Morgunblaðið - 20.05.1978, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 20.05.1978, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. MAI 1978 35 þar verur mikil bót þegar lokið hefur verið lóðagerð og gerð bílastæða. Við teljum að hraða beri þeim framkvæmdum eins og hægt er. Sérstaklega er nauðsyn- legt að ekki dragist að koma upp hreinlætisaðstöðu í undirgangi frá biðskýli strætisvagna í gjánni, því að þar horfir til hreinna vand- ræða. Allnokkur gagnrýni hefur komið fram á leiðakerfi Strætisvagna Kópavogs. Teljum við S-listamenn að þar þurfi að koma til endur- skoðun í samvinnu við bæjarbúa sjálfa. Slíkri endurskoðun þyrfti ekki að fylgja verulegur kostnaðarauki, heldur er hér ekki síður um skipulagsatriði að ræða. Vinnuskóli Kópavogs Skipulagning á Vinnuskóla Kópavogs hefur tekist alveg sér- staklega vel. Þar er aðalatriðið, að unglingunum er greitt hærra kaup en annars staðar gerist og þeim um leið trúað fyrir stærri og erfiðari verkefnum. I því sam- bandi væri t.d. kjörið verkefni fyrir skólann að ganga frá opnum svæðum bæjarins og vinna að gerð göngustíga. — Annars hafa ungl- ingarnir sýnt það og sannað, að þeir eru traustsins fullkomlega verðir og hafa unnið vel fyrir því kaupi, sem þeim hefur verið greitt fyrir þessa vinnu. Dagvistarmál Segja má, að Kópavogsbær sé þokkalega á vegi staddur í dagvist- armálum. 1 dag er alveg fullnægt þörf hinna svokölluðu forréttinda- hópa. Það er okkar stefna á S-listanum að unnið skuli að því í náinni framtíð, að allir foreldrar, sem koma vilja börnum sinum í vistun, geti það. Hér er ekki spurning um hvort verkið verði unnið heldur hvenær. Skólamál Ástandið í skólamálum bæjarins hefur stórum batnað hin síðari ár, og nú má segja, að aðeins herzlu- muninn vanti á að vel sé fyrir grunnskólanum séð. Þegar bygg- ingu Snælandsskóla verður lokið má segja að ástandið sé orðið gott, en hún er komin nokkuð á veg. Mun verra ástand er á fram- haldsskólastiginu; þar er aðeins um eitt að ræða, að skipuleggja kerfið alveg frá rótum, slíkt er ófremdarástandið þar. Að síðustu vil ég taka fram, að ég er mjög bjartsýnn á framtíð Kópavogs. Við höfum frábæra embættismenn hjá bænum, en það er síðan hlutverk þeirra sem kjörnir verða í bæjarstjórn að sjá um að þessir ágætu menn nýtist sem bezt. Hér í Kópavogi eru nú sex listar, sem bjóða fram. Við frambjóðend- ur S-listans munum allir af fremsta megni haga okkar störf- um í bæjarstjórn þannig, að heill bæjarfélagsins sitji í fyrirrúmi, en ekki hagsmunir einstakra flokka eða sérhagsmunahópa. Þess vegna er val kjósenda nú auðvelt. Með því að kjósa S-listann, vinna þeir að heill bæjarfélagsins um ókomna framtíð. Rætt við Guðna Stefánsson járn- smíðameistara, sem skipar 1. sæti á framboðsiista Sjáif- stæðisfó/ks í Kópa- vogi, S-iista að æfa þessar íþróttir í. Lítið íþróttahús er að vísu við Kópa- vogsskóla, sem nýtist fyrir yngsta fólkið. Það sjá allir sem vilja, að fyrir þessi félög með allar sínar deildir er þetta alls ófullnægjandi. Þess vegna lítur allt það fólk sem að íþróttum starfar, vonaraugum til byggingar nýja íþróttahússins við Digranesskóla. Byggingu þess verður að ljúka svo fljótt sem auðið er. Næsta stórverkefni, á þessu sviði er að okkar mati bygging nýrrar sundlaugar, 50 m keppnis- laugar, en í dag höfum við aðeins eina litla útilaug, sem fullnægir engan veginn þeim þörfum sem fyrir hendi eru. Þessi framkvæmd má alls ekki dragast úr hömlu. Að lokum vil ég segja að við á S-iistanum munum ekki láta okkur eftir liggja til að efla og styrkja íþrótta- og félagsstarfsemi í Kópavogi og við munum beita áhrifum okkar til að bæta hvers konar aðstöðu fyrir slíka starf- semi. Málefni aldraðra í málefnum gamla fólksins hér í Kópavogi hfur verið unnið mjög eftirtektarvert starf, það er þó fyrst og fremst á sviði afþreying- ar. Því þarf mjög fljótlega að huga að byggingu hjúkrunar- og dvalar- heimilis fyrir aldrað fólk. I Kópavogi eru nú búsettir um 500 einstaklingar á aldrinum 67 ára og eldri, og aðeins lítill hluti þeirra þarfnast vistunar á dvalarheimili. Við þurfum því ekki í upphafi að ráðast í neinar stórframkvæmdir á því sviði, en vitað er að þörfin mun aukast ört á komandi árum. því verðum við að búa þannig um hnútana, að við getum sinnt eftirspurninni jafnt og þétt, með stækkun dvalarheimila. Að lokum ber þess að geta að nú er verið að taka í notkun allnokkrar íbúðir fyrir aldraða og öryrkja, sem byggðar hafa verið í samvinnu við Öry rkj abandalagið. Miðbærinn í dag virkar miðbærinn á mig eins og ljótur „steinkumbaldi", en Atvinnufyrirtækin við Smiðjuveg. I i í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.