Morgunblaðið - 20.05.1978, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. MAI 1978
7
Réttindi og
skyldur
kjósenda
Minnihluti þjóða og
mannkyns býr við Þjóð-
félag og þegnréttindi,
sem veita hinum al-
menna borgara vald til að
kjósa, í frjálsum og leyni-
legum kosningum,
sveitastjórnir og lög-
gjafarbing. — Þessi
frumréttindi lýðræðis og
Þingræöis eru munaður,
sem meirihluti mannkyns
fer á mis við. Engu að
síður eru til flokkar og
frambjóðendur, sem af-
nema vilja fjölflokkakerfi
og valkosti í kosningum
og stefna að Þjóöfélagi
eins flokks, alræði eins
kenningakerfis. í slíku
fælist skerðing á mann-
réttíndum. Engu að síður
eiga Þessi sjónarmið
sama rétt til kynningar
og til að leita eftir fylgi, ef
leikreglum lýðræðis er
fylgt, og önnur. í lýð-
ræðisÞjóðfélagi hafa
menn rétt til að hafa
skoðanalega rangt fyrir
sér.
Það er hins vegar
borgaraleg og siðferöileg
skylda kjósenda að nýta
Þennan Þegnrétt að
vendilega íhuguðu máli,
samfélaginu og einstakl-
ingum Þess til gagns, og
til verndar mannréttind-
um, Þingræöi og lýðræði.
Réttindi og
skyldur
stjórnmála-
flokka
Stjórnmálaflokkum og
öðrum samtökum fólks,
sem nýta framboðsrétt,
hvort heldur sem er til
sveitarstjórna eða Þings,
ber skylda til aö skil-
greina markmið og leiðir
Þann veg, að hinn al-
menni kjósandi geti gert
upp á milli valkosta og
viti fyrirfram, hvaö hann
kýs yfir sig með atkvæði
sínu. Öll frávik frá Þessari
meginskyldu skeröa í
raun atkvæðisréttinn eða
eðlilega nýtingu hans.
í komandi borgar-
stjórnarkosningum
skipta atvinnumál og
stefnur og leiðir í Þeim
efnum miklu máli.
Borgarstjórnarmeirihlut-
inn hefur gefið út skýrt
afmarkaða atvinnumála-
stefnu, að tillögu borgar-
stjóra, er gefur kjósend-
um glögga mynd af Því,
hvern veg verður haldið á
Þeim málum, fái borgar-
stjórnarmeirihluti sjálf-
stæðismanna áframhald-
andi umboð borgarbúa.
En hver er hinn val-
kosturinn? Hver er stefna
minnihlutaflokkanna,
sem veröa að starfa sam-
an, ef borgarbúar fela
Þeim meirihlutavald?
Minnihluta-
flokkarnir
stefna í þrjár
mismundani
áttir
Borgarfulltrúar AlÞýðu-
bandalagsins, sem gerir
kröfu til að verða forystu-
flokkur í hugsanlegu
vinstra samstarfi í
borgarstjórn, greiddu
atkvæði gegn atvinnu-
málatillögum borgar-
stjóra. Framsóknarfull-
trúarnir greiddu atkvæði
með tillögunum. Borgar-
fulltrúi AlÞýðuflokksins
sat hjá. Sem sagt: Þriggja
flokka minnihluti var Þrí-
klofinn. Guðrún Helga-
dóttir, sem Magnús
Kjartansson skákaði inn í
Tryggingastofnunina á
sinni tíð, staðh'æfði í
sjónvarpsÞætti sl. mið-
vikudag, að „reginmun-
ur“ væri á stefnu AlÞýðu-
bandalagsins og hinna
minnihlutaflokkanna í at-
vinnumálum. í Þessu efni
vita borgarbúar glöggt og
Ijóslega, hver er stefna
sjálfstæðisflokksins, nú-
verandi meirihluta í
borgarstjórn, en alls ekki,
hvað veröur ofan á í
Þessum Þýðingarmikla
málaflokki, ef meirihlut-
inn verður felldur. Þá
koma Þeir til valda, sem
stefna í Þrjár ólíkar áttir.
Sama má raunar segja
um flesta aðra Þætti
borgarmála, Þó að at-
vinnumálin hafi verið tek-
in sem dæmi — að gefnu
tilefni.
Hvert er
borgarstjóra-
efni
minnihlutans?
