Morgunblaðið - 20.05.1978, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. MAI 1978
Frá sýningu Myndlistaskólans í Reykjavík en sýningar þessar eru
áriegur viðburður í skólastarfinu. T ,, • a, k m
Sýning Myndlista-
skólans um helgina
MYNDLISTASKÓLINN í Reykja-
vík efnir um helgina til sýningar
á verkum nemenda sinna. Sýnt cr
á þremur stöðum. Asmundarsal,
Mímisvegi 15, Casa Nova, ný-
byggingu M.R.. og Klausturhól-
um í Lækjargötu. Sýningin er
opin laugardag og sunnudag kl.
14-22.
í frétt frá skólanum segir að
mikil gróska hafi verið í starfinu
á liðnum vetri, nemendur voru 250
og kennarar 10. Ekki er ljóst hvar
skólinn fær húsnæði í haust en nú
standa yfir viðræður við ríki og
borg um framtíðarhúsnæði fyrir
hann. Um þessar mundir er hópur
nemenda í námsferð í París.
Fridrik missti af
efsta sætinu - tap-
aði fyrir Larsen
FRIÐRIK Ólafsson tapaði
fyrir Larsen í síðustu skák
sinni á mótinu á Kanaríeyj-
um í gær og sigurinn á
mótinu sjálfu gekk honum
úr greipum á elleftu
stundu, því að Sax sigraði
Tukmakov, efsta mann
mótsins fram til þessa.
Urðu þeir því efstir og
jafnir Sax og Tukmakov
með 10.5 vinninga en Frið-
rik lenti í 3ja sæti með 10
vinninga.
Önnur úrslit í 15. og síðustu
umferðinni urðu þau, að Carral frá
Spáni óg Stean frá Englandi gerðu
jafntefli, Medina frá Spáni sigraði
landa sinn Dominguez, Spánverj-
arnir Sanz og Padron gerðu
jafntefli og einnig Rodriguez frá
Spáni og Pachienko frá Sovétríkj-
unum.
Tvær skákir fóru í bið — þeirra
Weterinens og Csoms og Miles og
Mariottis.
Lokastaðan á mótinu er því: Sax
Vilhjálmur Einarsson
og Tukmakov í 1. og 2. sæti með
10.5 vinninga, Friðrik 10, Stean
9.5, Larsen 9 vinninga, Mariotti,
Miles og Westerinen 8.5 og bið-
skákir allir þrír, Csom 8 og
biðskák, Pachienko, Corral og
Rodriguez 7, Sanz 4.5, Padron 4,
Medina 3 og Dominguez 2.5
vinninga.
Friðrik Ólafsson
Vilhjálmur
Einarsson
skólameist-
ari eystra
VILHJÁLMUR Einarsson,
skólastjóri í Reykholti, hef-
ur verið settur skólameist-
ari hins væntanlega
menntaskóla á Egilsstöðum
um eins árs skeið frá 1.
september nk. að telja. Frá
sama tíma hefur honum
verið veitt leyfi frá störfum
í Reykholtsskóla.
Borgarstjórn sam-
þykkir að fella nið-
ur forkaupsréttinn
BORGARSTJÓRN staðíesti sam-
þykkt borgarráðs um að fella
niður forkaupsrctt á nokkrum
ibúðum borgarinnar á fundi
sínum í fyrrakvöld. Er hér um að
ræða íbúðir þar sem liðin eru 20
ár frá afhendingu og sami eig-
andi hefur verið í 15 ár._
Borgarstjóri, Birgir Isleifur
Gunnarsson. rakti nokkuð sögu
málsins. Hann sagði, að á sínum
tíma hefðu íbúðirnar verið seldar
á gangverði samsvarandi íbúða en
hins vegar hefðu verið veitt
hagkvæm lán'til kaupanna. Borg-
arstjórn hefði öðru hvoru borist
beiðni um að fella niður forkaups-
rétt og hafa rök íbúa verið þau, að
mjög lágt verð hefur fengist fyrir
þegar borgin hefur keypt vegna
sérstakra reglna því viðkomandi
og fólkið því varla átt í önnur hús
að venda. Nú byggi í þessum
íbúðum eldra fólk og íbúðirnar
væru aðeins seljanlegar til borgar-
innar fyrir brot af því verði, sem
fengist annars staðar. Þetta hefði
leitt til þess, að fólkið hefði festst
í íbúðunum, en þær væru mjög
STAÐA ríkissáttasemjara hefur
verið auglýst laus til umsóknar
en nýlega samþykkti Alþingi lög
um embætti sáttasemjara. Launa-
kjör eru ákveðin af Kjaradómi.
Umsóknarfrcstur er til 31. maí
nk.
Torfi Hjartarson, sem gegnt
hefur starfi sáttasemjara um
áratuga skeið, lætur nú af því
starfi, því að bæði mun starfið
samkvæmt hinum nýju lögum
bundið við hámarksaldur opin-
berra starfsmanna og Torfi sjálfur
ekki hafa hug á að gegna starfinu
lengur.
óhentugar fyrir eldra fólk. Hann
lagði því til, að samþykkt borgar-
ráðs yrði staðfest.
