Morgunblaðið - 20.05.1978, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 20.05.1978, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1978 — Fordæmi Framhald aí bls. 1 ing á alþjóðlega viðurkenndum reglum um mannréttindi, og sam- þykkti fulltrúadeild Bandaríkja- þings með 399 samhljóða atkvæð- um áskorun á Sovétstjórnina um að sleppa Orlov úr haldi. I Bretlandi hafa jafnt vinstri sinnaðir stjórnmálamenn sem hægri sinnar lýst hneykslan sinni vegna dómsins, og The Times segir í forystugrein, að „raunalegt sé að hugsa til þess að stórveldi, sem unnið hafi mörg frækileg afrek, telji nauðsynlegt að lúta svo lágt að efna til réttarhalda sem þess- ara“. Franska utanríkisráðuneytið lýsti því yfir í dag, að dómurinn gegn Orlov gengi í berhögg við anda slökunarstefnunnar, og tals- maður Bonn-stjórnarinnar segir að dómurinn sé ótvírætt brot á Helsinki-sáttmálanum, sem meðal annars kveður svo á að einstakl- ingar skuli hafa rétt og frelsi til að afla þér þekkingar og hug- mynda og tjá skoðanir sínar. Umfangsmiklar aðgerðir Kremlverja Ráðstafanir Sovétstjórnarinnar til að hefta starfsemi andófs- manna í landinu hafa verið óvenju umfangsmiklar að undanförnu, og færðist veruleg harka í málin um sama leyti og réttarhöldin yfir Yuri Orlov hófust. Meðal annars hefur verið staðfestur hins árs þrælkunardómur yfir Valentin Poplavski, leiðtoga samtaka, sem kalla sig „frjálst verkalýðsfélag" sovézkra verkamanna. Segja félag- ar Poplavski að réttarhöld yfir honum hafi byrjað fyrir viku, og séu þau liður í baráttu gegn félaginu, en það var stofnað í janúar í vetur, eftir að fram höfðu komið ásakanir um óstjórn í fyrirtækjum. Þá var þekktur baráttumaður fyrir réttindum sovézkra gyðinga, Josef Begun, handtekinn þar sem hann var á heimleið frá réttar- höldunum yfir Orlov s.l. miðviku- dag, og er hann enn í haldi hjá lögre%lu ni. Þá hafði baptisti, sen fréttamenn ræddu við fyrir utan dómshúsið þar sem réttarhöldin yfir Orlóv fóru fram, þá sögu að segja að lögregla og hermenn hefðu í síðustu viku hleypt upp trúarsamkomu í borginni Rost v á bökkum árinnar Don. Hafði þarna verið um útisamkomu að ræða, og hefðu um 2 þúsund manns verið handteknir og þar af væru um 30 enn í haldi. Einn yngsti og virkasti andófs- maður í Moskvu, Alexandier Podrabinek, var handtekinn dag- inn áður en Orlov-réttarhöldin hófust, og var húsleit gerð hjá mörgum félögum hans sama dag. — Belgískt herlið Framhald af his. 1 Tindemans sagði að belgíska liðið mundi hefja hernaðaraðgerð- ir í Kohvesi fyrir miðnætti. Óljóst er um samskipti stjórna Belgíu og Frakklands í sambandi við hernaðaraðgerðirnar í Zaire, en Tindemans vísaði því á bug í kvöld, að Belgar ætluðu að hefjast handa vegna aðgerða franska fallhlífa- liðsins í Kolwesi í morgun. Hann sagði að nauðs.vnlegt væri að tr>'KKja brottfluttningóbreyttra belgískra borgara af hættusvæð- inu, og væri það ástæðan fyrir því að belgískur her blandaði sér í málið á þessu stigi, en