Morgunblaðið - 29.04.1978, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 29.04.1978, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. APRÍL 1978 31 Um tuttugu mínútum áður en hljómleikar tríós danska bassaleik- arans Niels-Henning Orsted Peder- sen áttu aö hefjast í Háskólabíói sl. mánudagskvöld, gekk undirritaóur inn í anddyri bíósins til pess aó vera viss um aö kraekja sér í nógu bægilegt sæti. í anddyrinu var fjöldi fólks í svipuðum hugleiðingum, svo undirrítaður hét á allar hollar vættir í von um að Jazzvakning hefði séð fulltrúum fjölmiðla fyrir samastað í salnum með góðu útsýni yfir sviðiö. Eftir um pað bil hálftíma opnuðust dyrnar inn í salinn og stáltauguð spekimenni og kúltúrfólk ruddust samstundis í gegn með svo miklum atgangi aö Roy gamli Rogers heföi mátt vel við una, sem og aðrar prjúbíóstjörnur. Að lyftum gekk undirritaður í salinn og uppgötvaði sér til mikillar ánægju að fjölmiðl- um voru ætluð sæti næst sviðinu. Þegar inn kom var gítaristinn belgíski, Philip Catherine, aö leggja síðustu hönd á „hljómhönnun" sína fyrir kvöldið. Var pað ekki alllítið verk, pví auk pess að nota bæði rafmagnsgítar og uppmagnaðan kassagítar beitir hann ýmsum tækjum til að hafa áhrif á hljóminn, sem peir framleiða. Aö lokinni „hljómhönnuninni“ vék hann af sviðinu, en eftir fáeinar mínútur gengu síðan premenningarnir inn á sviðið, Catherine, NH0P og trymbíllinn Billy Hart, við mikinn fögnuð peirra 980 áhorfenda sem komust fyrir í húsinu. Innan skamms hófu peir svo leik sinn meö lagi eftir Catherine, „Les sept boules de crystal", sem er sér- kennileg tónsmíð í 7/4 takti, byggð á blæbrigðum af d-moll hljómi á gítar og einleik NH0P á bassa, við mjög „svífandi" trommuleik. Þetta lag er á plötu Þeirra félaga, sem er nýkomin til landsins. Síðan lék NH0P einn lagið til að Ijsa hljómleiknm NHÖP og „That's all“ eftir Ben Webster og sýndi par ótrúlega hæfni sína og tækni til fulls. Þetta lag er af sólóplötu NH0P, „Jaywalkin‘“, en á peirri plötu leika með honum Þeir Catherine, Ole Kock Hansen og Billy Higgins. Næst lék tríóiö nafnlaust verk eftir Catherine, alveg nýtt af nálinni og nutu hæfileíkar höfundarins sín mjög vel par. Fyrir hlé bættu premenningarnir tveimur lögum við, „Puzzle" og „Dancing Gírls", bæði eftir NH0P. Þetta eru mjög hröð verk og var raunar oft ótrúlegt að sjá og heyra hve NH0P sýndi mikla leikni á svo ópjált hljóðfæri sem kontrabassi er, pegar hann fylgdi Catherine eftir í geysihröðum „skölum". í hléinu flugu hástemmd lýsingar- orð í löngum bunum á milli manna, sem áttu fullt í fangi meö að tjá hrifningu sína á pví sem á undan var gengið. Þekktir íslenskir jazz- leikarar reikuðu sem svefngenglar með veggjum og gáfu frá sér torkennileg hljóð. Aðstandendur Jazzvakningar Ijómuðu eins og sólin og tylltu tánum á gólfið annað veífið. Eftír hlé var lýsingunni í salnum breytt pannig að dimmdi í salnum og pægilegri stemmning skapaðist, var petta gert samkvæmt óskum tónlistarmannanna. Þeir byrjuðu siðari hluta tónleikanna á pví að leika tvö verk eftir Catherine, hið fyrra nýtt