Morgunblaðið - 29.04.1978, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 29.04.1978, Blaðsíða 37
37 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. APRÍL 1978 Ellilífeyrir sé skattfrjáls Frá aðalfundi Samtaka aldraðra BLM: Hvenær kemur ritskráin út? „Þaö er óákveðið, ég á mikið verk óunnið. En með eölilegu framhaldi ætti hún aö vera tilbúin til prentunar árið 1979.“ BLM: Er þá allt upp taliö sem þú hefur verið að vinna að á tónvís- indasviöinu? „Já, það held ég. Starf manns er svo margskiýt, að ekki er hægt aö koma meiru við í einu. Maöur er allt í senn vísindamaöur, kennari og tónskáld." Rétt er að geta þess að dr. Hallgrími láðist aö nefna nýjustu ritsmíði sína í viðtalinu, en það er eins konar uppsláttarrit tónlistar- heita, sem kom út fyrir skömmu. Seinna hefti þessa uppsláttarrits er í undirbúningi. Helgistef BLM: Hvað hefur þú verið að semja að undanförnu? „Ég var að Ijúka við sinfónískt verk er ég nefni Helgistef. Þaö eru tilbrigði fyrir hljómsveit yfir forna páska-sekvensíu frá því um árið 1000.“ BLM: Af hverju varð stef þetta fyrir valinu? „Ja, það hefur komist til okkar í gegnum Grallarann, og ég lít svo á, aö þaö hafi fengiö á sig vissan íslenskan svip í meðförum, enda verið sungiö frá því Grallarinn var fyrst gefinn út. Stefið er að sjálfsögöu í miöaldatóntegund. Það yrði mikill ávinningur fyrir okkur aö endurlífga þetta miöalda- skeið, því í því býr mikill kraftur sem alls ekki er þurrausinn. Tilbrigði þessi snúa aftur til gömlu kirkjutóntegundanna, eins og nú er að verða vinsælt á ný, og enda á tvöfaldri fúgu viö þetta gamla stef kirkjunnar.“ BLM: Stendur til að flytja Helgistef? „Já, ég held vonir standi til að það verði flutt á næstunni, kannski á næsta starfsári Sinfóníuhljóm- sveitar islands." Sonata Brevis BLM: Hvað annað hefur þú verið að semja? „Ég hef nýlokiö við tríó í fimm köflum fyrir tvær fiðlur og lágfiölu, og dúett fyrir tvær fiðlur, og loks píanósónötu (nr. 3) sem ég kalla Sonata Brevis (stutt sónata), en þar geri ég grein fyrir afstööu minni til nútíma músiktjáningar." BLM: Á hvern hátt? „Sónatan er í frjálsu tóntaki og hvorki hægt í því sambandi að tala um dúr eöa moll. Meðferð á mishljómum er t.d. mjög frjáls, og þeir oft notaöir sem staögenglar samhljóms — en þó ekki þannig, aö þeir verki ófullnægjandi eös svo stríðir, aö þeir heimti upplausn. Menn ættu ekki aö veröa óánægöir þegar þeir hlusta á þetta og finna fyrir einhverri tóntegunda- legri áreitni við skynjun sína. Ég held að ekki væri mikið unnið meö því. Slík áreitni á aðeins rétt á sér í hófi.“ BLM: Er hér um að ræða stefnubreytingu? „Nei, þaö held ég varla, því allt er þetta hluti af manni sjálfum. Hins vegar lítur maður ööruvísi á lífið núna en fyrir tuttugu til þrjátíu árurn." BLM: Hvað hefur breyst? „Maður getur til dæmis þjappaö viðfangsefninu saman á minni flöt. Áður þurfti maður stærri flöt og meiri tíma. Nafn píanósónötunnar ber þetta með sér.