Morgunblaðið - 20.05.1978, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 20.05.1978, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1978 37 „Ekkert verður gefið frjálst nema að vandlega athuguðu máli” Núverandi verðlagsnefnd á fundi. Talið frá vinstri. Ásmundur Stefánsson. fulltrúi ASÍ, Snorri Jónsson (ASI) Einar Ólafsson (BSRB), Jón Sigurðsson (ASÍ), Kristján Andrésson. ritari nefndarinnar, Björgvin Guðmundsson, formaður, Georg ólafsson verðlagsstjóri, Einar Árnason (VSÍ), Stefán Jónsson (SÍS). Þorvarður Elíasson (Verzlunarráð) og Haukur Björnsson (VSÍ). SKÖMMU fyrir þing- lausnir samþykkti Al- þingi nýja löggjöf um verðlag, samkeppnis- hömlur og óréttmæta viðskiptahætti. Munu hin nýju lög væntan- lega taka gildi seintí haust. Þar sem hin nýja löggjöf hefur að ýmsu leyti róttækar breytingar í för með sér í verðlagsmálum á íslandi sneri Morgun- blaðið sér til Georgs Ólafssonar verðlags- stjóra og spurði hann um nýju lögin og helstu nýmæli, sem þau hafa að geyma, en Georg vann m.a. að undir- búningi lagafrum- varpsins. — Hver er aðdragandinn að hinni nýju verðlags- og sam- keppnislöggjöf, sem nú hefur verið samþykkt? „Það var fljótlega upp úr 1960 þegar innflutningur til landsins var gefinn frjálsari að möKulrtkar á sair.keppni milll fyrirtækja fór áð ekapast. Þá komu fram hug- myndir um að hverfa að einhverju leyti frá því opinbera verðmynd- unarkerfi, sem við höfum búið við frá því fyrir stríð. í framhaldi af því var farið að vinna að frum- varpi að nýrri verðlagslöggjöf og frumvarp þess efnis lagt fram á Alþingi árið 1969 en það frumvarp náði ekki fram að ganga. Frá þeim tíma hefur engin tilraun verið gerð til þess að koma slíku frumvarpi gegnum þingið fyrr en nú á þessu vori.“ — Hafa ekki allar nágranna- þjóðir okkar fyrir löngu tekið upp frjálsara verðmyndunarkerfi með svipuðu sniði og verið var að samþykkja hér? „Jú, það gerðist yfirleitt um og eftir 1950, þegar vöruframboð í þeim löndum jókst á ný eftir stríðið." GÆTILEGA FARIÐ í AÐ GEFA VERÐLAGNINGU FRJÁLSA — Við yfirlestur á frumvarpinu má ætla að mjög gætilega eigi að fara í að gefa verðlagningu frjálsa. Er ekki svo? „Jú, það er rétt. Hafa ber í huga, að opinberar verðákvarðanir hafa lengi verið viðhafðar hérlendis og má því gera ráð fyrir, að þær séu orðnar svo rótgrónar, að erfitt verði að varpa þeim fyrir róða í einum vetfangi. Ennfremur kveða lögin á um, að skilyrði fyrir því að frjáls verðmyndun verði leyfð sé að samkeppni í viðkomandi grein sé virk og það tekur að sjálfsögðu tíma að meta samkeppnishætti í fjölmörgum greinum og að þjálfa starfsfólk til þeirra verka.“ — Nú kom það fram hjá andstæðingum frumvarpsins á þingi að þeir töldu að með lögunum væri verið að gefa alla verðlagningu í landinu frjálsa. Er þetta rangt? „Sá málflutningur er á misskiln- ingi byggður. Ekkert verður gefið frjálst nema að vandlega athuguðu máli. Reynist árangur af frjálsri verðmyndun í ákveðinni grein ekki verða eins og að var stefnt eru í lögunum heimildarákvæði til þess að grípa til fyrri verðlagningar- reglna á ný. Vert er að benda á, að sú löggjöf, sem víð höfum búið við, gefur sömu möguleika til frjálsrar verðlagningar og