og nafnlaust, en hið síðara nefndist „Twice a week“ og er af sólóplötu höfundarins, sem undirritaður pekkir pví miður ekk- ert til. Því næst léku listamennirnir hið klassíska jazzlag „Autumn Leaves" með allsérkennilegri byrjun og miklum gítareinleik Catherine, sem Þarna blandaðí hinum nokkuð harða og „rokklega" stíl sínum á félaga í lláskólabíói um íaginn sérstæðan hátt saman við petta gamla góöa lag. Verk eftir brasilíska tónskáldið Villa-Lobos eru ekki oft leikin á jazztónleikum, en NHÖP og félagar hans léku pó næst kafla úr verki hans, „Bachianas Brasilleras", en í pví verki blandar Villa-Lobos sam- an brsilískri pjóðlagatónlist og áhrifum frá Bach. Kaflinn sem NHÖP og co. léku heitir „Little Train“ og lék NHÖP paö inn á plötuna „Double Bass" ásamt Sam Jones, Billy Higging Albert Heath og Philip Catherine. Loks léku félagarnir lag eftir Django Reinhart, par sem Cather- ine sýndi gífurleg tilprif og luku síðan dagskránni með lagi hans, „Air Power“, par sem Billy Hart lék stórt hlutverk og framdi stórbrotn- asta trommueinleik, sem undirrit- aöur hefur heyrt eöa séð. Þegar NHÖP, Catherine og Hart höfðu lokið leik sínum og hugðust yfirgefa sviðið risu áhorfendur úr sætum sínum og fögnuöu peim ákaft, léku peir pá lag NHÖP, „My little Anna“, af plötunni „Jaywalk- in‘“ og enn á ný risu áhorfendur upp og klöppuðu af eldmóði. Fór enda svo að lokum aö tríóið lék enn eitt aukalag og sættust áhorfendur á pað að láta við svo búið standa, tregir pó. Ljóst er að jazzáhugi hér á landi fer vaxandi og er pað sérstakt gleðiefni hve starfsemi Jazzvakn- ingar hefur verið öflug nú í vetur. Hefur félagsskapurinn fengið hing- að til lands jazztónlistarmenn á heimsmælikvarða og komið á fót plötuklúbbi, er óskandi aö pessi ánægjulega próun haldi áfram í framtíðinni og raunar er ekki minnsta ástæða til aö ætla annað. (Ljósmyndir: Kristinn). , —SIB „Innihaldið skiptir mig mestu. ekki stíllinn,, Að tónleikum loknum gafst undirrituðum tækifæri til að spjalla dálítið við NHÖP Hann var þréyttur en glaðbeittur og sagði að þetta hefði verið skemmtilegur iokapunktur á fjögurra vikna hljómleikaféröa- lagi tríósins um Norðurlönd og Þýskaland. „Þetta hefur verið ströng törn og það verður gott að komast heim í fyrramálið. En ég kem hingað aftur í júní meö Oscar Peterson og Joe Pass og líklega förum við Chatherine og Hart í aðra hljómleikaferð í ágúst svo það er nóg að gera.“ — Nú er greinilegt að tónlist- in sem þið flytjið er tvenns konar, annars vegar mjög melódískur jazz og hins vegar framúrstefnujazz, jafnvel með rokk-ívafi. Hvernig stendur á þessu? „Mig hefur alltaf dreymt um að leika í hljómsveit þar sem menn binda sig ekki við ein- hvern ákveðinn stíl eða form í tónlistinni heldur leika tónlist af ýmsum gerðum og stíltegund- um innan jazzins. Innihaldið skiptir mig mestu, ekki stíllinn.