Sigurjón Pétursson (Abl.) sagði
ástæðulaust með öllu að fella
forkaupsréttinn niður, því íbúar
þarna hefðu vitað að hverju þeir
gengu þegar þeir keyptu íbúðirnar.
Björgvin Guðmundsson (A)
sagði, að það hefði verið sín
skoðun ef íbúðirnar ættu að þjóna
tilgangi sínum að stórauka þyrfti
lán úr borgarsjóði til efnalítils
750 þúsund
króna afla-
hlutur í þang-
slættinum
Mirthúsum. Rrykhólasvoit — 19. mai.
FIMM vikur eru nú síðan
sláttur byrjaði hjá þörunga-
vinnslunni hf. á Reykhólum.
Gengið sem hefur aðsetur sitt
á Dagverðarnesi í Dalasýslu er
búið að slá 390 tonn og mun
aflahlutur vera 700 til 750
þúsund á mann, en í þessu
gengi eru 3—4 menn.
Verksmiðjuna vantar nú
meira heitt vatn, en það mun
standa til bóta, því að verið er
að bora nýja holu.
— Sveinn
fólks vegna kaupa á forkaupsrétt-
aríbúðum. Hann sagðist geta
fallist á tillögu borgarfulltrúa
Sjálfstæðisflokksins um að fella
niður forkaupsrétt á þessum íbúð-
um, en varðandi þær væri um
sérstakar ástæður að ræða. Kaup-
endur þessara íbúða hafi farið verr
út úr sínum kaupum en aðrir þar
sem þeir hafi fengið þær fokheldar
og nú losni varla nokkur íbúð í
húsunum þar sem íbúarnir geti
ekki sætt sig við hið lága verð. Með
tilliti til þessa teldi hann þetta
réttlætanlegt. Björgvin Guð-
mundsson flutti síðan tillögu þar
sem segir, að borgin skuli stórauka
lán til efnalítils fólks vegna kaupa
á forkaupsréttaríbúðum.
Kristján Benediktsson (F)
sagði, að þessi ákvörðun ef stað-
fest yrði myndi hafa í för með sér
frekari aðgerðir til að leysa vanda
þeirra, sem átt hafa kost á að
kaupa forkaupsréttaríbúðirnar.
Þess vegna mætti á líta sem svo,
að borgarstjórnarmeirihlutinn
ætlaði að beita sér fyrir sérstökum
aðgerðum til lausnar vanda þeirra.
Elín Pálmadóttir (S) sagði
ákvörðun borgarráðs í fyllsta
máta eðlilega þar sem sérstaða
væri um þessi hús vegna þess
hvernig þau voru afhent í upphafi.
Tillögu Björgvins Guðmundssonar
var vísað til borgarráðs, en
ákvörðun borgarráðs um niðurfell-
Framhald á bls. 26.
Tryggingaeftirlitið:
Hækkunarþörf vegna
kaskótrygginga ekki
89% — heldur 65%
TRYGGINGAEFTIRLIT ríkis
ins hefur farið yfir beiðni
tryggingafélaganna um hækkun
húftrygginga (kaskó), en hún
hljóðaði upp á 89% hækkun.
Tryggingaeftirlitið metur
hækkunarþörfina ekki svo mikla
heldur sé hún um 65% að
meðaltali en reyndar mjög mis-
munandi eftir tryggingafélögum,
að því er Páll Sigurðsson, ráðu-
neytisstjóri í heilbrigðis- og
tryggingaráðuneytinu, sagði.
Ráðherra á nú eftir að taka
endanlega afstööu til málsins.
Hornafjörður;
Bezta vertíðin
síðustu tiu ár
Höfn. Ilornafirði
— 19. maí
Heildarvertíðaraflinn
fram til 15. maí á Horna-
firði var 8431 tonn en var
í fyrra 5635. Þá voru gerðir
út 14 bátar og einn togari
en nú voru bátar 14 alla
vertíðina og þrír bættust
við á seinasta mánuði.
Núna í ár varð því aflinn
33% meiri en í fyrra og
þegar litið er yfir 10 ára
tímabil sést að næst hæsta
aflamagn á því tímabili
hefur verið 1968 eða 7352
tonn.
Kosningahappdrættið
Kosningahappdrætti Sjálf-
stæðisflokksins er nú í fullum
gangi. enda vcrður dregið cftir 6
daga. Þeir, sem enn eiga ógerð
skil á heimsendum miðum. eru
hvattir til að gera það hið allra
fyrsta.
Skrifstofa happdrættisins er í
Valhöll, Sjálfstæðishúsinu,
Háaleitisbraut 1, og vcrður hún
opin í dag kl. 10—18 og á morgun
kl. 14 til 17, sími
82900.
Skrifstofan sér um að senda
miða og sækja greiðslur, ef fólk
óskar eftir því.
Mestan afla hafði Hvann-
ey, 780 tonn, skipstjóri
Einar Björn Einarsson.
Næstur var Freyr með 720
tonn og Gissur hvíti með 686
tonn. Bátarnir eru nú sem
óðast að búa sig undir
humarvertíðina.
— Gunnar