sú, sem nú hefur verið samþykkt." Rætt við Georg Olafsson verðlagsstjóra um nýja verðlags- frumvarpið Georg Ólafsson verðlagsstjóri FYRSTU LÖGIN UM SAMKEPPNI OG SAMKEPPNISHÖMLUR — En hvaða framför er þá í því að fá þessa nýju löggjöf? „Megin breytingin er sú, að nú er í fyrsta skipti hérlendis sett lög um samkeppni og samkeppnis- hömlur. Með þeim lögum er verðlagsyfirvöldum gert kleift að fylgjast með og örva samkeppni í hinum ýmsu greinum en virk samkeppni er forsenda frjálsrar verðmyndunar. Segja má að nýja löggjöfin skapi möguleika á að nýta kosti frjálsrar verðmyndunar í þeim greinum sem það á við, en jafnframt er búið svo um hnútana í lögunum að litla eða enga áhættu þarf að taka.“ VIRK SAMKEPPNI FYRIR HENDI í NOKKRUM GREINUM Nú er vitað, að verðlagning er í reynd frjáls í nokkrum greinum í dag. Er ekki stefnt að því með þessum lögum að taka upp frjálsa verðlagningu í fleiri greinum? „Það er tvímælalaust andi lag- anna að reynt verði að gera frekari tilraunir í þá átt. Það er stefna ríkisstjórnarinnar að finna á hlutlausan hátt og án nokkurra fordóma. hvaða verðlagningar- kerfi hentar Bezt hertendis. Tím- inn og reynslan verða síðan að skera úr um það. En hvernig til tekst um frjálsa verðmyndun mun velta mikið á þjóðhollustu og ^byrgðartilfinningu atvinnurek- enda og virku aðhaldi neytenda. Á það ber að leggja áherzlu." — Því hefur verið haldið fram af ýmsum aðilum að það muni reynast erfiðara að koma á virkri samkeppni hér en hjá nágranna- þjóðunum. Hvert er þitt álit á því? „Um þetta er erfitt að fullyrðw. en gera má þó, ráð fyrir m.a. að fáménni þjóðarinnar og dreifð byggð torveldi að einhverju leyti eðlilega samkeppni. Þess vegna eru ýmsir fyrirvarar í nýju löggjöfinni, sem heimila verðlags- yfirvöldum að grípa inn í verðmyndunina. Eg vil þó benda á að virk samkeppni virðist nú þegar vera fyrir hendi í nokkrum grein- um, sem ég hygg að gefa mætti fljótlega frjálsar. Nokkrar aðrar greinar eru á mörkum þess að samkeppni sé nægilega virk og enn aðrar verður sýnilega ekki hægt að gefa frjálsar eins og málum er nú háttað. Þessu er einnig svona farið hjá stærri og fjölmennari þjóðum þótt í mismunandi mæli sé.“ — Hvaða greinar eru það sem má fljótlega gefa frjálsar og hverjar eru á mörkunum? „Eg hef að sjálfsögðu ákveðnar skoðanir á því en þar sem ákvörðunarvaldið verður í höndum væntanlegs Verðlagsráðs en ekki mín tel ég óeðlilegt að ég fari á þessu stigi að tjá mig um það.“ KALFINN UM ÓRÉTTMÆTA VIÐSKIPTAHÆTTI NÝMÆLI — í lögunum er sérstakur kafli um óréttmæta viðskiptahætti. Er þessi kafli ekki nýmæli í íslenzkri verðlagslöggjöf? „Það er rétt, enda heyrir þessi málaflokkur ekki beinlínis undir verðlagsmál, en er þeim þó alls ekki óskyldur." — Hver eru helstu ákvæði í kaflanum um óréttmæta við- skiptahætti? „Og langt mál yrði aö gera þvi öllu skil hér en sem dæmi má nefna að bannað verður að gefa villandi upplýsingar í auglýsing- um, skylt verður að gefa leið- beiningar um eiginleika vissra vörutegunda og þjónustu og bannað verður að lofa kaupbæti eða viðhafa happdrætti til þess að örva sölu vissra vörutegunda." — Fjallar ekki þessi kafli löggjafarinnar að nokkru um neytendavernd? „Jú, löggjöfin nær yfir nokkra mikilvæga þætti neytendamála en þó hvergi nærri alla. Þetta er aðeins byrjun á neytendalöggjöf en gera þarf heildarlöggjöf síðar. Eg tel að með þessum lögum verði neytendavernd nokkuð bætt þótt ég geri mér fyllilega grein fyrir því, að ýmislegt fleira þurfi að koma til.