga á stjórnar- högum ríkisins, nema samþykki Alþingis komi til. 21. gr. Forseti Islands stefnir saman Alþingi ár hvert og ákveð- ur, hvenær því skuli slitið. Þingi má eigi slíta fyrr en fjárlög eru samþykkt. Forseti kveður Alþingi einnig til aukafunda þegar nauð- syn er til. 22. gr. Forseti íslands getur frestað fundum Alþingis, þegar ríkisstjórn telur, að öll bráðaðkall- andi mál hafi hlotið afgreiðslu. 23. gr. Þingrof verður aðeins ákveðið af meirihluta Alþingis, og skal þá stofna til nýrra kosninga, áður en tveir mánuðir séu liðnir frá því það var rofið, enda komi þingið saman til funda eigi síðar en 8 mánuðum eftir að það var rofið. 24. gr. Ef Alþingi hefur sam- þykkt lagafrumvarp, skal það lagt fyrir forseta íslands til staðfest- ingar eigi síðar en 14 virkum dögum eftir að það var samþykkt. 25. gr. Birta skal lög. Um birtingarháttu og framkvæmd laga fer að landslögum. 26. gr. Ef brýna nauðsyn ber til lagasetningar, þegar Alþingi situr ekki að störfum, skal þingið þegar kvatt saman til afgreiðslu málsins. 27. gr. Enginn getur veitt nein frávik frá lögum, nema Alþingi sjálft. Þannig er náðunarvaldið í höndum Alþingis. 3. kaflit Skipan Alþingis, kosningaréttur og kjörgengi 28. gr. Alþingi starfar í einni málstofu. Á Alþingi eiga sæti 49 þjóðkjörnir þingmenn, kosnir leynilegum kosningum. Kjördæmaskipan og tala þing- manna í hverju kjördæmi skal ákveðin í kosningalögum. 29. gr. Þingmenn skulu kosnir til fjögurra ára í senn. 30. gr. Kosningarétt við kosning- ar til Alþingis hafa allir, sem eru 18 ára eða eldri, þegar kosning fer fram, hafa íslenzkan ríkisborgara- rétt og eiga lögheimili hér á landi. Kosningalög setji að öðru leyti nánari reglur um alþingiskosning- ar. 31. gr. Kjörgengur við kosningar til Alþingis er hver sá ríkisborg- ari, sem kosningarrétt á til þeirra. Dómendur, eru þó ekki kjör- gengir til Alþingis. Það var ætlun mín að leggja þessar tillögur (e.t.v. breyttar) fyrir nefndina sem umræðugrund- völl, en gefa nefndarmönnum að sjálfsögðu nægilegt svigrúm til umræðu og tillöguflutnings. Á sama hátt var ætlunin að ganga á röðina og taka hvern kafla stjórnarskrárinnar til umræðu og afgreiðslu út frá þeim breytingar- tillögum, sem fyrir liggja og þeim, sem nefndarmenn kynnu að leggja fram í viðbót. En til þess kemur ekki, ef Alþingi ákveður að svipta þessa nefnd umboði og kjósa nýja til verksins. Megi henni þá vel farnast og bera gæfu til að ljúka störfum fyrr en ella, því annars væri tilgangur nýrrar nefndar- skipunar ekki auðsær. Hannibal Valdimarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.