Morgunblaðið - 20.05.1978, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 20.05.1978, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. MAI 1978 13 Upplýsingar um lönd og lýði sem þig kynni að langa að heimsækja á bílnum þínum þegar þú færir kvíarnar út fyrir hringveginn því þar er ekkert rökkur aðeins bjartur dagur og koldimm nótt. Það er einnig eins gott að vera vel undir hitabrigðin búinn, því á einum og sama degi geta komið sveiflur frá funahita og niður að frostmarki á næturnar. Steypiregnið, sem skell- ur á eins og hendi væri veifað, kemur manni alltaf á óvart, sama er að segja um snjókomu á Sinai fjalli. Það er aðeins úti í eyðimörk- inni, sem maður verður var við þessi miklu hitabrigði, sérstaklega á vorin og á haustin. Það er vel þess virði að aka frá Haifa til klausturs heilagrar Katarínu við rætur Sinaj-fjallsins; það er um 170 km leið og alls ekki óalgengt að það taki mann allt að ellefu klukku- stundir að aka þessa leið í bíl með drifi á öllum hjólum. Þannig bílar henta bezt í Israel. Það reynist erfitt að ná í góð landabréf í ísrael. Einustu kortin, sem fáanleg eru, fást hjá M.emsi (félagi bifreiðaeig- enda), en þessi kort eru of lítil. Það er gott að stinga því hjá sér, að orðið sem ísraelsmenn nota um bilun á bíl er „puncture", og þá er alveg sama hvers konar bilun er um að ræða. Fyrsti áfanginn til ísraels í bíl eru Feneyjar. Þá tekur við 5 daga sjóferð með Hellenska Mið- jarðarhafsskipafélaginu, sem er með bílferju á þessari leið til Haifa. Annars ætti líka að vera unnt að aka um Tyrkland og annað hvort Sýrland eða Líbanon, það er að segja ef maður er ekki af gyðinga- ættum, en að aka þessa leið til baka frá ísrael, sama hvort maður er af al-íslenzkum ættum eða með gyð- ingablóð í æðum, þá er það einfaldlega ómögulegt. Það er bæði hættulegt og órétt- látt að alhæfa hlutina og álíta t.d. skilyrðislaust, að Islendingar séu klaufskari við alla hluti en allir aðrir. Að því er varðar akstur erum við með þeim öruggustu með aðeins tæpl. tvö slys á hverja 10.000 ökumenn. ítalskir ökumenn hafa fremur lélegt orð á sér, þótt mörgum finnist þeir anzi færir ökumenn, flínkir í umferðinni og hafi frábært vald á ökutækjum sínum. Aðalatriðið er að venjast ökumáta Itala. Ungum ítölskum ökumönnum hrýs hugur við, aö aðrir ökumenn taki fram úr þeim, og ef það er kona, sem ætlar að hegða sér svo djarflega, þá um- hverfast þeir og svífast einskis til að koma í veg fyrir, að slík hneisa hendi þá. ítölsku hraðbrautirnar eru verkfræðilegt meistarastykki, og hraðbrautin frá Mílanó um Róm suður til Sikileyjar er eitt af undrum veraldar að fegurð og fullkomleika. í næsta nágrenni ítalskra stórborga er umferðin hreinasta martröð. Blóðug slags- mál brjótast iðulega út í Rómaborg eða t.d. í Napólí vegna bílastæða, og það er alls ekki alltaf svo hyggilegt að fullyrða undir þannig kringum- stæðum, að maður hafi komið fyrst að þessu eða hinu bílastæðinu á undan ítalska bílnum. Hraðatak- markanir eru heldur flóknar á ítölskum vegum, svo einfaldast er í raun og veru að fylgja þeim hraða, sem aðrir ökumenn aka á, innan skynsamlegra takmarka þó. Það gerir bílferðalög á ítölskum hrað- brautum anzi dýr til lengdar, að maður verður að borga víða allhá vegagjöld. Hvað almennt öryggi snertir, þá er maður sennilega betur settur á meðan bíllinn er á ferð, heldur en þegar honum hefur verið lagt einhvers staðar. Þjófnað- ur úr bílum er reglulegur þjóðar- löstur á Italíu. Það ber því að