“ — Hvenær hófuð þið þrír að leika saman? „Við höfum leikið saman í september síðastliðnum og lék- um 2. og 3. október í Montmar- tre-klúbbnum í Kaupmanna- höfn og þá var tekið upp efni á tvær hljómplötur. Önnur þeirra er þegar komin út, en hin kemur út á næstunni." Sakir ómældrar manngæsku sinnar ákvað undirritaður að tefja þennan geðþekka danska tónlistarmann ekki lengur, enda orðiö áliðið. NHÖP þurfti líka að ná flugvél til Hafnar morg- uninn eftir ásamt Philip Chaterine, en Billy Hart var á leið til Ameríku. - SIB. LUMMUR UM LAND ALLT Á sumardaginn fyrsta kom á markaðinn ný plata með Gunn- ari Þórðarsyni og Lummu-söng- flokknum og er hún beint framhald af hliðstæðri piötu, sem kom út á síðasta ári. Eins og hin fyrri hefur hún að geyma endurvakin íslensk og erlend dægurlög, sem hér fyrr á árum urðu geysivinsæl og hafa reynd- ar flest þeirra viðhaldist sem slík gegnum árin. Útgáfa á gömlum dægurlög- um, annað hvort í upprunalegri ins „Ó, María, mig langar heim“ en í því lagi kemur Gunnar greinilega upp um dálæti sitt á upptökutækni og útsetningum Brians Wilsons (fyrrverandi forsprakki og stjórnandi banda- rísku hljómsveitarinnar Beach Boys). Að ósekju hefði Gunnar mátt nota getu sína sem útsetj- ari í enn ríkari mæli á þessari plötu og breyta lögunum meira. Yfir söngfólkinu, þ.e. Lummunum sjálfúm, er mun léttari blær en var á fyrri mynd eöa í nýjum útsetningum, hefur hin seinni ár farið mjög í vöxt bæði erlendis og hér heima. I því sambandi hefur oft verið bent á, að slík plötuútgáfa bæri vott um andlega deyfð og getuleysi til nýsmíða í popp- heiminum og einnig, að það væri greiðfær leið til vinsælda að notfæra sér þekktar laglínur og texta. í þessu tilfelli verður Gunnar Þórðarson þó um hvor- ugt sakaður, enda hefur hann fyrir löngu sannað ágæti sitt sem lagasmiður og hljóðfæra- leikari og vinsælda hefur hann notið svo um munar gegnum árin — óþarft er að tíunda það hér. En snúum okkur að viðfangs- efninu. Platan ber heitið „Lummur um land allt“ og það sem umfram annað gerir hana áheyrilega og skemmtilega eru smekklegar og vel útfærðar útsendingar Gunnars. Falla þær margar hverjar mjög vel að þessum þekktu laglínum. Nefna má í þessu tilliti byrjunina á laginu „Adam og Eva“, bassa- sóló í laginu „Kenndu mér að kyssa rétt“ og útsetningu lags- plötunni. Sumpart kann það að vera vegna lagavalsins, en einn- ig hlýtur það að vera vegna aukinnar samæfingar sem hópurinn hefur nú öðlast — söngurinn virðist samstilltari en áður. Hver rödd nýtur sín líka betur hér en á hinni fyrri. Það helsta, sem manni finnst vanta, er 5. röddin; hefði það eflaust aukið á blæbrigðin. Að öðru leyti er óþarft að vera með alvarlegar vangaveltur yfir þessari plötu, hér er fyrst og fremst um skemmtiefni að ræða og ber að taka það sem slíkt. En mest um vert er, að vandvirknin situr í fyrirrúmi og er vinnan á plötunni í heild góð. Nýi bún- ingurinn klæðir þessar gömlu góðu lummur vel. Hönnun umslags getur varla talist frumleg en útlit er ákaf- lega þjóðlegt. Ef marka má þær undirtektir, sem platan hefur hlotið að undanförnu eiga lummurnar örugglega eftir að haldast vel volgar langt fram eftir sumri, ekki síst ef lummugerðarfólkið kyndir undir með ferðalögum um landsbyggðina í sumar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.