Morgunblaðið - 20.05.1978, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.05.1978, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. MAI 1978 HVERT A AÐ AKA Austurríki Það er svo ánægjulegt að aka á þjóðvegunum í Austurríki, að maður tekur naumast eftir hættun- um, sem fylgir því að vera á ferð í bifreið í því landi. En maður sk.vldi þó hafa þessa hættu í huga, því opinberar tölur sýna, að Aust- urríkismenn eru næst verstu öku- menn í Evrópu. Þegar komið er út úr borgunum, virðast hætturnar í umferðinni vera ósköp smávægileg- ar. Þjóðvegirnir liðast um yndisleg héruð, og á það alveg sérstaklega við svæðin suð-austur af Salzburg. Það er alls staðar leikur einn að fá sér eitthvað í svanginn með litlum fyrirvara, en það er kannski ekki alltaf svo auðvelt að borga fyrir matinn. Fólk er afar vingjarnlegt í viðmóti, og það skaðar ekki að kunna ofurlítið fyrir sér. í þýzku. Þjóðvegirnir í Austurríki eru egg- sléttir og merking á leiðum er framúrskarandi góð. Enda þótt Austurríkismenn virðist viðmóts- þýðir og vel menntaðir, þá má samt ekki búast við því, að þjónusta við ferðalanga sé að sama skapi prýðileg. Til þess að komast hjá öllum vandræðum, er alveg bráð- nauðsynlegt að hafa gert áætlun fyrirfram: sem sé að vita hvað skuli gera, hvert skuli aka og hvernig unnt sé að komast á ákvörðunar- stað, — því það er heldur óráðlegt að ætla sér að leita upplýsinga um allt slíkt með því að stöðva bílinn einhvers stgðar á vegarbrún ög takatil að spyja aðvífandi Austur- rllfísmenn ráða. Það er dásamlegt að fara í grasaferðir í Austurríki með nestispakkann sinn og borða úti í guðs grænni náttúrunni. Austurríkismenn eru afar hreyknir af hinum _ósnortnu“ sveitahéruð- um sinum. Belgíska vegakerfið er hið þétt- riðnasta í víðri veröld, og til allrar hamingju er einnig ágætis hrað- brautakerfi um landið, sem stöðugt er verið að lengja. Þetta segja Belgar sjálfir, því land þeirra er eitt af þessum „gegnumgangs löndum“; erlendir ökuþórar æða gegnum Belgíu, án þess að gefa merkisstöðum í þessu Iandi hinn minnsta gaum, en of margir alsaklausir Belgíumenn sitja eftir með sárt ennið og klessta bíla í kjölfari þessara erlendu ökukappa. Beyglaðir stuðarar og skrámaðar hliðar belgískra bíla bera þögult vitni um hamaganginn á þjóðveg- unum í því Iandi. En við verðum líka að hafa í huga, að það er aðeins stutt síðan að belgískum ökumönn- um var gert að skyldu að taka ökupróf, áður en þeim er leyft að setjast undir stýri á bifreið. Svo eru viðgerðir á bifreiðum mjög dýrar í Belgíu og bifreiðatryggingar eru líka dýrar. En þrátt fyrir þessar belgísku aðstæður allar, aka Belgar furðu djarflega, og ökumáta þeirra hefur verið lýst þannig, að þeir aki svipað og „Italirnir, bara án ítalska glæsibragsins". Það er þýðingar- mikið að muna eftir því, að í Belgíu eru töluð tvö tungumál. í norður- hluta landsins eru öll umferðar- merki á flæmsku, en í suðurhlutum Belgíu á frönsku; auk þess bregður fyrir þýzku á umferðarmerkjum í austurhéruðum landsins. Staðar- heiti geta komið manni ókunnug- lega fyrir sjónir, ef ekki er fyrir hendi svolítil undirstöðu-kunnátta í sitt hvoru tungumálinu. Ósköp algeng belgísk skyndipróf úti á þjóðvegunum er t.d. að vita, að Mechelen og Malines er einn og sami staðurinn, alveg eins og Kortrijk heitir Courtrai öðru nafni, eða Bergen heitir öðru nafni Mons og De Haan er sami staðurinn og Le Coq. Ferðaskrifstofa ríkisins í Belgíu afhendir ferðamönnum sér- staka lista með staðarheitum á