Morgunblaðið - 20.05.1978, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.05.1978, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1978 W&4 Alþingishverfi milli Von- arstrætis og Kirkiustrætis Hugmyndir arkitekta embættis húsameistara: Tillagan tekur mið af verndunar-, umhverfis- og skipulagssjónarmiðum Reykjavíkurborgar Alþingi taki af skarið um framtíðaráform • Hugmynd um húsnæðismál Alþingis Eins og skýrt var frá í Mbl. sl. föstudag kynntu forsetar Alþingis blaðamönnum hugmyndir starfs- hóps arkitekta hjá húsameistara ríkisins um á hvern veg leysa megi húsnæðismál Alþingis á næstu áratugum með „nýtingu gamalla húsa í samspili við nýbyggingar á sögufrægum stað“, þ.e. á núver- andi lóðum þingsins milli Kirkju- strætis og Vonarstrætis í miðborg- inni. Hugmynd arkitektanna er að Alþingi nýti þann húsakost, sem er á athugunarsvæðinu, ásamt nýbyggingum, þann veg að starfs- vettvangur þess verði í mörgum húsum, eins konar alþingishverfi, í stað aðstöðu í aðeins einni þingbyggingu eins og víðast er. Þessi nýstárlega hugmynd fellur inn í ramma aðalskipulags Reykjavíkur og samræmir hús- verndarsjónarmið og framtíðar- þarfir Alþingis. Alþingishús það, sem nú er nýtt, og verður nýtt áfram, var byggt yfir 36 þingmenn og tiltölulega fátt starfslið. Nú eru alþingismenn 60 og starfslið þingsins litlu fleira. Starfsað- astaða er því bágborin. Ásgeir Bjarnason, forseti sam- einaðs þings, Ragnhildur Helga- dóttir, forseti neðri deildar, og Þorvaldur Garðar Kristjánsson, forseti efri deildar, lögðu áherzlu á, að hér væri um hugmyndir að ræða, sem starfsfólk húsameistara ríkisins hefði sett fram að lokinni vandlegri athugun á byggingar- möguleikum Alþingis á lóðum þingsins milli Kirkjustrætis og Vonarstrætis. Hér væri um til- lögugerð að ræða, nokkurs konar þróunar- eða skipulagsáætlun, sem fram væri sett til athugunar, en þingið ætti eftir að fjalla um þær og taka ákvarðanir þær varðandi. Forsetar þingsins töldu allir að hér væri um mikilvæga tillögugerð að ræða, sem mjög hefði verið vandað til. Tillagan fæli í sér nýstárlega og athyglisverða lausn á húsnæðisvanda Alþingis og hefði þann kost, að framkvæma mætti hana í áföngum, sem gerði hana fjárhagslega viðráðanlegri. Hún fæli einnig í sér endurskoðunar- möguleika og svigrúm til breyt- inga á þróunartímabilinu. Hér væri þó aðeins um hugmyndir að ræða, er spönnuðu ýmsa valkosti, sem hvorki þeir né þingið hefðu tekið endanlega afstöðu til enn sem komið væri. • Söguleg minnisatriði í greinargerð arkitektanna, sem er skipt í þrjá meginkafla: 1) Söguleg minnisatriði, 2) Uttekt á núverandi stöðu og 3) Þróunarmöguleikar, kemur m.a. fram, að bygging núverandi þinghúss var ákveðin árið 1879. Þá vóru veittar á fjárlögum 100 þúsund krónur til þinghússbygg- ingarinnar, en þaö var áttundi hluti heildartekna ríkissjóðs á því ári. Hornsteinn var lagður að Alþingishúsinu 9. júní og um haustið var húsið komið undir þak. Staðsetning þinghússins var í fyrstu ákveðin norðvestanvert við Bankastræti, milli Bankastrætis 7 og Laugavegar 1. Húsameistari sá, er hafði með bygginguna að gera, F. Meldahl, sem jafnframt var forstjóri Listaháskólans í Kaup- mannahöfn, mótmælti staðarval- inu, taldi það m.a. óhæft vegna halla. Var Alþingi því valinn staður vestan Dómkirkju, hvar hús þess var reist og setur svip á miðborgina enn í dag. • Núverandi staða í greinargerðinni kemur og fram, að frá þeirri tíð, er þinghald var flutt frá Þingvöllum til Reykjavíkur (1798), og síðar með byggingu Alþingishúss í Reykja- vík, hefur það verið ríkjandi sjónarmið, að Alþingi skuli haldið í hjarta höfuðborgar landsins. Því til stuðnings eru ýmis rök, þó hin sögulegu rök vegi þyngst, þ.e. er hefð sú, sem um staðsetninguna hefur skapast. „Augljóst er að staðsetningin er góð,“ segir í fréttatilkynningu, „og verður það um langa framtíð, m.a. með tilliti til yfirstjórnar athafnalífs, fjár- mála og stjórnsýslu íslenzka ríkis- ins. — Hefur af þessum ástæðum þótt eðlilegt við skipulagningu hins gamla miðbæjar í Reykjavík að ætla Alþingi framtíð á þessu svæði, og er það enn einu sinni 1) Hér er sýndur valkostur 3 í tillöguhugmyndum arkitekta em- bættis húsamcistara um hús- næðismál Alþingis, sem nánar cr útfærður á skýringarmynd bls. 14 í Mbl. sl. föstudag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.