“ BLM: Gefur þetta til kynna að þér þyki þú hafa verið of margmáil hér fyrrum? „Á yngri árum hafði maöur oft ánægju af aö spinna til enda vissa hugsun, og var þá ekki ýkja sparsamur í notkun tjáningar- meöala. Tíma-takmörkunin er viss prófsteinn á getu manns. Þetta heillar mig í dag.“ BLM: Ertu ekkert hræddur við að menn segi, að nú sé skáld- brunnur Hallgríms þurr — og því semji hann stutt? „Vitanlega er innblástur mikils virði. En það er nú einhvern veginn svo, aö ef maöur byrjar að vinna þá fylgir innblásturinn í kjölfarið. Auövitaö er þaö mikill ávinningur að sjá fyrir sér eins konar sýn. En ef beöiö er of lengi getur tækifærið glatast." BLM: Birtast þér slíkar sýnir jafn títt núna og fyrrum? „Það má vera aö þaö sé lengra á milli þeirra, en þegar þær koma er eins og þær séu heillegri, nærri eins og bygging sem skoöa má á Ijósmynd. Þaö aö endurskapa sýnina er hægur vandi — eins konar handverk." Varanleg tónlist? Blm: Hvað finnst þér um starfs- bræöur þína á íslandi í dag, þ.e. tónskáldin? „Það má segja að margt með og á móti. En á heildina litið finnst mér lítið skeytt um þaö klassíska handverk sem tryggir að samin sé varanleg tónlist. Það er lögð of mikii áhersla á snarstefjunar-hug- myndina.“ BLM: Hvað er snarstefja? „Impróvísasjón, eða þegar leikiö er af fingrum fram, eða skrifað. Vitanlega er þetta og hefur veriö, snar þáttur í tónskáldskap. En þaö má ekki leggja alla áherslu á þetta atriði.“ BLM: Ert þú aö gefa í skyn, aö vinnubrögð nútímatónskálda, sem mörg hver eru „snarstefja“ og örgeðja, geti ekki af sér varanleg listaverk? „Kannski. HroðvirkniSleg vinnu- brögö gera þaö aö verkum aö margt gott fer framhjá tónskáld- inu.“ BLM: Er Ijós díll einhvers staðar í íslenskri nútímatónlist að þínu mati? „Það eru vissulega margir Ijósir punktar. Ég held aö ekki sé ástæöa til þess að örvænta í því efni. Menn verða aö þreifa fyrir sér. Vegurinn upp á hátind listar- innar er lagöur axarsköftum, þaö veröur ekki hjá þeim komist." í sex hundruð ár BLM: Hvaöa heilræöi gefur þú starfsbræðrum þínum? „Við eigum tónarf, allt frá miðöldum, sem við skeytum lítið um. Ég held aö viö ættum aö leita fanga þangað meira en viö ger- um.“ BLM: Eigum við sem sé að snúa okkur. að tónminjavörslu? „Kannski ekki tónminjavörslu, en a.m.k. aö hafa þaö í huga aö við eigum merkan tónlistararf, sem aðrar þjóðir öfunda okkur af. Tökum rímna-arfinn til dæmis: Við erum búin að syngja þessi hetju- kvæöi í sex hundruð ár. Þaö eru ekki margar þjóöir sem geta stært sig að því.“ BLM: En er þá ekki kominn tími til að hætta þessu söngli? „Þaö hættir vitanlega af sjálfu sér.“ BLM: En er þaö ekki hætt af sjálfu sér? „Nei, alls ekki. Þetta eru klassískir hlutir, gleðivakar, sem enn lifa með þjóðinni." FrumbýlingsÞjóð BLM: Aö lokum: Hvernig kanntu viö þig heima á Fróni eftir að hafa starfað um langt árabil erlendis? „Því verður ekki neitaö að viöbrigöin eru ákaflega mikil, því miöaö viö evrópska tónlistarhefð erum við frumbýlingsþjóð, og skilyröi til vfsindalegra starfa fremur bágborin. Ég þykist vita aö menntun mín kæmi aö meiri notum við betri aðstæður. Mér finnst súrt að sólunda kröftum í störf og snatt, sem fjöldinn allur af mönnum er jafnfær um að sinna. Það að kenna t.d. undirstöðuatriði tónfræðinnar er ekki það sem heillar mig mest eða nýtir vísinda- lega kunnáttu mína.