Morgunblaðið - 29.04.1978, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 29.04.1978, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 29. APRIL 1978 39 LáraHóbn Fædd 1. febrúar 1932. Dáin 23. aprfl 1978. Þær stundir koma í lífinu, sem manni finnst vera óbærilegar. Svo þungar að við fáum ekki risið undir þeim. Dauðinn heggur svo nærri okkur er hann sviptir okkur ástvinunum að við viljum helst fylgja þeim út yfir gröf og dauða. Én: Hvf ættum við að glúpna og ttráta ef ttanita manns um dauðans hlið er aðeins þögui eðlisgáta sem öllum ber að glíma við. Þá staðreynd, að öllu lífi fylgi dauði, held ég að við getum bezt sætt okkur við með því að minnast þeirra ánægjustunda, sem sú horfna hefur átt með okkur hér á jörð. Og er við hugsum til hennar Láru þá er vissulega af nógu að taka. Ég minnist þeirrar stundar er ég kom fyrst á heimili þeirra hjóna á Skólabrautinni, hversu hlýlega mér var tekið. Það fannst fljótt að á því heimili lá húsmóðir- in ekki á liði sínu, svo að gestir fengju sem allra beztan beina. Þeirra er sjaldan minnst svo sem verðugt er, sem vinna störf sín í hljóði innan veggja heimilisins. Lára Hólm var ein þeirra sem átti sinn starfsdag að mestu innan þeirra veggja. Þar fann hún sína lífsfyllingu. Hún naut þess svo sannarlega að prýða sitt heimili og gera það að þeim friðarreit sem mikilvægastur er hverju þjóðfé- lagi. Varla verður Láru Hólm minnst án þess að geta um ást hennar á íslenzkri náttúru, bæði jurtum og steinum. Minnisstæðar eru mér þær stundir er hún eignaðist fægðan stein eða sjald- gæfa jurt. Þess vegna voru það ánægjutímabil í ævi hennar, þegar hún átti þess kost að dvelja mánaðartíma norður í Bjarnar- firði á Ströndum undanfarin sumur. Ég og fjölskylda mín eigum þaðan góðar minningar, er við nutum gestrisni hennar þar, og þá ekki síður leiðsagnar hennar norður Strandir. Henni var það nautn að fá að virða fyrir sér hina stórbrotnu náttúrufegurð Strandafjallanna eða reika um fjörurnar í leit að sérkennilegum steini sem mætti ef til vill hafa með sér heim. Fjaran var líka sérstakur töfraheimur, þar voru ekki aðeins steinar. Þar mátti líka finna sælúið sprek sem gat orðið hinn fegursti gripur kominn inn á heimilið. Það þarf engan að undra þótt fjaran og sjórinn hafi átt þvílík ítök í henni Láru, svo nátengd var hún þeim frá æskuár- unum fyrir austan. Já „fyrir austan". Það var ætíð sérstakur hljómur í röddinni þegar hún talaði um „heima á Eskifirði", svo mikill Eskfirðingur var hún alla tíð. Lára Hólm var fædd á Eskifirði 1. febrúar 1932. Foreldrar hennar — Minning voru Kristín Símonardóttir og Einar Hólm vélsmiður. Lára var næstelst þeirra átta systkina, sem upp komust, en eitt dó á fyrsta aldursári. Erfitt hefur verið að framfleyta stórum barnahópi í íslenzku sjávarþorpi á árunum fyrir seinni heimsstyrjöldina. Það hefur því oft reynt á húsmóðurina að vinna úr því sem til var. Þess sáust líka merki á störfum Láru á hennar heimili að hún hafði vanist því að gera góða hluti úr litlum efnum. Éftir venjulega skólagöngu og að auki skólavist að Alþýðu- skólanum á Eiðum, réðst hún til starfa hjá sýslumanninum á Eski- firði og starfaði þar til ársins 1953, er hún fluttist suður, fyrst til Reykjavíkur en ári síðar upp á Akranes, þar sem hún giftist eftirlifandi manni sínum Halli Gunnlaugssyni íþróttakennara og bjuggu þau sér heimili að Skóla- braut 23. Síðar byggðu þau sér hús að Hjarðarholti 