Morgunblaðið - 29.04.1978, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 29.04.1978, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 29. APRIL 1978 25 Það eru mörg ár síðan ég ákvað að láta persónulegum árásarskriíum blaða yfirleitt ósvarað. Enn mun ég fylgja þeirri reglu, að láta persónulegar svívirðingar. sem að mér hefur verið hreytt að undanförnu. eins og vind um eyru þjóta. En þar sem ég held. að almenningur eigi rétt á að fá fyllri upplýsingar um störf stjórnarskrárnefndar. og þá einnig um minn þátt í þeim. heldur en blöðin hafa veitt til þessa. tel ég mér rétt og skylt að skýra þau mál nokkru nánar. Auðvitað er ekkert við því að segja, þótt þingnefnd leggi til, að núverandi stjórnarskrárnefnd verði leyst frá störfum og ný nefnd kosin, ef þingnefnd hefur áður aflað sér öruggrár vitneskju um, hvernig málin standa og hún er þess fullviss, að með því móti fáist skjótari lausn á stjórnarskrármál- inu. Þó neita ég því ekki, að viðkunn- anlegra hefði mér þótt, að stjórn- arskrárnefnd hefði áður verið gefinn kostur á að skila af sér innan hæfilegra tímamarka. Þetta hefði ég talið því sanngjarnara, sem nefndinni voru í upphafi engin tímamörk sett. Þá vil ég taka skýrt fram, að það er alrangt, að dráttur á störfum stjórnarskrárnefndar hafi, eins og eitt dagblaðið fullyrti „drepið" þær tillögur, sem þingmenn báru fram undir þinglokin til breytinga á kosningalögum. Þær rákust í engu á ákvæði stjórnarskrárinnar og voru því heimilar, hvað sem störfum stjórnarskrárnefndar leið, aðeins ef þingið gat komið sér saman um lausn þeirra, en svo var raunar ekki. um, én ekki bundin í stjórnarskrá. Að Landsdómur verði afnumin, enda óvirkur allt frá byrjun. Að þingmönnum verði fækkað um 10 eða 11, ef þingið yrði ein málstofa (þ.e. þingmenn verði 49 eða 50). Að kosningaaldurinn verði í samræmi við þróunina fram til þessa lækkaður í 18 ár. Að ný ákvæði og skýrari verði sett um þingrof. Að mannréttindaákvæðum verði fjölgað. Að rýmkuð verði ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur. Að dómsmálakaflinn verði gerður ýtarlegri. Að breytt verði skil- greiningu persónulegs eignaréttar í samræmi við þróun tímans. Þegar ég svo á sl. hausti tók að ríkisstjórnar með meirihluta þings að bakhjalli. Út frá þessum sjónarmiðum samdi ég drög að þriðja kafla stjórnarskrár, sem færði valdið til mótunar réttlátrar kjördæmaskip- unar algerlega í hendur Alþingis. Mér var ljóst, er ég þannig hafði gengið frá drögum að þremur fyrstu köflum stjórnarskrár, að með því hafði ég færzt nokkuð mikið í fang, og fannst óhyggilegt, að senda þessar tillögur mínar strax út til nefndarmannanna. — Þó sé ég nú, að það hefði ég átt að gera. — En mér fannst þá hyggiiegra, að fá að ræða þessar tillögur fyrst við varaformann nefndarinnar, Gunnar Thoroddsen og fá úr því skorið, hvort þær nytu hans stuðnings með eða án breyt- inga. Um þetta ráðfærði ég mig við starfsmann nefndarinnar, dr. Gunnar G- Schram, og fannst honum þetta vera hyggileg vinnu- brögð. Voru tillögur mínar því sendar Nokkrar og bezt gerist með öðrum þjóðum. í því skyni skal hverjum íslenzk- um þegni tryggður sá réttur og þau réttindi, sem hér segir, enda skal hann lúta þeim þegnskyldum, sem hér verða taldar: 1. Persónufrelsi manna og frjálsræði er friðheilagt. Enginn íslenzkur þegn má verða fyrir neins konar frelsisskerðingu vegna pólifískrar eða trúarlegrar sann- færingar, né heldur vegna litar- . háttar, ættar eða uppruna. 