“ BLM: Ætlarðu aö starfa hér til æviloka? „Ég hef gegnum árin haldið fyrirlestra viö háskóla víöa um heim og hef ekki hugsað mér að synja slíkum boðum þegar þau berast. Að öðru leyti mun ég starfa hér heima eins og ég ætlaði mér þegar ég sneri heim frá Kanada." xxx BLM: Hvað segir þú mér af Ingólfsfjalli? „Ingólfsfjall er tígulegt fjall, það eru hnarreistar brúnir á því. Þær eru kennski ekki eins haröar og brúnirnar á íslenska tvísöngnum, en samt er einhver uppsækinn kraftur í fjallinu. Munurinn er kannski sá, að þaö er aöallega móberg í Ingólfsfjalli en talsvert harðara grjót í tvísöngnum — já, basalt, ef ekki stál.“ Aðalfundur Samtaka aldraðra var haldinn að hótel Sögu fimmtu- daginn 13. apríl s.l. Auk aðalfund- arstarfa voru aðalumræðuefni fundarins byggingamál félagsins og skattamálin, en það eru helstu baráttumál þessa fjölmenna fé- lags, að fá skattamál aldraðra lagfærð og vinna að því að löggjöf fáist samþykkt á Alþingi til fyrirgreiðslu um bygginga-sam- vinnumál fyrir aldraða, t.d. í svipuðu formi og felst í lögum um verkamannabústaði. Frá því var skýrt á fundinum, að skattalaganefnd Alþingis hafi verið send tillaga frá Samtökum aldraðra og greinargerð með, þar sem farið var fram á ívilnun til handa gömlu fólki í skattamálum. Auðunn Hermannsson, sem hef- ur verið formaður samtakanna frá stofnun þeirra, baðst eindregið undan endurkosningu. I stjórn Samtaka aldraðra er nú: Hans Jörgensson, formaður og aðrir í stjórn: Hallgrímur Th. Björnsson, Ólafur Pálsson, Sólborg Einars- dóttir og Stella M. Jónsdóttir. A fyrsta fundi hinnar nýkjörnu stjórnar var samþykkt eftirfar- andi greinargerð til birtingar, þar sem svo virðist, sem fyrgreind tillaga um ívilnun í skattamálum til handa öldruðum hafi ekki fengið hljómgrunn hjá skattalaga- nefndinni: Þegar litið er yfir skrif og hugleiðingar um nýja skattalaga- frumvarpið, er eftirtektarvert, að þar er hvergi minnst á að bæta þurfi hlut gamla fólksins. Það virðist því ekki vera mikill áhugi ráðandi manna á því að gera hlut þess í skattamálum skárri en hann hefir verið til þessa. Til þeirrar nefndar, er sá um undirbúning nýrra skattalaga, kom þó rökstudd tillaga frá Samtökum aldraðra í Við Rannsóknastofnun landbún- aðarins er tilraunaráð, sem er skipað til fjögurra ára í senn. Það var skipað í fyrsta sinn, er Rannsóknastofnun landbúnaðar- ins var stofnuð 1966 og hefst því fjórða starfstímabil þess 1978. TENGILIÐUR VIÐ LANDBÚNAÐINN Tilraunaráðið er tengiliður milli Rannsóknastofnunar landbúnað- arins og hinna ýmsu greina landbúnaðarins. Það er forstjóra og stjórn til ráðuneytis og gerir tillögur um starfsáætlun stofnun- arinnar. í tilraunaráð landbúnaðarins tilnefndu hinar ýmsu stofnanir landbúnaðarins eftirtalda menn: Rannsóknastofnun landbúnaðar- ins, deildarstjórana dr. Stefán Aðalsteinsson og Ólaf