Morgunblaðið - 20.05.1978, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 20.05.1978, Blaðsíða 25
25 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1978 ri útiveru rsson borgarstjóri FRÁ BORGARSTJÓRN Deiltum vistunarráð aldraðra skóla (ræktun og gangstígar inn á milli Klapparflóa), gróðursetningu trjáplantna í skjólbelti við Háa- leitisbraut, fullnaðarfrágangur Mæðragarðs Garðsenda — As- enda, undirbygging stíga og frá- gangur grasflata á Austursvæði í Fossvogi, gróðursetning trjá- plantna og eitthvað af leiktækjum við Leirubakka og frágangur á stíg frá Stekkjarbakka að Vesturhól- um. Á árunum 1979—1983 verður svo unnið að miklum lagfæringum á um fjörutíu stöðum í borginni, en ætlað er, að borgarstjórn taki við afgreiðslu fjárhagsáætlunar hvers árs nánari ákvörðun um framkvæmdir þó nú sé til niður- röðun þá getur hún breyzt þyki mönnum eitt verkefni öðru brýnna. Gangstéttir, göngu- stígar og grænar ræmur í fbúðarhverfum Nú á þessu ári er áætlað að leggja gangstéttir, gangstíga, id sér rænt m ósam- lálflutmngi Kristján Benediktsson ækslu kjavík boðs. 3. Aætlaðan stofnkostnað og fjármögnun, svo og hugsanlega áfangauppbyggingu og áætlaða rekstrarafkomu. 4. Hvað þurfi af byggingum og hvernig þær skuli gerðar. 5. Hvaða starfsemi sem nú þegar er fyrir hendi í borginni gæti rúmast í slíkum garði. Að lokinni ofangreindri frumkönnun verði tekin ákvörðun um framhald málsins. Björgvin Guðmundsson lýsti ánægju sinni með góðar undirtekt- ir. Tillaga Markúsar Arnar Antonssonar, sem var breytinga- tillaga við tillögu Björgvins Guð- mundssonar, var síðan samþykkt. kanta og rækta fyrir 130 milljónir króna. Aðalstígakerfi, göngu- og hjól- reiða- og reiðstígar milli hverfa, skóla og íþrótta- og útivistarsvæða. Árin 1979—1983 er áætlað að verja 520 milljónum króna í lagningu ofangreindra stíga. ___________Bláfjöll ' I sumar verður reist stólalyfta í Bláfjöllum sem upp komin mun kosta um 100 milljónir króna. Á árunum 1978—1983 er áætlað að framkvæma fyrir 235 milljónir króna í Bláfjöllum, þá hefur ekki verið fráreiknað framlag ríkisins. Fatlaðir hafa veiðiaðstöðu Árið 1976 var komið upp veiðiaðstöðu fyrir fatlaða við Helluvatn á Elliðavatnasvæðinu. I sumar er að vænta líffræðirann- sóknaniðurstöðum úr Elliðavatni. Áætlað er að vinna áfram að veiði- og fiskiræktarmálum og hefur sérstakt ráð þau mál til umfjöllun- ar. Haft er að markmiði, að Reykvíkingar eigi kost á að stunda sportveiði í nágrenni höfuðborgar- innar. Siglingar Þá er áætlað að vinna við smábátahöfn í Elliðavogi og við- gerð á bryggju í Nauthólsvík. __________Ý mislegt___________ í sumar verður unnið fyrir 27 milljónir í Heiðmörk, en á timabil- inu 1978—1983 er áætlað að vinna fyrir 189 milljónir samtals. Nýj- ung undir þessum lið er golfvöllur í Laugarnesi, mini-golf á Mikla- túni og skógræktarferðir 10, 11 og 12 ára barna í Hólmsheiði. Að meðaltali er áætlað að verja 422 milljónum árlega árin 1979—1983 til þessa málaflokks. Framkvæmdaáætlanir Borgarstjóri Birgir ísleifur Gunnarsson ræddi þetta mál nokkuð á fundi borgarstjórnar 18. maí. Hann sagði framkvæmda- áætlanir sem þessar vera verðmæt stjórntæki. Slíkar áætlanir þurfi þó alltaf að endurskoða enda hafi svo verið ráð fyrir gert í upphafi og það tekið sérstaklega fram, að svo skyldi gert eftir árið 1977. Framkvæmdaáætlunin 1974—1977 hefur staðizt í öllum meginatrið- um sagði borgarstjóri nema um gerð göngustíga milli hverfa, en í öðrum atriðum hefur verið unnið umfram áætlun. Framkvæmdir vegna umhverfis og útivistar hafa sem aðrar framkvæmdir