Morgunblaðið - 20.05.1978, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1978
3
PAKUMESSA
Kór Söngskólans í Reykjavík
ásamt Sinfóníuhljómsveit Islands
flytur Pákumessu (Missa in tepori
belli) eftir Haydn í Háteigskirkju á
morgun klukkan 17.00.
Einsöngvarar eru aö pessu sinni
úr röðum kennara Söngskólans í
Reykjavík, þau Ólöf K. Harðardóttir,
Guörún Á. Símonar, Magnús Jóns-
son og Kristinn Hallsson. Stjórn-
andi er Garðar Cortes.
Tónleikar Emil Gilels
í Háskólabíói í dag
Rússneski píanóleikarinn Emil
Gilels heldur tónleika í Háskóla-
bíói á vegum Tónlistarfélagsins í
Rcykjavík í dag, laugardag kl.
14.30. Eru þetta síðustu tónleikar
félagsins á þessum starfsvetri.
A efniskránni eru eftirtalin
verk: Fjögur lög fyrir píanó op. 32
eftir R. Schumann, sónata nr. 3 op.
28 í c-moll eftir Prokofiev,
„Visions Fugitiveve" og prelúdía í
C-dúr einnig eftir Prokofiev. Eftir
hlé verður flutt pólýnesa í c-moll
op. 40 og sónata nr.3 í h-moll eftir
Chopin.
Emil Gilels hóf nám í píanóleik
5 ára gamall og hélt hann fyrstu
opinbera tónleika sína 13 ára.
Varð frammistaða hans til þess að
hann fékk inngöngu í tónlistar-
skólann í Odessa. Arið 1933, þá 17
fyrir Ukraínu og fékk hann þar
fyrstu verðlaun. Næstu tvö árin
stundaði hann nám hjá Heinrich
Neuhaus og fékk hann þá einnig
kennarastöðu í Moskvu. Árið 1955
hófst leið hans til alþjóðlegrar
frægðar, segir í umsögn frá
Tónlistarfélaginu, var hann á ferð
í Bandaríkjunum, Þýzkalandi og
hefur í mörg ár verið einn af
fremstu listamönnum á tónlistar-
hátíðum í Salzburg. Emil Gilels
lék síðast hér á landi 1976 er hann
kom fram á tónleikum hjá Tón-
listarfélaginu og lék einleik með
Sinfóníuhljómsveit íslands.
Stofnfund Leigjendasamtakanna sóttu um 70 manns. Ljósm. Mbl. Kr. Ól.
ara, tók
píanóleik
hann þátt
Moskvu s
keppni
n fulltrúi
Dansleikur fyr-
ir þroskahefta
FÉLAGIÐ Þroskahjálp á
Suðurnesjum gengst í dag, laug-
ardag. fyrir dansleik fyrir
þroskahefta. Ilefst dansleikurinn
kl. 2 og stendur til kl. 7. Er öllum
þroskaheftum á suðvesturhorni
landsins hoðið til danslciksins.
Leigjendur stofna
Emil Gilels.
Á FUNDI, sem haldinn var í
Rcykjavík sl. fimmtudagskvöld,
voru stofnuð samtök leigjenda. I
lögum samtakanna, sem sam-
þykkt voru á fundinum, er tekið
fram að markmið samtakanna sé
að vinna að lausn húsnæðisvanda-
mála leigjenda á íslandi, að gæta
hagsmuna leigjenda á Islandi
gagnvart opinberum aðilum og
6,40% verðbótahækkun og áfangahækkun:
200þúsund króna laun
hækka um 18-19 þúsund
einkaaðilum og vinna að skipu-
lagðri uppbyggingu leiguhúsnæð-
is hér á landi og gæta hagsmuna
leigjenda í því sambandi. Félagar
í samtökunum geta orðið allir
leigjendur íbúðarhúsnæðis hér á
landi og aðrir, þar á meðal
húseigendur, en leigusölum og
öðrum, sem hagsmuna hafa að
gæta af útleigu húsnæðis cða eru
félagar í samtökum húseigenda.
er óheimil innganga í félagið.