langflestir þeirra útlendinga, sem í Kolwesi eru, eru Belgar, eða um 2000. Svo virðist sem frönsku fall- hlífasveitirnar, sem í dag stukku úr flugvélum yfir .iðborg Kolwesi, hafi allan suðurhluta borgarinnar á valdi sínu, svo og þjóðveginn, sem liggur að flugvellinum við borgina, en þaðan er ætlunin að flytja brott í skyndingu þá 2.500 útlendinga, sem í borginni eru. Er frönsku fallhlífahermennirnir komu til Kolwesi fundu þeir lík 44 Evrópumanna, sem fallið höfðu fyrir byssum innrásarliðsins í morgun, en franska liðinu tókst fljótlega að frelsa 20 gísla, sem innrásarmenn höfðu á valdi sínu í skóla einum í borginni. Tilkynnt var í Hvíta húsinu í kvöld, að 18 bandarískar her* flutningavélar frá bandaríska flughernum hefðu hafið hergagna- flutninga til belgíska og franska liðsins í Zaire. Carter forseti sagði, að Bandaríkjamenn hefðu „mjög takmörkuðu hlutverki að gegna" í þessu máli, og í yfirlýsingu Hvíta hússins sagði að hvorki færu flutningavélarnar inn á bardaga- svæðið né heldur yrði um að ræða beina íhlutun í hernaðarátök í Zaire. Bandaríska utanríkisráðu- neytið skýrði frá því í dag, að Kúbumenn hefðu þjálfað innrásar- liðið í Angólu, en ekkert lægi fyrir um það að Kúbumenn tækju sjálfir þátt í innrásinni. Hins vegar lægi ljóst fyrir að innrásar- liðið væri búið sovézkum vopnum. Hefur Kúbu-stjórn þegar vísað þessum ummælum á bug, en ekkert hefur í þessu sambandi heyrzt frá Kreml. Valery Giscard dEstaing Frakk- landsforseti lýsti því yfir í sjón- varpi í kvöld, að franska stjórnin hefði tekið ákvörðun um hernaðar- aðgerðir í Kolwesi að vandlega yfirveguðu máli, og ekki fyrr en ljóst hefði verið að 2.500 útlend- ingar í borginni væru í lífshættu. Giscard sagði að ástandið í Zaire væri „afar alvarlegt“, en hann vildi ekki ræða málið nánar að svo stöddu. Ekki er ljóst hversu margir franskir hermenn eru nú í Kolwesi en óstaðfestar fregnir benda til að þeir séu einhvers staðar á bilinu 800—1000. Talsmaður frönsku stjórnarinnar sagði í kvöld, að ákveðið hefði verið að senda franska liðið á vettvang vegna eindreginna óska Zaire-stjórnar, og að höfðu samráði við „aðrar ríkisstjórnir, sem hagsmuna eiga að gæta“. Þá var í dag tilkynnt af hálfu belgíska sendiráðsins í Kinshasa, höfuðborg Zaire, að sex belgískar herflutningavélar hafi flutt her- gögn til bæjarins Kamina, þar sem allt að 1200 belgískir hermenn hafa haft bækistöð að undanförnu. Haft er eftir áreiðanlegum heimildum að uppreisnarmenn í Shaba hafi náð á sitt vald bænum Mutshatsham sem er um 160 kílómetra vestur af Kolwesi, og séu þeir nú uppivöðslusamir mjög á svæðum þar í kring. Nú er vika liðin síðan um 4000 aðskilnaðar- sinnar frá héraðinu, sem aðsetur hafa í Angóla, gerðu innrás í Shaba-héraðið frá Zambíu og náðu Kolwesi á sitt vald, en borgin er miðstöð námavinnslu í hinum auðugu héruðum syðst í Zaire. Nánast samfelldir skotbardagar hafa geisað í Kolwesi síðan borgin féll í hendur innrásarliðsins, en þeir bardagar