Morgunblaðið - 29.04.1978, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 29.04.1978, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. APRÍL 1978 Nýr miðbær mun brátt rísa á Seltjamamesi UannÍK hefur miðbærinn verið skipulaKður í Krófum dráttum. No. 1 verður aðsetur verzlunar ok þjónustu (»k á svæðum no. 2 <>k 3 er áformað að iðnfyrir- tæki. smáiðnaður og ef til vill innflutningsfyrirtæki hafi að- setur. Við skipulagningu verður hliðsjón höfð af óskum og ábendingum væntanlegra fyrirtækjaeigenda SENN líður að því að fram- kvamdir hefjist í hinum nýja miðbæ Seltjarnarneskaup- staðar. sem á að rísa á Eiðs- landi norð-vestanvert á nesinu. Skipulagsnefnd Seltjarnarness aujílýsti í vikunni eftir aðilum, fyrirtækjum eða einstakling- um, sem áhuga hafa á því að koma upp verzlun, iðnaði eða þjónustustarfsemi í nýja miðbænum. SÍKurgeir Sigurðsson hæjar- stjóri. Morgunblaðið sneri sér til Sigurgeirs Sigurðssonar bæjar- stjóra og innti hann nánar eftir fyrirhuguðum framkvæmdum í miðbænum. Sigurgeir sagði að þarna væri um að ræða um 60 þúsund fermetra svæði í Eiðs- landi, en hluta af þessu landi fékk Seltjarnarneskaupstaður í makaskiptum við Reykjavíkur- borg og lét í staðinn eyjarnar Engey, Viðey og Akurey. Skipu- lag þessa nýja miðbæjarsvæðis hefur verið mótað í grófum dráttum. Arkitektastofan sf, þeir Ormar Þór Guðmundsson og Örnólfur Hall, hafa unnið að því verkefni og þar stuðzt við verðlaunahugmynd sfna um skipulag Seltjarnarness, sem gerð var fyrir tveimur árum. Sigurgeir sagði að í nýja miðbænum væri gert ráð fyrir iðnaði, smáiðnfyrirtækjum og innflutningsfyrirtækjum, verzlunum og hvers konar þjónustu, sem þörf er á í 7000 manna bæjarfélagi eins og ráðgert er að Seltjarnarnes- kaupstaður verði þegar fram líða stundir. Þá er ennfremur gert ráð fyrir íbúðarhúsnæði að hluta í nýja hverfinu. Af þessum þáttum er iðnaði ætlað lang- mest rými. Sem dæmi um verzlunarþjón- ustu, sem ráðgert er að bjóða upp á í nýja miðbænum, eru verzlanir með matvöru, kjöt, fisk og brauð, búsáhöld, bækur og ritföng, sportvörur, húsgögn, rafmagnsvörur, járnvörur, úr og klukkur, fatnað, skó og skó- viðgerðir, vefnaðarvörur og málningarvörur. Dæmi um aðra þjónustu eru veitingaSala, apótek og snyrtivörur, banki, almennar skrifstofur, rakari, hárgreiðslu- og snyrtistofa, fatahreinsun og þvottahús og hugsanlega áfengisútsala. Sigurgeir Sigurðsson bæjar- stjóri sagði að það skipulag, sem nú lægi fyrir væri aðeins í grófum dráttum. Ótal hugmynd- ir væru uppi um nánari útfærslu og væri hugmyndin að hafa hliðsjón af þörfum og ábending- um væntanlegra umsækjenda. Hann sagði að nú þegar hefðu mjög margir aðilar sýnt því áhuga að koma upp starfsemi í nýja miöbænum en meiningin er sú að þeir aðilar, sem hug hafa á því að fá þarna aðstöðu hafi samband við bæjarstjóra fyrir maílok. Stefnt er að því að svæðið verði byggingahæft að hluta vorið 1979. „Það er okkar skoðun," sagði Sigurgeir, „að þetta sé ákaflega heppilegt svæði fyrir miðbæ og að við hefðum ekki getað fengið betri stað.