gera allar þær ráðstafanir, sem í mann- legu valdi standa til þess að bíllinn sé nú örugglega alveg rammlæstur í bak og fyrir eftir að honum hefur verið lagt og eigendurnir ganga á brott. Aldrei, aldrei undir neinum kringumstæðum má skilja eftir þýðingarmikil skjöl, eins og t.d. vegabréf, svo ekki sé talað um ferðatékka-hefti eða peninga í bíl, sem lagt hefur verið einhvers staðar á Ítalíu. Sé ekið frá Sviss- landi til Italíu, þá mun það reynast flestum hið dýrðlegasta ævintýri, því fegurð landslagsins á þessum slóðum á engan sirni líka að fegurð og tign. Marokkó Það eykur stórlega ánægjuna af að ferðast um Marokkó að hafa bíl til umráða og geta t.d. skotizt til fjarlægrar hæðar, sem ber greini- lega við síbláan himininn og lokkar mann frá aðaiveginum. Það er lítið þrekvirki að aka um hið víðáttu- mikla aðalvegakerfi í Marokkó. Það er til dæmis ofur auðvelt að aka frá Rabat til Fez og aftur til Rabats á einum degi, og jafnvel hin tiltölu- lega langa leið milli hinnar rós- bleiku borgar Marrakesj og Fez á sannarlega lof skylið. Sé hugsað til bílferðar um Marokkó að sumar- lagi, er viturlegast að fara mjög snemma sumars til þess að losna við steikjandi hádegishitann. Það eru ósköp fá forsmatriði, sem tefja mann við komuna til landsins, og sé maður með bíl, sem er með erlent skrásetningarnúmer, þá er hægt að kaupa sérstaka benzínseðla við komuna til landsins, sem stórlækk- ar benzínverðið. Þessa sérstöku benzínseðla er unnt að kaupa í Banque Marocaine du Commerce Extérieur í hvaða stærri marokk- anskri borg sem er, eða einnig má kaupa þessa seðla í viðskiptabönk- um marokkanska verzlunarbank- ans erlendis með því að sýna skrásetningarskírteini bifreiðar- innar og svo vegabréf hins væntan- lega ferðalangs. En alla vega verður að kaupa þessa benzínseðla fyrir erlendan gjaldeyri en ekki marokkanskan, og það er ekki hægt að nota þessa seðla til að kaupa benzín á bíl, sem maður hefur leigt í Marokkó sjálfu og ekur sjálfur. Yfirleitt verður að segja að ástand vega í Marokkó sé prýðilegt, og umferðin er miklum mun minni en á meginlandi Evrópu. Noregur Norðmenn vilja helzt aka á miðjum veginum en sýna þó örlitla tilhneygingu til hægri handar. Þetta er svo sem skiljanlegt, því miðkafli norskra vega hefur löng- um verið bezti hluti vegarins, og svo er umferðin heldur lítil yfir- leitt. Þetta á a.m.k. við um þá staði í Noregi, sem eru spottakorn frá stærstu borgunum, því víða er unnt að aka rösklega í 20 mínútur eða meira, án þess að mæta einum einasta bíl. Rétt eins og hérna hjá okkur. Það er afskaplega viðkunn- anlegt, og umhverfið er auðvitað heillandi. Það er engin nauðsyn að aka alveg norður til Nordkap til þess að sjá og njóta hins stórbrotna og ógleymanlega norska landslags. Sennilega eru það firðirnir á vesturströndinni, sem heilla land- ann hvað mest; það er frá Björgvin og allt norður til Þrándheims. Gleymið fyrir alla muni ekki Harðangursfirði! Fyrir sunnan Björgvin tekur við hið hýrlega Rogaland með fögrum skerjagarði allt suður að Stavangri. Á þessum slóðum ætti aksturinn að ganga alveg snurðulaust, því vegirnir eru mjög góðir. Þetta er land, sem hægt er að mæla með. Portúgal Norðurhluti Portúgals er vafa- laust skemmtilegasta akstursleiðin, en það eru alls ekki ýkja margir erlendir ferðamenn, sem halda sig að þeim slóðum. Auðveldast er að fara yfir fljótið Minho við Valenca, þar sem pínulitlar fallbyssur snúa enn í dag kjöftunum að Spáni, þarna sem þær gægjast út í