Morgunblaðið - 20.05.1978, Blaðsíða 30
30
M0RGUNBLAÐ1Ð, LAUGARDAGUR 20. MAj 1978
raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar
tilboö — útboö
Óskað er
eftir tilboðum
í bifreiöar sem skemmst hafa í i Limferðar-
óhöppum.
Datsun 220 C árgerö 1977
Rambler Classic 1964
Cortina »» 1970
Datsun 1200 »* 1977
Vega »* 1974
Citroén G.S. »» 1974
Marina »» 1974
Cirtoén G.S. »» 1978
Saab 96 »» 1967
Nova S.S. 1970
Datsun 200 L »» 1978
Toyota MK II »> 1972
Volga »» 1974
Landrover
Dísil 5 dyra >» 1972
Blaxer S.S.
í góöu lagi »» 1974
Blazer 6 str. B.S. »» 1974
Bifreiöarnar veröa til sýnis aö Skemmuvegi
26, Kóp., mánud. 22. maí ‘78 kl. 12—17.
Tilboöum sé skilaö til Samvinnutrygginga
Bifreiöadeild, fyrir kl. 17 þriðjud. 23. maí
1978.
Gítarskólinn
Laugavegi 178
Sumarnámskeiö er aö hefjast.
Innritun nemenda í síma 31266 frá kl. 2—5
í dag og næstu daga.
Jölster
6840 Vassenden, Noregi.
Á námsbraut í fagurfræöi/ heimilisiönaöi
eru eftirfarandi stööur lausar til umsóknar
fyrir fagkennara/ kennara/ adjunkt/ lektor
í þessum greinum:
1. Fullt starf viö ársnámskeiö í vefnaöi frá
1.8. 78. Veröur aö geta kennt bindifræöi.
Kennsla í líkamsrækt æskileg.
2. Fullt starf viö 4 mánaöa vefnaöarnám-
skeiö meö bindifræöi frá 1.9. 78 — 16.12.
78. Kennsla í líkamsrækt æskileg.
3. Fullt starf viö 4 mánaöa vefnaðarnám-
skeið meö bindifræöi frá 1.9.—16.12. 78.
Þetta námskeið verður haldiö í Borgund í
Sogni. Kennsla í líkamsrækt æskileg.
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningum
á hverjum tíma.
Umsóknarfrestur hálfur mánuöur frá birt-
ingu auglýsingar.
Umsóknir sendist til skólans.
Idar Grindhheim
rektor.
Gróðurmold
Úrvals gróðurmold til sölu. Mokum einnig
á bíla á kvöldin og um helgar.
Pantanir í síma 44174.
Körfubíll
Til sölu er körfubíll Thames trader á nýjum
dekkjum. Lyftihæö 10.5 m.
Tilboö sendist til rafveitustjóra fyrir 23. maí
n.k.
Rafveita Hafnarfjarðar, sími 51335.
Range Rover ‘73
til sölu. Vel meö farinn, í góöu standi.
Upplýsingar í síma 37162.
Innilegt þakklæti vil ég senda öllum, sem
glöddu mig meö heillaóskum, góöum
gjöfum og öörum hlýhug á áttræöisafmæli
mínu 10. maí og geröu mér daginn
ógleymanlegan.
Guö blessi ykkur öll.
Sigurbjörg Ólafsdóttir,
frá Hundastapa.
— Framk væmdaáætlun
um umhverfi og útivist
Framhald af bls. 25.
nesbraut. Þessi áfangi áætluninn-
ar er áætlaður 520 milljónir króna
og þegar litið er til þess, að
heildarfjárhæð framkvæmda-
áætlunarinnar er tæplega 2.4
milljarðar króna má sjá, að
framkvæmdir verða að meðaltali
fyrir 422 milljónir á ári sagði
borgarstjóri.
