Morgunblaðið - 29.04.1978, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 29.04.1978, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. APRÍL 1978 17 ljóst, að til einhverra opinberra ráðstafana yrði að grípa til að gera fiskvinnslunni kleift að greiða þann útgjaldaauka, sem af þessari fiskverðshækkun hafi kostað vinnsluna ca. 4.8 milljarða króna. Á sama hátt hafði kauphækkunin í desember hækkað launalið vinnslunnar (frystingar, söltunar og herzlu) um rúma tvo milljarða króna. Það kom því engum á óvart, þegar gengisbreytingin var gerð í febrúar, nema þá helzt að menn töldu að meiri breytinga væri þörf. Áhrif gengis- breytingar á afkomu útgerðarinnar Gengislækkun hefur að sjálf- sögðu mikla kostnaðarhækkun í för með sér fyrir útgerðina, þar sem mikill hluti af rekstrarkostn- aði hækkar í beinu hlutfalli við breytingu á gengi. Má þar til dæmis nefna eftirfarandi liði: 1. Olía. 2. Tryggingar skipanna. 3. Vextir er erl. lánum. 4. Veiðarfæri. 5. Viðhald. Framangreindir liðir eru lang- stærstu útgjaldaliðir útgerðarinn- ar eða samtals ca. 47%. Laun og launatengd gjöld nema á sama hátt ríflega 40% af tekjum. Þau tæp 13%, sem eftir eru, t.d. afskriftir o.fl. hækka einnig að miklum hluta í hlutfalli við gengi. Það er því ljóst, að þegar litið er á tekjuáhrif fiskverðshækkunar- innar og gjaldaáhrif gengislækk- unar, er lítið, sem eftir verður í rekstri útgerðarinnar. Talið er að staða útgerðarinnar eftir gengisbreytinguna hafi verið eftirfarandi: at tekjum Bátar án loðnu .............. tap 13.4% Minni skuttoR................. tap 1.4% Stærri skuttog................ tap 9.5% Sérstaklega ber þó að geta þess, að ekki hefur verið tekið tillit til mun minni vertíðarafla bátaflot- ans en á s.l. ári. Fiskvinnslan Sé litið á afkomustærðir í fiskvinnslunni fyrir síðasta ár kemur í ljós, að afkoma vinnslunn- ar hefur verið mun betri en afkoma útgerðarinnar. Þannig nam hreinn hagnaður vinnslunnar 1972 2.5% af tekjum 1973 9.1%, 1974 -1%, 1975 2.1%, 1976 4.1%, 1977 áætíað -3% og áætlun um afkomuna fyrir fiskverðshækkun í janúar gerði ráð fyrir 6.6% tapi af tekjum. Sé litið nánar á afkomu hinna ýmsu vinnslugreina kemur í ljós, að árin 1974 og 1975 voru frystingunni mjög óhagstæð og var töluvert tap á þeirri grein þau ár. Söltun og herzla hafa komið út með hagnað á tímabilinu, en mjög hafði snúizt til verri vegar árið 1977 og ástandið orðið verulega slæmt í upphafi þessa árs. Sömu sögu má segja um frystinguna, þ.e. að þegar líða tók á árið 1977 versnaði afkoma þeirrar greinar verulega vegna mikilla kostnaðar- hækkana síðustu mánuði ársins og má gera ráð fyrir verulegu tapi á árinu 1977. Hér á eftir verður sýnd afkomu- spá vinnslunnar í ársbyrjun 1978 (fyrir fiskverðshækkun og gengis- breytingu): af tekjum Frysting .................... tap 10.7% Söltun ....................... tap 0.4% Herzla ....................... tap 15% Mjölvinnsla ________________ hagn. 1.8% Samtals ........... 6.6% tap a( tekjum. Áður hefur verið vikið að því að hagur vinnslunnar um áramótin var slíkur, að óhjákvæmilegt virtist annað en grípa þyrfti til opinberra efnahagsráðstafana til að koma í veg fyrir stöðvun atvinnurekstrarins. Framan- greindar tölur skýra þetta enn betur en mörg orð. Þann 25. janúar, þegar fiskverð var hækkað um 13% frá áramót- um versnaði staða vinnslunnar enn frekar, þar sem útgjaldaauki fyrir frystingu, söltun og herzlu er talinn hafa numið sem áður segir ca. 4.8 milljörðum króna eða sem svarar til tæplega 8% af heildar- tekjum greínanna. Til að menn átti sig betur á því hvaða upphæð- ir hér er um að ræða þá er talið að tap frystingar á ári hafi numið eftir fiskverðshækkun ca. 7.7 milljörðum króna og þá hafði verið tekið tillit til ca. 1.300 m.kr. útgreiðslu úr Verðjöfnunarsjóði. Tap söltunar var á sama hátt talið 1.4 milljarður eftir 2.1 milljarða krónu útgreiðslu úr Verðjöfnunar- sjóði. Tap herzlunnar var talið nema ca. 800 m.kr. Samtals nam tap þessara þriggja greina á ári því tæpum 10 milljörðum króna eftir að greitt hafði verið úr Verðjöfnunarsjóði 3.5 milljarður. Það