frönsku og flæmsku, og á öllum belgískum landabréfum eru inn- lend staðanöfn á báðum málunum. Ef maður er á leiðinni til einhvers staðar í Belgíu, er eins gott að hafa innprentað sér bæði nöfn staðarins fyrirfram, því annars eyðir maður oft óhemju tíma í að leita árang- urslaust að réttu leiðinni. Þegar lagt er af stað í ökuferðina gegnum landið frá strönd Belgíu, þá er hyggilegast að aka inn á hraðbraut eins fljótt og unnt er. í borgum og þorpum i norðurhluta Belgíu eru göturnar en í dag lagðar kúptum götusteinum, sem er heldur óþægi- legir umferðar, og auk þess eru þessar götur jafnan heldur þröng- ar. Bílaframleiðendur eru teknir upp á því að reyna ökuhæfni nýrra bifreiðategunda á brústeinsgötun- um í Belgíu, en það er alls engin ástæða fyrir íslenzka bifreiðaeig- endur að fylgja fordæmi beirra. Hliðarbrautjr útaf hraðbrautunum ern merktar greinilega rúmum “hálfum km áður en komið er að þeim. Neyðartalsímar eru með tveggja km millibili. Bifreiðastæði, benzín- og þjónustustöðvar eru með stuttu og reglubundnu millibili við hraðbrautirnar. Það eru yfirleitt um 45 km á milli snarlstaða, veitingahúsa eða mótela. Lýsingin á öllu belgíska hraðbrautakerfinu er ákaflega góð, gul glýjuvarnandi ljós eru notuð í þessa lýsingu. Það er ekki sérlega auðvelt að aka um höfuðborgina Brússel; þar er alltaf þung umferð og leigubílstjórarnir í þeirri borg virðast láta sér fátt fyrir brjósti brenna. Hringbrautin umhverfis Brússel er enn ekki alveg fullgerð, svo íslenzkum ökumönn- um er ráðlegast að aka mest um úthverfi borgarinnar, ef þeir eru á leið um Brússel til Ardennafjall- anna eða til Lúxemborgar. Það ber að varast sem heitasta eld að lenda í öngþveitinu í Brússel á aðalum- ferðartímunum. Sama er raunar að segja um borgina Antwerpen, sem er sannarlega orðin önnum kafin hafnarborg, og það er t.d. ekki orðið með öllu vandalaust að aka um göngin, sem liggja undir ánni Scheldt, auk þess sem oft má reikna með löngum töfum við þessi göng. Þess má geta, að ökumenn eru ekki látnir greiða neitt hraðbrautar- gjald í Belgíu. Danmerkur á mjög góðum vegum, sem alls ekki eru svo tilbreytingar- lausir, og það er gaman að taka eftir vissum örfínum mun í lands- laginu á hinum fjóru stærstu eyjum. Annars er vatnasvæðið á Jótlandi miðju mjög skemmtilegt yfirferðar, sérstaklega sveitirnar í kringum Skandeborg, og það má t.d. nefna krána í Ans sem alveg prýðilegan áningarstað. Það er yfirleitt hægt að mæla með dönsku kránum, því þar er hægt að fá veitingar á hóflegu verði í vistlegu umhverfi, þótt ytra útlit húsanna sé ekki alltaf sérlega aðlaðandi. Danir eru vingjarnlegir og bros- mildir, en þeir hafa svo sannarlega sínar vissu umgengnisreglur: mað- ur skyldi t.d. aldrei gera tilraun til að setjast við borð í veitingahúsi, þar sem Danir sitja fyrir, jafnvel þó öll önnur borð séu upptekin, það taka þeir heldur óstinnt upp. Smurða brauðið danska er orðið reglulegur þjóðarréttur, sem Danir sjálfir bera mestu virðingu fyrir; það á að borða danskt smurt brauð hátíðlega og dreypa á Álaborg- ar-ákavíti með matnum, en þó mjög í hófi, því styrkleiki drykkjarins segir fljótt til sín undir stýri. Finnland Það er hejdur íítið vit í að taka bíbnn sinn með frá Islandi til Finnlands. Leiðin er einfaldlega of löng, dýr og erfið til þess að það borgi sig að flytja kerruna á tveim ferjum, fyrst með Smyrli til Björgvinar og svo með ferjunni frá Stokkhólmi til Ábæjar í Finnlandi. Annars má heldur ekki gleyma hraðskreiðustu bílaferju