2. Frelsisskerðing er óle.vfileg, nema samkvæmt heimild í lögum. 3. Hvern þann, sem tekinn er fastur, skal innan 24 klukkustunda leiða fyrir dómara. Sé hann ekki jafnskjótt látinn laus, skal dómari í síðasta lagi innan þriggja sólarhringa leggj a rökstuddan úrskurð á, hvort hann skuli settur í varðhald. Megi láta hann lausan gegn veði, (tryggingu) þá skal ákveða í úrskurði, hvert og hve mikið það skuli vera. — Úrskurði dómara má skjóta til æðra dóms, og fer um birtingu og áfrýjun slíks úrskurðar sem um birtingu dóms í sakamálum. Engan má setja í gæzluvarðhald fýrir sök, sem aðeins varðar fésekt eða einföldu fangelsi. upplýsingar um störf stjómarskrámefndar Þeir, sem saka stjórnarskrár- nefnd eða mig persónulega um að hafa grandað þeim tillögum, eru aðeins að leita skálkaskjóls, sem þó ekkert skjól veitir. Ásakanir um fáa fundi í stjórn- arskrárnefnd eru hins vegar á nokkrum rökum reistar, og er þar réttilega við mig að sakast, öðrum nefndarmönnum fremur. Þó vil ég halda því fram, að flestar eða allar hugmyndir og tillögur, sem fram komu í nefndinni, hafi verið ræddar til hlítar á fundum henn- ar, og að viðhorf einstakra nefnd- armanna hafi við þær umræður komið skýrt fram í öllum megin- atriðum. Auðvitað hefði verið hægt nálega í það óendanlega að halda áfram að hjala og bolla- leggja, án þess að það færði menn þó í nokkru verulegu nær því marki að komast að niðurstöðu. Það taldi ég tilgangslaust með öllu. Þegar gefnir frestir til að skila tillögum voru liðnir og framlengd- ir frestir einnig liðnir, taldi ég komið að öðrum þætti málsins, sem ekki verður leystur á fundum, nfl. þeim að vinna úr niðurstöðum umræðna með samningu form- legra tillagna. Þetta starf verður, eins og allir vita að vinnast utan funda. Tel ég mig tilneyddan, sökum þeirra hrakyrða, sem mér hafa verið send í ýmsum blöðum, að skýra nánar frá þeim þætti málsins. Þegar starfsmáður nefndarinn- ar, dr. Gunnar G. Schram, fyrir alllöngu síðan tók saman yfirlit yfir tillögur, sem fram hefðu komið utan nefndar og innan, til breytinga á stjórnarskránni, kom í ljós, að 34 þeirra voru frá mér, 15 frá starfsmanninum og 9 frá öðrum, flestar utan nefndar. Auðvitað áskildi ég mér að geta flutt fleir tillögur síðar, svo og að geta fylgt öðrum tillögum, sem fram voru komnar eða kynnu að koma. Efni þessara tillagna var marg- víslegt, og hefði miklar breytingar í för með sér, ef samþykktar yrðu. Þar var t.d. lagt til; Að deildaskipting Alþingis yrði af- numin og að þingiö starfaði framvegis í einni málstofu. Að varaforseti yrði kosinn til að gegna störfum í forföllum forseta í stað þeirra þriggja manna, sem nú fara með forsetavald í forföll- um hans. Að forsetinn fái frest- andi neitunarvald. Að kjördæmaskipanin verði að lang- mestu leyti ákveðin í kosningalög- fást við stjórnarskrána á ný með þeim fasta ásetningi að ljúka endurskoðunarstarfinu á vetrin- um, fannst mér sem inngangskafli stjórnarskrárinnar væri næsta sviplítiil og gerði harla litla grein fyrir grundvelli Lýðveldisins Is- lands. Raunar gildir það sama um tvo fyrstu kafla stjórnarskrárinn- ar, að þeir mega heita orðrétt þýðing dönsku stjórnarskrárinnar, að því undanskildu, að orðið lýðveldi er sett fyrir konungs- dæmi, og forseti fyrir konung. Fyrsti kaflinn er aðeins þessar tvær stuttu greinar: 1. gr. „ísland er lýðveldi með þing- bundinni stjórn. 2. gr. Alþingi og forseti Islands fara saman með löggjafarvaldið. For- seti og önnur stjórnvöld sam- kvæmt stjórnarskrá þessari og öðrum landslögum fara með fram- kvæmdavaldið. — Dómendur fara með dómsvaldið.