Morgunblaðið - 20.05.1978, Blaðsíða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1978 .
vin> <c?pv
i/Xtt.b •>
ICAFf/NU ! •"
iH rTT_
Blessaður vinur, ég sé að konan
þín er heima.
Spælt egg — hlýtur að vera með hita?
Það er svo eríitt að heyra til
þín gegnum þennan rana?
BRIDGE
Umsjón: Páll Bergsson
í einmenningskeppni spilar þú
þinn hluta spila, bæði við og gegn
öörum þátttakendum. Þrátt fyrir
þessa tilhögun virðast félagar
þínir gagnslausir og þar að auki
andstæðingarnir aldrei spila bet-
ur.
Þegar Edgar Kaplan vann ein-
menningskeppni lífstíðarmeistara
bandarískra bridgesambandsins
kom fyrir spil, þar sem báðir
þessir þættir voru honum hliðholl-
ir.
Gjafari vestur, allir á hættu.
Norður
S. ÁKD75
, H. Á7
T. KG94
L 97
Vestur Austur
S. G63 S. 9842
H. DG9642 H. K
T. D86 T. Á1052
L. Á L. 10632
Gakktu bara (ram í biðstofuna, og þá munt þú
snarlega læknast af þessum hiksta, kunningi!
Fáum við nýjan
Gullfoss?
„Um þessar mundir er haldinn
aðalfundur Eimskipafélags Is-
lands og væntanlega verður rekst-
urinn aðalmál fundarins. Eim-
skipafélagið virðist rekið af mikilli
hagsýni og gleðilegt er að sjá hinn
mikla uppgang félagsins. Því er
það að ég spyr hvort nýr, glæsileg-
ur Gullfoss sé væntanlegur?
Öll þjóðin var harmi lostin
þegar Gullfoss var seldur úr landi
og þó ekki bæri mikið á því, þá
vissi ég vel, að gífurlegur söknuður
var þegar hann kvaddi. Mér finnst
það ömurlegt að við Islendingar
skulum ekki eiga okkar eigið
farþegaskip. — Hugsið ykkur hvað
afturförin er mikil, því að fyrir
nokkrum árum voru 3 farþegaskip
í förum milli Islands og Norður-
landanna, Skotland's og Þýzka-
lands, en nú, árið 1978, er ekkert
farþegaskip á okkar vegum. Víst
veit ég um Smyril, en það er ekki
á Islands vegum.
Ágætt er að fljúga, vissulega
kjósa það flestir, en gleymið ekki
þeim þúsundum sem vilja sigla á
íslenzku farþegaskipi. Eitt sinn
gátum við valið hvort við vildum
sigla með Dronning Alexandrine
eða Heklúnni og síðast en ekki sízt
flaggskipi íslands, Gullfossi, —
það er mikil afturför að geta ekki
farið með skipi frá eigin þjóð.
Nýlega spurði mig útlendingur
hvar Iceland Steamship Co. væri
og manngreyið spurði um Gullfoss.
Ég gat aðeins bent á húsið, því
þetta var í Hafnarhvoli, mér var
ómögulegt að segja manninum að
við ættum engan Gullfoss lengur
eða nokkurt farþegaskip. Ég skora
á Óttarr Möller og aðra góða menn
að gleðja þjóðina með tilkynningu
um að nýr Gullfoss sé væntanleg-
ur, þá fyrst munum við geta sagt
með stolti: við siglum með Guil-
fossi. Með vinsemd og virðingu.
Óskar Óskarsson.“
Suður
S. 10
H. 10853
T. 73
L. KDG854
Vostur Noróur Austur Suóur
pass 1 S pass 1 G
pass 2 T pass 3 L
pass 3 G pass hringinn
Með því að segja 1 G og síðan
3 L sagðist Kaplan vilja spila lauf
sem tromp. En norður tók ekki
mark á boðum þessum.
Vestur spilaði út hj.D. Kaplan
tók strax á ásinn í borðinu og
kóngurinn kom fljúgandi. Frá
borðinu spilaði hann lauf 9 og lét
kónginn af hendinni. Vestur tók
með ás og skipti í lágan tígul, gosi
og ás. Aftur kom tígull, sem tekinn
var í blindum.
ÞesSu næst svínaði Kaplan
laufáttu og fékk með því móti tíu
slagi, sem var hreinn toppur. Sérð
þú skýringu á spilamennsku þess-
ari?
