Morgunblaðið - 20.05.1978, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 20.05.1978, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. MAI 19?8 33 krefur, svo eitthvað sé nefnt. Þá er nauðsynlegt að efla framhalds- skólana í Kópavogi, með því m.a. að stuðla að byggingu mennta- skóla og aðstöðu fyrir nýjar verkmenntabrautir. í sambandi við nýjar verkmenntabrautir þarf að auka fjölbreytni í námsvali. Íþrótta- cg æskulýðsmál Geysimikil uppbygging hefur átt sér stað í íþrótta- og æskulýðs- málum hér í Kópavogi og ber þar fyrst að nefna íþróttavöllinn okkar nýja sem er sá fullkomnasti sinnar tegundar hér á landi. í honum eru hitavatnsleiðslur til upphitunar. Það gerir það að verkum að hægt er að.taka hann í notkun mun fyrr á vorin en ella og nýta hann síðan mun lengur fram á haust. Það er hægt að fullyrða að hann hefur reynst með afbrigðum vel frá því að hann var tekinn í notkun. Þá vil ég nefna að hafin er bygging nýs fullkomins íþrótta- húss, þar sem gert er ráð fyrir fullkominni keppnisaðstöðu, fé- lagsaðstöðu og mögulegt er að koma þar fyrir aðstöðu fyrir tómstundastarf unglinga. Þegar þetta nýja hús verður komið í fulla nýtingu verður þar um að ræða geysimikla breytingu til batnaðar fyrir alla íþróttastarfsemi í bæn- um, bæði skólaíþróttir og almenn- ingsíþróttir, en þess ber að geta að íþróttastarf hér í Kópavogi er í miklum blóma nú, hefur aldrei verið meira, og það hefur verið stefna okkar að styðja sem allra mest við bakið á íþróttahreyfing- unni. Þá vil ég nefna að innréttaður hefur verið íþróttasalur að Hamraborg 1 og keypt sérstök þrekþjálfunartæki til notkunar þar. Salurinn hefur leyst mikinn vanda vegna kennslu og fyrir íþróttafélög bæjarins. Gagngerar endurbætur hafa farið fram á sundlaug Kópavogs, m.a. hefur verið komið fyrir heitum pottum og aðstöðu fyrir þrekþjálfun. Síðast en ekki síst vil ég nefna að bærinn hefur keypt eignir Breiða- bliks í Bláfjöllum og stuðlað í því sambandi að auknum skíðaferðum bæjarbúa þangað. Ég vil að síðustu ekki gleyma „stolti“ okkar Kópavogsbúa, Skólahljómsveit Kópavogs, sem hefur skilað mjög góðum árangri af starfi sínu. Sérstök styrkveiting hefur farið fram úr bæjarsjóði. Þá er Tónlist- arskóli Kópavogs einnig mjög viðurkenndur á sínu sviði. Dagvistarmál Dagvistarmál hafa verið mjög snar þáttur v okkar starfi. A síðasta kjörtímabili tvöfölduðum við dagvistarplássin í bænum en samt sem áður verður það stór- verkefni framtíðarinnar. Laugar- daginn 8. apríl s.l. var dagheimilið að Furugrund opnað formlega að viðstöddum gestum. Dagheimilið rúmar 36 börn og er það um helmings aukning á rými á dag- heimilum í Kópavogi. Bygging dagheimilisins tók 9 mánuði og er það mun skemmri byggingartími en á fyrri dagheimilum, sem byggð hafa verið. Við byggingu heimilis- ins var notuð ný aðferð í bygging- ariðnaðinum, svokölluð einingar- hús, og er kostnaður við húsið tæplega 70 milljónir króna. I framtíðinni viljum við leggja áherzlu á frekari byggingu dag- vistarheimila, þó að sérstök áherzla verði lögð á byggingu leikskóla og skóladagheimilis og verði skóladagheimilið í tengslum við dagvistarheimilið. Áfram verði haldið á þeirri braut að tengja saman dagheimili og leikskóla eins og gert er í dagheimilinu við Furugrund. Málefni aldraðra og öryrkja Mjög ötullega hefur verið unnið í máiefnum aldraðra og öryrkja undanfarin ár. í samvinnu við Öryrkjabandalagið hada verið byggðar 40 íbúðir, sem leigðar verða öryrkjum og öldruðum. Flutt verður í íbúðirnar 1. júní n.k.