15 og þar skópu þau sér það heimili sem hún yfirgaf ekki fyrr en sjúkdómur sá er hún þjáðist af neyddi hana til að dveljast langdvölum á sjúkra- húsi. Á þessu heimili ólust upp börnin þeirra fjögur. Kristín fædd 1954, sem nýlega hafði fært þeim annað dótturbarnið. Telpu sem amman rétt náði að sjá áður en yfir lauk. Hrönn fædd 1956 og á hún einn son. Katla fædd 1963 og Heimir fæddur 1964. Nú hafa leiðir skilið um sinn, er hún heldur á bak við það „huliðs- tjald sem hæðanna dýrð oss felur“. Á þessari stund brestur mig orð til þess að flytja eiginmanni og börnum Láru það sem verða mætti þeim til huggunar. Ég bið þess aðeins að minningin um góða móður og eiginkonu megi verða það ljós á vegum lífsins, sem færi þeim hina sönnu hamingju. Jóhannes Ilarry Einarsson. „Far þú í friði. Iriður Guðs þÍK blrssi, ilafðu þökk fyrir allt dk allt. Gekkst þú með Guði. Guð þér nú fyliti. hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.“ í dag er til moldar borin frá Akraneskirkju Lára Einarsdóttir Hólm, en hún andaðist 23. apríl í sjúkrahúsinu á Akranesi eftir langa og erfiða baráttu við ólækn- andi sjúkdóm. Lára var fædd og uppalin á Eskifirði, dóttir hjón- anna Kristínar Símonardóttur útgarðarmanns frá Eskifirði og Einars Hólm frá Eskifirði sem var sonur Friðbjörns Hólm vélvirkja- meistara frá Seyðisfirði og eru þau bæði látin. Það var fyrir rúmum átta árum sem Lára veiktist fyrst af þeim sjúkdómi er síðar varð banamein hennar. Andreas Möller Olgeirsson Fæddur 12. júní 1955 Dáinn 21. aprfl 1978 Sorgin léttist, sárið grær, sólin gegnum skýin hlær, hreinni útsýn hugur fær, himinn nær í dag en gær. Örn Arnarson. Hinn 27. apríl s.l. var til moldar borinn Andreas Möller Olgeirsson. Hann fæddist í Reykjavik 12. júní 1955 elstur af fimm systkinum, og eru foreldrar hans hjónin Olgeir Möller fulltrúi og Sigríður Val- gerður Ingimarsdóttir. Snemma kom í ljós að Andreas var listhneigður og stundaði hann nám í Handíða- og myndlistaskól- anum í 2 ár, auk náms í húsgagna- smíði. Sökum veikinda gat hann ekki lokið námi, þótt hugur hans stefndi til þess, og atvikin höguðu því svo að heilsuna fékk hann ekki aftur. Mislöng er vegferð mannanna hér á jörð og einatt kemur maðurinn með ljáinn okkur að óvörum og einkum þegar æsku- — Minning maður á í hlut. Við vitum ekki hvað býr handan við múrinn mikla, en trúin á framhaldslíf er þó fróun á raunastund. Ég kveð kæran frænda og þakka honum samverustundirnar. Margrét Loftsdóttir Þótt við vissum vel á síðastliðnu ári að allt gæti gerst er svo einhvern veginn erfitt að sætta sig við hið stóra skarð sem hún skilur nú eftir í sinni fjölskyldu og vinahópi. Okkur sem þekktum hana best verður lengi minnisstætt hið einstæða andlega þrek hennar og dugnaður þrátt fyrir hennar erfiða sjúkdóm sem hún aldrei æðraðist yfir. Það var 2þ. desember 1954 sem Lára giftist Halli Gunnlaugssyni íþróttakennara og stofnuðu þau heimili sitt fyrst í Ármóti á Akranesi og bjuggu þau þar, þar til þau byggðu sitt framtíðarheim- ili að Hjarðarholti 15. Þar var yndislegt að koma og eigum við og fjölskyldur okkar margar ógleym- anlegar gleði- og ánægjustundir þaðan, því að Láru var gestrisni í blóð borin og gerði hún allt sem hún gat 4il að veita þeim sem heimsóttu hana. Lára var framúrskarandi list- ræn og mikil hannyrðakona enda bar heimili hennar vott um það. Alltaf var hægt að fá leiðbeiningar og tilsogn í þeim efnum hjá