Þaö skiptir og miklu
máli, er gengið er til
borgarstjórnarkosninga,
hver verður borgarstjóri,
framkvæmdastjóri
borgarsamnfélagsins, að
kosningum loknum.
Kjósendur eiga skýlaus-
an rétt á að vita til hvers
atkvæði Þeirra leiða, í
Þessu efni sem öðrum, er
Þeir gera upp milli val-
kosta í kjörklefanum. í
Þessu efni fer ekkert á
milli mála að Því er
varðar valkost Sjálf-
stæðisftokksins. Borgar-
búar Þekkja Birgi ísleif
Gunnarsson af góðri
reynslu í starfi borgar-
stjóra. Og Birgir ísleifur
gjörbekkir málefni
borgarinnar. Hjá honum
fara saman reynsla,
Þekking og óumdeildir
starfshæfileikar, sem
jafnvel pólitískir and-
stæðingar hans draga
ekki í efa.
En hvert er borgar-
stjóraefni minnihlutans?
Um Það veit enginn og
allra sízt glundroðaliðið
sjálft. Það hunzar gjör-
samlega Þann rétt kjós-
enda í Reykjavík, að fá að
vita fyrirfram, hver val-
kosturinn er, sem Þó
leitar atkvæða Þeirra.
Þetta er í raun lítilsvirð-
ing á rétti og dómgreind
borgarbúa. Það er eins
og sagt sé: Þið eigið að
kjósa valkostinn en ykkur
kemur akkúrat ekkert
viö, hvað f honum felst.
Ekki
farsældar-
svipur á
þríflokkunum
AlÞýðubandalagið,
sem lýtur forustu Þess,
sem stundum er kailað
„litla Ijóta kommaklíkan",
og ekki Þorði að gefa
stuðningsfólki sínu kost
á prófkjöri um framboð,
gerir kröfu til pess að
veröa forystuflokkur í
hugsanlegum meirihluta
glundroðaliðsins í
borgarstjórn. Þetta kom
fram í ræðu Þorbjörns
Broddasonar á sjón-
varpsfundinum. Forystan
getur allt eins orðið okk-
ar, sagði Kristján Bene-
diktsson, borgarfulltrúi
Framsóknar, í viðtali við
Mbl. í gær. Borgarfulltrúi
Alpýðuflokksins sagði ó-
raunhæft aö gera sér
grein fyrir Þessu atriði,
Þar sem líkur bentu til að
Sjálfstæðisflokkurinn
myndi halda meirihluta
sínum. Þannig er „sam-
komulagið" á öllum svið-
um. Og ekki er farsældar-
svipur á valkostinum!
iHleóöur
á morgun
GUÐSPJALL DAGSINS
Jóh. 3.i
Kristur og Nikodomus.
LITUR DAGSINS.
Rauður. — Litur andans
ok píslarvottanna.
Trínitatis — þrenningarhátíð
DÓMKIRKJAN Messa kl. 11 árd.
Séra Þórir Stephensen. Aö lokinni
prédikun verður fermd April June
Lunberg frá Everett í Was-
hingtgon, U.S.A., Hringbraut 41,
Reykjavík. Einsöngvarakórinn
syngur. Orgelleikari Olafur Finns-
son.
LANDAKOTSSPÍTALINN Messa
kl. 10 árd. Séra Hjalti Guömunds-
son.
ÁRBÆJARPRESTAKALL
Guösþjónusta í safnaðarheimili
Árbæjarsóknar kl. 11 árd. Séra
Guðmundur Þorsteinsson.
ÁSPRESTAKALL Messa fellur
niður vegna heimsóknar til Hvera-
gerðiskirkju. Guðsþjónusta þar kl.
2. Séra Grímur Grímsson.
BREIÐHOLTSPREST AK ALL
Messa í Breiöholtsskóla kl. 2 e.h.
Aðalsafnaðarfundur Breiðholts-
sóknar verður að lokinni messu.
Séra Lárus Halldórsson.
BÚSTAÐAKIRKJA Messa kl. 2
e.h. Organleikari Guðni Þ.
Guðmundsson. Séra Ólafur Skúla-
son. Aðalsafnaðarfundur eftir
messu. Sóknarnefndin.
FELLA- OG HÓLAPRESTAKALL
Guðsþjónusta í safnaðarheimilinu
að Keilufelli 1 kl. 11 árd. Séra
Hreinn Hjartarson.
GRENSÁSKIRKJA Guösþjónusta
kl. 11 árd. Organleikari Jón G.