“ Strikaða svæðið sýnir afstöðu Eiðslands, þar sem nýi miðbærinn á að standa. Árni Helgason, Stykkishólmi: Að bera virðingu fyrir Hugleiðingar tileinkaðar Seðla- bankanum og Jóbannesi Nordal \ :Æ , W 4 i Núverandi stjórn Kvenfélags Eyrarbakkai Guðfinna Sveinsdóttir formaður, Elín Sigurðardóttir gjaldkeri, Ásta Halldórsdóttir ritari og meðstjórnendur, Margrét Ólafsdóttir og Guðlaug Jónsdóttir. Kvenfélag Eyrar- bakka 90 ára í æsku var mér kennt að bera virðingu fyrir verðmætum og þakka. Okkur var kennt að bera virðingu fyrir ellinni, virðingu fyrir heiðarleika og virðingu fyrir guðstrú og góðum siðum. Margar minningar vakna í hugum þeirra sem nú eru komnir á sjötugsaldur. Minning- ar sem oft voru bundnar við fyrstu krónuna sem þeir eignuð- ust, fyrsta hlutinn sem þeim var gefinn. Rúsínur og sveskjur voru í miklum hávegum hjá okkur börnunum og góðir menn sem komu í heimsókn vissu að það var enginn vandi að koma gleðinni fram í andlit lítils hnokka með því að rétta honum þó ekki væri nema eina sveskju og þakklætið skein úr augum. Þetta allt rifjaðist upp fyrir mér nú þegar ég svo að segja daglega verð fyrir reynslu af virðingu ungra sem gamalla fyrir fjármunum og því hlýtur eftirtekjan að verða eftir því, að maður minnist nú ekki á þakk- lætið. Ég hefi gengið víða um þar sem fjölmenni hefir verið og það fer ekki framhjá néinum hvern- ig litið er til verðmætanna. Þær eru ekki fáar þær íslensku krónur í dag sem hafna í götunni og mönnum þykir ekki ómaksins vert að beygja sif4 eftir þeim. Gjaldmiðill okkar er orðinn þannig að varla er minnst á krónuna. Ég hefi séð bæði börn og fullorðna fleygja til baka þeim krónum sem þeir hafa átt að fá til baka í verslunum og sölumiðstöðum með þeim orðum: Blessaður hirtu þá. Við höfum ekkert að gera við svona lítilfjörlegt. Þetta er ekki bundið við einn einstakan stað, heldur um land allt og vittu bara hvað þú þarft margar okkar smáu krónur til að koma brosi fram á varir barnanna í dag. Þannig er þá komið málum okkar í dag að þeir eru orðnir teljandi sem bera virðingu fyrir krónunni okkar. Þetta er ein hliðin á þessu máli. En svo er hin sem veit að hinu sálarlega. ð ráðamenn geri sér glögga grein fyrír þessum viðhorfum, grein fyrir þvi hvernig aldar- andinn fer með verðmætin því það er satt að á meðan horft er sljóum augum á rýrnun krón- unnar hlýtur sá vandi að skap- ast að rýrnun manngildisins fer þar saman. Og þá er spruningin með þessu greinarkorni hvort ekki megi færa þetta til betri vegar, þ.e. að gera krónuna að krónu, sleppa núllunum aftan af í verðbólguflóðinu þannig að krónan verði aftur króna, eða sjá menn ekki fyrir áfleið- framhald á bls. 30 Kvenfélag Eyrarbakka minnist um þessar mundir 90 ára afmælis sins. Félagið var stofnað hinn 25. apríl 1888 af 16 konum og er eitt af elztu kvenfélögum landsins. F'ormaður félagsins fyrstu 25 árin var Eugenía Nielsen, Húsinu á Eyrarbakka. I kvöld, sunnudagskvöld, kl. 20 minnist félagið 90 ára afmælisins með hófi í samkomuhúsinu Stað á Eyrarbakka. Aðalmarkmið félagsins hefur verið hjúkrunar- og menningarmál. Formaður Kvenfélags Eyrarbakka e nú Guðfinna Sveinsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.