Eigendur íbúðarhúsnæðis verða
þó aðeins aukafélagar og eru ekki
kjörgengir 1 stjórn samtakanna.
Formaður samtakanna var kjör-
inn Jón Kjartansson frá Pálm-
holti.
VERÐBÓTAHÆKKUN launa frá
og með 1. júní nk. verður 6,40%
samkvæmt tilkynningu Kauplags-
nefndar, og kemur þessi hækkun á
maílaun að undanskildum verðbóta-
viðauka, ef um hann hefur verið að
ræða.
í tilkynningu Kauplagsnefndar
kemur fram að verðbótavísitalan
hefur verið reiknuð eftir fram-
færsluvísitölunni 1. maí sl. í samráði
við ákvæði kjarasamninga aðila
vinnumarkaðsins og er hún 138,06
stig miðað við grunntöluna 100 1.
maí 1977 en þar við bætist síðan
verðbótaauki sem svarar 4,23 stigum
í verðbótavísitölu. Verðbótavísitalan
að þessu viðbættu er þannig 142,29
stig og er þar um að ræða 16,14 stiga
hækkun á þeirri vísitölu sem verð-
bætur eru greiddar eftir á yfirstand-
andi 3ja mánaða greiðslutímabili.
Hækk jn þessi er 12,794%. Lögin um
ráðstafanir í efnahagsmálum kveða
á um að verðbæturnar á þessu ári
Fyrirspurn-
ir til borg-
arstjórans
BIRGIR ísl. Gunnarsson borg-
arstjóri mun næstu vikuna
svara fyrirspurnum írá lesend-
um Morgunblaðsins um
borgarmál.
Tckið verður við fyrirspurn-
um í síma 10100 frá kl. 10—12
frá mánudegi til föstudags.
Fyrirspurn ásamt svari borgar-
stjóra mun birtast skömmu
síðar.
svari til helmings þeirrar hækkunar
verðbótavísitölu og verðbótaauka
sem Kauplagsnefnd reiknar út, og er
6,40% eins og áður greinir.
Auk þessarar launahækkunar fá
launþegar innan ASÍ, BSRB og BHM
áfangahækkanir launa frá 1. júní
samkvæmt ákvæðum kjarasamninga
og er þar um að ræða 5 þúsund
krónur hjá launþegum innan ASÍ en
3% hækkun hjá launþegum innan
samtaka opinberra starfsmanna.
Sem dæmi má nefna að samkvæmt
lauslegum útreikningi Mbl. hækka
því 150 þúsund króna laun sam-
kvæmt taxta ASI upp í rétt tæplega
165 þúsund krónur en samkvæmt
BSRB-taxtanum í 164,400 kr. en 200
þúsund króna mánaðarlaun hækka í
rétt liðlega 218 þúsund krónur
Listaþing Banda-
lags ísl. lista-
manna á morgun
Næstkomandi sunnudag
verður haldið listaþing
Bandalags íslenzkra lista-
manna að Kjarvalsstöðum og
hefst það kl. 14. Að sögn
Thors Vilhjálmssonar er þetta
eins konar umræðudagur, en
félagið hefur efnt til slíkra
listaþinga áður og tekið til
umræðu ýmis konar efni.
Yfirskrift listaþings að þessu
sinni er Gagnrýni og gagnrýnend-
ur. Frummælendur eru: Níels
Hafstein, Árni Bergmann, Þor-
steinn Þorsteinsson og Ingibjörg
Haraldsdóttir. Að loknum fram-
söguerindum verða umræður og
kvaðst Thor Vilhjálmsson vonast
eftir fjörlegum umræðum milli
manna um þetta efni.
samkvæmt ASÍ-taxtanum en í lið-
lega 219 þúsund krónur samkvæmt
taxta BSRB.