* Þá er í bígerð að koma upp þjónustumiðstöð fyrir aldraða þar sem þeir geta komið og varið tíma sínum við vinnu ýmiss konar og fengið þar máltíðir og síðast en ekki síst haldið félagsskap við samborgarana og held ég að hér sé um að ræða algera nýjung hér á landi. Gerð var tilraun til reksturs hjúkrunarheimilis s.l. sumar og gafst sú tilraun mjög vel. Keypt hefur verið húsnæði við Fannborg milli húss Öryrkjabandalagsins og Heilsugæzlustöðvarinnar og verð- ur þar til húsa félagsmiðstöð aldraðra eins og áður getur, bókasafnið og náttúrugripasafn. Framtíðarverkefnin eru nokkuð margþætt. Þó eru þau helztu, að bæjarfélagið mun halda áfram og auka samstarfið við Öryrkja- bandalagið með byggingu húsnæð- is á miðbæjarsvæðinu og verði öldruðum og öryrkjum gefinn kostur á að eignast þar íbúðir jafnframt því að hjálp verði veitt við sölu eldri íbúða þessa fólks. Þá stefnum við að því að heimilis- hjálpin verði það öflug að öldruð- um og öryrkjum verði gert kleift að búa á eigin végum eins lengi og kostur er. Við stefnum að því að ljúka gerð félagsmiðstöðvar aldr- aðra við Fannborg og halda áfram því gifturíka starfi sem unnið er með öldruðum og stuðla að aukinni vinnumiðlun. Skipulags- og félagsmál Nýtt skipulag hefur verið tekið upp á allri félagsmálastarfsemi hér í Kópavogi. Þetta skipulag hefur verið fyrirmynd margra annarra sveitarfélaga hin seinni ár. Allt frá stofnun Félagsmála- stofnunar Kópavogs hefur verið farið inn á nýjar brautir. Á móti þessu hafa hinir svokölluðu vinstriflokkar stöðugt barist. Nú hefur hins vegar komið áþreifan- lega í ljós að skipulag og starfsemi Félagsmálastofnunar Kópavogs hefur orðið öllum bæjarbúum til mikilla heilla og á það bæði við um tómstundamál og lýðhjálparmál. Vil ég sérstaklega nota tækifærið til að þakka starfsmönnum Fé- lagsmálastofnunarinnar það veigamikla starf sem þeir hafa innt af höndum, oft við erfiðar aðstæður og skilningsleysi þeirra sem halda vildu við gömlu úreltu skipulagi. — Það er því okkar stefna að áfram verði haldið á sömu braut, og stöðugt verði leitað nýjunga er fallið geta saman við þá reynslu sem þegar er fengin. Hvað varðar skipulagsmálin þá ber fyrst að nefna miðbæinn okkar sem hefur verið í byggingu í 6 ár og er þar um algera nýjung í skipulagi að ræða hér á landi. Þar verður blandað saman þéttri íbúabyggð, verzlunum og skrif- stofubyggingum. Það gerir það að verkum að miðbær Kópavogs verður aldrei aldauður bær eins og svo víða tíðkast. Fyrirmynd þessa sækjum við til nágranna okkar á Norðurlöndum og í Skotlandi. Á komandi kjörtímabili stefnum við að því að ljúka byggð miðbæjarins austan Hafnarfjarðarvegar. En í framtíðinni verði síðan byggt yfir Hafnarfjarðarveginn og haldið áfram vestur á bóginn. I sambandi við skipulagsmálin vil ég sérstak- lega taka fram að mjög náið og gott samstarf hefur verið haft við nágrannasveitarfélögin um þau mál. Pólitísku viðhorfin í Kópavogi Sjálfstæðisflokkurinn mun hér eftir sem áður stefna að góðu samstarfi í bæjarstjórn Kópavogs og vil ég sérstaklega taka fram að samstarfið við Framsóknarflokk- inn á líðandi kjörtímabili hefur verið mjög gott og gifturíkt. Nú eru framundan tvennar kosningar hér á landi, bæði sveitarstjórnar- kosningar og síðan alþingiskosn- ingar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur á líðandi kjörtímabili átt aðild að ríkisstjórn og að meirihluta í bæjarstjórnum í flestum kaup- stöðum landsins, ýmist einn eða í samstarfi við aðra. Mikið hefur þokast í rétta átt á þessu tímabili, en margt er ógert. Sjálfstæðis- flokkurinn í Kópavogi gengur til þessara kosninga á grundvelli starfa sinna á kjörtímabilinu. Að síðustu vil ég segja þetta: í kosningum, sem framundan eru til sveitarstjórna og Alþingis verður sótt hart að Sjálfstæðisflokknum. Það veltur því á miklu, að sjálfstæðismenn standi sem fast- ast saman en sundri ekki kröftum sínum. Sigur Sjálfstæðisflokksins tryggir ábyrga stjórn í sveitar- stjórnar- og landsmálum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.