Morgunblaðið - 20.05.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 20.05.1978, Blaðsíða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1978 3) Hér eru þrjár svipmyndir aí svæðinu milli Vonarstrætis og Kirkjustrætis. sem sýna hluta athugunarsvæðis þess, sem um er fjallað varðandi hugsanlegt „Alþingishverfi“ í miðborg Reykjavíkur. staðfest við endurskoðun aðal- skipulags Reykjavíkur, fyrir næstu 20 árin, sem skipulagsyfir- völd Reykjavíkurborgar sam- þykktu á árinu 1977.“ Þar segir ennfremur: „Þótt nýir verzlunarkjarnar og ný hverfi opinberrar stjórnsýslu rísi innan höfuðborgarsvæðisins, þá er þó staðfastlega að því stefnt, að hinn gamli miðbær Reykjavíkur haldi sínum sessi sem miðborg íslands um ókomin ár.“ í þessum kafla skýrslunnar er einnig fjallað um lóðir, núverandi byggingar, umferð og aðkomu, gönguleiðir, bifreiðastæði, gróður, skipulagsskilmála og rýmisáætl- un. Kemur þar m.a. fram, að húsnæðisþörf Alþingis var áætluð árið 1966 um 9040 ferm., en í dag notar Alþingi um 2068 ferm. Með þessum kafla fylgja úttekt- ar-teikningar til nánari glöggvun- ar á núverandi aðstæðum. • Þróunar- möguleikar í kaflanum um þróunarmögu- leika er fjallað um nýtingu svæðis- ins. Kemur það m.a. fram að skv. hámarksnýtingu endurskoðaðs að- alskipulags má byggja á svæðinu um 20 þús. ferm. gólfflöt, ef alþingishúsið (850 ferm.) yrði eitt látið standa af núverandi bygging- um. Er það byggingarmagn nálægt 10-földun frá því flatarmáli hús- næðis, sem Alþingi hefur í dag til umráða. Einnig vel tvöföldun á áætlaðri heildarrýmisþörf Alþing- is. Um nokkra framtíð verður því vart þörf á að nýta til fullnustu þá hámarksuppbyggingarmöguleika, sem skipulag Reykjavíkur gerir ráð fyrir- Orðrétt segir í fréttatil- kynningunni: „Af þeirri ástæðu og með tilliti til verndunarsjónar- miða, sbr. skipulagsskilmála er eðlilegt að stefna inn á þá braut, að nokkrar af þeim eldri bygging- um, sem fyrir eru á athugunar- svæðinu, fái að standa áfram. Yrði þá fyrst um sinn að því stefnt, að nýbyggingar fylli í þau skörð, sem í dag eru fyrir hendi." • Umhverfis- sjónarmið Þá fjallar skýrsla arkitektanna um umhverfissjónarmið. Þar um segir í fréttatilkynningu: „Tiltölu- lega fá eru þó enn standandi af þeim húsum, sem gáfu Kvosinni svip um aldamótin. Flest 'hafa húsin brunnið eða verið rifin, til að rýmka fyrir nýjum húsum. Enn setja þó Dómkirkjan og Alþingis- húsið svip á svæðið, og flest önnur hús í nágrenninu styðja þær byggingar með gerð sinni og eðlilegum stærðarhlutföllum. Einkum er húsaröðin við Kirkju- stræti veigamikil í þessu sam- bandi. Auk þess er sú húsaröð snar þáttur í umhverfistengslum milli alþingissvæðisins og Grjóðaþorps, sem hugmyndir eru uppi um að vernda." • Nýting núverandi húsnæðis Um þetta efni segir m.a. í fréttatilkynningu forseta Alþingis: „Síðan er fjallað um nýtingu núverandi húsakosts, og eru þar m.a. þær upplýsingar, að láta mun nærri, að allt það húsnæði, sem Alþingi notar nú sé um 2100 fm, auk um 200 fm af kjallarageymsl- um. Er þá talið allt húsnæði í Alþingishúsinu, Þórsharmri, Kirkjustræti 8 og Vonarstræti 8. Ef allur húsakostur, sem nú erí eigu Alþingis, yrði tekinn undir starfsemi þingsins, mætti nýta ca 1350 fm auk kjallara til viðbótar því húsnæði, sem Alþingi nýtir nú þegar. Full nýting á þessu húsnæði samsvarar því um 60% aukningu á húsnæði Alþingis. Raunhæfara er þó að ætla, að húsin Tjarnar- gata 3C og 5B verði ekki nýtt til neinnar frambúðar, þannig að nýtanlegt viðbótarflatarmál yrði ca 1100 fm. Miðað við núverandi húsnæði er sú aukning ca 50%. Þetta húsnæði yrði vart notað fyrir stóra sali, en minni fundar- herbergjum mætti koma þar fyrir. Það virðist því eðlilegt, að Alþingi nýti þann húsakost, sem er á athugunarsvæðinu, ásamt nýbyggingum, sem smám saman munu fylla í óbyggð skörð og tengja ný og gömul hús saman. Yrði Alþingi þannig með aðstöðu í mörgum húsum, einskonar Al- þingishverfi, í stað aðstöðu í aðeins einni þingbyggingu. Myndi það skapa þinginu nokkra sér- stöðu, ef borið er saman við hliðstæðar stofnanir erlendis. Einnig skapaðist við það skemmti- legt fordæmi um nýtingu gamalla húsa í samspili við nýbyggingar á sögufrægum stað.