Morgunblaðið - 20.05.1978, Blaðsíða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. MAI 1978
„Komum vel undirbúnir til leiks", segir Gísli Torfason
Valur og Víkingur leika á aðalvell-
inum en völlur Skagamanna er ónýtur
GISLI Torfason úr Keflavík var
kjörinn leikmaður síðasta íslands-
móts í knattspyrnu af fréttamönn-
um Morgunblaðsins. Blaöið sneri
sér að pessu sinni til Gísla og baö
hann að spá um úrslit leikja í 2.
umferð íslandsmótsins og segja í
stuttu máli á hverju megi eiga von
í sumar á knattspyrnusviðinu. Það
má telja til tíöinda í sambandi við
2. umferð keppninnar að á sunnu-
dagskvöld verður fyrsti leikurinn á
aðalleikvanginum í Laugardal og
mætast par Valur og Víkingur. Þá
leika ÍA og Breiðablik á grasvellin-
um á Akranesi í dag en völlurinn
hefur verið úrskurðaður ónýtur.
— Það var töluvert áfall fyrir okkur
í ÍBK að missa fyrsta leik okkar í
mótinu út úr höndunum sagði Gísli,
við lentum oft í því í fyrra og vonandi
endurtekur það sig ekki í sumar. —
Undirbúningur okkar í Keflavík hefur
verið góður fyrir mótið og það er von
mín að við eigum eftir að sýna góöa
leiki í sumar á okkar ágæta grasvelli
sem er nú betri en oft áður. Þá
munum við ekkert gefa eftir á útivelli
og berjast af krafti. — Að mínu mati
verða Víkingar og Akranes erfiðustu
liðin í keppninni en þó hvort á sinn
máta, ég treysti mér ekki til að spá
um hvaða lið stendur uppi sem
sigurvegari í lok mótsins því að mót
þetta veröur jafnara heldur en oft
áður. Gísli sagði það vera trú sína að
knattspyrnuan yrði góð í ár, og
landsliðið yrði betra en í fyrra svo
framarlega sem Youri fengi nægan
tíma með liðsmönnum. Við verðum
ekki eins rígbundnir í leikkerfi eins og
hjá Tony Knapp.
— Ég er sannfæröur um góöan
árangur landsliösins á keppnistíma-
bilinu sagöi Gísli að lokum.
LEIKIR HELGARINNAR,
LAUGARDAGUR 20. MAÍ
1. deild Kaplakrikavöllur kl. 14.00 FII —
KA (Dómari Róbert Jónsson)
1. deild Akranesvöllur kl. 15.00 ÍA — UBK
(Dómari 6li Olsen)
1. deild Keflavíkurvöllur kl. 15.00 ÍBK —
ÍBV (Dómari Raín lljaltalín.
2. deild Keflavíkurvöllur kl. 10.00 Ármann
— Þróttur
2. deild Akureyrarvöllur kl. 16.00 Þór —
Fylkir.
2. deild Hvaleyrarvöllur kl. 16.00 Ilaukar —
ÍBÍ
2. deild SandKerðisvöllur kl. 17.00 Reynir —
Austri.
WM
SUNNUDAGUR 21. MAÍ
1. deild Laugardalsvöllur kl. 20.00 Víkingur
— Valur (Dómari Arnþór Óskarsson)
2. deild LauKardalsvöllur kl. 14.00 KR —
VölsunKur
MÁNUDAGUR 22. MAÍ,
1. deild LaUKardalsvöllur kl. 20.00 Fram —
Þróttur (Dómari Kjartan Ólafsson)
Fyrsti kappleikurinn sem fram fer
á aöalleikvangnum í Laugardal í
sumar fer fram á sunnudagskvöld er
Víkingur og Valur leiða þar saman
hesta sína í 1. deild knattspyrnu.