virðast hafa tak- markazt við borgina sjálfa. Ekki hafa borizt fregnir um mannfall í bardögunum. —Lögð fram gögn Framhald af bls. 48 málsins hefðu mjog boriö því við að þeir heföu haft heimild banka til aö fara fram yfir innstæðu og skriflega heimild. en hins vegar hefðu forráða- menn bankanna neitað að slík leyfi hefðu veriö gefin í nokkrum þeim mæli sem aðilar málsins báru. Hins vegar hefðu vinnubrögð bankanna mjög torveldað rannsókn málsins. Þá hélt einn kærðra því fram að hann heföi flutt sama fjármagniö milli bankareikninga í a.m.k. fjórum bönk- um til að fá fyrirgreiöslu og að hann væri sannfæröur um aö þaö heföi tekizt. Þegar Hrafn Bragason var spuröur að því hvort rannsókn málsins hefði aö hans mati vakiö grun um víðtæk- ari keðjutékkastarfsemi, svaraði hann: „Það þýddi ekkert annað fyrir mig en að fjalla um það, sem ég var settur til, vegna kærunnar á hendur þessum 17 aðilum og ég held mér í þaö. Ef fleiri atriði hafa komið í Ijós, þá eru þau í gögnum málsins og saksóknari kemur þá auga á þau “ Hrafn gat þess í umræðum um hugsanlegt refsimat, aö „það er dómur í Danmörku, nokkuð gamall, héraösdómur í svipuöu máli og þessu og þar var þetta athæfi dæmt refsivert og fært til refsilagaákvæöa sem eru samsvarandi refsilaga- ákvæðum hér“. í lok seþtember 1976 voru birt nöfn 17 aöila, sem yfirheyrðir höfðu veriö vegna ávísanamálsins og stað- festi Hrafn í gær, að þessir 17 aöilar væru aöilar þeirra 10 mála, sem gögn málsins eru lögð fram í. Nafnalistinn fer hér á eftir: 1. Jón Ó. Ragnarsson, veitinga- maður og framkvæmdastjóri Hafnar- bíós. 2. Ásgeir H. Eiríksson, fram- kvæmdastjóri. 3. Magnús Leópoldsson, fram- kvæmdastjóri Klúbbsins. 4. Sigurbjörn Eiríksson, veitinga- maður Klúbbsins. 5. Guðmundur Þorvar Jónsson, framkvæmdastjóri verzlunarinnar Kópavogur. 6. Ásgeir H. Magnússon, fram- kvæmdastjóri heildverzlunar Á.H. Magnússon. 7. Hreiðar Albertsson, bifreiða- stjóri, fyrrverandi starfsmaður Klúbbsins. 8. Eyþór Þórarinsson, bifreiða- stjóri, mágur Hreiðars. 9. Sigurjón Ingason, flokksstjóri í lögreglunni í Reykjavík. 10. Arent Claessen, stórkaup- maður. 11. Guðjón Styrkársson hrl. 12. Valdimar Olsen, skrifstofu- maður hjá Þórscafé. 13. Haukur Hjaltason, veitinga- maður. 14. Hrafnhildur Valdimarsdóttir, eiginkona Jóns Ragnarssonar. 15. Jóna Siguröardóttir, eiginkona Ásgeirs H. Magnússonar. 16. Björk Valsdóttir, eiginkona Magnúsar Leópoldssonar. 17. Sigríður Sörensdóttir, starfs- stúlka í Klúbbnum. Á blaðamannafundi í lok septem- ber 1976 lagði Hrafn einnig fram eftirfarandi lista um tengsl reiknings- hafa innbyrðis samkvæmt framburði þeirra, og um fyrirtæki sem við sögu koma: 1. —2. Jón Ó. Ragnarsson og Ásgeir H. Eiríksson eiga ásamt forsvarsmönnum aðild að flestum tékkanna og þessir aðilar allir tengjast. 2. -4. Forsvarsmaður Veitinga- hússins er nú aðallega Magnús Leópoldsson, en Sigurbjörn Eirfks- son á húsið sem veitingahúsiö starfar í og tékkatengsl eru mikil þarna á milll. 