Morgunblaðið - 20.05.1978, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.05.1978, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1978 11 „Fjórar ár stíðir'' (Bræður sýna) Frá nyrstu ströndum Hörður og Snorri Karlssynir halda sýningu á verkum sínum í annarri álmu Vestursalarins að Kjarvalsstöðum. í hinum endanum er sýning Sigurðar Örlygssonar, og verður hún ekki til umræðu hér. Hörður Karls- son er Reykvíkingur, er fór ungur að árum til Vesturheims og hefur haft þar nokkurn frama. Ujinjö alþjóðasamkeppni um frímerki, svw að-aðeins sé minnst á eitt atriði í frama hans. Hann hefur haldið sýn- ingu á verkum sínum bæði hér heima og í Bandaríkjunum og á Spáni. Hörður sýnir að sinni aðeins olíumyndir, en hann hefur unnið bæði í olíu og Acril, svo að hér er líklegast meira um frummyndir að ræða en á fyrri sýningu, er hann hélt hér fyrir nokkrum árum. Hvað um það, þá hafa þessar krítarmyndir sérstakan tón og koma vel til skila því er listamaðurinn vill segja. Það eru rúmlega fimmtíu krítarmyndir á þessari sýningu, og eru þær í heild mjög snotur verk. Það, sem einna mest einkennir þessar myndir, eru hreyfingar forms og litar. Það er eins og hafaldan hafi átt sinn þátt í myndsjón Harðar, en ekki veit ég hvort hann sjálfur gengur inn á þá speki. Segja mætti mér, að hann vildi heldur, að sagt væri, að hér væri um hreina abstrakta túlkun að ræða. Þessi verk bera ekki nöfn til að brengla ekki tilgangi þeirra, segir hann sjálfur í sýningarskrá. Þetta er ágætt, og ég er Herði sammála að nokkru, en samt fæ ég ekki betur séð en að móðir náttúra eigi sitt innskot í þessum krítarmynd- um, hvað sem hver segir. Það er heldur ekkert eðlilegra, þar sem allt sem skapað er og lifir í tilveru okkar, er meira og minna tengt sínu umhverfi. Ef svo væri ekki, mundu hlutirnir verða afvelta í sjálfu andrúmslofti umhverfisins. Því er til dæmis harðsvíruð geómetrísk list part- ur af náttúrunni sjálfri í mínum augum. Þau verk, er Hörður sýnir að sinni, eru nokkuð einhæf í myndbyggingu en hafa aftur á móti mikla og mismunandi litagleði. Sveiflur og smáform eru einkennandi fyrir allar þessar myndir, en andrúmsloft þeirra breytilegt. Það er enginn viðvaningur, sem hér er á ferð, og hann hefur auðsjáanlega þroskast í nánu samfélagi við þá amerísku myndgerð, sem einna hæst bar milli 1960-70 og hefur verið kölluð Expressionistísk --abstraktion. Þetta tímabil var mjðg'~'ríkt og .þróttmikið í listasögu Bandaríkjanna, og ef til vill olli þessi stefna því, að Mvndllst eftir VALTY PÉTURSSON New York stal glæpnum frá sjálfri París? Við hér heima höfum fengið ýmislegt frá þessu tímabili, og þarflaust að skammast sín fyrir það. Sem stendur eru aftur aðrir straum- ar, sem herja á unga fólkið. Ágætt, vonandi verður þetta svona á komandi árum og veitir þannig næringu inní list okkar hér milli álfa. Um Snorra Karlsson sem listamann veit ég bókstaflega ekkert. Hann hefur snúið sér að tréskurði og gerir abstraktar súlur og hugdettur úr nosturs- lega unnum viði. Það fer ekki milli mála, að hann hefur horft á verk Sverris Haraldssonar á þessu sviði og er nokkuð nálægt honum. Það eru á þessari sýningu átta verk eftir