Morgunblaðið - 29.04.1978, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.04.1978, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. APRÍL 1978 BLÚM VIKUNNAR V w t) I UMSJÓN: ÁB. Steinselja- Persille (Petroselinum sativum) Steinselja er alþekkt kryddjurt, sem auðvelt er að rækta hérlendis. Hún et raunar tvíær, en lifir trauðla af íslenskan vetur úti í garðinum. Seinseljan eða Pétursseljan eins og hún stundum er nefnd, vex villt í Suður-Evrópu en bæði forn Grikkir og Rómverjar tóku hana snemma til ræktunar. A þeim langa tíma sem menn hafa ræktað hana hefur hún tekið miklum breytingum og eru nú aðallega ræktaðir tveir flokkar hennar: steinselja sem blöðin eru notuð af og steinselja þar sem rótin er notahlutinn. Ræktun blaðseljunnar er þó bæði eldri, útbreiddari og þekktari. Eitthvað mun hafa verið reynt að rækta nota mikið í matreiðsluna og mættu not hennar áreiðanlega aukast til muna frá því sem nú er. Auðvelt er að rækta steinselju. Hún er lágvax- in og þarf ekki mikið vaxtarrými og hún er það falleg að vel má nota hana sem jarðarplöntu í beð, ef vill. 5—7 sm á milli plantna er kappnóg pláss fyrir hana. Til steinselju finnst mér best að sá inni í pott snemma vors (t.d. í mars) og planta út strax og frost fer úr jörðu. Fræið er mjög seint að spíra, en við því er það ráð að leggja það í bleyti í 1—2 sólarhringa áður en sáð er. Steinselju má einnig sáð beint út, en þá þarf að gera það eins fljótt og unnt er og sakar rótarselju hér, en ekki veit ég hvort um beint notagildi af henni hefur verið að ræða. Rótarselj- an þarf það langan vaxtartíma að íslenskt sumar er full stutt fyrir hana. Blaðseljan er aftur á móti ágætlega vel fallin til ræktunar við okkar aðstæður. Steinseljan (blaðseljan) er smávaxin jurt, nokkuð seinvaxta en vel harðger. Blöð hennar eru fagur- hrokkin og dimmgræn. Þau eru mikið notuð til skreytingar einkum með kjötréttum, þó hún eigi einnig ágætlega við fisk- rétti. En hún er ekki eingöngu við það bundin að vera borin fram til skrauts, hún er holl og góð til matar, mjög járnauðug og þar af leiðandi blóð- aukandi. Einnig er hún talin holl fyrir nýrun. Það þarf ekki að borða nema lítið eitt af steinselju til að fá nægjanlegan dags- skammt af járnefni í fæði sitt. Steinselju ætti því að þá ekki þó frost sé ekki að fullu farið úr jörð. Stein- selja þarf frjóan vel á borinn jarðveg og góðan raka. Við útisáningu á henni er hæfilegt að hafa 10—12 sm milli raða og þynna ef til vill ögn út í röðunum ef fræin hafa fallið of þétt. Að hausti má taka inn í pott eða smákassa nokkrar plöntur og fá þannig fersk blöð fram eftir vetri. Steinseljublöð geymast vel í frysti og þarf ekki að sjóða þau neitt áður en þau eru fryst, aðeins útbúa þau í smápakka. Einnig má þurrka blöðin til vetrarnota og áður fyrr voru þau stundum söltuð til geymslu. Til gamans má geta þess að hafi menn borðað hvítlaukskryddaðan mat, upphefur steinseljan alla óþægilega lykt sem stund- um vill loða við andar- drátt eftir hvítlauksát. Að sjúga þá steinselju eða borða lagar lyktina. — Segja má að ástandið hafi breytzt á þann veg að valðhafar sitja fastar í sessi nú en þegar við yfirgáfum Eþíópíu fyrir um 11 mánuðum og með 15—20 þúsund manna erlent herlið eru þeir nokkuð öruggir um sinn hag, en samt sem áður eru mjög erfiðir tímar fyrir fóikið sjálft, sagði Jónas Þórisson kristniboði, sem nú á næstunni er á förum til Eþíópíu ásamt fjölskyldu sinni. Undanfarna mánuði hafa ekki verið starfandi íslenzkir kristni- boðar í Eþíópíu þar sem Jónas hefur dvalizt hérlendis i leyfi, en þó fór Jóhannes Ólafsson til Eþíópíu um áramótin og dvelst þar eitthvað fram eftir sumri. Um tíma lék vafi á að kristniboðar yrðu sendir til Eþíópíu aftur vegna ástandsins þar í landi og tók stjórn Norska lútherska kristni- boðssambandsins sem Samband Frá Eþiopíu. Nú stjórna innlendir starfsmenn kirkjunnar flestum krisniboðsstöðvunum og fclst starf krisniboðanna meira í því að vera ráðgjafar og leita nýrra starfsakra þar sem hægt væri að koma upp nýjum stöðvum. Kristniboðið stendur sterkt að vígi í Eþíópíu — segir Jónas Þórisson kristniboði sem nú er á förum þangað ísl. kristniboðsfélaga starfar í nánum tenglsum við þá ákvörðun í haust að ekki skyldu konur og börn kristniboða dveljast í Eþíópíu. M.a. af þeim orsökum ákvað þing S.