Stofnfund
liðlega 70 manns og
fundinum lagðar fram
nokkurra starfshópa, si
samtakanna sóttu
voru á
skýrslur
n unnið
hafa að könnun á ýmsum hags-
munamálum leigjenda að undan-
Með-móti-sátu hjá!
Minnihlutaflokkar
þríklofnir í afstöðu
til forkaupsréttar
Á FUNDI borgarstjórnar
Reykjavíkur í fyrrakvöld —
hinum síðasta á kjörtímabilinu
— kom enn í ljós hvílíkur
skoðanamunur er á milli minni-
hlutaflokkanna í borgarstjórn.
Til atkvæðagreiðslu kom m.a.
samþykkt borgarráðs þess efnis
að fella niður forkaupsrétt á
nokkrum íbúðum borgarinnar.
Borgarfulltrúi Alþýðubanda-
lagsins lýsti sig andvigan þess-
ari samþykkt.
Borgarfulltrúi Alþýðuflokksins
kvaðst geta „fallizt á“ tillögu
borgarfulltrúa sjálfstæðismanna
um að fella niður forkaupsrétt.
Borgarfulltrúar
Framsóknarflokksins sátu hjá
við atkvæðagreiðslu um tillög-
förnu. Sem fyrr sagði voru sam-
þykkt lög fyrir samtökin á fundin-
um og urðu nokkrar umræður um
einstakar greinar þeirra. Mest var
deilt um, hvort rétt væri að
heimila eigendum íbúðarhúsnæðis
aðild að félaginu og þá einnig rétt
til setu í stjórn samtakanna.
Komu fram nokkrar tillögur um
þetta efni en í tillögu undirbún-
ingsnefndarinnar hafði verið gert
ráð fyrir að eigendur eigin íbúðar-
húsnæðis gætu verið félagar en
jafnan skyldi að því stefnt að
meirihluti stjórnar væri leigjend-
ur. Sem áður sagði var niðurstað-
an sú að samþykkt var að eigendur
eigin íbúðarhúsnæðis gætu gerst
aukafélagar og þeir yrðu ekki
kjörgengir til stjórnar.
Nánar um tilgang félagsins
segir í lögum þess meðal annars að
samtökin skuli hvetja til bygging-
ar leiguhúsnæðis á félagslegum
grundvelli og vinna að setningu
löggjafar sem tryggi rétt leigjenda
gagnvart leigusölum. Þá er í lögum
lögð áherzla á að náið samstarf
verði haft við verkalýðshreyfing-
una.
Á fundinum fór fram kjör
stjórnar samtakanna. Undirbún-
ingsnefnd fundarins gerði tillögu
um að Jón Ásgeir Sigurðsson yrði
kjörinn formaður en einnig kom á
fundinum fram tillaga um Jón
Kjartansson frá Pálmholti sem
formann. Við atkvæðagreiðslu
fékk Jón frá Pálmholti 41 atkvæði
en Jón Ásgeir 21 atkvæði. Aðrir í
stjórn samtakanna voru kjörin
Bryndís Júlíusdóttir, Matthildur
Sveinsdóttir, Hörður Júlíusson,
Bjarney Guðmundsdóttir, Jón Ás-
geir Sigurðsson og Birna Þórðar-
dóttir.
mm&nm
Laugameshverfi:
Rosknum borgurum
boðið í skoðunarferð
ROSKNUM borgurum í Laugar-
neshverfi er boðið að taka þátt í
skoðunarferð um Reykjavík á
morgun, sunnudag. Farið verður
frá Laugarnesskóla kl. 10 fyrir
hádegi og kl. 1 eftir hádegi. Állir
rosknir borgarar í hverfinu eru
hvattir til að taka þátt í þessari
ferð.
Þátttaka er takmörkuð, en
þátttakendur verða að skrá sig í
ferðina á ferðaskrifstofunni að
Bjargi við Sundlaugaveg eða
hringja í síma: 37121 milli kl. 14
og 18 í dag, laugardag.
Hverfafélag sjálfstæðismanna
í Laugarneshverfi.
mm
ER <
SETTORy
I