henni og var hún boðin og búin að láta þær í té. Þau Hallur og Lára eignuðust 4 börn. Þau eru Kristín, gift Gísla Björnssyni frá Laugavöllum í Reykholtsdal; Hrönn, búsett að Stóru-Tjarnarskóla i Ljósavatns- skarði; Katla 15 ára og Heimir 13 ára. Trygglyndi og hjálpsemi urðu allir aðnjótandi er kynntust Láru. Þess nutum við og ættfólk okkar í ríkum mæli. Einkum viljum við, á þessum kveðjudegi minnast ræktarsemi og artarskaps hennar gagnvart tengdaforeldrum sínum, sem var með fádæmum, var hún þeim ætið eins og besta dóttir. Áð lokum viljum við þakka Láru allar okkar samverustundir og biðjum algóðan guð að varðveita hana að eilífu. Eiginmanni hennar, börnum og öðrum ástvinum vottum við inni- lega samúð. Guð styrki þau og styðji. Blessuð sé minning hennar. Mágkonur Akranesi. ..Enn hefur dauðinn bo^ann þunga bent ok beint í markið örvarfleininn sent.“ Kaldur Pálmason. Hverfult er lífið. Ótrygg er veröldin. Enginn er óhultur fyrir „slyngum þeim sláttumanni er slær allt hvað fyrir er“. Grösin á mannlífsakrinum falla; og ef einhver regla ríkir í störfum sláttumannsins þá er hún að minnsta kosti dulin sjónum skammsýnna manna. Að morgni fyrsta sunnudags í sumri lézt í Sjúkrahúsi Akraness frú Lára Hólm Einarsdóttir, eigin- kona og móðir á bezta aldri. Lára var fædd á Eskifirði 1. febrúar 1932. Fo%öe%dröar henn- ar voru hjónin Einar vélsmiður Friðbjarnarson Hólm og Kristín Símonardóttir. Einar var sonur Friðbjarnar Hólm vélsmiðs á Seyðisfirði og konu hans, Karlínu Árnadóttur. Lára ólst upp á Eskifirði og starfaði þar á sýsluskrifstofunni um árabil er hún komst á legg. Árið 1954 giftist hún Halli Gunn- laugssyni íþróttakennara, einstök- um gæðadreng. Hann var þá starfsmaður Bjarnalaugar á Akra- nesi. Síðan varð hann forstjóri þeirrar ágætu stofnunar og loks íþróttakennari við skólana á Akra- nesi og gegnir því starfi enn. Þeim Láru og Halli varð fjög- urra barna auðið. Þau eru: Kristín, húsfreyja á . Akranesi; Hrönn, húsfreyja að Stórutjarnarskóla í Suður-Þingeyjarsýslu; Katla og Heimir, bæði í foreldrahúsum. Svo skipaðist að þann áratug, sem við hjónin vorum búsett á Akranesi, var Hallur Gunnlaugs- son samstarfsmaður okkar. Sam- starfið við hann var ánægjulegt enda Hallur mannkostamaður og ágætur kennari og uppalandi. Og vel sómdi Lára sér við hlið hans, myndarleg og dugleg, háttprúð og skemmtileg. Við minnumst margra gleðistunda með þeim, bæði innan skóla og utan. Hvar sem þau fóru fylgdi þeim glaðvær menningarblær. Og nú hefur Lára kvatt, mörgum áratugum of snemma að okkur finnst. Hún hafði þjáðst um nokkurt skeið og ef til vill ber að þakka að stríð hennar við vágest- inn ógurlega stóð ekki lengur. Vinir þeirra Halls kveðja hana með trega en minnast hennar jafnframt með virðingu og þökk. Við hjonin sendum Halli, börnum þeirra og öðrum ástvinum hugheil- ar samúðarkveðjur. Guð blessi þeim minninguna um góða eigin- konu og móður. Olaíur Haukur Árnason Minning — Friðrik Hansen Friðriksson Friðrik Hansen Friðriksson, Svaðastöðum, Viðvíkursveit, Skagafirði, fórst af slysförum 27. 11. sl. og var jarðsettur á Sauðár- króki 10. 