Morgunblaðið - 29.04.1978, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 29.04.1978, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. APRÍL 1978 VIÐSKIPTI VIÐSKIPTI — KFNAHAGSMÁL — ATHAFNALÍF. Bíll 78 ÞAR SEM sýninjíunni Auto 78 for nú sonn að Ijúka þótti Viðskiptasíðunni við hæfi að spyrja nokkra seljondur hfla um áhrif sýninnarinnar á hílasöluna. o>{ var ra-tt ba‘ði við soljondur nýrra ojí notaðra bfla. I>oss skal jjetið að sýning- un.ni lýkur annað kviild. sunnu- dají. • oj{ or opið um holgina milli kl. 11 og 22 í sýningar- höllinni við Bíldshöfða. Sigfús Sigfússon forstjöri hjá P. Stefánsson h.f. sagði að í dag va>ru bílar orðnir það dýrir að vel þyrfti að huga að kaupunum áður en þau væru gerð. Sýningin Auto 78 er fyrst og fremst hugsuð sem þjónustuþáttur þannig að væntanlegum kaup- endum er gefinn kostur á að gera sem víðtækastan saman- burð á einum og sama stað. Þar sem sýninjíin er ekki hugsuð sem sölusýning þá hefur salan ekki tekið stórt stökk en hann kvaðst álíta að ef eitthvað væri þá hefði sýningin e.t.v. flýtt kaupunum hjá nokkrum aðilum. Ragnar Ragnarsson forstjóri Jöfurs h.f. sagði að sýningin sem slík heföi ekki haft bein áhrif á söluna. Sýnendur legðu fyrst og fremst áherslu á kynningarþátt- inn og ættu því áhrifin á söluna eftir að koma fram síðar. Hann sagði að sýningin væri hugsuð sem tæki til að bæta tengslin milli fyrirtækjanna og fólksins almennt og benti hann á sem dæmi að þegar allt að 70 þúsund manns koma og tjá hug sinn gefur það starfsmönnum fyrir- tækjanna kost á að kynnast sjónarmiðum væntanlegra kaupenda og ætti það að leiða til betri þjónustu. Almennt sagði Ragnar að sýningargildið væri pijög mikið á sýningum sem þessum en því væri ekki að neita að það væri mest fyrir þá er kynna nýja bíla eða ný model þekktra tegunda. Haukur Hauksson forstjóri bílasölunnar Braut í Skeifunni sagði að sýningin hefði haft stóraukna umferð i för með sér hjá þeim. Mest er um almennar fyrirspurnir en augljóst væri að áhuginn beindist mest að því sem nýjast væri enda mest sala í þeim flokki hjá þeim. Haukur sagði að salan gengi vel og þá bæði til kaupenda í Reykjavík og úti á landsbyggðinni. Hjá bílasölu Alla Rúts varð Alli Rúts fyrir svörum og sagði hann að helstu áhrifin af sýningunni væru þau að mikið væri spurt og þá ei-nna helst um verðmæti núverandi eigna. Hann taldi því víst að áhrifin ættu eftir að koma fram síðar. Alli bætti því við að þeir væru nú að taka eigið húsnæði í notkun og væri það um 1200 m- að stærð sérhannað fyrir bíla- sölu og stæði gegnt Bifreiða- eftirlirtnu í Artúnshöfða. Utanríkisverzlunin 1977 Eins og meðfyljíjandi mynd ber með sér er hlutur hinna ein- stöku markaðssvæða all misjafn eftir því hvort um inn- eða útflutning er að ræða og ná tölurnar einungis til síðasta árs. Mesti munurinn kemur fram í viðskiptum okkar við Banda- ríkin því á sama tíma og um 30% útflutnings okkar fara þangað koma aðeins um 6—7% af innflutningi okkar þaðan. I heild nam útflutningur okkar á síðasta ári 101,889 milljónum kr. (fob. verð) en innflutningur nam 120,969 milljónum kr. (cif. verð) og varð því vöruskiptajöfnuður- inn óhagstæður um 19.080 milljónir kr. Sem dæmi um óhagstæða stöðu okkar gagnvart einstöku landi má nefna að innflutningur frá Danmörku nam 12.367 milljörðum kr. meðan útflutningur þangað nam aðeins um tveimur milljörðum kr. Það er því augljóst að í heild þarf að auka útflutning okkar stórlega og þá sérstaklega til Danmerkur. Vöruskiptin 1977 ^ oo 7*____ ___ 0)* A&tQC Á7< bj. io 1© L/ifJ A.E^töPA feo EPTR So A.