“ Lengri er þessi kafli ekki. Eftir því, sem ég velti málinu meira fyrir .mér, komst ég að þeirri niðurstöðu, að í lýðveldisstjórnarskránni færi vel á því, að strax í fyrsta kafla hennar væri gerð grein fyrir grundvallaratriðum þeim, sem hið unga lýðveldi byggði stjórnarfar sitt á. Að þessu athuguðu kom í Ijós, að annar kafli núverandi stjórnar- skrár, þyrfti gagngerðrar endur- samningar við, til samræmis við þann fyrsta. Og um þriðja kaflann sýndist mér einsætt, að breyta honum þannig, að Alþingi sjálft hefði óbundnar hendur um að ráða kjördæmaskipáninni á hverjum tíma og tryggja þannig réttlæti hennar, án þess að þurfa að fara út af slíku í stjórnarskrárbreyt- ingu og tvennar kosningar. En slíkt vafstur gæti torveldað leið- réttingu, þar til í fullt óefni er komið, eins og nú hefur átt sér stað. Ég tel það tæpast á færi nokkurrar nefndar að semja breytingatillögur um kjördæma- skipan, sem nokkrar líkur séu til að meirihluti á Alþingi sætti sig við. Slík mál hafa aldrei náð fram að ganga, nema með samningum milli flokka og undir forustu Gunnari Thoroddsen og tók hann að sér að boða okkur Gunnar Schram til viðræðufunda um tillögurnar. Oftar en einu sinni boðaði Gunnar Thoroddsen okkur til viðræðufundar, en jafnan fór svo slysalega, að annríki ráðherr- ans útilokaði fundina og voru þeir afboðaðir. Þannig hefir veturinn liðið, án þess að hinar ráðgerðu viðræður hafi farið fram, og án þess að ég hafi þar af leiðandi boðað fund í stjórnarskrárnefnd. Fundarefnið taldi ég þessar tillögur, ef þær fengju þann hljómgrunn, að verða metnar sem hæfur umræðugrundvöllur. En í því tilfelli taldi ég að því komið að ganga til afgreiðslu á tillögum sem fyrir liggja, kafla fyrir kafla. Hefði ég þó talið sjálfsagt að gefa nefndarmönnum nokkurt svigrúm til að leggja fram tillögur, ef þeir hefðu einhverjar enn fram að færa. — Þannig taldi ég nefndar- starfið komið að lokastigi. Leyfi ég mér því að efa, að það, að setja nú nýja menn til endurskoðunar stjórnarskrár og kosningalaga geti orðið til þess að tillögur komi fyrr en ella. — En e.t.v. hefur það heldur ekki verið'tilgangurinn! Tillögur mínar um þrjá fyrstu kafla stjórnarskrárinnar eru þess- ar: Stjórnarskrá lýðveldisins íslands 1. kaflii Stjórnarskipan og skipting valds. 1. gr. ísland er frjálst, fullvalda og sjálfstætt lýðveldi, lýðræðisríki með þingræðisstjórn. Forseti lýðveldisins er æðsti embættismaður ríkisins. Hann ber embættisheitið Forseti íslands. Hann er kosinn af þjóðinni til 5 ára í senn. Varaforseti skal kosinn samtímis og með sama hætti. Island hefur engan herafla, á landi, sjó eða í lofti og fer því eigi með ófriði gégn neinu öðru ríki. 2- gr. , Allt vald er hjá þjóðinni. Hún kýs Alþingi, sem er æðsta vald- stofnun þjóðarinnar. Alþingi fer með löggjafarvaldið í umboði þjóðarinnar, setur lög og sker úr þrætum um, hvað séu lög og hvernig beri að skilja gildandi lög. Um slíka úrskurði Alþingis skal setja sérstök lög. Eigi skal veita undanþágur frá lögum, nema Alþingi samþykki. Kosningar til Alþingis skulu fram fara eigi sjaldnar en á fjögurra ára fresti. Alþingi ákveður með lögum tölu þingmanna, kjördæmaskipan og samkomudag reglulegs Alþingis. Tala þingmanna skal jafnan vera oddatala. Alþingi ræður ríkisstjórn ís- lands hverju sinni. Ríkisstjórn Islands fer með framkvæmdavaldið í umboði Al- þingis hverju sinni. Enginn getur verið