Snorra, hafi ég tekið rétt eftir. Af þeim var það sérstaklega eitt, er mér fannst fastast og skemmtilegast í formi. „Tröllaslagur" nefnir Snorri þetta verk. Þeir bræður eru mjög ólíkir í list sinni, en mér fannst verk þeirra fara vel saman. Þetta er hressileg og skemmtileg sýning, sem ég hafði ánægju af að skoða. Það er mikil hljómlist í þessari sýningu, og hún kemur manni í gott skap. Valtýr Pétursson STRANDAPÓSTURINN. Ársrit X. 123 bls. Útg.: Átthagafélag stranda- manna 197fi VÍÐSVEGAR um land eru gefin út rit sem átthagafélög standa að. Eru þau jafnan helguð héraði þess félags sem gefur þau út og flytja blandað efni, mestmegnis þjóðleg- an fróðleik en einnig annars konar fræði að ógleymdum skáldskap. Rit þessi láta lítið yfir sér. Utgefendur eru fæstir hávaða- eða auglýsingamenn en þeim mun áhugasamari í sinn hóp. Þess vegna er tilviljunum háð hvernær — eða hvort þessi rit ber yfirhöfuð nokkru sinni fyrir augu gagnrýn- enda. Strandapósturinn er eitt þess- ara rita, gefinn út af atthagafélagi strandamanna. Nokkuð er nú umliðið síðan síðasta heftið kom 'út en örskammt síðan það barst mér í hendur og satt að segja var ekki meir en svo að ég vissi að það væri til fyrr en nýverið. Rit- nefndarmenn eru tilgreindir fimm, þeirra á meðal Ingólfur Jónsson frá Prestsbakka sem ötullega hefur safnað þjóðlegum fróðleik í átthögum sínum og víðar. Hann leggur þó ekki til þess konar efni í umræddan árgang en á þar hins vegar tvö kvæði. I ritinu kennir margra grasa og verður það ekki allt talið upp hér" heldur stiklað á stóru. Strandir geta öðrum héruðum fremur kallast minningaland. Þar var fyrrum byggð við hvern fjörð að kalla. Á síðustu áratugum hefur stór hluti sýslunnar farið í eyði. En margir íbúar hinna eyddu byggða eru enn á lífi og til frásagnar um horfna búsetu og lifnaðarhætti. Er því síst að furða þó höfundar þessa rits líti um öxl — yfir farinn veg! Hákarlaveiðar þóttu fyrrum karlmannlegur atvinnuvegur. Og strandamenn voru frægir hákarla- menn. Hákarlaveiðar eiga . því verulegt rúm í þessari bók. Þór Magnússon þjóðminjavörður skrif- ar þáttinn Hákarlaveiðitæki af Ströndum. »Stærsti safngripurinn í Byggðasafni Húnvetninga og Strandamanna á Reykjum er Hákarlaskipið Ófeigur frá Ófeigs- firði,« segir Þór Magnússon. »Hann á vafalítið mikinn þátt í því að gera safnið á Reykjum svo eftirtektarvert sem raun ber vitni H Stranbapóeturtnn Irt Qrg um, og eru þó í safninu á Reykjum óvenju margir góðir safngripir og safnið í heild sinni eitt bezta byggðasafn hérlendis.« Síðan upplýsir þjóðminjavörður að Ófeigur sé í rauninni eign Þjóðminjasafnsins, hafi verið fenginn til safnsins 1939 vegna sérstaks sjóminjasafns sem þá var fyrirhugað að koma á laggirnar. Hafi síðan verið gert við skipið en eigi að síður sé það nú »talsvert frábrugðið því er það var í notkun.