Morgunblaðið - 29.04.1978, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. APRIL 1978
19
LIT4AIM
eítir Hannes Hólmstein
Gissurarson
Fjandsamleg afstaða
til frelsisins
Halldór Laxness var í Þýzkalandi
skömmu fyrir valdatöku þjóðernis-sam-
hyggjumanna (nasista) og reit í
Skáldatíma: „Þó áttu ekki nema röskir
tveir mánuðir eftir að líða áðuren
Weimarlýðveldið var fallið, mannúðleg-
asta og menníngarfylsta stjórnskipun
sem menn vita til að Þýskaland hafi haft
frá upphafi vega. Tveir ormar nöguðu
rætúr hennar nótt sem nýtan dag
sinnhvorumeginfrá. Vinstri menn og
kommúnistar sem aldrei höfðu haft betra
svigrúm að beita áhrifum sínum en undir
þessari stjórnskipun luku upp einum
munni um að ránglæti og kúgun væru ær
og kýr lýðveldisins. Allir ærlegir lista-
menn á hvaða sviði sem var, stórskáld
einsog Brecht, snillíngar dráttlistarinnar
einsog Grosz, óviðjafnanlegir meistarar
leiksviðsins einsog Piscator, fyrir utan
legíónir annarra göfugra snildarmanna,
þreyttust ekki á að útmála þýskt lýðræði
í þessari geðugustu mynd sinni sem eitt
hyldýpisforað heimsku og glæpaverka."
Þessi þversögn fjórða áratugsins í
Þýzkalandi, sem Halldór lýsir, er enn til
með vestrænum þjóðum. Andstaða
flestra menntamanna við markaðskerfið
(kapítalismann) og lýðræðisskipulagið
hefur lengi verið undrunarefni frjáls-
lyndra hugsuða. Hvers vegna eru
menntamenn, sem geta ekki án frelsis í
menntamálum verið, andstæðingar frels-
is í atvinnumálum? Hvers vegna hafna
þeir lýðræðisskipulagi vestrænna þjóða
og velja í anda miðstjórnarkerfið
(sósíalismann)? Tvöfeldnin eða tviræðnin
er einnig undrunarefni. Menntamennirn-
ir, sem koma fram í nafni skynseminnar,
afsaka ofbeldið, ef það er framið af
samhyggjumönnum (sósíalistum). Þeir
ræða um kúgun hvítra manna á bláum í
Blálandi hinu mikla, en ekki um kúgun
og atvinnurekendur. Þeir hafa svikið
hugsjón sína, ef þeir „framleiða" til að
fullnægja „þörf“ annarra. Atvinnurek-
andinn er þjónn eftirspurnarinnar,
viðskiptavinurinn hefur alltaf rétt fyrir
sér frá sjónarmiði hans. En skoðanir
„viðskiptavinarins“ koma sönnum lista-
manni ekki við. Það er hlutverk atvinnu-
rekandans að fullnægja þörf annarra,
verðgildi vöru hans er sölugildið, mark-
aðsgildið. Menntamönnum hættir til að
líta markaðslögmálin hornauga, vegna
þess að þau gilda ekki (og eiga ekki að
gilda) um „vöru“ þeirra, hugmyndirnar.
Forsenda þeirra — að markaðslögmálin
eigi ekki að gilda um verk þeirra — er'
rétt, en þeir draga ranga ályktun — að
„Andstaða flestra menntamanna við markaðskerfið og lýðræðisskipulagið hefur lengi verið
undrunarefni frjálslyndra hugsuöa. Hana ber að skýra.“
Ljótablekking
Samhyggja Karls Marx er flótti til
þeirrar framtíðar, sem menntamennirnir
halda, að þeir geti skipulagt skynsamlega
í hugum sínum. Hún er oftrú á skynsem-
inni (sem kalla má „skynsemistrú“ til að
greina fráhyggju", sem merkir sanngirni
þess manns, sem er tilbúinn til rök-
ræðna). Menntamönnunum hættir til að
telja skynsemina alráða í heiminum,
hugmyndaflugið og ímyndunaraflið gang-
ráða veruleikans. Þeir skilja það ekki, að
skynsemin ræðst eins af veruleikanum og
hann af henni. Þeir kunna ekki tak-
markanir sínar. En vizkan er þekking á
vanþekkingunni, vanþekkingin eykst með
þekkingunni. Maðurinn veit það eitt með
vissu, að hann veit allt of lítið tii að taka
sér vald yfir öðrum mönnum, enginn einn
maður situr inni með allan sannleikann.