er erfitt að ímynda sér, að þetta sé lýsing á ástandi í sjávarútvegi, þegar tillit er tekið til þess að markaður t.d. fyrir frystar afurðir hefur ekki áður verið betri. Áhrif gengis- breytingarinnar á afkomu vinnslunnar Gengisbreyting er tekjuaukandi fyrir fiskvinnsluna sem slík, en þó tvíeggjað vopn, því útgjöld aukast einnig verulega í kjölfar gengis- lækkunar og hefur reynslan sýnt, að sjaldnast dugir ein gengisfell- ing til að koma á jafnvægi í tekjum og gjöldum. Stærstu út- gjaldaliðir fiskvinnslunnar eru í fyrsta lagi hráefni, sem er ca. 58% af tekjum og laun og launatengd gjöld, sem eru ca. 29% af tekjum. Samtals nema því þessir tveir kostnaðarliðir 87% af tekjum. Aðrir stórir liðir eru t.d. umbúðir ca. 2.2% og vextir ca. 6.3% af tekjum. Það hlýtur því hverjum manni að vera ljóst, að þegar laun og hráefni fylgja fullri vísitölu, er skammgóður vermir að fella geng- ið, sem er stærsti áhrifaþáttur í breytingu á vísitölunni. Aðrir liðir eru einnig meira og minna í hlutfalli við gengi. Talið er að 15% hækkun á verði bandaríkjadollars gefi frystingu, söltun og herzlu ca. 9 milljarða kr. tekjuaukningu. Það vantar því enn ca. 4.5—5 milljarða til að koma á jafnvægi á tekjum og gjöldum. Þá hefur ekki verið tekið tillit til versnandi markaðs- horfa á saltfiskmörkuðum. Áhrif 10% launa- og fisk- verðshækkunar 1. júní n.k. Það má með nokkurri vissu ætla, að samanlögð áfangahækkun og vísitöluhækkun komi til með að vera í námunda við 10% 1. júní n.k. Áhrifin af slíkri hækkun á afkomu vinnslunnar eru slík, að ekki verður hjá því komizt að grípa til enn frekari aðgerða af opinberri hálfu til að halda fyrirtækjum í fiskvinnslu gang- andi. Eins og áður segir nemur hráefni ca. 58% af tekjum vinnsl- unnar og laun og tengd gjöld 29%. í krónum talið myndi því 10% hækkun þessara tveggja liða nema 4.1 milljarði v/hráefnis og 1.8 milljarði v/launa og tengdra gjalda. Hér hefur verið reiknað með 10% hækkun 1. júní n.k. Fullvíst má þó telja, að krafa seljenda í Verðlagsráði verði hærri eða 15—16% til þess að vega upp þá 5—6% hækkun á kaupgjaldi, sem kom til framkvæmda 1. marz s.l. Útgjaldaauki v/5—6% hækkunar á hráefni nemur 2—2.5 milljörðum kr. Það er óþarfi að taka fram, að það er ekkert, sem gefur tilefni til kauphækkunar nú, nema síður sé. Eftir þessa hækkun verður að minnsta kosti 10—11 milljarða kr. bil milli tekna og gjalda fisk- vinnslunnar, þegar tekið hefur verið tillit til greiðslna úr Verð- jöfnunarsjóði. Það má hverjum manni ljóst vera, að nú verður að grípa í taumana og spyrna við fótum til að koma í veg fyrir fyrirsjáanlega stöðvun þessa at- vinnurekstrar. Að lokum vil ég segja þetta, sjávarútvegur er og verður um ókamna framtíð sú undirstaða, sem velferð þessarar þjóðar byggir á. Það er því ljóst, að tryggja verður afkomu greinarinnar, því það eru takmörk fyrir því hversu lengi unnt er að halda uppi rekstri fyrirtækja í greininni, þegar þau eru mergsogin, svo sem raun ber vitni. Á undanförnum mánuðum hefur atvinnurekendum oft verið brigzl- að fyrir að þeir geri ekki þjóðinni næga grein fyrir stöðu einstakra atvinnugreina. Ég vona að augu manna opnist við lestur þessarar greinar og þeir geri sér betri grein fyrir hinni mjög svo veiku stöðu fiskveiða og vinnslu. Hverfafundir borgarstjóra í apríl - maí 1978. Birgir ísleifur Gunnarsson borgarstjóri flytur ræðu og svarar fyrirspurnum fundargesta Árbæjar- og Seláshverfi Laugardaginn 29. apríl kl. 14:00. Félagsheimili rafveitunnar v/Elliöaár. G. Jónsdóttir, skrifstofumaóur og Gylfi Konráðsson, blikksmíðameistari. Laugarnethverfi og Langholt \ Austurbaer / Norðurmyri Hliða- og j Holtahverli / Háaleltishverll,S Smáíbúða- Bústaða- ^ og Fossvogshverfi Bakka- og r Stekkjahverfi 1 Fella- og Hólahverfi Skóga- og Seljahverfi Á fundunum verður: 1. Sýning á líkönum og uppdráttum af ýmsum borgarhverfum og nýjum byggðasvæðum. 2. Litskuggamyndir af helztu fram- kvæmdum borgarinnar nú og að undanförnu. Reykvíkingar — tökum þátt í fundum borgarstjóra Arbæjar- og Seláshverfi I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.