« Jóhannes Jónsson lýsir í þættin- um Að kasta og þurrka hákarl Bókmenntir eftir ERLEND JÓNSSON hvernig farið var að því að breyta þessum kraftalega aflafeng í karlmannlegan kjörrétt (því það þótti hákarlinn svo eannarlega vera samanber orð Jóns sterka í Skugga-Sveini). Hákarlinn er líka þjóðsagnaskepna. Og skrítnar sög- ur hafa verið sagðar af hákarls- verkun — t.d. að hákarl hafi orðið svo bestur og bragðmestur að hann væri kæstur í fjóshaug — vafalaust sagðar til að ganga fram af þeim sem þekkja ekki annað en lyktina af þessum »þorramat«. Af þætti Jóhannesar má ráða að hákarlsverkun er ekki aðeins vandasöm heldur krefst hún síns hreinlætis. En Jóhannes Jónsson ritar þarna um fleira því hann á einnig þátt um fráfærur. Er sá þáttur einneginn greinagóður og gagnorð- ur. Jón Kristjánsson á þætti í ritinu, einn um forystufé, annan um sögu ungmennafélags í Bæjar- hreppi. Hinn þriðja nefnir hann Frá hernámsárunum í Hrúta- firði. Nú kann að vera gleymt að í Hrútafirði voru á stríðsárunum einhverjar mestu herstöðvar hér- lendis utan Reykjavíkur. Telur Jón aö bretar hafi álitið Hvalfjörð og Hrútafjörð »best fallna til innrás- ar frá sjó, vegna hagstæðra náttúruskilyrða, þ.e.a.s. ef þjóð- verjar reyndu á annað borð að setja hér lið á land.« Hernáms- þáttur Jóns er léttur og skemmti- legur. En ég hefði kosið að Jón segði söguna nokkru gerr, svo margt sem hvarvetna breyttist hér við tilkomu hersins. Þá eru í Strandapóstin- um nokkrir stuttir þættir eftir Símon Jóh. Agústsson. Símon Jóh. var einn fárra sem halda sinni vökulu fróðleiksþrá til efri ára þrátt fyrir langskólanám og lær- dómsiðkanir. Nú er hann fallinn í valinn og verðugt að ritstjórar Strandapóstsins skuli helga hon- um þessa bók óðrum mönnum fremur. Onefndir eru svo í ritinu ýmsir þættir og kveðskapur og er það efnið að engu leyti ómerkara en það sem nefnt hefur verið. Hlutverk rits af þessu tagi er ótvírætt. Og efni til þess þarf aldrei að þrjóta; gamalt tæmist eða gleymist, nýtt verður til. En brýnna er strandamönnum en öðrum að skrá fræði sín meðan tími er til þar sem menn eru enn til frásagnar um eyðibyggðir sýslunnar — en hljóta senn að týna tölunni því léngra sem líður frá eyðing þeirra. Hverjir verða til frásagnar um mannlíf á Ströndum þegar þeir eru farnir? Notalegt er að lesa rit eins og Strandapóstinn; hann ber með sér höfgan ilm liðinna daga og skyldi hann lengi lifa. Erlendur Jónsson EFÞAÐERFRETT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐENU TILKYNNING TIL ÍBUA í BREIÐHOLTI Stofnsett hefur veriö heílsugæslustöö í Breiöholti. Þjónustusvæöi stöövarinnar (heilsugæslusvæöi) nær til Fella- og Hólahverfa, þ.e. Breiöholts III. Heilsugæslustööin er til húsa að Asparfelli 12, 2. hæö. Fyrst um sinn veröur aöeins unnt aö veita hluta af íbúum hverfisins almenna læknisþjónustu og heilsuvernd á vegum stöövarinnar, en þar munu í byrjun starfa tveir læknar. Þeir íbúar í Breiðhoiti III, sem óska aö sækja læknisþjónustu til stöövarinnar, þurfa aö koma þangað til skráningar og hafa meðferöis persónuskilríki. Fyrstu þrjá dagana veröa eingöngu skráöir þeir íbúar hverfisins sem ekki hafa heimilislækni, og njóta þeir því forgangs. Skráning hefst mánudaginn 22. maí og veröur opið kl. 10—12 og 13.30—15 til 31. maí. Læknar stöövarinnar hefja störf 1. júní. Tekiö veröur á móti tímapöntunum í síma 75100. Reykjavík, 17. maí 1978. Heilbrigdismálaráð Reykjavíkurborgar Borgarlæknirinn í Reykjavík Sjúkrasamlag Reykjavíkur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.