Baldur Jónsson vallarstjóri sagöi þaö
vera stefnuna að láta alla leiki milli
Reykjavíkurfélaganna fara fram á
aöal leikvangnum. — Við reynum aö
teygja okkur eins langt og hægt er
í þessum efnum, það hefur verið
mjög lítil spretta á völlunum í vor, og
þeir eru því ekki orðnir nægilega
góðir sagði Baldur, en þetta léttir á
efri vellinum og þar sem Laugardals-
völlurinn er heimavöllur Reykjavíkur-
félagarina er varla hægt annað en að
spila á vellinum.
Á fimmtudaginn úrskuröaöi kalsér-
fræðingur að 70% af grasvellinum á
Akranesi væri ónýtt. Skagamenn
ætla samt aö leika á vellinum í sumar
en þeir eru nú að leita sér að
heppilegu túni til að æfa á. Skiptar
skoðanir eru um orsakir þess að
völlurinn er ónýtur. í vor voru sett á
hann rúm 30 bílhlöss af sandi, sem
S'SilSS
Spá Gísla
1. deild FH - KA 2.1
1. deild ÍA - UBK 2.0
1. deild ÍBK - ÍBV 2.1
2. deild Ármann — Þróttur 1.1
2. deild Þór — Fylkir 3.1
2. deild Haukar — ÍBÍ 0.0
2. deild Reynir — Austri 3.0
1. deild Víkingur — Valur 1.0
1. deild Fram — Þróttur 1.2
2. deild KR — Völsungur 2.0
tekinn var úr fjörunni fyrir neöan og
telja flestir aö of mikið salt hafi veriö
í sandinum og hafi þaö brennt
grasrótina. Áformað er að endur-
byggja völlinn í haust.
iö
'V
M
• Fyrstu umferð íslandsmótsins í knattspyrnu er nú lokið og verður
mörg mörk. Á þessarri mynd Friðþjófs Helgasonar sést eitt markanna
Breiðabliki, sem sést skora mark sitt gcgn KA.
ekki annað sagt en leikir 1. deildar
17, sem skoruð voru í 1. deild.
hafi boðið upp á fjör, spennu og
Það er Valdimar Valdimarsson
ÞAD voru 4700 áhorfendur, sem
horfðu á eftír boltanum í fyrstu
umferð íslandsmótsins. Hér er
um nokkra aukningu meðaltals
frá s.l. ári, en hafa veröur pað í
huga að rúmur priðjungur pess
var á leik Vals og Fram eða um
1700 sem kallast toppaösókn í
dag. Vonandi að framhald verði
Þar á.
1. umferðin fór vel af stað. Allir
leikirnir voru góðir og umfram allt
spennandi. Það sem vakti mesta
eftirtekt hjá mér var, ósigur
Vestmannaeyinga á heimavelli,
óvænt frammistaða K.A og hátt
meðaltal í markaskorun eða (3,4
mörk) að meðaltali í leik. Það kom
mér ekki svo mjög á óvart jafntefli
Þróttar og Í.A. Ef heimavöllur er
einhvers virði ætti jafntefli ekki að
teljast merkilegt, og hafa verður
það í huga að markakóngur
Þróttara Páll Ólafsson var í
leikbanni, en að mínu mati er hann
a.m.k. eins marks virði. K.A.-menn
voru mun frískari en ég átti von á
og spáir það góðri tíð fyrir norðan.
Valsmenn fengu „óskastart" á
Fram, en Framarar þoldu illa
mótlætið og gáfu eftir á örlaga-
stundu. Leikur Keflavík og FH
virðist hafa verið fremur sviplítill,
nema hvað mörk varðar, en það er
nú einmitt það sem beðið er eftir
hverju sinni. Sem sagt, hörkuleikir,
margir áhorfendur, mörg mörk,
gott veður. Vissulega útlit fyrir
jafnt og skemmtilegt íslandsmót.