“ Síðan segir að sé mið tekið af framangreindum verndunar-, um- hverfis- og skipulagssjónarmiðum Reykjavíkurborgar verði tillagan að framkvæmdum á lóðum Al- þingis á athugunarsvæðinu eftir- farandi (birt í heild í.frétt Mbl. sl. föstudag, bls. 14 og 15, sem hér með vísast til). • Alþingi taki af skarið Að lokum er í þessum kafla fjallað um áfangauppbyggingu og langtímaþróun. Með kaflanum fylgja myndir af vinnumódeli, þar sem gerð er grein fyrir ýmsum möguleikum mismikillar uppbygg- ingar. Einn þeirra möguleika er útfærður með nánari skýringar- teikningum, en í heild er gerð grein fyrir tillögugerðinni með nokkrum tillögugerðarteikningum. Lokaorð í fréttatilkynningu for- setanna eru þessi: „I greinargerðinni hefur verið leitast við að stikla á helstu atriðum viðkomandi þróunar- möguleikum á húsakosti Alþingis. I upphafi var tekin sú stefna að fjalla um verkefnið á skipulags- grundvelli og halda byggingar- möguleikum nokkuð opnum, þ.e.a.s. leggja til kerfisuppbygg- ingu með þróunarmöguleikum. Tillögugerðin er því opin fyrir síðari breytingum, enda til þess ætlast, að valkostir hinna ýmsu framkvæmdastiga verði vegnir og metnir, þegar nær dregur fram- kvæmdum. Niðurstöður greinargerðarinnar hníga að því, að staðsetning Alþingis á lóðum þess milli Kirkjustrætis og Vonarstrætis sé ákjósanleg og vaxtamöguleikar eru þar rúmir. Er því æskilegt að Alþingi taki af skarið og staðfesti, að um næstu framtíð skuli um- fjöllunarsvæðið notað fyrir aukn- ingu á húsakosti þingsins." Termel-olíufylltir rafmagnsofnar Barnið finnur — Reynslan sannar. Gefa þægilegasta hitann í íbúðina og mjög góða rafmagnsnýtingu. Njótið þæginda — og spariö um leiö. Sonobat-plast- klæöningin frá Belgíu Það bezta — tvöföld plast- klæöning. Höggþolin — Einangrar vel. Góöir litir — Góö reynsla hérlendis. Margar geröir, litir og þykktir. Sendiö okkur teikningu eöa riss af húsinu, og viö gerum tilboö í plast — eöa álklæðn- ingu á húsiö. Thermor-rafmagns- hitavatnskútar 15—300 lítra. 10 ára ábyrgöarskilmálar. Kjölur s.f., Reykjavík, sími 21490. Kjölur s.f., Keflavík, sími 2121 — 2041. 2) Hér er skýringarteikning á hugsanlegum byggingarmöguleikum skv. valkosti 3. i 1 1 1 1 I I ð I 1 1 ALLT MEÐ EIMSKIP næstunni ferma vor til sem hér segir íslands, lU m ANTWERPEN: Fjallfoss 24. maí Tungufoss 30. maí Fjallfoss 5. júní fg ROTTERDAM: hij Fjallfoss 23. maí Tungufoss 31. maí Fjallfoss 6. júní FELIXTOWE: Dettifoss 22. maí Mánafoss 29. maí Dettifoss 5. júní Mánafoss 12. júní HAMBORG: Dettifoss 25. maí Mánafoss 1. júní Dettifoss 8. júní Mánafoss 15. júní { PORTSMOUTH: Jj' Bakkafoss 7 Selfoss - Bakkafoss 1 6. júní “£j 13. júní 17] 28. júní ,17 GAUTABORG: Laxfoss Háifoss Laxfoss d/ ss flp 22. maí ÍT 29. maí (jj 5. júní KAUPMANNAHOFN: Laxfoss 23. maí Háfiss 30. maí Laxfoss 8. júní HELSINGBORG: Urriöafoss 22. maí Grundarfoss 29. maí i i m íffi MOSS: Urriðafoss Grundarfoss 23. maí 30. maí KRISTJANSAND: Ljósafoss 22. maí Grundarfoss 31. maí i i [Ú; STAVANGER: rs Ljósafoss L-Jj Grundarfoss GDYNIA: 1 20. maí IP 1' jÚm' | Reglubundnar ferðir alla mánudaga frá Reykjavík til isaljarðar og Akureyrar. Vörumóttaka i A-skála á föstu- iTT dögum. ALLT MEÐ 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.