Lífsvenjubreytingar
og úrtölumenn____________
Birgir ísleifur Gunnarsson sagð-
ist vilja leyfa sér að vona, að þessi
framkvæmdaáætlun verði stjórn-
endum borgarinnar og öðrum þeim
sem áhuga hafi á umhverfi og
útivist að gagni. Borgarstjóri sagði
að ýmsir úrtölumenn hefðu talið
áætlun um umhverfi og útivist
marklaust plagg eitt. Hann sagðist
hins vegar hyggja, að verkin
töluðu og víðs vegar um borgina
mætti sjá merki þess, að fram-
kvæmdir samkvæmt áætlun þess-
ari væru í fullum gangi. Lífsvenjur
manna breyttust á skemmri tíma
en fjórum árum. Sem dæmi mætti
nefna hinn gífurlega áhuga, sem
vaknað hefði á skíðaíþróttinni, en
áætlunargerð umhverfis og úti-
vístar hefur vissulega stuðlað að
þeirri þróun. Annað dæmi nefndi
borgarstjóri, en það væri sívax-
andi áhugi Reykvíkinga á hesta-
íþróttinni og vissulega hefði
Reykjavíkurborg stuðlað að þess-
ari íþrótt undir merki umhverfis
og útivistar. Birgir Isleifur
Gunnarsson sagði, að borgin okkar
væri smám saman að verða meira
aðlaðandi og hlýlegri. Það væri að
verða meira skjól í henni og meiri
gróður og allt þetta hvetti til
þeirra lífsvenjubreytinga, að menn
fari nú út í borgina, gangandi,
hjólandi eða ríðandi þrátt fyrir
óblíða veðráttu og þrátt fyrir
rótgrónar venjur, sem hún hafi
skapað. Birgir Isleifur sagði, að
áætlun þessi væri fyrst og fremst
lögð fram til viðmiðunar. Eðlilegt
væri, að hún fengi meðferð í
umhverfismálaráði, einkum varð-
andi röð framkvæmda. Hann
sagðist vona til að borgarfulltrúar
væru sér sammála um það, að hér
væri um raunhæfa áætlun að
ræða, sem verði borgarstjórn og
embættismönnum til mikils stuðn-
ings í ákvörðunum um fram-
kvæmdir í þessum mikilvæga
málaflokki.
___________Grösin____________
Sigurjón Pétursson (Abl) sagði
grösin í borginni vera ótrúlega
seinsprottin, þau sem tilheyrðu
grænu byltingunni. En hann sagð-
ist vona, að meirihluta borgar-
stjórnar tækist að finna einhver
grös, sem yxu hraðar en þau sem
sáð hefðu verið. Sigurjón var mjög
stuttorður um þetta atriði.
Björgvin Guðmundsson (A)
sagði, að hann lrti ekki á fram-
kvæmdaáætlun um umhverfi og
útivist sem marktækt plagg þegar
í ljós kæmi hve lítið hefði verið
framkvæmt af því, sem átt hafi að
gera.
Kristján Benediktsson (F)
sagði, að áætlunin bæri merki
kosninga og væri kosningaplagg
íhaldsins. Hann sagðist ekki efast
um, að eitthvað hafi þokast í
áttina með framkvæmdir við
grænu svæðin í borginni en það
væri þó öllu minna en til var
ætlast.
Þegar Sigurjón
Pétursson sér rautt
Elín Pálmadóttir (S) sagði, að
það væri svo sem ekki skrýtið þó
Sigurjón Pétursson sæi aðeins
rautt þó svæðin væru græn. En ef
Sigurjón Pétursson borgarfulltrúi
Alþýðubandalagsins gerði sér ferð
í Hólmsheiðina einhvern sunnu-
daginn til að skoða hvað þar hefði
verið framkvæmt kynni svo að
fara, að hann færi að bleikjast.
Elín Pálmadóttir ræddi síðan
nokkuð um framkvæmdasvæðin,
sem getið er fyrst í greininni. Hún
sagði, að óraunhæft væri að gera
lítið úr þessari áætlun. Að mestu
leyti hefði tekist að fylgja henni
eftir og aðrar fullyrðingar væru
einungis útúrsnúningur.
Framsókn tveim
árum á eftir
f umhverfismálum
Elín Pálmadóttir sagðist undr-
andi á málflutningi framsóknar-
manna og þar með Kristjáns
Benediktssonar í ræðunni hér á
undan.
Tíminn hefði 17. maí birt
stefnuskrá framsóknarmanna í
umhverfismálum og viti menn! Jú,
framsóknarmenn hefðu á stefnu-
skrá fyrir næsta kjörtímabil að
framkvæma í umhverfismálum
allt það sem búið væri, nú væri eða
hefði þegar verið ákveöið að gera.
Vegna þessa væri furðulegt hjá
Kristjáni Benediktssyni borgar-
fulltrúa Framsóknarflokksins að
reyna að halda hér uppi gagnrýni,
sem engan veginn væri sjálfri sér
samkvæm.
Elín Pálmadóttir nefndi síðan
nokkur dæmi varðandi ósamræmi
í stefnuskrá Pramsóknarflokksins
og raunveruleikans.
Væru þar m.a. rannsóknir á
upplöndum borgarinnar, sem
Framsókn vildi gera; þetta hefði
þegar verið gert. Þá væru það
holræsin. Nú þegar hefðu verið
lagðar fram hugmyndir að lang-
tímalausn holræsakerfisins og
hafnar framkvæmdir við þær,
hvað Framsókn virtist óljóst.