5. Guðmundur Þorvar Jónasson tengist Ásgeiri H. Eiríkssyni og forsvarsmönnum Veitingahússins Borgartúns 32. 6. Ásgeir H. Magnússon tengist Jóni Ó. Ragnarssyni og Ásgeiri H. Eiríkssyni. 7. Hreiðar Albertsson tengist Ás- geiri H. Eiríkssyni, Veitingahúsinu Borgartúni 32, Jóni Ó. Ragnarssyni og Eyþóri Þórarinssyni. 8. Eyþór Þórarinsson tengist Ás- geiri H. Eiríkssyni, Hreiöari Alberts- syni og forsvarsmönnum Veitinga- hússins Borgartúns 32. 9. Sigurjón Ingason tengist for- svarsmönnum Veitingahússins Borg- artúns 32. v 10. Arent Claessen tengist Jóni Ragnarssyni. 11. Guðjón Styrkársson tengist Jóni Ragnarssyni. 12. —13. Haukur Hjaltason og Valdimar Olsen ávfsa á hvor á sinn reikninginn ásamt Ásgeiri H. Eiríks- syni. 14., 15., 16., 17. Hrafnhildur Valdi- marsdóttir er kona Jóns Ó. Ragnars- sonar, Jóna Sigurðardóttir er kona Ásgeirs H. Magnússonar, Björk Valsdóttir er kona Magnúsar Leópoldssonar, Sigríður Sörensdóttir er starfsstúlka í Veitingahúsinu Borgartúni 32. Sammerkt aöild þessara kvenna er þaö aö þær segjast gefa út tékka og vera skrifaöar fyrir reikningum sem aðrir sjái alfariö um. XXX .1. Bláfjöll hf. Með þennan reikning voru Ásgeir Hannes Eiríksson og Haukur Hjaltason. Ásgeir hefur ávfsaö miklu meira á þennan reikn- ing. Framsöl hafa fundizt hjá Hauki, en aöeins á örfáum tékkum. 2. Hafnarbíó, prókúruhafi Jón Ó. Ragnarsson. 3. Freysteinn hf., útgáfu- og aug- lýsingafyrirtæki. Prókúruhafar Ásgeir Hannes Eiríksson og Valdimar Olsen. Valdimar hefur gefið út minna af ávísunum en Ásgeir, en er framselj- andi á allmörgum tékkum og er yfirheyrður sem grunaöur, gagnstætt Hauki Hjaltasyni, samkvæmt því sem Hrafn Bragason sagöi á fundinum í gær. 4. Handbók LÍÚ) (Landssamband íslenzkra útvegsmanna), prókúruhafi Ásgeir Hannes Eiríksson, Freysteinn hf. mun hafa gefið þessa bók út. 5. Prentsmíði hf., prókúruhafi Ás- geir Hannes Eiríksson. 6. Veiöival sf., prókúruhafi Guðjón Styrkársson. 7. Verzlunin Kópavogur, prókúru- hafi Guömundur Þorvar Jónasson. 8. Bær hf., fyrirtæki sem rak Klúbbinn. Prókúruhafi Björk Vals- dóttir, en Magnús Leópoldsson og Sigurbjörn Eiríksson ávísuðu. 9. Lækjarmót hf., fyrirtæki sem rekur Klúbbinn. Prókúruhafi Björk Valsdóttir, en Magnús Leópoldsson ávísaði. 10. Borgartún 32 hf., fyrirtæki um húseign þá, sem Klúbburinn er í. Prókúruhafar Björk Valsdóttir og Sigríður Sörensdóttir. Eigandi eign- arinnar er Sigurbjörn Eiríksson." — Borgarstjórn samþykkir . . Framhald af bls. 2 ingu forkaupsréttarins á þessum ákveðnu íbúðurn vár staðfest. Borgarfulltrúar Alþýðubandalags- ins lögðu fram bókun þar sem segir m.a., að það sé skoöun þeirra, að borgin eigi að halda fast við forkaupsrétt sinn en við endursölu eigi að stórhækka lán til kaupa á íbúðunum þannig, að það komi helzt að gagni því fólki sem mesta hefur þörfina. Borgarfulltrúar Framsóknarflokksins bókuðu m.a., að með þessu mætti líta svo á, að borgarstjórnarmeirihlutinn vildi beita sér fyrir sérstökum aðgerð- um í íbúðabyggingum fyrir þá, sem ekki geta keypt íbúðir á frjálsum markaði. Borgarstjóri Birgir ísleifur Gunnarsson óskaði bókað: „Rétt er að benda á, að á sama tíma og nú er ákveðið að falla frá forkaups- rétti á umræddum forkaupsréttar- íbúðum, hefur borgin öðlast for- kaupsrétt á 308 íbúðum, sem byggðar hafa verið á vegum stjórnar verkamannabústaða í Reykjavík og verið er að byrja á 216 íbúðum fyrir sama aðila.