gegnum skotraufarnar á fornu virki. Sé þessi leið valin fær maður auk þess hina undurfögru spænsku borg Santiago di Compostela í kaupbæti, áður en haldið er til Portúgals. Borgin Valenca er dæmigerð gömul portúgölsk borg í deiglu hins nýja tíma; skínandi björt yfirlitum full af lífi og litum með ágætlega hönnuðum nýtízku pousada. Margar af þessum portú- gölsku krám, sem allar eru í ríkiseign, er komið fyrir í fornum húsakynnum, sem hefur verið breytt mjög smekklega og með glæsibrag eins og t.d. í Estremoz og í Evora. Það er annars svolítið hættuspil að aka í Portúgal. Það er svo sem engan veginn þung umferð bifreiða á portúgölskum þjóðveg- um, því það er eiginlega reiðhjólið, sem ræður lögum og lofum í umferðinni á vegunum. En hið sama má annars líka segja um uxakerrurnar að vissu leyti, og líka múldýr með bónda í kjölfarinu og konu hans, sem lallar á eftir; karlinn með sólhlíf yfir sér og lætur konuna bera allt, sem bera þarf í kaupstaðinn, og úr kaup- staðnum, og þessu tyllir hún upp á höfuð sér. Þess háttar ferðalög úti á þjóðvegunum verka ekki beinlínis örfandi á hraða umferðarinnar. Eina leiðin, sem er verulega fjölfarin er tveggja akreina vegur- inn á milli Lisboa og Oporto, og sá vegur er líka hreinasta martröð, — og benzínverðið sömuleiðis. En ferðaskrifstofa portúgalska ríkis- ins er líka fljót að benda á þá staðreynd, erlendum ökumönnum til huggunar, að land þeirra sé nú heldur í minna lagi. Spánn Það er hin mesta ánægja að aka um Spán, og það þrátt fyrir þá miklu möguleika, sem erlendur ökumaður hefur til að brjóta einhverja af hinum óvenjulegu og stórundarlegu umferðareglum, sem í gildi eru í því landi. Það kemur manni þægilega á óvart, að þeir staðir, sem mann kann helzt að langa að aka til, eru að mestu lausir við ferðamanna- flauminn. Það er sem sagt unnt að vera að mestu út af fyrir sig á bílferðalögum um Spán. Þannig eru sumar þær leiðir, sem liggja frá ströndinni um stórfenglegt fjalla- landslag upp til Granada, til dæmis svo fáfarnar, að maður getur ekið svo kílómetrum skiptir, án þess að sjá eina einustu hræðu, og þá reyndar heldur ekki neinn benzín- afgreiðslumanninn. Spánverjar hlaupa alls ekki upp til handa og fóta til að veita manni aðstoð, ef bíllinn bilar hjá manni, og aðstoðar er þörf, og það verður að segjast hreint út um spænsku lögregluna, að hún er alltaf óskemmtileg viðureignar. I innhéruðum Spánar hafa íbúarnir allar umferðareglur, eins og til dæmis staðsetningu á vegarhelmingi, að engu. Þetta á alveg sérstaklega við um fólk, sem kemur ríðandi á ösnum eða ekur í ljóslausum kerrum á næturþeli, öllu þessu fólki finnst það eiga fullkomlega jafn mikinn rétt til vegarins, sama hvor vegarbrúnin það er, eins og sá sem ekur í bifreið. Það er aldrei ljós á spænskum reiðhjólum. Að aka af alvegýtrustu varkráni, en það er svo sem alls staðar góð regla, er algjör lífsnauð- syn á Spáni, vilji maður ekki hafa verra af._____ Svíþjóð Svíþjóð skilur eftir mildar minn- ingar í huga manns, sem land hinna skínandi björtu stöðuvatna, silfurlitaðra bjarkarstofna — og ljómandi reglusemi á öllum hlut- um. Á landabréfinu líta vötnin í Vármalandi út eins og rifur, sem liggja skáhallt frá norðri til vesturs. Það er tignarleg sjón að sjá vatnið svelgjast og ólga niður hinar fjölmörgu ár, sem eiga upptök sín á hryggjum norsku fjallgarðanna, en það eru hin sömu fjöll, sem þvergirða fyrir flest vegastæði milli Noregs og Svíþjóðar. En vegna þess hve þessir millilanda- vegir