Þetta væri furðulegt. Eitt væri
gott við þetta. Augljóst væri, að
Framsóknarflokkurinn vildi
styðja þetta samkvæmt stefnu-
skráíini, þó borgarfulltrúi
Kristján Benediktsson hafi látið
heldur ólíklega um það hér áðan:
Þegar Alþýðubandalagið
fer að sjá grænt
Elín Pálmadóttir sagði það
ósannindi og ekkert nema ósann-
indi, að ekki hafi verið unnið eftir
framkvæmadáætlun um umhverfi
og útivist frá 1974. Það yrði haldið
áfram og þegar enn frekar grænk-
aði kynni svo að fara, að borgar-
fullrúar Alþýðubandalagsins færu
að sjá grænt.
— Atvinnumál
skólafólks
Framhald af bls. 25.
umræddar ráðstafanir verður því
ekki metinn með neinni nákvæmni
fyrr en um mánaðamótin maí-
júní“. Magnús L. Sveinsson sagðist
vilja leggja áherzlu á, að öllu
skólafólki verði tryggð vinna í
sumar, slíkt sé mjög nauðsynlegt
frá uppeldislegu og félagslegu
sjónarhorni. Lokun fyrirtækja á
sumrin hafi verið til hins verra
hvað þetta snertir, en hann sagðist
vona, að fyrirtæki gætu tekið sem
mest af skólafólki í vinnu fyrst og
fremst, en svo yrði 'borgin að taka
við. Magnús sagði, að gera mætti
ráð fyrir, að samþykkja þurfi
fjárveitingu vegna vinnu fyrir
skólafólk hjá borginni. Hann lagði
síðan áherzlu á, að nauðsynlegt
væri að tryggja öllu skólafólki
atvinnu. Adda Bára Sigfúsdóttir
(Abl) sagði, að í Vinnuskólanum
væri stefnt að aukinni fræðslu og
hún myndi meta kaupaukann
meira en þessa tillögu Björgvins
Guðmundssonar. Borgarstjóri
Birgir ísleifur Gunnarsson sagði,
að útgjöld Vinnuskólans hefði oft
farið fram úr áætlun. Ekki væri
hægt að loka augunum fyrir því að
í kring væri verið að greiða
unglingum hærra kaup. Hann
legði því til, að máli þessu yrði
vísað til borgarráðs. Björgvin
Guðmundsson sagði Davíö Odds-
son vera með útúrsnúninga, hann
hefði aldreið orðað takmörkun inn
í Vinnuskólann. Tillaga borgar-
stjóra um málsmeðferð var sam-
þykkt með 15 samhljóða atkvæð-
um.
— Danskan
Framhald af bls. 20
æskunni til gagns. Það er líka
sjálfsagt að leyfa nemendum að
velja milli ensku, þýsku, frönsku
og ef til vill annarra mála í 7., 8.
og 9. bekk grunnskóla. Þetta mætti
vel reyna í stærri skólum landsins.
Heimurinn er ekki aðeins ísland,
Danmörk, England og Bandaríkin.
Islensk ungmenni geta í framtíð-
inni fært heim hugmyndir frá
ýmsum menningarsvæðum. Það
hlýtur að verða þjóðinni til góðs að
hafa „glugga" opna til sem flestra
landa.
— Ekkert verður
Framhald af bls. 37.
ráðs og veitir verðlagsstjóri henni
forstöðu en viðskiptaráðherra
skipar verðlagsstjóra."
— Nú veltur mest á því, hvernig
til tekst með hin nýju lög, hvernig
þau verða haldin. Hver eru viður-
lög ef útaf er brugðið?
„í lögunum er tiltekið, að brot á
lögunum, reglum og fyrirmælum
settum samkvæmt þeim varði
sektum. Ef miklar sakir eru eða
brot ítrekuð má beita varðhaldi
eða fangelsi allt að 4 árum.
Ennfremur er heimilt að beita
sektum jafnframt refsivist. Svipta
má sökunaut rétti til þess að
stunda starfsemi, þar sem opin-
bert leyfi eða löggildingu þarf til
um tiltekinn tíma, allt að 5 árum
eða ævilangt."
- SS.
— Minnast
60 ára
Framhald af bls. 18
Siglfirðingafélagið í Reykjavík
og nágrenni hefur um árabil verið
meðal öflugustu og fjölmennustu
átthagafélaga á höfuðborgarsvæð-
inu. Jón Kjartansson, forstjóri
ÁTVR, hefur nú látið af for-
mennsku í félaginu að eigin ósk, og
var hann nýlega kosinn fyrsti
heiðursfélagi þess. Núverandi for-
maður Siglfirðingafélagsins,
Olafur Ragnarsson, ritstjóri af-
henti Jóni skrautskrifað heiðurs-
skjal af þessu tilefni og þakkaði
honum mikil og giftudrjúg störf í
þágu Siglufjarðar og Siglfirðinga.
Jón hafði gegnt formennsku í
Siglfirðingafélaginu í 15 ár, en
hann var í níu ár bæjarstjóri á
Siglufirði.
Samkoma Siglfirðinga á Loft-
leiðahótelinu stendur frá klukkan
15 til 18 á laugardag, 20. maí.