“ — Tekur ákvörð- uir í næstu viku Framhald af bls. 48 ingarnir ekki fullyrða að veiði nú á 10.000 tonnum, eins og í fyrra, myndi ganga hættulega á síldarstofninn og miklar vonir væru bundnar við áranginn frá 1975. Bolle sagði, að norska ríkis- stjórnin yrði að taka afstöðu í málinu í næstu viku. „Ég hef gert upp minn hug, en ég læt mína skoðun ekki uppi fyrr en við samráðherra mína“,sagði Bolle. — Algjör slit á viðræðum Framhald af bls. 48 útborguð laun fyrir dagvinnu í stað viðmiðunar við heildarlaun, sem gert er í leið 1. Ef farið yrði eftir þessari leið, myndu fleiri fá verðbætur en nú er vegna þess að yfirvinna og næturvinna myndu ekki hindra það að fólk með lágtekjur fengi verðbæturnar, en myndi ekki hafa áhrif til hækkun- ar á eftir- og næturvinnulaunun- um. Þriðja leiðin gerði ráð fyrir að öllum launþegum yrði greidd ákveðin krónutala, sem haldið væri utan við launakerfið og tæki því engum álögum eða hækkunum. Fjórða leiðin var sú, að í stað helmings verðbótar yrði greidd eitthvað hærri verðbót, þ.e. kaup- máttaruppbótin kæmi þá sem prósertta á öll laun. Fimmtá léíðin var um að aðilar vinnumarkaðarins óskuðu sam- eiginlega eftir'því við ríkisstjórn- ina, að skerðingu vísitölunnar yrði mætt að hluta með lækkun skatta og neikvæðum tekjuskatti. „I þessum leiðum,“ sagði Kristján Ragnarsson, „felst mjög mismunandi afstaða til láglauna- uppbótar og er gert ráð fyrir í leið 1, að um mestu láglaunauppbót verði að ræða, en minnstu í leið 4. Þessum leiðum hafnaði Alþýðu- samband íslands og Verkamanna- samband íslands á sameiginlegum fundi og báru fram kröfu um óskertar vísitölubætur, sem jafn- gildir því að 90% launþega innan þessara samtaka fái fullar vísi- töiubætur, en þeir, sem eftir eru, lítillega lægri uppbót. Krafan jafngildir því, að laun ættu nú að hækka um 22 til 23% í stað þeirrar rúmlega 10% launahækkunar, sem kemur 1. júní vegna áfangahækk- unar og vísitölubóta. Ef gengið yrði að þessari kröfu myndu framleiðsluatvinnuvegirnir stöðv- ast innan örfárra daga eða valda stórfelldri gengisbreytingu. Aframhald viðræðna á þessum grundvelli teljum við því vera þýðingarlaust." Tillaga Verkamannasambands Islands, sem sambandið lagði fram á sáttafundi í gær og hafnað var af vinnuveitendum, bar yfirskrift- ina: „Til athugunar frá samninga- nefnd Verkamannasambands Is- lands varðandi samninga þess.