2. deild. Allar vangaveltur um
knattspyrnu snúast jafnan um 1.
deild og landslið. Tilgangur með
þessum greinum var aö koma sem
víðast við og rabba um flestar
hliðar er að knattspyrnunni snúa
jafnt utan vallar sem innan. Ég
mun því freista þess að spá nokkru
um 2. deild en sú keppni fellur
jafnan í skuggann fyrir 1. deild.
KR-INGAR leika nú í fyrsta sinni á
sínum litríka ferli í 2. deild. Öll lið
sem nú skipa fyrstu deild hafa
leikið þar nema Valur. Fall í 2.
deild er jafnan þungt hverju liði
a.m.k. fjárhagslega, en getur
hresst upp á viðkomandi lið, til
Spái því að KR verði yfir-
burðasigurvegari í 2. deild
hins betra hvað varðar endurnýjun
á leikmönnum o.fl. Ég spái því að
KR sigri með miklum yfirburðum í
2. deild og að Vesturbæingar brosi
blítt á móti framtíðinni með
haustinu.
ÞÓR: Eftir ótrúlega sigurgöngu s.l.
þrjú ár féll Þór úr fyrstu deild eftir
eins árs veru. Liðið var nokkuð
langt að baki öðrum liðum s.l. ár,
og kom þar vel í Ijós sá mikli
munur á knattspyrnunni í 1. og 2.
deild. Liðið skorti helst „lykilmenn“
til aö stjórna liöinu, auk þess var
breidd leikmanna lítil. Þór verður
í ár gott 2. deildar lið og sennilega
„kandidatar" um annaö sætið að
lokum.
HAUKAR: S.L. tvö ár hefur Hafnar-
fjarðarliöiö verið við fótskör 1.
deildar, en fram að þeim tíma afar
misjafnt milli ára. Liðið hefur leikið
nokkuð stórkarlalega knattspyrnu,
sem að mínum dómi er ekki til
frambúðar, og þyrfti að breyta til
nútímaknattspyrnu. Liðið hefur
ekki komið vel út úr vorleikjum, ég
spái að Haukar verði ekki í baráttu
um sæti í 1. deild næsta ár. Þjálfari
er sá sami og í fyrra, Þráinn
Hauksson.
ÁRMANN: Lið Ármanns hefur
undanfarin tvö ár verið í svipuðum
gæðaflokki og Haukar verið ná-
lægt toppi 2. deildar fram eftir
sumri en gefið eftir í lokabarátt-
unni. Liöið getur oft verið skeinu-
hætt góðum liðum, samanber
nokkrir leikir á undanförnum
Reykjavíkurmótum, en dettur þess
á milli niður fyrir meðalmennsku.
Mikiö brottfall leikmanna hefur
verið í vor, sumir eldri leikmenn
ekki byrjaöir og lítið af nýjum
mönnum tekið við. Ég spái Ár-
manni nokkrum erfiðleikum á
þessu ári. Nýr þjálfari liðsins er
Arnar Guölaugsson.
ÍSAFJÖRÐUR: Liö ísfiröinga kom
á óvart á s.l. ári með góðri
knattspyrnu, nánast um byltingu
frá fyrri árum. Liöiö var illviðráðan-
legt á heimavelli, tapaði þar aðeins
fyrir toppliðunum, en gerði flest
jafntefli liðanna þaö ár. Vegna
þess hvað lítið fréttist af vorleikj-
um liðsins er erfitt aö staösetja
liöið, en ég spái aö liðið geti haft
áhrif á gang mála í deildinni og
haft áhrif hvaða lið fylgi KR í 1.
deild aö ári. Þjálfari Isfiröinga er
Gísli Magnússon.
ÞRÓTTUR: Það er liöin tíð að
Þróttarar „rokki“ á milli deilda.
Liðið tók góöan sprett á s.l. ári og
ég spái að liðiö geri enn betur í ár.