í heimi: Finnjet, sem gengur á milli Ham- borgar og Helsingfors, og hrein unun er að ferðast með. Flestir útlendingar hrífast mest af Suð- ur-Finnlandi, en þar er landslagið meira vötn en þurrlendi. Það má því teljast ráðlegt að fljúga til Sjöskoga-flugvallarins við Helsing- fors og taka bílaleigubíl til þess að aka til staða eins og Borgár eða Punkaharju. Finnsk staðarnöfn eru mörg hver svo flókin, að maður verður að vera allt að því skyggn til þess að geta stautað sig fram úr skiltunum. Leyfilegt áfengismagn í blóði ökumanns í Finnlandi er ekkert. Hafðu það hugfast! Danmörk Það er yfirleitt ánægjulegt að aka um hin vinalegu sveitahéruð Frakkland Að aka um Frakkland í bílnum sínum er í engu frábrugðið því að aka um önnur lönd á meginlandi Evrópu, nema hvað tungumálið er öðru vísi og maturinn í miklu hærra gæðaflokki. Landslagið er ákaflega fjölbreytt og sama er í rauninni hægt að segja um þjóð- vegina sjálfa, því þeir eru ekki bara blátt strik og sléttir fletir. Frakk- land er svo sannarlega eitt af beztu löndum heims til þess að aka um utan við alfarabrautir eða á hinum svonefndu „autre routes" eins og hinn prýðilegi Michelin-leiðarvísir orðar það. Frönsku sýsluvegirnir eru til fyrirmyndar — þeir eru merktir með gulum og hvítum línum á kortinu — og það getur vel borgað sig að taka þá með í aksturs-áætlunina þvert yfir Frakkland og njóta þannig fjöl- breyttara landslags og allt annarra staða en getur að líta, séð frá frönsku hraðbrautunum. Á þessum sýsluvegum þarf maður svo sem ekki að aka á neinum líkfylgd- ar-hraða. Það er einnig vert að hafa í huga vissa landshluta Frakklands, þar sem umferð er að öllu jöfnu fremur lítil eins og t.d. Bretagne og einnig landræman, sem er á milli Autoroute 4 og 6 frá París norð-austur að Vogesafjöllum og Júrafjöllum. Frakkland getur stát- að af 3191 Logis de France, sem eru ákaflega vistleg og fremur ódýr gistihús í minni borgum landsins og út til sveita. Það eru annars ýmsar reglur í gildi á frönskum þjóðvegum, sem betra er að gefa gaum: bílabelti er t.d. skylda að nota; stundum sér maður þau dingla lauslega yfir öxlinni á frönskum bílstjórum og farþegum, þangað til einhver gefur viðkom- andi lögbrjótum hressilegt merki með því að blikka ljósunum. k fjallavegum hefur sá bíllinn, sem er á leiðinni upp brekku, alltaf réttinn, nema — vel að merkja — ef bíllinn á niðurleið er stór og þungur, þá á hann réttinn! Sektir fyrir umferðarbrot eru greiddar á staðnum og geta verið allt að 600 frönkum; og svo eru líka hraðatak- mörk bæði á hraðbrautum og á venjulegum þjóðvegum í Frakk- landi, — að sögn. . Holland Það er ósköp auðvelt að aka um Holland. Vegirnir liggja um renni- slétt landið, þráðbeinir og grand- gæfilega merktir, og greinargóð skilti vísa veginn til hvers og eins smástaðar svo það er alls engin hætta á, að maður villist í Hollandi. Þótt þetta sé lítið land, þá er samt bráðnayðsynlegt að hafa undir höndum gott kort af landinu í stórum mælikvarða: 1:350.000 er mun betra heldur en 1:500.000. Ef ekki skyldi vera unnt að fá kort af Hollandi í stærri mælikvarðanum í verzlunum hér heima, áður en lagt er af stað, þá væri skynsamlegt að kaupa það um leið og komið er til Hollands. í Hollandi eru allar vegalengdir mun styttri heldur en maður ímyndar sér. Á hraðbraut- unum renna skiltin með staðar- nöfnum svo hratt framhjá, að maður verður að hafa alla gát á til þess að missa nú ekki af hliðarveg- inum til þess staðar, sem verið er að aka til innanlands. Í