borgar- sjóðs goldið að nokkru þess, að auknum kostnaðarhækkunum hef- ur þurft að mæta með niðurskurði framkvæmda og þjónustu. Á bls. 4 í framkvæmdaáætlun 1978—1983 er að finna kort, sem sýnir framkvæmdaáætlunina 1974—1977 hvað snertir ræktun og frágang opinna svæða í borgar- landinu innan ramma aðalskipu- lagsins sem og gangstéttir og stíga. Á sama korti eru raunveru- legar framkvæmdir einnig sýndar. Borgarstjóri sagðist telja, að þetta kort væri hin merkasta heimild um fylgni framkvæmda við fram- kvæmdaáætlunina og af því mætti draga þá ályktun, að í stórum Birgir ísleifur Gunnarsson borgarstjóri dráttum hafi forgangsröð verið fylgt eins og áætlun hafi sagt um, að slepptum göngu- og hjólreiða- stíg frá Ægissíðu um Fossvogsdal og Elliðaársvæði. Að öðru leyti lýsti framkvæmdaáætlunin 1978—1983 hvernig nálgast skuli það markmið, sem sett sé fram í inngangi áætluninnar að ljúka skuli í stórum dráttum þeim verkefnum, sem talin eru upp í áætlun um umhverfi og útivist á þessu árabili. Birgir Isleifur sagð- ist þó vilja taka fram, að nokkrum hluta aðalstígakerfis borgarinnar væri skotið á frest fram yfir 1983, en áherzla lögð á það að ljúka heilstæðum áfanga þessa kerfis um Fossvogsdal, Öskjuhlið, strandlengjuna meðfram Fossvogi og Skerjafirði, um Njarðargötu, Skólavörðuholt, framhjá Mikla- túni, Sjómannaskólasvæðið og inn með Suðurlandsbraut. Þess utan tenging frá hitaveitugeymum í Öskjuhlíð eftir Öskjuhlíðinni og Bústaðahálsinum inn að Reykja- Framhald á bls. 30. Vinnuskóli Reykjavíkurborgar varð umræðuefni á fundi borgar- stjórnar 18. maí. Björgvin Guð- mundsson (A) flutti þar tillögu um kauphækkun til unglinga í vinnuskólanum þannig að 14 ára unglingar fái greidd 80% af Dagsbrúnarkaupi og 15 ára ungl- ingar 90%. Sagði Björgvin, að Kópavogsbær greiddi sínum ungl- ingum betur og Reykjavíkurborg gæti verið rausnarlegri í þessum efnum. Kristján Benediktsson (F) sagði tillögu Björgvins Guðmunds- sonar vera snöggsoðna kosninga- tillögu. Það skipti engu máli þó annað sveitarfélag hafi annan hátt á en Reykjavík. Hins vegar vildi hann geta þess, að miklu máli skipti fyrir borgina að geta útvegað góða stjórnendur fyrir unglingana í Vinnuskólanum og launa þeim vel þeirra ábyrgðar- mikla starf. Kristján sagði það ekki vera um mikla upphæð að Á fundi borgarstjórnar 18. maí urðu nokkrar umræður vegna tillagna um vistunarráð aldraðra. Albert Guðmundsson (S) hóf málið og ságði, að algerlega hefði verið gengið framhjá byggingar- nefnd aldraðra varðandi þessar tillögur um vistunarráð. Hann gæti ekki séð hvaða hlutverki hún eða hann sem formaður hennar hefðu að gegna ef nefndin væri sniðgengin. Það hefði aldrei verið ætlunin að dvalarstofnanir aldr- aðra væru reknar af Borgarspítal- anum. Það þyrfti að leysa vanda fólks sem þyrfti á dvöl að halda og þá einnig og ekki síður aldraðs fólks, sem lægi veikt í heimahús- um. Kvað Albert þessa málsmeð- ferð um vistunarráð aldraðra og heilbrigðisgeira borgarinnar furðulega. Markús Örn Antonsson (S). sagði, að mikið hefði verið rætt um skipulag mála fyrir aldraða í borginni. Haft hefði verið í huga, að byggingarnefnd aldraðra sæi um framkvæmdahlið málsins. Hugmyndir um ráðstöfun plássa á dvalar- og sjúkrastofnunum aldr- aðra séu, að vistunarráð taki ákvörðun um það. Markús Örn sagði nauðsynlegt að hafa sam- starf með félagsmálaráði og heil- brigðismálaráði en það yrði gegn- um öldrunarlækni, sem ráðinn verður. Mun þá hægt að safna ýmsum gagnlegum upplýsingum varðandi málið. Markús Örn sagði, að ef formaður framkvæmda- nefndar