-e'/R.cP* Ho fcÉT* Á* EM. e&e Útflutningur Innflutningur Norrænt bakaraþing Landsamband bakarameist- ara hélt nú í vikunni annað samnorrænt þing bakarameist- ara. Alls komu um 200 gestir til þingsins þar af um 130 frá hinum Norðurlöndunum. Þar sem bakaraiðnaðurinn hefur verið í miklum vexti hér á landi undanfarin ár ræddi Viðskipta- síðan við hina erlendu formenn landssapibanda til að afla frétta af þróun mála í þeirra heima- byggð. Restrup Carstensen frá Dan- mörku sagði að fyrir 10 árum hefði brauð ekki verið vinsælt orð en nú væri svo komið að vinsældir brauðneyslu væru orðnar miklar og sífellt að aukast enda sýndu rannsóknir að hollast væri að neyta um 6—8 brauðsneiða á degi hverjum. Fyrst eftir að aukningarinnar varð vart var mest spurt um gróf brauð en nú væru þau Ijósari að vinna á aftur. Hann sagði að fyrirtækjum hefði fækkað en þó mun minna en í öðrum löndum og eins minna en í öðrum greinum smásölu- verzlunar í Danmörku. Astæðan væri fyrst og fremst sú að þeirra landsamband hefði kvatt með- limi sína til að hafa'opið alla daga vikunnar þannig að fólk ætti auðvelt með að fá ný brauð alla daga. Vegna aukinnar samkeppni hefðu bakaríin aukið vöruúrvalið og nefndi hann sem dæmi að fyrir 1970 nam hlut- deild svokallaðra „ekki brauð- vara“ um 16% af veltu en I dag er þetta hlutfall um 40%. Hr. Carstensen sagði að lokum að verðmyndun í Danmörku væri frjáls þó með þeirri undantekn- ingu að rúgbrauðsverksmiðjur þyrftu að tilkynna verðlagsyfir- völdum ákvörðun sína áður en þær genj{ju í gildi. Haakon Hals frá Noregi sagði að allt fram til 1975 hefðu allmörg fyrirtæki verið lögð niður í Noregi en nú hin seinni ár væri ekki eins mikið um þetta, en þeir sem hættu væru langmest smá fjölskyldufyrir- tæki. Hann sagði að brauð- neysla væri mikil og þá aðallega í milligrófum brauðum enda væri verðið á brauðunum lágt. Verðmyndun er þannig háttað að 5 algengustu tegundirnar eru háðar hámarksverði en aðrar tegundir eru frjálsar. Hr. Hals sagði að neyslan væri mjög stöðug og kvað hann allar breytingar á henni ganga afar hægt fyrir sig vegna íhaldssemi neytenda. Hr. Boris Orbjörn frá Svíþjóð sagði að það væri staðreynd að flestir Norður-Evrópubúar borðuðu of lítið af brauði og væri það í mótsögn við margar aðrar þjóðir t.d. í Suður-Evrópu. Hr. Orbjörn sagði að allar breytingar á neyslunni í Svíþjóð gengu hægt fyrir sig en það sem mestu máli skipti væri að auka þá neyslu sem er í dag. Hann tjáði okkur að fyrirtækjunum hefði fækkað allmikið og nefndi sem dæmi að á síðustu 15 árum hefðu um 70% svokallaðra fjölskyldufyrírtækja hætt rekstri, og þau stóru orðið enn stærri. í Svíþjóð er bakara- meisturum heimilt að versla með allar vörur en þröskuldur- inn í því að notfæra sér heimildina væri þröng verðlags- ákvæði — allt of þröng sagði hr. Orbjörn að