“ — Af hverju er ekki gerð heildarlöggjöf um neytendamál nú? „Þessi mál verða ekki leyst á einum degi og ekki er alls kostar sanngjarnt að benda á fyrir- myndarskipan erlendis í þessum efnum, þar sem unnið hefur verið að þessum málum áratugum saman og í sumum ríkjum starfa mörg hundruð opinberir starfs- menn auk öflugra neytendasam- taka, að vernd neytenda." KOSTIR SAMEININGARINNAR MEIRI — Getur ekki sameining svona stórra málaflokka undir einn hatt valdið erfiðleikum í framkvæmd? „Vissulega má búast við því. Stjórnvöld eru sér þess meðvitandi en telja hins vegar kosti sameiningarinnar veigameiri. Þau telja að ef málaflokkunum væri dreift myndi það leiða til ófarnað- ar og offjölgunar stofnana. Vegna smæðar samfélagsins verði að nýta stofnanir sem fyrir hendi eru sem bezt t.d. með því að fela sömu stofnun meðferð þeirra mála- flokka, sem víðast hvar erlendis eru aðgreindir." — Kalla þessar breytingar ekki á allt önnur og flóknari vinnu- brögð hjá verðlagsskrifstofunni og fleiri starfsmenn? „Það liggur alveg ljóst fyrir að aukin og margþættari verkefni verða lögð á verðlagsskrifstofuna með tilkomu þessara laga. Nú þarf skrifstofan auk þess að fylgjast með vöruverði, að fylgjast með samkeppnisháttum, óréttmætum viðskiptaháttum og neytenda- vernd að hluta. Eg álít að leggja beri alla áherzlu á, að sú stofnun, sem mun fylgjast með framkvæmd þessara laga verði byggð upp á mjög einfaldan hátt og án of mikils skrifstofubákns, sem virðist því miður vera alltof mikið af í okkar þjóðfélagi. Hjá því verður hins vegar ekki komist að efla verðlagsskrifstofuna frá því sem nú er, ella er hætta á að fram- kvæmd laganna dragist eða fari úr böndum." YFIRSTJÓRNIN VERÐUR í HÖNDUM VERÐLAGSRÁÐS — Samkvæmt núgildandi lögum hefur verðlagsnefnd yfirstjórn verðlagsmála með höndum. Hvernig mun yfirstjórn verðlags- málanna verða háttað þegar nýju lögin hafa tekið gildi? „Samkvæmt nýju lögunum á framkvæmd laganna að vera í höndum verðlagsráðs, sam- keppnisnefndar og verðlags- stofnunar. I verðlagsráði munu eiga sæti níu menn Viðskiptaráð- herra skipar formann verðlags- ráðs án tilnefningar og auk þess sex menn, þrjá eftir tilnefningu samtaka atvinnurekenda og þrjá eftir tilnefningu samtaka laun- þega. Þá skipar Hæstiréttur tvo menn í verðlagsráð. Skulu þeir vera óháðir fyrirtækjum og sam- tökum þeirra, sem lög þessi taka til, og hafa þekkingu á viðskipta- ög m-\ t, ...J..lkiinnáttu i lögfræði eða hagfræði, eins og segir orðrétt í lögunum. I sam- keppnisnefnd eiga sæti formaður verðlagsráðs og þeir tveir verðlagsráðsmenn, sem Hæsti- réttur skipar. Verðlagsstofnun annast svo dagleg störf verðlags- Framhald á bls. 30 ^ <****0K*' •ttio*18 mvi nv'V'S" ’r k' s V"' a "" ' „ „mVfl'V""'; neitSVoW'r ' , „ersV""3''- a''.° Srre'"s'aV"ní é V'V ' rpVH' , „ct« " ' '' , ."StSsss^ CT x

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.