Og menntamönnunum hættir líka til
andstæðu skynsemistrúarinnar, vantrúar
á skynseminni, „irrationalisma," rök-
hatri, því að skammt er öfganna á milli.
Þeir menntamenn, sem hafa oftrú á
skynseminni, hafa flestir orðið byltingar-
samhyggjumenn, en hinir, sem hafa
vantrú á henni, þjóðernis-samhyggju-
menn. En menntamennirnir eiga heldur
að flýja inn í hugveruleikann en inn í
ímyndaðan, sögulegan veruleika, ekki inn
í sveitasælu miðalda eða sameignarsælu
ókominnar aldar. Menntamennirnir eru
rangstæðir í heiminum, spyrja eins og
Jóhannes úr Kötlum:
Fatrra hlckkinn
ofsótta (Iruttninu hillinttalandsins
hverniu tfet éíf lifaft án þín?
Ef étf hlýftnast kriifu Yfirdómarans
otí svelti þitf til bana
í dýflissu staðreyndanna
— hvaft verður þó um dóttur okkar
hana Ósk litlu
sem fa'ddist undir rettnhotfanum í tfa“r?
Svar okkar er þetta: Menntamennirnir
verða að sinna kröfu sannleikans, ella
bregðast þeir hugsjón sinni. Þeir mega
ekki gefa sig á vald þeirri ljótu blekkingu,
sem fékk Jóhannes til að spyrja í öðru
kvæði og alræmdu: „Sovét-ísland, óska-
landið, hvenær kemur þú?“ Þeir verða að
Til eru þeir menntamenn, sem hafa ekki tekið þá hjátrú nútímans,
sem samhyggjan er, eins og Tómas Guðmundsson og Gunnar Gunn-
arsson.
mynda“ (eins og Karl Popper kallar þá
menntamenn, sem miðla einungis hug-
myndum annarra, en fá þær ekki sjálfir),
um andstöðuna við markaðskerfið, upp-
reisnargirnina. Og með óskaplegri fjölg-
un þeirra hefur meðaltalshæfnin vitan-
lega minnkað. (Er enginn munur á
háskólakennurunum Sigurði Nordal og
Nirði Njarðvík? Guðmundi Finnbogasyni
og Ólafi Grímssyni?) Þessi skýring nær
þó allt of skammt, þótt hún eigi ágætlega
við um flesta íslenzku menntamennina,
kaffihúsaslæpingjana og ríkisómagana,
sem flykkjast í Alþýðubandalagið. Margir
afburðamenn menntanna hafa hneigzt til
samhyggju, valið þjóðernis-samhyggju
(fasisma og nasisma) eins og Knut
Menntameimimir og markaðskerfið
blárra manna — Amíns úgandamar-
skálks og annarra skálka, sem studdir eru
af ráðstjórninni austrænu — á bláum.
Þeir æpa að lýðræðisstjórn Vest-
ur-Þýzkalands vegna nauðvarnar hennar
gegn hryðjuverkamönnum, en þegja um
kúgun alræðisstjórnar Austur-Þýzka-
lands á þegnum hennar. Þeir stofna ekki
málfrelsissjóð til aðstoðar þeim andófs-
mönnum í austri, sem hafa ekki málfrelsi,
heldur þeim róttæklingum á íslandi, sem
gert er að sæta ábyrgð fyrir aðdróttanir
og móðganir, en hafa þó fullt málfrelsi.
Þeir fara mörgum vándlætingarorðum
um afskipti Bandaríkjamanna af íbúum
Indó-Kína, en minnast ekki einu orði á
afskipti Kremlverja og lepps þeirra,
Kastrós, af íbúum Angólu og Eþíópiu —
eða núverandi stjórn sameignarsinna í
Kambódsju. Og lygasaga þeirra um
Ráðstjórnarríkin, sem Krúsjeff kom upp
um árið 1956, er ljótari en orðum taki.