lokum. Finnski formaðurinn Jalle Lundstron sagði að sænski verðmyndunarvandinn væri vel þekktur í sínu landi, í enn verri mynd því miður. Hann sagði að verðlagslöggjöfin væri það þröng að hún hindraði eðlilega þróun. Fyrirtækjum hefði t.d. fækkað nokkuð og væru það millistóru fyrirtækin sem stæðu verst að vígi. Brauðneyzlan hefur hins vegar verið nokkuð jöfn samkvæmt upplýsingum frá hinum 620 meðlimum finnska bakarameistarasam- bandsins. Framtíðarviðhorf í nýútkomnu fréttabréfi ís- lenska álfélagsins, Ísal-tíðind- um. ritar Ragnar Halldórsson forstjóri grein. er hann nefnir framtíðarviðhorf. Þar sem nú er allmikið rætt um viðhorf manna almennt til framtíðar- innar birtist hér seinni hluti greinarinnar sem innlegg í þær umra'ður. „F.vrir aðeins örfáum árum var litið til Svíþjóðar sem fyrjrmyndar ríkis í hinum vest- ræna heimi, þar sem ríkisforsjá sæi fyrir því, að menn gætu lifað áhyggjulausu lífi frá voggu til grafar. í dag eru margir þeirrar skoðunar, að Svíþjóð rambi á barmi efnahagslegs gjaldþrots, og víst er um það, að erfiðleikar á því að sameina sívaxandi þarfir velferðarríkis- ins við raunhæfa möguleika efnahagslífsins, eru nú að verða öllum Ijósir. Erfiðleikar Svía stafa af því, að þeir hafa hækkað kaupið hjá sér of mikið, bætt lífskjör meira en atvinnuvegirnir standa und- ir, og nú síðustu missiri beinlín- is greitt atvinnufyrirtækjum fyrir að halda áfram fram- leiðslu, sem þó hefur farið á lager vegna þess að hún er ekki samkeppnisfær. Islendingum virðist því sjálfsagt, að Svíar haldi áfram að fella gengið, en þegar við stöndum frammi fyrir samskonar vandamáli, þ.e. að sjávarútvegurinn getur ekki staðið undir 60% launahækkun- um á einu ári, virðist sú skoðun útbreidd, að gengislækkun hafi verið alls óþörf. Eins og þessi 'dæmi sýna, erum við Islendingar síður en svo þeir einu, sem standa frammi fyrir vandámálum, og við þurfum augljóslega einnig að gera upp hug okkar um það, hvert við viljum stefna í fram- tíðinni. Nokkrar umræður hafa átt sér stað um þessi mál að undanförnu í þjóðlífinu. Við erum ekki einir í heiminum og getum ekki upp á eindæmi ákveðið alfarið hvert stefnir í framtíðinni, en að sjálfsögðu viljum við vera með í því að móta stefnuna um það, hvað kosti við viljum nýta og hvaða leiðir við viljum fara. Stjórnmáladeilur og átök á virinumarkaði um þessar mund- ir sýna, að enn hefur engin samstaða náðst um þá stefnu, sem fylgja skuli. Ef slík sam- staða næst ekki mun verðbólgan halda áfram að vera sá vágest- ur, sem engu eirir og hindrar framfarir í landinu." Á öðrum stað i fréttabréfinu er grein þar sem fjallað er um efnahagsmál okkar í heild. Með greininni eru m.a. birtar tvær skýringarmyridir, þar sem verð- bólguáhrifin koma vel fram. Sú fyrri sýnir þróun þjóðarfram- leiðslunnar annars vegar á föstu þ.e. raungildis-verðlagi og hins vegar á verðlagi hvers árs. Síðari myndin sýnir þróun kaupmáttar á sama tímabili og einnig hver þróun hefur verið í launatölum samkvæmt kaup- töxtum. Rétt er að vekja athygli manna á hversu líkar þessar myndir eru og hvernig kaup- máttarþróunin tengist raun- verulegri breytingu þjóðarfram- leiðslunnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.