12. að viðstöddum óvenjumiklum fjölda útfarargesta. Hann fæddist á Svaðastöðum 1. júní 1950 og ól þar að mestu sinn aldur uns hann lést. Foreldrar hans, Friðrik Pálma- son, bóndi á Svaðastöðum og frú Ásta Hansen eru bæði komin af merkum ættum, sem má rekja langt aftur í aldir, þó að það verði ekki gert hér. Systkini Friðriks heitins eru: Pálmi, búsettur á Sauðárkróki og Anna Halla, sem dvelur á vis- heimilinu Sólborg, Akureyri, vegna sjúkleika. Hann var ókvæntur og barnlaus. Hann var fyrir nokkru farinn að búa á Svaðastöðum með föður sínum, en starfaði jafnframt með vinnuvélar á Sauðárkróki og víðar um Skagafjörð. Hann var búfræðingur frá Hvanneyri og byrjaður á námi við framhalds- deild bændaskólans þar. Kennarar hans á Hvanneyri töldu hann hafa ágæta námshæfileika og eins hefur Bjarni Gíslason, barnaskóla- kennari hans, sagt. Friðrik Hansen var fremur lágvaxinn, fríður sýnum, skarp- leitur og hvatlegur, bar sig vel og var óskeikull í framgöngu — svo að á stundum álitu margir að þar mætti finna fas heimsmannsins. Hann hafði létta skaphöfn, var lífsglaöur, ævintýragjarn og hrókur alls fagnaðar hvar sem hann kom. Han átti sína ann- marka eins og aðrir menn flestir og gekk e.t.v. ekki alltaf hægt um gleðinnar dyr fremur en félagar hans sumir, hann var áhrifagjarn og stundum jafnvel nokkuð reikull í ráði. Þó var hann hvilíkrar gerðar, að ómögulegt var annað en láta sér þykja vænt um hann og það var ævinlega upplífgandi að hitta hann og fá hann í heimsókn. Hann var lundgæðamaður, sem kom öllum í gott skap með sinni líflegu framkomu og glaðværð. „Glaður og reifur skyldi gumna hver uns sinn bíður bana“. Þessi fornu orð eiga vel við um Friðrik Hansen. Hann var glaður og reifur uns hann hóf sína hinstu göngu. Frásagnargáfa var honum gefin í svo ríkum mæli að fátítt er og byrjaði strax í barndómi að bera á þeim eiginleikum hans. Þegar hann sagði frá atburðum ýmiss konar var oft sem hann læsi sögu áður vel undirbúna og var skemmtilegt á að hlýða. Gat hann þá stundum tekið nokkuð ríflega til orða því hann hafði gott skopskyn. Minnisstætt er líka mörgum hve fundvís hann var á orð og setningar, sem hæfðu því umræðu- efni, er var á dagskrá hverju sinni þ'egar hann ræddi við fólk og hve möguleiki hans á að túlka hug- myndir, sem aðrir áttu í erfiðleikun) með var mikill, eink- um þó ef eitthvað var rætt um ráðgátur tilverunnar. Hann virtist eiga húmorískt vit hins verðandi heimspekings — hann var skemmtilegur persónuleiki. Rithöfundur hefði hann efalaust getað orðið ágætur ef honum hefði enst aldur til að sinna því hugðarefni sínu, enda í ættum hans bæði fyrr og nú til afburða- menn á þeim vettvangi. Hann var búinn að skrifa talsvert í skáld- söguformi og sá ég sumt af því hjá honum, þó flíkaði hann því ekki mikið. Fannst mér margt forvitni- legt þar að finna og betra miklu en sumt af því, sem út er gefið núna og sagður er skáldskapur. Kom þar og víða vel fram á köfl.um hans rúma hugarflug. Þegar ungir menn deyja verður okkur oft fátt til huggunar — við eigum erfitt með að átta okkur á rökum tilverunnar og þeirri for- sjón, er skóp okkur örlög. En aldrei er svo svart yfir sorgar ranni að eigi fái birt fyrir eilífa trú. Ég votta aðstandendum Friðriks heitins innilegustu samúð mína. Sigurjón Runólfsson, Dýrfinnustöðum. Skagafirði. Afmœlis- og minningargreinar Að marggefnu tilefni skal athygli vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blað- inu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og liliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfs- formi eða bundnu máli. Sé vitnað til ljóða eða sálma skal höfundar getið. Greinarnar þurfa að vera vélritaðar og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.