eru fáir, reynist Vármaland og Dalirnir furðu friðsæl héruð. Það er sama, hvar ekið er í Svíþjóð, maður kemst alls ekki hjá því að sjá og finna, hve Svíum er feiknar- lega umhugað um öryggi í umferð- inni, öryggi og aftur öryggi á þjóðvegunum. Þegar Svíar því segja: „ökumönnum er bönnuð öll áfengisneyzla," þá er hreinlega átt við alla áfengisnéyzlu, og þar með basta. Það ber að aka með lágu ljósunum að staðaldri og refsingar eru þungar við brotum á umferða- lögum landsins, þannig getur mað- ur auðveldlega átt á hættu að missa ökuskírteinið fyrir að hafa skvett for á fótgengil og ekki stanzað til að segja: „forlát meg!“ Svissneskir ökumenn hafa löng- um haft orð á sér að vera klaufskir og hægfara, — núna eru þeir hins vegar orðnir klaufskir og hraðfara, og í umferðinni er það hetdur hræðileg blanda. Svissnesk yfirvöld hafa hreinlega fengið ein- stefnu-akstur á heilann. Við gistum nýlega á Hótel Viktoríu (þægilegt, viðkunnanlegt og fremur ódýrt gistihús) við Hauptbahnhof-torg í Basel. Eftir að bílnum hafði verið lagt samkvæmt öllum settum sviss- neskum reglum fyrir þennan stað, reyndist vita ómögulegt að aka bílnum aftur áð gistihúsinu, þegar við þurftum á honum að halda; svo flóknar reynast allar þær reglur vera, sem stjórn svissneskra um- ferðamála setur. í höfuðborginni Bern tók það um það bil eina klukkustund að finna skrifstofu eina, sem við áttum erindi á. Allir vissu, hvar þessi skrifstofa var, en enginn gat sagt til um, hvernig ætti að aka þangað. Loks bauðst smábíl- eigandi einn til þess að aka á undan okkur til staðarins, og þetta var eina ráðið, sem dugði. Þegar við þurftum að aka þvert í gegnum borgina daginn eftir, varð það helzt að ráði, að velja eitthvert staðar- heiti, sem virtist vera í réttri átt við það, sem við þurftum að aka, því næst létum við alla heilbrigða skynsemi lönd og leið og fylgdum einfaldlega öllum vegvísum í þeim skilningi, að við skiptum okkur ekki af því hvert þeir bentu, heldur ókum einfaldlega að þeim næsta. Og sjá, við komumst til ákvörðun- arstaðarins! Það var enginn vandi að ávinna sér töluverða reynslu af svissneskum umferðarvenjum. Þeg- ar við ætluðum eitt sinn að aka þessa 135 km leið frá Brig til Chur, þá komumst við að raun um, að fjallaskörðin á leiðinni voru lokuð vegna síðbúinnar snjókomu, svo Okkur var bent á aðra leið sem var aðeins 360 km löng! Eða þá aðra, sem var þó ekki nema um 230 km, en á þeirri leið þurfti að vísu að flytja bílinn spottakorn með járn- brautarlest eða, ef manni féll sá ferðamáti ekki í geð, þá var unnt að komast enn aðra leið til Chur, með því að aka um Italíu. Við tókum þann kostinn að vera um kyrrt í Brig. Svissneska ferðaskrif- stofa ríkisins lætur ferðamönnum 1 té ókeypis bækling um „Sögufrægar krár og gisting í köstulum," sem veitir manni athyglisverðar upplýs- ingar um nær 100 slíkar stofnanir, en aftur á móti segir annar bæklingut „Hötel Guide", frá sömu ferðaskrífstofu manni allt um það, hvern af þessum stöðum maður hafi í rauninni efni á að gista. Yfirleitt er alltaf prýðilegt að hafa Michelin-leiðavísinn við höndina og þessi fjögur Michelin-kort af Sviss- landi, sem gefa mjög greinilega mynd af landinu. Þessi landabréf eru líka heppileg til þess að leita uppi fagra, friðsæla og afskekkta dali, þar sem auðvelt er að fá góða næturhvíld og gómsætan mat í vinalegum dalakrám. Síðari hluta þessarar kynnisferðar lýkur í blaðinu á morgun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.