Þessa fjandsamlegu afstöðu margra
menntamanna til frelsisins og vinsam-
lega til valdsins ber að skýra. Þversögn-
ina ber að leysa. Það reyni ég í þessari
grein.
Andúðin á
athafnamönnunum
Áberandi er andúð menntamannanna á
athafnamönnum, atvinnurekendum. List-
vinurinn Ragnar í Smára sagði í viðtali
við mig fyrir fáeinum árum, að „starfs-
gleði athafnamannsins og sköpunargleði
listamannsins væru af sama toga“. Það er
rétt. Menntamennirnir „framleiða" hug-
myndir (eða selja hugmyndir annarra),
atvinnurekendur framleiða vörur. En
hvers vegna er andúðin? Vegna þess að
mikilvægur munur er á aðstöðu þeirra.
Gildi hugmyndanna, „framleiðsluvöru"
menntamannanna, er óháð almennri
eftirspurn eftir henni. Vinsældir og gæði
kenningar eru sitt hvað, eins og allir
skapandi menntamenn vita. Þeir fram-
leiða ekki fyrir markað í sama skilningi
markaðslögmálin eigi ekki að gilda um
neinar vörur — af henni. Menntamenn-
irnir geta ekki heldur sætt sig við það,
að fjöldinn hefur meiri áhuga á að hlusta
á dægurlagasöng en ljóðalestur. Fjöldinn
hafnar menntamönnunum. Þess vegna
hafna þeir fjöldanum, lýðræðisskipulag-
inu, frjálsu neyzluvali almennings. Þeir
ætla að frelsa fjöldann andlega, því að
ekki dugði að frelsa hann líkamlega (í
byltingum seytjándu, átjándu og nítjándu
aldar). Mannkynsfræðurum hættir til að
breytast í mannkynsfrelsara, byltingar-
menn, ef fáir kæra sig um fræðslu þeirra.1
U ppr eisnar g jör n
og fjölmenn stétt
Sumir menntamenn fá hugmyndir, eru
skapandi, aðrir menntamenn miðla
hugmyndum, og fáir eru í fyrri flokknum,
en flestir í hinum siðari. Nútímamennta-
menn ber að telja sérstaka stétt, og þessi
stétt er ný, hún er sprottin upp úr
jarðvegi framleiðsluskipulagsins og
fjöldamenningarinnar. Árangursríkast er
að greina aðstöðu þessarar stéttar til að
skýra aístöðu hennar (eða meiri hluta
hennar). Menntamenn fornaldar og
miðaldar voru flestir prestar, þeir
þjónuöu kirkjunni. Á nýöld komu til
sögunnar veraldlegir menntamenn, þeir
þjónuðu konunginum og ríki hans. Báðar
þessar stéttir voru fámennar forréttinda-
stéttir og ekki uppreisnargjarnar. En
menntamannastétt nútímans er mjög
fjölmenn, og í henni fer sifjölgandi, en
fækkandi í framleiðslugreinunum. Hún
er síður en svo forréttindastétt. Lang-
flestir menntamenn lifa ekki af hugverk-
um sínum einum, heldur þiggja laun af
rikinu. Þeir eru láglaunamenn. Gagn-
fræðaskólakennarar, fréttamenn og skáld
hafa að öllu jöfnu miklu lægri laun en
iðnaðarmenn, læknar eða atvinnurekend-
ur. Vandalaust er því að kenna öfund og
vanmetakennd „sölumanna notaðra hug-
Hamsun, Ezra Pound og Martin
Heidegger eða byltingar-samhyggju
(kommúnisma) eins og Halldór Laxness,
sem í var vitnað í upphafi þessarar
greinar, Bertolt Brecht og Jean-Paul
Sartre. Hvað veldur þessari samhyggju-
tilhneigingu þeirra? Það, að samhyggja
er öðrum kenningum fremur til þess
fallin að verða trú þeirra, sem lifa í heimi
hugmyndanna — menntamannanna. Hún
er krafa um breytingu á samlífsháttum
mannanna eftir hugmynd, vinnuteikn-
ingu af fyrirmyndarríkinu, byltingar-
maðurinn er smiður þess. Á öllum öldum
hafa menntamenn dreymt um þús-
undáraríkið, hlaðið loftkastala. Þessir
menn hugmyndanna hafa ekki sætt sig
við ófullkomnar eftirlíkingar þeirra í
veruleikanum. Og menntamenn nútímans
eru á flótta frá hávaðasamri nútíðinni,
frá iðnskipulaginu, frá markaðskerfinu,
frá stórborgunum. Stundum flýja ’þeir
ekki inn í sálarfylgsnin, heldur til
fortíðarinnar eða til framtíðarinnar.