ráðherra, og engin ríkisstjórn farið með völd, ef Alþingi lýsir vantrausti á honum eða ríkisstjórninni í heild. Sá ráðherra, eða sú ríkisstjórn, sem Alþingi lýsir vantrausti á, skal tafarlaust segja af sér. Nú þykir Alþingi örvænt, að mynduð verði ríkisstjórn, er hafi viðhlítandi stuðning og traust til lausnar aðkallandi mála, og getur það þá samþykkt að skjóta málum undir dóm þjóðarinnar með því, að þing verði rofið og efnt til nýrra kosninga til Alþingis. Alþingi skal þegar tilkynna forseta íslands slíka samþykkt sína, og auglýsir hann þá þingrofið frá komandi kjördegi. Skulu alþingiskosningar þá fara fram svo fljótt sem við verður komið og með þeim frestum, sem lög um kosningar til Alþingis leyfa skemmsta. Alþingismenn halda umboði sínu til kjördags, þótt þing hafi verið rofið, og Alþingi getur komið saman og starfað, ef það óskar. Að kosningum loknum skal Alþingi koma saman, eins fljótt og við verður komið. Bráðabirgðaríkisstjórn, er sjái um framkvæmd kosninga, getur Forseti Islands skipað, enda sam- þykki Alþingi skipan hvers ein- staks ráðherra. . Allir einstaklingar, sem öðlazt hafa íslenzkan ríkisborgararétt við fæðingu, skv. gildandi lögum, eða með sérstökum lögum mynda hið íslenzka þjóðarsamfélag. Hið íslenzka þjóðarsamfélag hefur að markmiði, að hver einstaklingur innan þess, og það sjálft í heild, nái þeim andlegum þroska og efnalegri hagsæld, sem framast má verða á hverjum tíma 2. kaflii Embætti Forseta íslands og ráöherravald 3. gr. Forseti íslands og varafor- seti skulu vera þjóðkjörnir. 4. gr. Kjörgengur til forseta og varaforseta er hver 35 ára gamall maður, sem fullnægir skilyrðum kosningaréttar til Alþingis, að fráskildu búsetuskilyrðinu. 5. gr. Forseti og varaforseti skulu kjörnir beinum leynilegum kosningum af þeim, er kosninga- rétt hafa til Alþingis. Forsetaefni skal hafa meðmæli minnst 2000 manna og mest 3000. Sá; sem flest fær atkvæði, ef fleiri en einn eru í kjöri, er réttkjörinn forseti. Sama gildir um kjör varaforseta. Ef aðeins einn maður er í kjöri, þá er hann réttkjörinn án atkvæða- greiðslu. Að öðru leyti skal ákveða méð lögum um framboð og kjör forseta og varaforseta, og má þar ákveða, að tiltekin tala meðmælenda skuli vera úr landsfjórðungi hverjum í hlutfalli við kjósendatölu þar. 6. gr. Kjörtímabil forseta hefst 1. ágúst og endar 31. júlí að 5 árum liðnum. Forsetakjör fer fram í júní- eða júlímánuði það ár, er kjörtímabil endar. 7. gr. Nú verður sæti forseta lýðveldisins laust við dauðsfall, eða hann getur ekki gegnt störfum um sinn vegna dvalar erlendis, sjúkleika eða af öðrum ástæðum, og skal þá varaforseti taka við störfum hans. 8. gr. Forseti lýðveldisins má ekki vera alþingismaður né hafa með höndum launuð störf í þágu opinberra stofnana eða einkafyrir- tækja. Ákveða skal með lögum greiðsl- ur af rikisfé til forseta og varaforseta. 9. gr. Forsetf vinnur eið eða drengskaparheit að stjórnar- skránni, er hann tekur við störf- um. Af eiðstaf þessum eða heiti skal gera tvö samhljóða frumrit. Geymir Alþingi annað, en þjóð- skjalasafniö hitt. 10. gr. Forseti verður ekki sóttur til refsingar, nema með samþykki Alþingis. Sama gildir um varafor- seta, en hann gegnir störfum í forföllum forseta. Forseti verður leystur frá embætti, áður en kjörtíma hans er lokið, ef það er samþykkt með meirihluta atkvæða við þjóðar- atkvæðagreiðslu, sem til er stofn- Framhald á bls. 27 Eftir Hannibal Valdimarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.