í blaði sínu, The Bridge World,
sagði Kaplan þetta hafa verið
einfalt mál. „I vestur sat Norman
Kay og ótilneyddur hefði hann
ekki tekið strax á ásinn. Svíningin
hlaut því að takast."
En Norman Kay var makker
Kaplans í mörg ár og unnu þeir
saman marga sigra.
(Þýtt og endursagt
úr The Observer).
MAÐURINN Á BEKKNUM
45
fundið upp á því að drepa
hann.
— Svo að hann hofur hírzt í
tvo sólarhringa undir rúmi
vinarins?
— Nei. einn dag og eina
nótt. Fyrstu nóttina eigraði
hann um göturnar. bað sagði
hann að minnsta kosti þessum
Hubert. Ég hef þegar haft
samband við lögreglustöðvarn-
ar. Hann er sjálfsagt á flandri
um borgina núna.
— Hefur hann peninga á
sér?
— I»að veit Hubert þessi
ekki.
— Þú hefur náttúrulega
haft samband við járnbrautar
stöðvarnar?
— Já. allt er í lagi. húshóndi.
Ég myndi verða mjög undrandi
ef við hefðum ekki náð honum
fyrir fyrramálið.
Hvað skyldu þau vera að
hafast að í Juvisy þessa stund-
ina? Ekkjan, systurnar, eigin-
menn þeirra og dætur. Þau
hiifðu sjálfsagt snætt saman
góða máitið eins og tilheyrir
eftir jarðarför. Og svo höfðu
þau rætt framtíðarhorfur
þeirra mæðgna frú Thouret og
Monique.
Maigret var sannfærður um að
mágunum hefði verið skenkt
vín ótæpilega og svóhefðu þeir
kveikt sér í vindlum eins og
vera bar og hallað sér aftur í
stólunum makindaiega.
„Þú ættir að fá þér glas,
Emilie. Þú þarft eitthvað
hjartastyrkjandi.“
Hvað skyldu þau hafa sagt
um hinn látna. Sjálfsagt höfðu
þau einnig látið orð falla um að
það væri mesta furða hvað
margir hefðu verið við útför-
ina. eins og veðrið hefði líka
verið óþokkalegt.
Það lá við borð að Maigret
langaði til að fara þangað.
Sérstaklega hefði hann haft
hug á að hitta Monique og ræða
við hana f fullri alvöru. En ekki
á heimili hennar. Það var
skynsamlegra að boða hana á
skriístofuna.
Ilann hringdi til fyrirtækis-
ins.
— Er það hjá Geber og
Bachelier?
- Já.
— Viljið þér gjöra svo vel og
segja mér hvort þér haldið að
fröken Thouret komi á skrif-
stofuna í fyrramálið?
— Já. það geri ég ráð fyrir.
Hún fékk frí í dag af einka-
ástæðum en ég sé ekki ástæðu
til að hún komi ekki... leyfist
mér að spyrja viö hvern ég tala.
Maigret lagði þegjandi tólið
á.
— Er Santoni við?
— Ég hef ekki séð hann
síðan í morgun.
— Skildu eftir boð til hans
um að hann verði snemma í
fyrramálið fyrir utan skrif-
stoíuhúsnæði Geber og Bachel-
ier. Þegar fröken Thouret
kemur til vinnu á hann á
kurteisan hátt að fá hana til að
koma.
— Hingað?
— Já, inn á mína skrifstofu.
— Og nokkuð fleira?
— Nei. Nú ætla ég að fá
vinnufrið smástund.
Tlann hafði fengið nóg af
Louis Thouret og fjöiskyldu
hans í bili. Hefði skyldutilfinn-
ingin ekki verið svona rík hefði
hann slegið þcssu upp í kæru-
leysi og farið í bfó.
6. kapituli
BETLIÐ
— Hvað er hún að gcra?
— Ekkcrt. Hún situr bein í
baki og horfir fram fyrir sig.
Hún hafði ekki einu sinni valið
sér hægindastól heldur sezt á
venjuiegan stói á biðstofunni.
Það var viljandi gert að
Maigret iét hana bíða. Þegar
Santoni hafði komið um níu-
leytið og sagt að Monique væri
komin hafði hann tautaði
— Láttu hana sitja í húrinu
dálitla stund.
Hann kallaði biðstofuna það
og í hiðstofunni höfðu margir
misst stjórn á sér og öryggi
sínu meðan þeir biðu.