Liðiö er jafnan nokkuö óskrifað
blað í byrjun árs vegna tíðra
mannabreytinga, sem oft fylgir
þessu liöi. Það er oft mikið um
mannabreytingar hjá Aust-
fjaröa-liöunum milli ára. Þar sem
nú eru komin tvö 2. deildar liö frá
Austfjörðum verður meiri sam-
keppni innan þess héraðs og því
knattspyrnunni þar til framþróun-
ar. Þjálfari Þróttar er Helgi Ragn-
arsson.
VÖLSUNGUR Þungur róður hefur
oft verið hjá Húsavíkurliöinu, og
geri ég ráð fyrir að svo verði nú.
S.l. tvö ár brá þó nokkuð til hins
betra með tilkomu nýrra ungra
manna, en samkvæmt nýjustu
upplýsingum muni sumir þeirra
fluttir eða hættir, og spái ég því
erfiðri „vertíð" fyrir Völsung í ár.
REYNIR Sandgerðismenn hafa
þótt erfiöir heim að sækja í
knattspyrnu. Eftir nokkurra ára
veru í 3. deild lék liðið nú að nýju
í s.l. ár í annarri deild. Liðið náði
góðum árangri en knattspyrnan
sem leikin var nokkuö stórskorin.
Tíður vallargestur í Reykjavík
sagöi við undirritaðan í vor, að
hann væri búinn að bíða í árafjölda
eftir að sjá leik Reynis og KR í
Sandgerði og sagði að það yrði
KNATTSPYRNURABB
EFTIR ÁRNA NJÁLSSON
leikur ársins. Vonandi verður
manninum aö ósk sinni. Ég spái
velgengni hjá Reyni að liðið nái
enn betri árangri en í fyrra. Þjálfari
Reynis er Eggert Jóhannesson.
FYLKIR Árbæjarliöiö tekur í fyrsta
skipti þátt í 2. deild en mörg
undanfarin ár hefur liöið verið við
þröskuldinn. Liðið leikur ágætan
fótbolta skipað ungum léttum og
leikglöðum mönnum. Ég spái Fylki
góðu gengi í deildinni svo um
munar. Þjálfari Fylkis er Theódór
Guðmundsson.
AUSTRI er annað Austfjarðaliöiö
sem leikur í 2. deild. Austfiröingar
hafa um langan tíma lagt mikla
rækt við knattspyrnuíþróttina og
árangur þegar kominn fram. Ég
hefi ekki séö leiki liösins undanfar-
ið, og því erfitt að spá fyrir því. Þó
segir mér hugur að róðurinn verði
erfiður, en með tilkomu tveggja
Austfjaröaliöa trúi ég aö þaö veröi
mjög til eflingar knattspyrnu á
Austfjörðum svo í framtíðinni hylli
undir 1. deildarlið.
MISMUNUR Á 1. OG 2. DEILD
Mikill munur er á knattspyrnunni
sem leikin er í 1. og 2. deild. Þetta
þekkja þeir bezt sem þjálfað hafa
á báöum stöðum og liggja ýmsar
ástæður þar að baki. Aöalvanda-
mál 2. deildar umfram þá 1. er í
fjármálum og ferðakostnaði, auk
þess sem nær engar tekjur fást af
leikjum, en láta mun nærri að
ferðakostnaður liða í 2. deild í ár
verði vart undir 3 milljónum króna.
Þegar allur tími fer til að afla
peninga til slíkra ferða verður ekki
mikill tími til að sinna öðrum
verkefnum, svo sem unglinga-
starfi, vallarmálum, aöstööu fyrir
áhorfendur o.fl. Á 5 stöðum munu
vera grasvellir og malarvellir á
hinum fimm, en grasvellirnir eru þó
ekki alltaf fáanlegir fyrir leiki í 2.
deild, ég mun síðar ræða hug-
myndir um breytta skipan mála á
landsmótum.
í stuttu máli spái ég að KR vinni
yfirburöasigur í 2. deild. í annan
hóp set ég Fylki, ísafjörð og Þór.
Þann þriöja Ármann, Reyni og
Þrótt og þann síðasta Austra,
Hauka og Völsung.