“ Hún var svohljóðandi: „Greiddar verði óskertar verðbætur á öll dagvinnulaun, sem eru kr. 130 þús. á mánuði og lægri (miðað við laun 1. desember 1977). Laun sem eru hærri fái í verðbætur sömu krónutölu og 130 þús. kr. Hlutfall yfirvinnu og vaktaálags verði óbreytt. Reiknitölur tímamældrar ákvæðisvinnu — bónus — verði viðkomandi dagvinnukaup eins og það er á hverjum tíma. Önnur ákvæðisvinna í samningum VMSI hækki um eitthvert hlutfall þeirr- ar hækkunar, sem samsvarandi tímakaupstaxtar hækka hverju sinni. Framangreind ákvæði um verð- bætur gildi frá L marz 1978.“ Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Verkamannasambands Islands, sagði í gær að kaupskerð- ing væri orðin 11,3% með þeirri vísitöluhækkun, sem auglýst var af Kauplagsnefnd í gær. Hann kvað fólk, sem ynni í fiskvinnu eftir 1. júní, tapa í dagvinnu 3.520 krónum á viku eða 15.253 krónum á mánuði. Vinni það hins vegar 10 tíma, er tap þess orðið 4.470 krónur á viku eða 20.500 krónur á mánuði. Guðmundur kvað vinnuveitend- ur hafa hafnað tillögu Verka- mannasambandsins algjörlega „og það sem meira er, að þeir hafna líka, þótt það hafi bara verið 3. taxti Verkamannasambandsins með fullri vísitölu og fullri yfir- vinnu, vegna þess að þeir telja, að það komi fram á framleiðsluat- vinnuvegunum — að þeir þoli ekki fulla vísitölu og þeir þoli ekki fullt yfirvinnuálag. Annaðhvort verði að skerða hvorttveggja eða annað hvort verulega.“ Þá kom það fram í máli Hallgríms Sigurðssonar, formanns Vinnumálasambands samvinnu- félaganna, í gær, er Morgunblaðið ræddi við hann, að samstaða VMSS og VSÍ er algjör um þau svör, sem vinnuveitendur gáfu við lok sáttafundarins í gær. — Þriðja fylgsnið Framhald af bls. 1 svæöinu hafi allir veriö sambands- lausir þegar þeir ætluðu að síma fregnir af atburðunum, og þykir það benda til þess að kippt hafi verið í spotta innan kerfisins og styðja þannig þá kenningu lögreglunnar að Rauða herdeildin eigi ítök í símakef- inu. Meðal þeirra tíu, sem lögreglan hefur nú í haldi, eru aö minnsta kosti tvær konur, og hefur önnur þeirra haft það að atvinnu að kenna fötluðum börnum. Triaca var handtekinn ásamt eiginkonu sinni í íbúð þar sem hann býr ásamt foreldrum sínum í suður- hluta Rómar. Faðir hans er verka- maður, sem kominn er á eftirlaun, og sagði hann í viðtali við fréttamann í dag: „Hann er staöfastur drengur, hann hefur alltaf kómið vel fram heima hjá sér. Fyrr eða síöar sleppa þeir honum, hann er betri heima hjá sér en svo að hann geti verið í tengslum við Rauöu herdeildina.“ Lögreglan telur að íbúð kennslu- konunnar, sem er meðal hinna handteknu, hafi líklega verið notuð sem fundarstaður Rauðu herdeildar- innar, en verst frétta að öðru leyti. Blaöiö La Republica hefur það eftir ónafngreindum „háttsettum foringja í ítölsku leyniþjónustunni", aö banda- menn ítala í NATO hafi kynnt sér Moro-málið rækilega, og telji þeir ástæöu til að óttast að Moro, sem fimm sinnum varð forsætisráðherra, hafi Ijóstrað upp miklum leyndarmál- um, bæði hernaðarlegs eðlis og stjórnmálalegs, meðan hann var á valdi Rauðu herdeildarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.