Guðmunds- son, Hvanneyri, dr. Hólmgeir Björnsson og Bjarna E. Guðleifs- son lic.agr. tilraunastjóra á Möðruvöllum, Búnaðarfélag ís- lands ráðunautana Ólaf E. Stefánsson og Sigfús Ólafsson lic.agr. Garðyrkjuskóli ríkisins Grétar J. Unnsteinsson, skóla- stjóra, Bændaskólinn á Hólum, Harald Árnason skólastjóra, Stéttarsamband bænda, formann þess Gunnar Guðbjartsson bónda á . Hjarðarfelli og Hermann Guðmundsson bónda á Blesastöð- um, Framleiðsluráð landbúnaðar- ins Pétur Sigurðsson mjólkur- tæknifræðing, Samband garð- yrkjubænda Emil Gunnlaugsson garðyrkjubónda á Flúðum, em- bætti yfirdýralæknis Sigurð Sig- urðarson dýralæknir og Land- Hans Jörgensson Reykjavík, þar sem farið var fram á nokkra tilslökun við skatta- álagningu á hina öldruðú þjóð- félagsþegna. Virðist sem þessari tillögu hafi beinlínis verið stungið undir stól, en þar með hefir skattalaganefndin ótvírætt sýnt hug sinn til gamla fólksins og að engu þurfi að breyta öldruðum í hag frá fyrri skattalögum. Okkur innan Samtaka aldraðra finnst aftur á móti algert lágmark, að ellilífeyrir sé og verði skattfrjáls. Skora ég á þingmenn, hvar í flokki sem þeir standa, að koma þessu ákvæði inn í hin nýju skattalög. Eg skora erinfremur á allt gamalt fólk að fylgjast nú vel með viðbrögðum þeirra hvers og eins í þessu sanngjarna baráttumáli okkar. Til áréttingar máli mínu endur- tek ég hér hluta úr þeirri greinar- gerð, sem fylgdi áðurnefndri tillögu Samtaka aldraðra til skattalaganefndar Alþingis:... græðsla ríkisins tilnefndi Stefán H. Sigfússon fulltrúa. Ennfremur á forstjóri Rannsóknastofnunar landbúnaðarins dr. Björn Sigur- björnsson sæti í tilraunaráðinu. KÝS EINN MANN í STJÓRN Tilraunaráðið kýs einn þriggja stjórnarmanna Rannsóknastofn- unar landbúnaðarins. Hinir eru tilnefndir af Búnaðarfélagi ís- lands og landbúnaðarráðherra. Hið nýskipaða tilraunaráð kom í fyrsta sinn saman til fundar í húsi Rannsóknastofnunar landbúnað- arins á Keldnaholti 14. apríl s.l. Á fundinum var Jóhannes Sigvalda- son lig.agr. forstöðumaður Rann- sóknastofu Norðurlands, Akur- eyri, einróma endurkjörinn í stjórn stofnunarinnar næstu fjög- ur árin. Varamaður hans var kjörinn Hjalti Gestsson, ráðunaut- ur Selfossi. TVEIR FUNDIR Á ÁRI Tilraunaráðið heldur að jafnaði tvo fundi árlega, annan í júní og er þá rædd starfs- og fjárhags- áætlun stofnunarinnar, en hinn í desember og er þá fjallað um áætlanir um rannsóknaverkefni næsta árs. Fundir ráðsins eru undirbúnir í eftirtöldum nefndum, sem starfa milli funda: búfjár- ræktarnefnd, jarðræktarnefnd, garðyrkjunefnd, verktækninefnd, framleiðsluvörunefnd og land- græðslu- og landnýtingarnefnd. Tilraunapáðið fjallar jafnan ítarlega um ráðgerðar nýjungar í starfsemi stofnunarinnar, og hug- „Allar tekjur hjá gömlu fólki hafa verið nánasarlega hundeltar til þessa, eftir skattalögunum. Aldrað fólk er búið að greiða sína skatta alla starfsævina og ætti þess vegna, við ákveðið aldursmark, að mæta skilningi og ívilnun við skattaálag. Einnig ber að hafa í huga, að þetta fólk er í flestum tilfellum sett til hliðar í atvinnu- lífinu og veit, að á komandi árum mun ellihrumleiki og fylgjandi sjúkdómar koma til með að hrjá það í vaxandi mæli.