Þórarinsson. Séra Halldór S.
Gröndal.
HALLGRÍMSKIRKJA Messa kl. 11
árd. Lesmessa næstkomandi
þriöjudag kl. 10.30 árd. Beðiö fyrir
sjúkum. Séra Ragnar Fjalar Lárus-
son.
LANDSPÍTALINN Guðsþjónusta
kl. 10 árd. Séra Karl Sigurbjörns-
son.
HÁTEIGSKIRKJA Messa kl. 11.
Séra Arngrímur Jónsson.
KÓPAVOGSKIRKJA
Guðsþjónusta kl. 11 árd. Séra
Þorbergur Kristjánsson.
LANGHOLTSPREST AKALL
Guðsþjónusta kl. 2. Séra Árelíus
Níelsson. í lok guðsþjónustunnar
flytur Helgi Elíasson fulltrúi ávarp
frá Gideon félaginu. Sóknarnefnd-
in.
LAUGARNESKIRKJA Messa kl. 11
árd. Sóknarprestur.
NESKIRKJA Guðsþjónusta kl. 2
e.h. Aðalsafnaðarfundur Nessókn-
ar verður haldinn strax að aflokinni
guðsþjónustunni í félagsheimili
kirkjunnar. Séra Frank M. Hall-
dórsson.
FÍLADELFÍUKIRKJAN
Safnaðarguðsþjónusta kl. 2 síðd.
Almenn guösþjónusta kl. 8 síðd.
Einar J. Gíslason.
FRÍKIRKJAN í Reykjavík. Messa
kl. 2 síðd. Organisti Sigurður
ísólfsson. Séra Þorsteinn Bjarna-
son.
DOMKIRKJA KRISTS KONUNGS
Landakotí. Lágmessa kl. 8.30 árd.
Hámessa kl. 10.30 árd. Lágmessa
kl. 2 síöd. Alla virka daga er
lágmessa kl. 6 síðd., nema á
laugardögum, þá kl. 2 síðd.
GRUND, elli- og hjúkrunarheimili
Messa kl. 2 síðd. Fél. fyrrv.
sóknarpresta.
KAPELLA St. Jósefssystra í
Garðabæ Hámessa kl. 2 síðd.
VÍÐISTAÐASÓKN Guðsþjónusta í
Hrafnistu kl. 11 árd. Séra Sigurður
H. Guðmundsson.
HAFNARFJARÐARKIRKJA GuöS-
þjónusta kl. 2 síðd. Bænastund
n.k. þriðjudagskvöld kl. 20.30.
Séra Gunnþór Ingason.
FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði.
Barnaguðsþjónusta kl. 10.30 árd.
Rætt um ferðalagið. Séra Magnús
Guðjónsson.
AKRANESKIRKJA Messa kl.
10.30 árd. Séra Björn Jónsson.
Til sölu nýleg
Faun 1521
kartöfluupptökuvél
Lítiö notuö.
Verö 980.000-
Vélaborg
Sundaborg,
simar 86680 og 86655.
K0MDU MEÐ TIL
ENGLANDS í SUMAR
Enski málaskólinn The Globe Study Centre For
English sem staösettur er í borginni Exeter í
suðvestur Englandi hefur skipulagt 3—7 vikna
enskunámskeiö fyrir erlend ungmenni í júlí og
ágúst nk.
íslenskur fararstjóri fylgir nemendum báöar leiöir
og leiöbeinir í Englandi.
Fullt fæöi og húsnæöi á enskum heimilum.
Mjög góö enskukennsla hjá reyndum kennurum,
einungis á morgnana.
Ódýrar skemmti- og kynnisferðir í fylgd
fararstjóra.
Fararstjóri aöstoöar viö undirbúning fararinnar.
Verö frá kr. 130.500.
Nánari upplýsingar gefur fulltrúi skólans á íslandi,
Böövar Friöriksson í síma 44804 alla virka daga
milii kl. 18 og 21 og um helgar.
SIMCA 1100 er einn duglegasti litli fímm manna
fólksbíllinn á landinu, sem eyðir 7,56 1. á 100 km.
SIMCA 1100 kemst vegi sem vegleysur, enda
framhjóladrifinn bíll, búinn öryggispönnum
undir vél, gírkassa og benzíngeymi oger u.þ.b. 21 cm,
undir lægsta punkt.
Þetta er bíllinn sem þú ert að leita að, ekki satt?
Hafíð samband við okkur strax í dag.