Í.K. s.l. sumar að Skúii Svavarsson og fjölskylda færu til starfa í Kenyá, en gert er ráð fyrir að þau haldi þangað í sumar. Verður því rekið kristni- boðsstarf frá íslandi í tveimur Afríkulöndum. Jónas Þórisson heldur utan í næstu viku ásamt konu sinni Ingibjörgu Ingvarsdóttur og dætr-. um þeirra. Jónas heldur áfram að ræða ástandið í landinu: — Að öðru leyti hefur ástandið ekki breytzt i suðvesturhluta landsins, það hefur allt verið rólegt. Þetta er stórt og mikið iand og við sem höfum starfað í suðurhlutanum erum víðs fjarri vígvöllunum í Ogaden. Hefur verið amast við starfi kristniboðanna að undanförnu? — Nei, kristniboðið stendur ákaflega sterkt að vígi vegna hins mikla hjálpar- og líknarstarfs sem unnið hefur verið á vegum þess í 25 ár og enn hafa valdhafarnir ekki opinberiega tekið afstöðu gegn kirkjunni og það á að heita svo að trúfrelsi sé í landinu. Hinu er ekki að leyna að gífurlegur marxistískur áróður kemur fram bæði í útvarpi og blöðum og sjálfsagt á hann eftir að móta stjórnskipulagið meira en verið hefur. Hvernig verður þínu starfi háttað ytra? — Við reiknum með að búa í Arba Minch sem er stór stöð og þar er m.a. iðnskóli, sjúkrahús, sem Jóhannes Ólafsson átti þátt í að koma af stað, og starfar nú við, en þessi staður er um 85 km frá Konsó, en nú hafa innlendir starfsmenn tekið við stjórn allra stöðvanna. Þetta verður þó ekki ákveðið fyrr en við komum út. En auk þessa þá mun verða lög áherzla á að nú til nýrra staða þengað sem ekki hefur verið farið með boðun orðsins og ekki er um A vegum kristniboðsins hefur verið rekið margvíslegt hjálpar- og kennslustarf og m.a. unnið í áveituframkvæmdum. Nýr pundsseðill á Bretlandi eftir RAGNAR BORG Þeir sem farið hafa til Bretlandseyja á þessu ári hafa vafalaust tekið eftir því að þar er í umferð ný gerð af punds- seðli. Á framhlið seðilsins er að sjálfsögðu mynd af Elisabetu annarri Bretadrottningu. Á bakhlið seðilsins er mynd af Sir Isaac Newton. Það er sjálfsagt ekki af tilviljun að þarna er mynd af Newton því auk þess að vera þekktur sem vísinda- og fræðimaður starfaði hann við konunglegu brezku mynt- sláttuna frá árinu 1696 til dauðadags 1727. frá árinu 1699 sem forstöðumaður. Á þessum árum urðu miklar breytingar á jnyntsláttu á Bretlandi. Hætt var að handslá mynt og var vélslátta tekin upp. Frá því í febrúar 1697 hætti handslegna myntin að vera gjaldgeng. Árið 1702 sá Newton um að slegin var mynt úr gull og silfur- stöngum sem Rooke aðmíráll flutti heim til Bretlands eftir að hafa tekið mikið af þessum stöngum eftir orrustu við spánskan gull- og silfurskipa- flota undan Vigo á Spáni. Var þarna um að ræða geysilega verðmætt herfang. Er Georg fyrsti af Hannover varð kon- ungur 1714 var alveg skipt um mynt á Bretlandseyjum og var það að sjálfsögðu mikið verk. En Sir Isaac Newton var fráhærlega iðinn maður. Auk þess að vera forstöðumaður myntsláttunnar var hann prófessor í stærðfra'ð við Iiá- skólann í Cambridge. félagi f Konunglega félaginu, þing- maður og höfundur mikils verks er fjallaði um stærðfræði. Hann hélt áfram rannsóknum si'num á þyngdarlögmálinu. rannsóknum á eðli ljóssins. stærðfræði og diffcrential- reikningi og stóðu margar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.