“ Sá virðingarskortur við aldraða, sem lýsir sér m.a. í skeytingarleysi ■ skattalaganefndar og því að virða að vettugi framkomna tillögu Samtaka aldraðra um lögfesta skattaívilnun, minnir ónotalega á orð sveitarstjórnarmannsins, þeg- ar ekkjan kvartaði við hann um, að eftirlaunin, sem hún fengi eftir látinn mann sinn, væru svo lág, að hún gæti með engu móti af þeim lifað. Á þá sveitarstjórnarmaður- inn að hafa sagt, að það væri ekki ætlast til að ekkjur lifðu neinu lúxuslífi. Ef til vill felst svipuð hugsun bak þá ákvörðun að skattleggja ellilífeyri svo að engin viðbótarkauphýra, hversu lítil sem er, geti orsakað lúxuslíf hjá gömlu fólki. Að lokum þetta: Áður en hin nýju skattalög hljóta samþykki Alþingis, þarf að búa svo um hnúta, að aldrað fólk hafi skatt- frjálsar tekjur, sem geri því fært að lifa sómasamlegu, sjálfstæðu lífi. Þjóðarheildina munar ekkert um þó að ellilífeyrir fáist dreginn frá skatti, en gamla fólkinu munar um það, einkum þegar heilsan fer að bila. Ég veit að skattstjórum er heimilt að fella niður skatta eða hluta af þeim, þegar sannanlegar ástæður um veikindi eða sérstakir erfiðleikar steðja að, en aldrað fólk veigrar sér við að fara fram á slíkar undanþágur, enda kostar það ærna fyrirhöfn og árlega endurnýjun, sem mörgum öldruð- um vex í augum, svo að úr framkvæmdum verður ekki. Ég endurtek: Ellilífeyrir sé skattfrjáls samkvæmt lögum, en engar persónulegar ívilnanir um slíkt smáatriði. F.h. Samtaka aldraðra Hans Jörgensson. myndir að sumum þeirra hafa komið fram á fundum ráðsins. TENGSL VIÐ BÆNDUR Á fundinum kom mikið til umræðu hvernig betur mætti tryggja, að niðurstöður rannsókna bærust til bænda. Bændur eru jafnan fljótir að tileinka sér rannsóknaniðurstöður, ef þeir sjá sér hag í því. Hér á landi er rótgróin hefð á búnaðarfræðslu í útvarpi og svo er einnig víða erlendis, og þar er sjónvarpi víða einnig beitt í búnaðarfræðslu. Bændur búa mjög dreift um landið og störfin eru margþætt og vandasöm. Þeir hafa því meiri þörf fyrir slíka fræðslu en flestar ef ekki allar aðrar starfsstéttir í þjóðfélaginu. Á síðast liðnu ári gerðist það hins vegar, að búnaðarfræðsla í útvarpi var með öllu felld niður. Hafa margir aðilar látið í ljósi ítrekaðar óskir um, að hún verði tekin upp að nýju, og var m.a. samþykkt ályktun þess efnis á fundi tilraunaráðsins 2. desember 1977. Á fundinum 14. apríl var þetta mál enn til umræðu og var samþykkt samhljóða svofelld ályktun: „Fundur nýskipaðs tilraunaráðs Rannsóknastofnunar landbúnað- arins haldinn á Keldnaholti 14. apríl, 1978 áréttar tillögu ráðsins til Útvarpsráðs frá 2. desember 1977, sjá bréf dags. 15.12.1977, um að taka upp að nýju þáttinn „Spjallað við bændur" og að aukin verði fræðsla um landbúnað í útvarpi og sjónvarpi". (Fréttatilkynning.) Fjórða starfstímabil til- raunaráðs landbúnaðarins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.