Flóttamennirnir til fortíðarinnar verða
afturhaldsmenn, flóttamennirnir til
framtíðarinnar verða byltingarmenn.
Menntamennirnir misstu trúna á Guð á
^ nítjándu öldinni og tóku trúna á Söguna.
Kenning Karls Marx er áhrifamesta
samhyggjukenningin, því að Marx renndi
að mati menntamannanna skynsamleg-
um stoðum undir skýjaborgirnar, kenn-
ing hans var „vísindalegur sósíalismi“. Og
iðnbyltingin — afkastaaukningin mikla á
átjándu og nítjándu öldinni — vakti um
það vonir í brjóstum menntamannanna,
að efnið væri til í loftkastalana, en
sértrúarsöfnuðir fyrri alda höfðu gripið í
tómt, þegar þeir höfu hafið smíði þeirra.
Þessar samtímalegu og sögulegu aðstæð-
ur, efnalegar og andlegar, gefa mennta-
mönnunum tilefni til samhyggjunnar.
Bréf til Láru, Alþýðubókin. Rauðir
pennar, Tímarit máls og menningar,
Réttur og önnur rit íslenzkra samhyggju-
manna sýna það vel.
skilja það, að staðreyndirnar takmarka
kosti mannanna, að þeir lifa í heimi
takmarkaðra náttúrugæða, að þessum
staðreyndum er ekki hægt að breyta með
því að breyta skipulagi framleiðslunnar.
Tilveran er ekki dís í dulbúningi, sem
fletta þarf klæðum, heldur norn í
spennitreyju, sem herða þarf að. Með
kollsteypum ákafamannanna eru leyst úr
læðingi þau illu öfl, sem kristnir menn
hafa af mikilli skarpskyggni kallað
„erfðasyndina". Dyggðir stjórnmálanna
eru þolinmæði, raunsæi, efagirni og
umburðarlyndi. Fyrsta boðorð þeirra er:
Þú skalt láta aðra menn í friði. (Þess
vegna eiga menn að flýja inn í sálar-
fylgsnin, ef þeir geta ekki sætt sig við
veröldina, en ekki að brjótast út úr
spennitreyju staðreyndanna og gera
byltingu.) I þessum heimi ber mönnum að
vera alls gáðir, en ekki í vímu hugmynd-
anna, Þeim ber að taka staðreyndirnar
fram yfir staðleysurnar (útópíurnar).
Óskhyggjan, samhyggjan, sósíalisminn,
er atvinnusjúkdómur menntamannanna,
þeir eru næmari fyrir honum en aðrar
stéttir. Og hann er smitandi, með því að
þeir eru áhrifamiklir, þegar til langs tíma
er litið, ráða flestum fjölmiðlum og
skólakerfi. Sagt hefur verið, að mennta-
mennirnir séu hættulegustu tortimendur
vestrænnar menningar. Hvernig ber að
bregðast við því? Ekki með heimskulegu
menntamannahatri, heldur með því að
berjast á velli þeirra sjálfra, vettvangi
hugmyndanna, berjast með staðreyndum
tog rökum. Og til eru þeir menntamenn,
sem hafa ekki tekið þessa hjátrú
nútímans, eins og Gunnar Gunnarsson og
Tómas Guðmundsson. Til eru einnig
hinir, sem hafa horfið frá henni, eins og
Halldór Laxness og Steinn Steinarr.
Vonandi er mannsandinn sterkari en svo,
að hann láti njörva sig niður við þessa
ljótu blekkingu, því að markaðskerfið og
lýðræðisskipulagið eru einu sæmilegu
tryggingar frelsisins.