öllum hollenzkum borgum eru VVV-skrif- stofur (þ.e. Ferðaskrifstofa hol- lenzka ríkisins), og þar er hægt að fá yfirlitskort af borgum og alls konar bæklinga á ýmsum tungu- málum, um allt það sem er áhugavert að sjá í Hollandi. Það er unnt að aka utan við flestar hollenzkar borgir, en innanbæjar eru flestar götur einstefnuaksturs- götur og þar er alltaf mikið af skurðum og síkjum, sem í fljótu bragði virðist vera ómögulegt að aka yfir. Ef bifreið er lagt við síki, þá er skynsamlegt að skilja hana eftir í gír og í handbremsu. Þetta kanh að virðast ónauðsynleg við- vörun, en hitt er staðreynd, að lögreglan í Amsterdam dregur í hverri viku upp fáeinar bifreiðar úr skurðum og síkjum borgarinnar og krefst vænnar þóknunar fyrir aðstoðina. Sporvagnar hafa réttinn í Hollandi og fótgangandi fólk á merktum gangbrautum táknar rautt ljós fyrir bifreiðarnar. Ann- ars eru umferðarljós yfirleitt hengd upp fyrir ofan miðja götuna. Ef lögreglumaður er að stjórna umferðinni, þá á að aka fyrir framan hann, þegar tekin er vinstri beygja. Lögreglan getur sektað ökumenn á staðnum jafnvel fyrir minnstu brot, svo það er eins gott að hafa peninga handbæra í réttum gjaldmiðli. Á sumum vegum og við sumar brýr í Hollandi er krafist gjalds. Stundum er umferðin á hraðbrautunum stöðvuð af ferjum á vatnaleið, sem liggur þvert á hraðbrautina. Stundum er þetta aðeins einn ferjumaður, sem er að dóla á prammanum sínum. 'T flestum löndum reyna yfirvöld allt, sem þau geta til þess að draga kjarkinn úr fólki, sem gerir sig liklegt til að ferðast á þumalputt- anum; — en þetta á ekki við um ísrael, því þar er þessi ferðamáti studdur með ráðum og dáðum. Rétt við áfangastöðvar langferðabíla í ísrael eru sérstök skýli fyrir þumalputta-ferðalanga, svokölluð trempiada, og samband ísralelskra bifreiðaeigenda, Memsi hvetur öku- menn til að bjóða fólki far úti á þjóðvegunum, og þá alveg sérstak- lega hermönnum. Það hefur aftur í för með sér, að heilir hópar hermanna hlaupa oft út á veginn í ísrael til þess að veifa bifreið, sem nálgast, og verða svo oft fyrir bílnum í stað þess að fá far með honum. Jafnvel tveir herdeildarfor- ingjar voru nýlega drepnir á vegum úti á þennan hátt. Ökumennum er í sjálfsvald sett, hvort þeir nota bílbeltin eða ekki, en sérstakar endurskinsrendur eru lögboðnar á hverju einasta farartæki. Það er hins vegar vonlaust að reyna að festa kaup á slíkum endurskins- röndum í Haifa síðdegis á föstudög- um, þegar komið er með skipi frá Ítalíu, því hvíldardagur Gyðinga, sabbatinn, hefst á föstudagskvöld-- um kl. sex. Enda þótt yfirborð aðal-þjóðveganna í ísrael sé slétt og fellt, þá er ekki hægt að segja hið sama um merkingar á vegun- um; það virðist annað hvort skorta fé eða þá mannafla til þess að gera vissar breytingar á vegamerking- um, en þær eru sumar hverjar frá þeim dögum, þegar Palestína var brezkt verndarsvæði. Enda þótt þjóðvegi hafi verið breytt, hann gerður bæði breiðari og hafi sumsstaðar verið lagður beinn til þess að taka af beygjur, þá er samt ekki óalgengt að sjá ennþá gömlu hvítu akreinalínuna eða leyfar af henni. Hún getur svo sannarlega villt um fyrir ökumanni að nætur- lagi, því ef hann fylgir henni í blindni, getur hann sem auðveld- legast hafnað með bílinn í sand- haugi. Það er hins vegar ekki alltaf svo auðvelt að bakka út aftur úr haugnum. Náttmyrkrið er annað atriði, sem maður verður að taka beinlínis með í reikninginn í ísrael,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.