bygginga fyrir aldraða óskaði eftir frestun væri hægt að fresta málinu og þyrfti engin hótun um afsögn að koma til. Páll Gíslason (S) ræddi nokkuð ítar- lega um málefni aldraðra og sagði, að á síðustu árum hefði staðið yfir mikiö framkvæmdaátak í bygg- ingu dvalar- og sjúkrastofnana ræða hér hjá unglingunum, að slíkt gæti varla skipt sköpum fyrir fjölskyldur unglinganna. Vinnu- skólinn væri jú skóli. Davíð Oddsson (S) sagði kaupið nú vera ákveðið fyrir 14 ára kr. 305 og fyrir 15 ára kr. 345, sem væri um 60% af Dagsbrúnarkaupi. Ákveðið hefði verið að leggja meiri rækt við aukna fræðslu í Vinnu- skólanum. Þetta umrædda kaup væri þó ekki hið eina, sem greitt væri heldur fengju unglingarnir greiddan kaupauka þar sem sér- staklega væri vel unnið og væri það í raun fjöldamargir ungiingar sem fengju slíkt. Upphæðin endan- lega væri því meira en 60%. Davíð taldi meginatriðið vera, að geta sinnt óskum unglinga um atvinnu. Nú Björgvin Guðmundsson gerði ekki ráð fyrir aukinni fjárveitingu til Vinnuskólans og það hlyti því að liggja í orðunum, að borgarfull- trúi Alþýðuflokksins ætlist til fyrir aldraða. A skömmum tíma hefði verið lokið við og hafist handa um byggingu og undirbún- ing byggingar stofnana fyrir aldraða, þar sem yrðu á sjöunda hundrað dvalar- og sjúkrapláss. Nú væri unnið að koma sem beztu skipulagsformi á nýtingu þessara stofnana. Páll sagði, að annar höfuðtilgangur samræmdrar öldr- unarþjónustu væri að gera öllum þeim, sem mögulega gætu kost á að dveija í heimahúsum, enda hlyti að vera ljóst, að ákvörðun um ævilanga vistun einstaklings á stofnun þurfi að vera yfirveguð og fullreynt, að önnur úrræði væru ekki fyrir hendi. Albert Guðmundsson sagði það aldrei hafa verið ætlunina, að heilbrigðisgeirinn skipti sér að stofnunum fyrir aldraða. Hann sagðist hafa litið svo á, að hann hefði verið að vinna að uppbygg- ingu stofnana fyrir aldraða en ekki sjúkrahús. Ef þeir sem á dvalarstofnunum væru þyrftu sjúkrahúsvist fengju þeir hana eins og aðrir, en dvalarstofnanirn- ar væru ekki sjúkrahús. Kristján Benediktsson (F) sagðist undrandi á málsmeðferð og hann skildi vel sjónarmið Alberts Guðmundssonar, því hann hefði unnið vel sem formaður byggingarnefndar aldraðra. Markús Örn Antonsson sagði, að það væri ábyrgðarlaust ef ekki myndi í framtíðinni verða náið samstarf við heilbrigðismálageir- ann þegar um málefni aldraðra væri rætt. Albert Guðmundsson sagðist vilja undirstrika, að sam- starfið ætti ekki að vera háð því, hvort einstaklingurinn væri vist- aður á stofnunum borgarinnar eða í heimahúsum. Síðan var sam- þykkt að fresta málinu. takmörkuðum nemendafjölda í Vinnuskólanum. Davíð sagði það engin rök þó Kópavogur greiddi hærra kaup, ekki væri allt eftir- breytnivert hjá því sveitarfélagi t.d. gatnakerfið. Hann sagði þetta yfirborðstillögu. Magnús L. Sveinsson (S) formaður atvinnumálanefndar Re.vkjavíkurborgar kvaðst vilja benda á samþykkt, sem atvinnu- málanefndin hefði gert á fundi sínum 12. maí sl. Þar hefði eftirfarandi bókun verið samþykkt: „Atvinnumálanefnd Reykjavíkurborgar vekur athygli borgarráðs á því, að enn sem fyrr muni þurfa að grípa til sérstakra ráðstafana til þess að tryggja skólafólki atvinnu í sumar. Endan- legar tölur um fjölda þess fólks, sem í hlut á, liggja ekki fyrir, þar sem skólurn lýkur ekki fyrr en um og eftir 20. maí. Kostnaður við Framhald á bls. 30. Atvinnumál skólafólks: Legg áherzlu á að í sumar verði skóla- fólki tryggð atvinna — segir Magnús L. Sveinsson borgarfulltrúi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.