Morgunblaðið - 20.05.1978, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1978
5
Ellert B. Schram formaður fulltrúaráðs
sjálfstœðisfélaganna í Reykjavík:
Vinnum öll að
kjöri
borgarstjóra
Annan sunnvdag ganga reykvískir kjósendur til
tvísýnna kosninga. Nú, eins og ávallt áður, er um það
kosið, hvort Sjálfstæðiflokkurinn haldi meirihluta
sínum í borgarmálum.
Andstœðingar okkar hafa reynt að drepa kosning-
unum á dreif, ýmist gefið i skyn að meirihlutinn sé
öruggur, blandað landamálapólitík saman við
borgarmál, ellegar haldið að sér höndum í þeirri von,
að dauf kosningabarátta dragi úr stuðningi kjósenda
Sjál/stœðisflokksins i Reykjavík.
Ég tel ríka ástœðu til að vara við þessum
málflutningi. Reykvíkingar hafa ávallt haft skilning
á því hversu mikilvœgt það er að samhentur meirihlut
fari með stjórn borgarmála.
Reykvíkingar vilja ekki kalla yfir sig glundroða
vinstri meirihluta undir forystu Alþýðubandalagsins.
Birgir ísi Gunnarsson hefur gegnt embætti
borgarstjóra undan farin fimm ár. Hann nýtur
trausts og virðingar, er vammlaus maður meö mikla
þekkingu og reynslu í málefnum Reykjavikur.
Foi-ysta hans hefur reynst slík, að andstæðingar
hans hafa alls ekki treyst sér til að halda uppi
gagnrýni á Birgi ísleif hvað þá að biðla til kjósenda
um að fella hann sem borgarstjóra.
Hœttan liggur því ekki t andstöðunni heldur í
andvaraleysinu. Það slys má ekki henda, að
andvaraleysið verði orsök þess að meirihluti
sjálfstœðismanna falli og Birgir ísleifur hætti sem
borgarstjóri.
Reykvískir sjálfstœðismenn skipuleggja lokaátökin
þessa dagana. Ég skora á alla hvort heldur sem þeir
eru flokksbundnir sjálfstœðismenn eða almennir
stuðningsmenn að veita okkur lið með virkri þátttöku.
Með því að gefa sig fram við kosningasknfstofur
Sjálfstæðisflokksins og bjóða fram aðstoð sína.
Margar hendur vinna létt verk. Það er létt verk að
vinna að kjöri borgarstjóra, ef reykvískir sjálfstœðis-
menn sameinast i starfi þessa síðustu daga fyrir
kosningar og á kjördaginn sjálfan, minnugir þess, að
því aðeins verður Birgir Isleifur Gunnarsson áfram
borgarstjóri að sjálfstæðisménn haldi meirihluta
sínum.
Verk banda-
rískrar lista-
konu sýnd
SÝNING á verkum bandarísku
listakonunnar Mary Bruce
Sharon verður opnuð í
Mcnninjíarstofnun Bandaríkj-
anna við Neshaga í dag.
Mary Sharon sem lézt árið 1961
byrjaði að mála þegar hún var
komin yfir sjötugt og eru flestar
mynda hennar tengdar á einhvern
hátt lífi hennar í æsku. Sýningin
hefur þegar verið sett upp í
mörgum Evrópulöndum.
Sýningin er opin daglega kl.
13—19, en um helgar 13—18 og
henni lýkur 9. júní n.k.
Almenn menntun
þroskaheftra
DR. EILEEN Corcoran flytur
erindi og sýnir kvikmyndir um
almenna menntun þroskaheftra í
stofu 301 í Kennaraháskólanum
við Stakkahlíð f dag klukkan
14.00, segir í frétt frá Kennara-
háskóla Islands.
Dr. Corcoran er prófessor við
ríkisháskólann í New York ríki og
er þekkt í Bandaríkjunum vegna
rita sinna um málefni þroskaheftra
og kennslubækur fyrir seinfæra
nemendur.
Fyrirlesturinn hefst eins og áður
sagði klukkan 14.00 og er öllum
heimill að gangur.
Firmakeppni
Fáks í dag
HIN ÁRLEGA firmakeppni
Ilestamannafélagsins Fáks
verður haldin laugardaginn 20.
maí og hefst kl. 3 á félagssva'ðinu
á Víðivöllum.
I kringum 170 fyrirtæki eru
skráð til keppninnar og verður þar
hægt að sjá margan fallegan
gæðinginn. Hestaeigendur eru
beðnir um að fjölmenna með hesta
sína kl. 2.
Aðgangur að keppninni er
ókeypis.
Kennsla í skóg-
rækt hjá Skóg-
ræktarfélagi
Hafnarfjarðar
Skógræktarfélag Hafnar-
fjarðar er um þessar mundir
að hefja vorverkin í græðireit
félagsins við Ilvaleyrarvatn.
Verður dagana 22.-26. maí
unnið kl. 17—19 og er ætlunin
að gefa fólki kost á að leggja
fram vinnu í græðireitnum og
jafnframt að fá leiðbeiningar
um sáningu á trjáfræi og
uppeldi trjáplantna.
Í frétt frá Skógræktarfélag-
inu segir að með því að ala
sjálfur upp sínar eigin plöntur
vinnist tvennt, fé sparist og
aukin ánægja fáist við garð-
vinnuna.
AUSTURLAND
Kynning á
sólarlandaferðum
Mallorca
Portúgal
Jónas Guðvarðar-
son, aðalfararstjóri
verður til viðtals um
val sólarlandaferða
mánudaginn 22. maí
Hótelinu Reyöarfirði kl.
14-16.
Skrúður Fáskrúðsfirði kl.
17-19.
Þriðjudaginn 23. maí
Flugvellinum Egilsstöðum
kl. 10-12.
Hótelinu Eskifirði kl.
14-16.
Flugleiðir Norðfirði kl.
17-19.
miðvikudaginn
24. maí
Flugleiðir Seyðisfirði kl.
10-12.
FEfíDASKR/FSTOFAN ■* J—^
urval^BF
jafelagshusinu smni 26900
Eimskipafelagshusinu